Fleiri fréttir NFL-deildin sektar Brett Favre Hinn glæsti ferill NFL-goðsagnarinnar, Brett Favre, virðist ætla að fá leiðinlegan endi. Liðið hans hefur ekkert getað, hann hefur verið mikið meiddur og missti úr leiki í fyrsta skipti á ferlinum. 30.12.2010 16:45 Rooney gæti leikið með Beckham í Bandaríkjunum Svo gæti farið að David Beckham og Rooney leiki saman í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en Rooney hyggst reyna fyrir sér í Bandaríkjunum á nýja árinu. 30.12.2010 16:15 Real Madrid ætlar að stela Fabregas frá Barcelona Margir telja það aðeins tímaspursmál hvenær Cesc Fabregas gangi í raðir Barcelona. Þrátt fyrir það ætlar Real Madrid að reyna að stríða erkióvini sínum og stela Fabregas undan nefinu á Barca. 30.12.2010 15:45 Tony Pulis ætlar ekki að reyna að fá David Beckham Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur lokað á þann möguleika á að David Beckham komi á láni til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í næstu viku. Beckham er búinn að klára tímabilið með bandaríska liðinu LA Galaxy og er að leita sér að liði í Evrópu. 30.12.2010 15:15 Nielsen: Stoltur yfir því að geta náð í Ólaf Stefánsson til AG Jesper "Kasi" Nielsen er í skýjunum með bikarmeistaratitil AG Kaupamannahöfn í vikunni en hann er jafnframt farinn að huga að sóknarfærum liðsins á næsta tímabili. Nielsen vill sjá AG-liðið komast í hóp þeirra bestu í heimi og það strax á næstu leiktíð. 30.12.2010 14:45 Mancini telur að Dzeko gæti tryggt Manchester City titilinn Roberto Mancini, stjóri Manchester City, leggur mikla áherslu á það að félagið nái að kaupa Bosníumanninn Edin Dzeko frá þýska liðinu Wolfsburg en samninaviðræður eru hafnar á milli félaganna. 30.12.2010 14:15 Eiður vill kaupa upp eigin samning Eiður Smári Guðjohnsen vill kaupa upp samninginn sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Stoke City. Þetta hefur Vísir eftir sínum heimildum. 30.12.2010 13:51 Læknir og þjálfari Flensborg: Knudsen ætti ekki að spila á HM Það er enn óvissa í kringum það hvort danski línumaðurinn Michael Knudsen geti spilað með á HM í handbolta Svíþjóð. Knudsen er að stíga upp úr erfiðum hnémeiðslum og læknir og þjálfari Flensborg eru á því að hann sé ekki klár í að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tvær vikur. 30.12.2010 13:45 Fabregas benti á ósamræmi hjá dómurum á twitter-síðu sinni Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, tók út leikbann þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann vildi eins og aðrir Arsenal-menn fái víti á lokamínútunum þegar James McArthur, varnarmaður Wigan, varði aukaspyrnu Samir Nasri með hendinni. Dómari leiksins dæmdi hinsvegar ekkert og Arsenal sá á eftir tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni. 30.12.2010 13:15 Sunnudagsmessan: Tíu fallegustu mörkin Frábær tilþrif hafa sést í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á fyrri hluta keppnistímabilsins. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason umsjónarmenn Sunnudagsmessunnar á Stöð 2 sport 2 hafa valið 10 fallegustu mörkin það sem af er tímabilinu. Smellið á hnappinn hér fyrir ofan. 30.12.2010 12:58 Bale: Tottenham getur orðið enskur meistari Gareth Bale hjá Tottenham er viss um það að liðið geti orðið enskur meistari á þessu tímabili. Tottenham hefur staðið sig frábærlega á leiktíðinni til þessa, bæði í deild og Evrópukeppni og það er ekki síst að þakka eimreiðinni á vinstri vængnum. 30.12.2010 12:45 Ásdís valin frjálsíþróttakona ársins þriðja árið í röð Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari í Ármanni, og Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari úr FH, hafa verið valin frjálsíþróttafólk ársins af stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands í samráði við Íþrótta- og afreksnefnd sambandsins. 