Fleiri fréttir

Van Persie: Þetta var aukaspyrna

Robin van Persie kom Arsenal á bragðið í 3-0 sigri á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með því að skora beint úr aukaspyrnu á 13. mínútu leiksins. Þetta var fyrsta mark Hollendingsins snjalla síðan í maí.

Roy Hodgson: Það styðja allir leikmennirnir mig

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, sagði ekki ætla að láta, vangaveltur út í bæ, trufla sig í sínu starfi. Liverpool vann 2-1 sigur á Bolton á Anfield í dag þar sem Joe Cole skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Arsenal vann sannfærandi 3-0 útisigur á Birmingham

Arsenal komst aftur á sigurbraut með 3-0 útisigri á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hollendingurinn Robin van Persie skoraði sitt fyrsta deildarmark í átta mánuði og Samir Nasri skoraði sitt þrettánda mark á tímabilinu í þessum sannfærandi sigri Arsenal-liðsins.

Steve Bruce tileinkaði Stóra Sam sigurinn á Blackburn í dag

Steve Bruce, stjóri Sunderland er góður vinur Sam Allardyce, sem var rekinn frá Blackburn í síðasta mánuði. Sunderland vann 3-0 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag og Bruce sá ástæðu til þess að minnast vinar síns í leikslok.

Redknapp: Það er frábært að ná í níu stig á einni viku

Harry Redknapp, stjóri Tottenham stýrði sínum mönnum til 1-0 sigurs á Fulham á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag en Spurs-liðið hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína yfir hátíðirnar. Tottenham komst upp fyrir Chelsea og upp í 4. sætið en Chelsea getur náð sætinu á ný með sigri á móti Aston Villa á morgun.

KR-ingar Reykjavíkurmeistarar í körfunni og það án Pavels

KR-ingar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í körfubolta með sjö stiga sigri á Fjölni í Grafarvogi fyrir áramót. KR-ingar unnu úrslitaleikinn án leikstjórnanda síns Pavels Ermolinskij sem var búinn að lofa sér í góðgerðaleik í Borgarnesi. Þetta kom fram á karfan.is

Eggert Gunnþór í sigurliði í Edinborgarslagnum

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts unnu 1-0 sigur á Hibernian í Edinborgarslag í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta var fjórði sigur Hearts í röð á nágrönnum sínum.

Joe Cole tryggði Liverpool sigur - Tottenham og City unnu bæði

Manchester City og Tottenham héldu bæði sínu striki með eins marks sigrum í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester City komst upp að hlið Manchester United á toppnum með sigri á Blackpool og Tottenham fór upp fyrir Chelsea með sigri á Fulham. Joe Cole tryggði Liverpool 2-1 sigur á Bolton með potmarki af stuttu færi í uppbótartíma.

Kobe getur alveg troðið eins og ungu strákarnir - myndband

Kobe Bryant átti fínan leik í nótt þegar Los Angeles Lakers vann 102-98 sigur á Philadelphia 76ers og endaði með því tveggja leikja taphrinu á heimavelli sínum. Kobe var með 33 stig á 35 mínútum í leiknum og nýtt skotin sín vel.

Sir Alex Ferguson: Wayne Rooney var stórkostlegur

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði Wayne Rooney mikið eftir 2-1 sigur United á West Brom í fyrsta hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á árinu 2011. United náði með þessum sigri þriggja stiga forskoti á toppnum og vann sinn fyrsta útileik síðan í október.

Hernandez tryggði Manchester United útisigur á West Brom

Varamaðurinn Javier Hernandez tryggði Manchester United 2-1 útisigur á West Bromwich Albion í fyrsta leik ársins 2011 í ensku úrvalsdeildinni. United náði með þessum sigri þriggja stiga forskot á nágranna sína í Manchester City sem spila seinna í dag. Þetta var fyrstu útisigur liðsins síðan að liðið vann Stoke 24. október og þá skorað Hernandez einnig sigurmarkið.

