Enski boltinn

Tony Pulis: Eiður Smári er búinn að vera óheppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tony Pulis, stjóri Stoke, tjáði sig um Eið Smára Guðjohnsen, í viðtali við AFP-fréttastofuna en eins og kunnugt er Eiður að reyna að losna undir samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið.

„Eiður Smári er búinn að vera óheppinn og hefur ekki að spila eins mikið og hann hefði viljað. Slæma veðrið undanfarnar þrjár vikur hefur síðan séð til þess að hann hefur ekki getað heldur spilað með varaliðinu," sagði Tony Pulis sem hefur látið Eið Smára dúsa á bekknum í síðustu níu leikjum Stoke í ensku úrvalsdeildinni.

Ólíkt oft áður þá hrósaði Pulis Eiði Smára fyrir að leggja hart að sér við æfingar síðustu vikur. „Hann hefur komið á frídögum sínum og lagt mikið á sig við æfingar. Það hefur bara ekki fallið með honum hérna," sagði Pulis sem er nú ekki alveg saklaus þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×