30.12.2010 12:15 Guðmundur Ágúst á meðal þeirra efstu í Flórída Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í baráttunni um sigurinn á sterku móti fyrir yngri kylfinga sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Guðmundur Ágúst, sem er klúbbmeistari GR, er í 2.-4. sæti á Junior Orange Bowl meistaramótinu fyrir lokadaginn sem fram fer í dag. 30.12.2010 11:44 The Sentinel: Stoke bíður eftir tilboðum í Eið Smára í janúar Eiður Smári Guðjohnsen vill losna frá Stoke City eins og hefur komið fram og staðarblaðið The Sentinel segir í morgun að Stoke City sé tilbúið að hlusta á tilboð í leikmanninn þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. 30.12.2010 11:30 Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Að venju er hægt að sjá inn á Vísi yfirlit yfir flottustu mörkin í hverri umferð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Nú eru menn búnir að velja fallegustu mörkin úr leikjunum sem fram fóru í þessari viku en það var mikið um óvænt úrslit og umdeild atvik í tíu leikjum vikunnar. 30.12.2010 11:15 Kári Steinn með Íslandsmet í 5000 metra hlaupi á Áramóti Fjölnis Blikinn Kári Steinn Karlsson setti nýtt Íslandsmet innanhúss í 5000 metra hlaupi á fjölmennu Áramóti Fjölnis sem fór fram í gærkvöldi. Kári Steinn bætti tveggja ára gamalt met Blikans Stefáns Guðmundssonar um rúmar 27 sekúndur. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsiþróttasambandsins. 30.12.2010 10:45 Kraftaverka-sigurkarfa Tyreke Evans í nótt - myndband Það var ótrúlegur endakaflinn í leik Sacramento Kings og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í nótt. O.J. Mayo hélt að hann hefði tryggt Memphis 98-97 sigur með frábærri körfu 1,5 sekúndum fyrir leikslok en Tyreke Evans átti lokaorðið þegar hann skoraði sigurkörfuna með sannkölluðu kraftaverkaskoti frá miðju. 30.12.2010 10:15 Hodgson: Hvar hefur hinn frægi Anfield-stuðningur verið í minni tíð? Roy Hodgson, stjóri Liverpool, ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir slakt gengi Liverpool-liðsins og skelfilega frammistöðu í gær í tapi á heimavelli á móti botnliði ensku úrvalsdeildarinnar. Wolves kom á Anfield og vann 1-0 sigur, sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. 30.12.2010 09:45 Ancelotti: Þessi sigur heldur okkur inn í titilbaráttunni Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, var mikið létt eftir 1-0 sigur liðsins á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur liðsins í sjö leikjum og hann endaði versta gengi liðsins síðan 1999. Chelsea er nú fjórum stigum á eftir toppliði Manchester United. 30.12.2010 09:15 NBA: Dwyane Wade yfir 40 stigin annað kvöldið í röð Dwyane Wade skoraði yfir 40 stig annað kvöldið í röð þegar Miami Heat vann sinn tíunda útileik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics liðið tapaði óvænt fyrir Detroit Pistons en meistararnir í Los Angeles Lakers enduðu þriggja leikja taphrinu með sigri á New Orleans Hornets. Charlotte Bobcats er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas. 30.12.2010 09:00 Macheda verður lánaður til Ítalíu Það bendir flest til þess að ítalski framherjinn, Federico Macheda, verði lánaður frá Man. Utd til liðs á Ítalíu í janúar. Leikmaðurinn vill ólmur fá að spila meira og hefur ekki nýtt tækifærin sín hjá Man. Utd nægilega vel. 29.12.2010 23:30 Guif á toppinn í Svíþjóð Guif skellti sér í kvöld á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með fjögurra marka sigri á Kristianstad á útivelli, 24-20. 29.12.2010 23:16 Hodgson: Vondur dagur á skrifstofunni Roy Hodgson, stjóri Liverpool, sagði óhætt að segja að það hafi gengið illa í vinnunni hjá honum í kvöld. 