Enski boltinn

Ferguson segir þetta vera jöfnustu toppbaráttuna á sínum ferli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson og Ole Gunnar Solskjær unnu nokkra titla saman.
Sir Alex Ferguson og Ole Gunnar Solskjær unnu nokkra titla saman. Mynd/Nordic Photos/Getty

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er að hefja sitt 25. ár sem knattspyrnustjóri félagsins og hann segir að baráttan um enska meistaratitilin hafi aldrei verið eins jöfn á hans ferli og einmitt núna.

Manchester United hefur árið 2011 í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Manchester City. Chelsea, Arsenal og Tottenham eru einnig til alls líkleg í baráttunni um titilinn.

„Ég tel að öll þessi lið geti unnið titilinn og deildin er að spilast þannig að það eru óvænt úrslit í öllum umferðum. Við vorum svekktir með að tapa stigum á móti Birmingham en svo tapaði Arsenal tveimur stigum á móti tíu manna liði Wigan og Wolves fór til Liverpool og vann. Það á eftir að verða mikið um svona úrslit það sem eftir lifir af mótinu," sagði Ferguson sem segir þetta vera jöfnustu toppbaráttuna á sínum langa og farsæla ferli.

„Þetta er mjög erfið deild og það eru fimm eða sex lið sem eru að keppa um titilinn. Það er alltaf mjög spennandi þegar munar svona litlu á efstu fjórum liðunum og þetta yrði algjör draumadeild ef að öll þessi fimm eða sex lið ætti enn möguleika á titlinum í vor," sagði Ferguson.

Manchester United hefur eitt liða í Englandi ekki tapað ennþá leik á tímabilinu en Fergsuon er ekki mikið að velta því fyrir sér.

„Þú býst aldrei við að fara í gegnum tímabil án þess að tapa. Ég myndi kannski velta þessu fyrir mér þegar það væru aðeins þrír leikir eftir en það er bara hluti af styrk góðs liðs að kunna að vinna sig út úr tapleikjum," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×