Tottenham er að reyna að fá David Beckham á láni

Tottenham er á fullu í því að reyna að fá David Beckham á láni frá bandaríska liðinu Los Angeles Galaxy og Beckham hefur áhuga þrátt fyrir að hafa einu sagt að hann myndi aldrei spila með öðru ensku liði en Manchester United.

Wenger: Almunia má fara frá Arsenal ef hann vill

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að spænski markvörðurinn Manuel Almunia megi fara frá liðinu en lið eins og Malaga og Atlético Madrid hafa sýnt honum áhuga. Almunia hefur ekki spilað með Arsenal síðan að hann meiddist í september.

Sir Alex hélt að Rooney væri að fara yfir til City

Wayne Rooney segir það ekki rétt að hann hafi einhvern tímann hugsað sér að fara yfir til Manchester City. Hvort sem það er rétt eða ekki þá voru Sir Alex Ferguson og þjálfaralið hans sannfærðir um að framherjinn væri að fara yfir til nágrannanna þegar hann tilkynnti að hann væri á förum í október.

Lærisveinn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen missir af HM

Króatinn Ivan Cupic hjá Rhein-Neckar Löwen hafði ekki heppnina með sér í síðasta leik þýska liðsins fyrir HM-hlé. Cupic meiddist illa á öxl í tapleik á móti Göppingen og mun missa af HM í Handbolta í Svíþjóð.

Hvetur Redknapp til að styrkja liðið í janúar

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hefur hvatt knattspyrnustjórann Harry Redknapp að kaupa nýjan leikmann í janúar og þá leikmann sem getur skipt sköpum fyrir liðið á seinni hluta tímabilsins.

NBA: New Orleans vann í Boston og Lakers marði Philadelphia

Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum.

Rooney: Ætlar sér að verða stjóri en mun ekki byrja hjá stóru félagi

Wayne Rooney segist vera þegar byrjaður að undirbúa það sem tekur við þegar hann leggur fótboltaskónna á hilluna. Hinn 25 ára Rooney er byrjaður í að sækja sér þjálfaramenntun og ætlar að feta í fótsport margra lærisveina Sir Alex Ferguson sem hafa orðið stjórar í ensku úrvalsdeildinni.

Roy Hodgson: Ég mun aldrei segja af mér

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir það koma ekki til greina að hann segi af sér þrátt fyrir slæmt gengi liðsins en Liverpool hefur ekki byrjað verr frá tímabilinu 1953-54. Liverpool heimsækir Grétar Rafn Steinsson í Bolton á morgun og orðið á götunni er að liðið verði að vinna ef hann á að halda stöðunni.

Andres Iniesta: Árið 2011 verður erfitt fyrir okkur í Barcelona

Andres Iniesta hefur varað félaga sína í Barcelona-liðinu við að þeir geta ekki gengið að neinu vísu á nýju ári þrátt fyrir frábært gengi liðsins á árinu 2010. Fyrsti leikur Barcelona á árinu 2011 verður deildarleikur á móti Levante á sunnudaginn.

Hápunktarnir á íþróttaárinu 2011

Framundan er nýtt íþróttaár og því vel við hæfi að skoða það sem er framundan í alþjóðlegu íþróttalífi á nýju ári. Íslenskt íþróttafólk nær vonandi að halda upp heiðri þjóðarinnar á einhverjum af þessum mótum.

Ljungberg spilar í treyju Henke Larsson og Dalglish hjá Celtic

Freddie Ljungberg er búinn að semja við skoska félagið Celtic en hann kemur þangað frá bandaríska liðinu Seattle Sounders. Ljungberg hefur fengið treyju númer sjö hjá Celtic en í henni hafa menn eins og Henrik Larsson og Kenny Dalglish gert garðinn frægan hjá skoska félaginu.

Þrír af átta bestu skyttunum í sænsku deildinni eru íslenskir

Það er athyglisvert að skoða listann yfir bestu þriggja stiga skytturnar í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en þrír íslenskir leikmenn eru nú meðal þeirra átta efstu. Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarsonar hafa allir nýtt þriggja stiga skotin sín betur en 42 prósent það sem af er tímabilinu.