29.12.2010 22:52 Enn einn tapleikur CB Granada Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig er lið hans, CB Granada, tapaði fyrir Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 86-79. 29.12.2010 22:42 Liverpool tapaði fyrir botnliðinu á heimavelli Liverpool tapaði í kvöld sínum áttunda leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni - í þetta sinn fyrir botnliði Wolves á heimavelli, 1-0. 29.12.2010 21:58 Loksins sigurleikur hjá Chelsea Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. 29.12.2010 21:45 Sigurganga Füchse Berlin heldur áfram Füchse Berlin fagnaði í kvöld enn einum sigrinum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og minnkaði muninn í topplið Hamburg aftur í þrjú stig. 29.12.2010 20:59 Aron áfram hjá Kiel til 2015 Aron Pálmarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Kiel sem bindur hann við félagið til loka tímabilsins 2015. 29.12.2010 20:40 Hlynur og Jakob fóru enn og aftur á kostum Sundvall er komið við topp sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir sigur á Södertälje í kvöld, 92-80, á útivelli. 29.12.2010 20:25 Rhein-Neckar Löwen tapaði grannaslagnum Göppingen vann í kvöld góðan sigur á Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 35-31. Um grannaslag var að ræða en bæði lið eru Baden-Württemberg, einu af sextán sambandslöndum Þýskalands. 29.12.2010 20:10 Stoke búið að kaupa Pennant Stoke City gekk í dag frá kaupum á Jermaine Pennant sem hefur verið í láni hjá félaginu frá Real Zaragoza á Spáni. 29.12.2010 19:50 Treyja númer 4 bíður eftir Fabregas Þó svo Barcelona hafi ekki tekist að kaupa Cesc Fabregas síðasta sumar er félagið langt frá því búið að gleyma honum eða gefast upp á honum.Því til sönnunar fær enginn leikmaður félagsins að nota treyju númer 4 hjá félaginu sem er eyrnamerkt Fabregas. 29.12.2010 19:30 Pardew íhugar að setja Twitter-bann hjá Newcastle Leikmenn Newcastle mega hugsanlega ekki nota Twitter-samskiptasíðuna lengur. Það geta þeir þakkað Jose Enrique sem greindi frá því á Twitter að hann myndi ekki spila gegn Tottenham. 29.12.2010 18:45 Ótrúlegt langskot hjá „byssumanninum“ Gilbert Arenas Gilbert Arenas leikmaður NBA liðsins Orlando Magic átti ótrúlegt skot í leik gegn New Jersey Nets s.l. mánudag og verður það seint leikið eftir. 29.12.2010 18:00 Carrick hefur mikla trú á Berbatov Miðjumaðurinn Michael Carrick hefur mikla trú á félaga sínum Dimitar Berbatov. Carrick spáir því að Berbatov muni halda áfram að raða inn mörkum og sjá til þess að United verði meistari. 29.12.2010 17:15 Kaká er til sölu Brasilíumaðurinn Kaká á ekki neina framtíð hjá Real Madrid því félagið er til í að selja hann í janúar. Inter hefur lengi sýnt áhuga á leikmanninum og Real hvetur félagið til þess að gera tilboð í leikmanninn. 29.12.2010 16:30 Leonardo: Ég er ekki stuðningsmaður Inter Ekki eru allir stuðningsmenn ítalska félagins Inter ánægðir með ráðningu Brasilíumannsins Leonardo sem þjálfara enda þjálfaði hann lið erkifjendanna í AC Milan áður. Þess utan lék hann lengi vel með AC. 29.12.2010 15:45 Anelka spilar með Chelsea í kvöld Það fara fram þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Chelsea, Arsenal og Liverpool verða öll í eldlínunni. 29.12.2010 15:00 Shaq sektaður um fjórar milljónir Shaquille O’Neal leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, fékk væna sekt fyrir að drulla yfir dómara á dögunum. Hann var þá mjög ósáttur þegar hann fékk sína sjöttu villu í glímu sinni við Dwight Howard, miðherja Orlando Magic, í leik liðanna um helgina. 29.12.2010 14:15 Löwen í beinni í kvöld Handknattleiksmenn í Þýskalandi komast loksins í jólafrí í kvöld þegar síðustu leikir ársins í þýsku úrvalsdeildinni fara fram. 29.12.2010 13:30 Hiddink getur ekki komið Chelsea til bjargar Hollendingurinn Guus Hiddink á enga möguleika á því að losa sig frá stöðu landsliðsþjálfara Tyrklands fari svo að Roman Abramovich leiti til hans. Það er farið að hitna undir Carlo Ancelotti á Stamford Bridge eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu en umboðsmaður Guus Hiddink segir að þjálfarinn sé fastur í sínu starfi í Tyrklandi. 29.12.2010 12:45 Jesper afþakkaði gullverðlaunapeninginn hans Boldsen Jesper "Kasi" Nielsen er maðurinn á bak við velgengni danska handboltaliðsins AG Kaupmannahöfn en hann var þó ekki tilbúinn að taka við gullverðlaunapeningi eftir að liðið vann sinn fyrsta titil í gær. 29.12.2010 12:15 Walcott: Við verðum að gleyma sigrinum á móti Chelsea Arsenal-menn fá ekki langan tíma til þess að njóta sigursins á Chelsea í fyrrakvöld því liðið mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Theo Walcott spilaði stórt hlutverki í sigrinum á nágrönnunum í Norður-London og segir að leikurinn í kvöld sem alveg eins mikilvægur og stórleikurinn á mánudagskvöldið. 29.12.2010 11:45 Balotelli: Ég er alltaf ánægður - líka þótt ég brosi ekki Mario Balotelli skoraði þrennu fyrir Manchester City í 4-0 stórsigri á Aston Villa í gær en fyrr um daginn voru fjölmiðlar uppteknir af því að strákurinn væri að deyja úr heimþrá. Balotelli hefur skorað 8 mörk í 11 leikjum fyrir City en hann er ekki mikið að fagna þessum mörkum sínum sem mörgum þykir undarlegt. 29.12.2010 11:15 Cech pirraður út í sóknarmenn Chelsea: Rangstæðir í hverri sókn Petr Cech, markvörður Chelsea, er viss um að stjórinn Carlo Ancelotti geti snúið við slæmu gengi liðsins en ensku meistararnir hafa aðeins náð í sex stig út úr síðustu átta deildarleikjum og sitja ekki lengur í Meistaradeildarsæti. Þeir geta reyndar bætt úr því á móti Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton í kvöld. 29.12.2010 10:45 Sjá næstu 50 fréttir
NFL-deildin sektar Brett Favre Hinn glæsti ferill NFL-goðsagnarinnar, Brett Favre, virðist ætla að fá leiðinlegan endi. Liðið hans hefur ekkert getað, hann hefur verið mikið meiddur og missti úr leiki í fyrsta skipti á ferlinum. 30.12.2010 16:45
Rooney gæti leikið með Beckham í Bandaríkjunum Svo gæti farið að David Beckham og Rooney leiki saman í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en Rooney hyggst reyna fyrir sér í Bandaríkjunum á nýja árinu. 30.12.2010 16:15
Real Madrid ætlar að stela Fabregas frá Barcelona Margir telja það aðeins tímaspursmál hvenær Cesc Fabregas gangi í raðir Barcelona. Þrátt fyrir það ætlar Real Madrid að reyna að stríða erkióvini sínum og stela Fabregas undan nefinu á Barca. 30.12.2010 15:45
Tony Pulis ætlar ekki að reyna að fá David Beckham Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur lokað á þann möguleika á að David Beckham komi á láni til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í næstu viku. Beckham er búinn að klára tímabilið með bandaríska liðinu LA Galaxy og er að leita sér að liði í Evrópu. 30.12.2010 15:15
Nielsen: Stoltur yfir því að geta náð í Ólaf Stefánsson til AG Jesper "Kasi" Nielsen er í skýjunum með bikarmeistaratitil AG Kaupamannahöfn í vikunni en hann er jafnframt farinn að huga að sóknarfærum liðsins á næsta tímabili. Nielsen vill sjá AG-liðið komast í hóp þeirra bestu í heimi og það strax á næstu leiktíð. 30.12.2010 14:45
Mancini telur að Dzeko gæti tryggt Manchester City titilinn Roberto Mancini, stjóri Manchester City, leggur mikla áherslu á það að félagið nái að kaupa Bosníumanninn Edin Dzeko frá þýska liðinu Wolfsburg en samninaviðræður eru hafnar á milli félaganna. 30.12.2010 14:15
Eiður vill kaupa upp eigin samning Eiður Smári Guðjohnsen vill kaupa upp samninginn sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Stoke City. Þetta hefur Vísir eftir sínum heimildum. 30.12.2010 13:51
Læknir og þjálfari Flensborg: Knudsen ætti ekki að spila á HM Það er enn óvissa í kringum það hvort danski línumaðurinn Michael Knudsen geti spilað með á HM í handbolta Svíþjóð. Knudsen er að stíga upp úr erfiðum hnémeiðslum og læknir og þjálfari Flensborg eru á því að hann sé ekki klár í að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tvær vikur. 30.12.2010 13:45
Fabregas benti á ósamræmi hjá dómurum á twitter-síðu sinni Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, tók út leikbann þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann vildi eins og aðrir Arsenal-menn fái víti á lokamínútunum þegar James McArthur, varnarmaður Wigan, varði aukaspyrnu Samir Nasri með hendinni. Dómari leiksins dæmdi hinsvegar ekkert og Arsenal sá á eftir tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni. 30.12.2010 13:15
Sunnudagsmessan: Tíu fallegustu mörkin Frábær tilþrif hafa sést í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á fyrri hluta keppnistímabilsins. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason umsjónarmenn Sunnudagsmessunnar á Stöð 2 sport 2 hafa valið 10 fallegustu mörkin það sem af er tímabilinu. Smellið á hnappinn hér fyrir ofan. 30.12.2010 12:58
Bale: Tottenham getur orðið enskur meistari Gareth Bale hjá Tottenham er viss um það að liðið geti orðið enskur meistari á þessu tímabili. Tottenham hefur staðið sig frábærlega á leiktíðinni til þessa, bæði í deild og Evrópukeppni og það er ekki síst að þakka eimreiðinni á vinstri vængnum. 30.12.2010 12:45
Ásdís valin frjálsíþróttakona ársins þriðja árið í röð Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari í Ármanni, og Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari úr FH, hafa verið valin frjálsíþróttafólk ársins af stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands í samráði við Íþrótta- og afreksnefnd sambandsins. 30.12.2010 12:15
Guðmundur Ágúst á meðal þeirra efstu í Flórída Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í baráttunni um sigurinn á sterku móti fyrir yngri kylfinga sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Guðmundur Ágúst, sem er klúbbmeistari GR, er í 2.-4. sæti á Junior Orange Bowl meistaramótinu fyrir lokadaginn sem fram fer í dag. 30.12.2010 11:44
The Sentinel: Stoke bíður eftir tilboðum í Eið Smára í janúar Eiður Smári Guðjohnsen vill losna frá Stoke City eins og hefur komið fram og staðarblaðið The Sentinel segir í morgun að Stoke City sé tilbúið að hlusta á tilboð í leikmanninn þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. 30.12.2010 11:30
Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Að venju er hægt að sjá inn á Vísi yfirlit yfir flottustu mörkin í hverri umferð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Nú eru menn búnir að velja fallegustu mörkin úr leikjunum sem fram fóru í þessari viku en það var mikið um óvænt úrslit og umdeild atvik í tíu leikjum vikunnar. 30.12.2010 11:15
Kári Steinn með Íslandsmet í 5000 metra hlaupi á Áramóti Fjölnis Blikinn Kári Steinn Karlsson setti nýtt Íslandsmet innanhúss í 5000 metra hlaupi á fjölmennu Áramóti Fjölnis sem fór fram í gærkvöldi. Kári Steinn bætti tveggja ára gamalt met Blikans Stefáns Guðmundssonar um rúmar 27 sekúndur. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsiþróttasambandsins. 30.12.2010 10:45
Kraftaverka-sigurkarfa Tyreke Evans í nótt - myndband Það var ótrúlegur endakaflinn í leik Sacramento Kings og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í nótt. O.J. Mayo hélt að hann hefði tryggt Memphis 98-97 sigur með frábærri körfu 1,5 sekúndum fyrir leikslok en Tyreke Evans átti lokaorðið þegar hann skoraði sigurkörfuna með sannkölluðu kraftaverkaskoti frá miðju. 30.12.2010 10:15
Hodgson: Hvar hefur hinn frægi Anfield-stuðningur verið í minni tíð? Roy Hodgson, stjóri Liverpool, ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir slakt gengi Liverpool-liðsins og skelfilega frammistöðu í gær í tapi á heimavelli á móti botnliði ensku úrvalsdeildarinnar. Wolves kom á Anfield og vann 1-0 sigur, sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. 30.12.2010 09:45
Ancelotti: Þessi sigur heldur okkur inn í titilbaráttunni Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, var mikið létt eftir 1-0 sigur liðsins á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur liðsins í sjö leikjum og hann endaði versta gengi liðsins síðan 1999. Chelsea er nú fjórum stigum á eftir toppliði Manchester United. 30.12.2010 09:15
NBA: Dwyane Wade yfir 40 stigin annað kvöldið í röð Dwyane Wade skoraði yfir 40 stig annað kvöldið í röð þegar Miami Heat vann sinn tíunda útileik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics liðið tapaði óvænt fyrir Detroit Pistons en meistararnir í Los Angeles Lakers enduðu þriggja leikja taphrinu með sigri á New Orleans Hornets. Charlotte Bobcats er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas. 30.12.2010 09:00
Macheda verður lánaður til Ítalíu Það bendir flest til þess að ítalski framherjinn, Federico Macheda, verði lánaður frá Man. Utd til liðs á Ítalíu í janúar. Leikmaðurinn vill ólmur fá að spila meira og hefur ekki nýtt tækifærin sín hjá Man. Utd nægilega vel. 29.12.2010 23:30
Guif á toppinn í Svíþjóð Guif skellti sér í kvöld á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með fjögurra marka sigri á Kristianstad á útivelli, 24-20. 29.12.2010 23:16
Hodgson: Vondur dagur á skrifstofunni Roy Hodgson, stjóri Liverpool, sagði óhætt að segja að það hafi gengið illa í vinnunni hjá honum í kvöld. 29.12.2010 22:52
Enn einn tapleikur CB Granada Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig er lið hans, CB Granada, tapaði fyrir Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 86-79. 29.12.2010 22:42
Liverpool tapaði fyrir botnliðinu á heimavelli Liverpool tapaði í kvöld sínum áttunda leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni - í þetta sinn fyrir botnliði Wolves á heimavelli, 1-0. 29.12.2010 21:58
Loksins sigurleikur hjá Chelsea Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. 29.12.2010 21:45
Sigurganga Füchse Berlin heldur áfram Füchse Berlin fagnaði í kvöld enn einum sigrinum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og minnkaði muninn í topplið Hamburg aftur í þrjú stig. 29.12.2010 20:59
Aron áfram hjá Kiel til 2015 Aron Pálmarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Kiel sem bindur hann við félagið til loka tímabilsins 2015. 29.12.2010 20:40
Hlynur og Jakob fóru enn og aftur á kostum Sundvall er komið við topp sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir sigur á Södertälje í kvöld, 92-80, á útivelli. 29.12.2010 20:25
Rhein-Neckar Löwen tapaði grannaslagnum Göppingen vann í kvöld góðan sigur á Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 35-31. Um grannaslag var að ræða en bæði lið eru Baden-Württemberg, einu af sextán sambandslöndum Þýskalands. 29.12.2010 20:10
Stoke búið að kaupa Pennant Stoke City gekk í dag frá kaupum á Jermaine Pennant sem hefur verið í láni hjá félaginu frá Real Zaragoza á Spáni. 29.12.2010 19:50
Treyja númer 4 bíður eftir Fabregas Þó svo Barcelona hafi ekki tekist að kaupa Cesc Fabregas síðasta sumar er félagið langt frá því búið að gleyma honum eða gefast upp á honum.Því til sönnunar fær enginn leikmaður félagsins að nota treyju númer 4 hjá félaginu sem er eyrnamerkt Fabregas. 29.12.2010 19:30
Pardew íhugar að setja Twitter-bann hjá Newcastle Leikmenn Newcastle mega hugsanlega ekki nota Twitter-samskiptasíðuna lengur. Það geta þeir þakkað Jose Enrique sem greindi frá því á Twitter að hann myndi ekki spila gegn Tottenham. 29.12.2010 18:45
Ótrúlegt langskot hjá „byssumanninum“ Gilbert Arenas Gilbert Arenas leikmaður NBA liðsins Orlando Magic átti ótrúlegt skot í leik gegn New Jersey Nets s.l. mánudag og verður það seint leikið eftir. 29.12.2010 18:00
Carrick hefur mikla trú á Berbatov Miðjumaðurinn Michael Carrick hefur mikla trú á félaga sínum Dimitar Berbatov. Carrick spáir því að Berbatov muni halda áfram að raða inn mörkum og sjá til þess að United verði meistari. 29.12.2010 17:15
Kaká er til sölu Brasilíumaðurinn Kaká á ekki neina framtíð hjá Real Madrid því félagið er til í að selja hann í janúar. Inter hefur lengi sýnt áhuga á leikmanninum og Real hvetur félagið til þess að gera tilboð í leikmanninn. 29.12.2010 16:30
Leonardo: Ég er ekki stuðningsmaður Inter Ekki eru allir stuðningsmenn ítalska félagins Inter ánægðir með ráðningu Brasilíumannsins Leonardo sem þjálfara enda þjálfaði hann lið erkifjendanna í AC Milan áður. Þess utan lék hann lengi vel með AC. 29.12.2010 15:45
Anelka spilar með Chelsea í kvöld Það fara fram þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Chelsea, Arsenal og Liverpool verða öll í eldlínunni. 29.12.2010 15:00
Shaq sektaður um fjórar milljónir Shaquille O’Neal leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, fékk væna sekt fyrir að drulla yfir dómara á dögunum. Hann var þá mjög ósáttur þegar hann fékk sína sjöttu villu í glímu sinni við Dwight Howard, miðherja Orlando Magic, í leik liðanna um helgina. 29.12.2010 14:15
Löwen í beinni í kvöld Handknattleiksmenn í Þýskalandi komast loksins í jólafrí í kvöld þegar síðustu leikir ársins í þýsku úrvalsdeildinni fara fram. 29.12.2010 13:30
Hiddink getur ekki komið Chelsea til bjargar Hollendingurinn Guus Hiddink á enga möguleika á því að losa sig frá stöðu landsliðsþjálfara Tyrklands fari svo að Roman Abramovich leiti til hans. Það er farið að hitna undir Carlo Ancelotti á Stamford Bridge eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu en umboðsmaður Guus Hiddink segir að þjálfarinn sé fastur í sínu starfi í Tyrklandi. 29.12.2010 12:45
Jesper afþakkaði gullverðlaunapeninginn hans Boldsen Jesper "Kasi" Nielsen er maðurinn á bak við velgengni danska handboltaliðsins AG Kaupmannahöfn en hann var þó ekki tilbúinn að taka við gullverðlaunapeningi eftir að liðið vann sinn fyrsta titil í gær. 29.12.2010 12:15
Walcott: Við verðum að gleyma sigrinum á móti Chelsea Arsenal-menn fá ekki langan tíma til þess að njóta sigursins á Chelsea í fyrrakvöld því liðið mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Theo Walcott spilaði stórt hlutverki í sigrinum á nágrönnunum í Norður-London og segir að leikurinn í kvöld sem alveg eins mikilvægur og stórleikurinn á mánudagskvöldið. 29.12.2010 11:45
Balotelli: Ég er alltaf ánægður - líka þótt ég brosi ekki Mario Balotelli skoraði þrennu fyrir Manchester City í 4-0 stórsigri á Aston Villa í gær en fyrr um daginn voru fjölmiðlar uppteknir af því að strákurinn væri að deyja úr heimþrá. Balotelli hefur skorað 8 mörk í 11 leikjum fyrir City en hann er ekki mikið að fagna þessum mörkum sínum sem mörgum þykir undarlegt. 29.12.2010 11:15
Cech pirraður út í sóknarmenn Chelsea: Rangstæðir í hverri sókn Petr Cech, markvörður Chelsea, er viss um að stjórinn Carlo Ancelotti geti snúið við slæmu gengi liðsins en ensku meistararnir hafa aðeins náð í sex stig út úr síðustu átta deildarleikjum og sitja ekki lengur í Meistaradeildarsæti. Þeir geta reyndar bætt úr því á móti Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton í kvöld. 29.12.2010 10:45