Tony Pulis: Eiður Smári er búinn að vera óheppinn

Tony Pulis, stjóri Stoke, tjáði sig um Eið Smára Guðjohnsen, í viðtali við AFP-fréttastofuna en eins og kunnugt er Eiður að reyna að losna undir samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið.

Wenger: Þeir verða að fara að tala saman í vörninni

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er nú farinn að tala um það opinberlega að sínir menn þurfti að fara tala betur saman inn á vellinum ef liðið ætlar sér að vinna langþráðan titil á þessu tímabili.

Ferguson: Anderson getur tekið við hlutverki Scholes

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ánægður með frammistöðu Brasilíumannsins Anderson að undanförnu og segist vera viss um að leikmaðurinn geti tekið við hlutverki Paul Scholes á miðju liðsins.

Eiður Smári ekki sá eini sem er á förum frá Stoke

Daily Star skrifar um það í morgun að Tony Pulis, stjóri Stoke, sé ekki aðeins tilbúinn að selja Eið Smára Guðjohnsen heldur bendir margt til þess að Tuncay Sanli og varnarmaðurinn Danny Higginbotham sé einnig á förum frá Britannia Stadium.

Verdens Gang: Gylfi og Grétar Rafn í úrvalsliði Norðurlanda

Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman ellefu manna úrvalslið skipað bestu fótboltamönnum Norðurlandanna en VG leitaði til hinna ýmsu miðla á Norðurlöndum við val sitt og þar á meðal var fótboltavefsíðan Fótbolti.net.

Helena og félagar í TCU enduðu árið 2010 með góðum sigri

Helena Sverrisdóttir átti fínan leik þegar TCU vann 76-55 sigur á nágrönnum sínum í Texas Southern í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Þetta var síðasta leikur ársins hjá TCU en liðið hefur unnið 7 af 13 leikjum sínum á tímabilinu.

Drottningin kórónar frábært ár fyrir Howard Webb dómara

Knattspyrnudómarinn Howard Webb og kylfingurinn Graeme McDowell eru meðal þeirra sem fá MBE-heiðursorðuna hjá Elísabetu Englandsdrottningu í dag. Martin Broughton, fyrrum stjórnarformaður Liverpool, er einnig gerður að riddara í dag og ber eftir það titilinn Sir Martin Broughton.

Daily Mail: Mark Hughes vill fá Eið Smára til Fulham

Mark Hughes, stjóri Fulham, er að íhuga það að gera tilboð í Eið Smára Guðjohnsen, sem er til sölu hjá Stoke City. Daily Mail greinir frá þessu í morgun en Tony Pulis hefur ekkert notað Eið í tvo mánuði.

NBA: San Antonio vann Dallas og fimm í röð hjá Orlando

San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð.

Roy Hodgson sér eftir því að hafa móðgað stuðningsmenn Liverpool

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur boðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á orðum sínum eftir tapleikinn á móti Wolves á Anfield í fyrrakvöld. Það var mikið púað á Hodgson eftir áttunda deildartap liðsins á tímabilinu en lið lék skelfilega illa í leiknum. Stjórinn svaraði því með því að gagnrýna stuðningsmennina harðlega en hefur nú tekið orð sín til baka.

Hodgson: Nýt enn stuðnings leikmanna

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segist enn njóta stuðnings leikmanna sinna hjá félaginu. Liverpool tapaði í gær fyrir Wolves á heimavelli, 1-0, og er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Ronaldinho fer frá AC Milan í janúar

Það lítur út fyrir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho sé á leið frá AC Milan þar sem hann hefur lítið fengið að spila að undanförnu.

Ljungberg samdi við Celtic

Svíinn Freddie Ljungberg hefur gengið í raðir skoska úrvalsdeildarfélagsins Celtic en hann lék síðast með Chicago Fire í Bandaríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir