Enski boltinn

Ljungberg spilar í treyju Henke Larsson og Dalglish hjá Celtic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freddie Ljungberg.
Freddie Ljungberg. Mynd/Nordic Photos/Getty
Freddie Ljungberg er búinn að semja við skoska félagið Celtic en hann kemur þangað frá bandaríska liðinu Seattle Sounders. Ljungberg hefur fengið treyju númer sjö hjá Celtic en í henni hafa menn eins og Henrik Larsson og Kenny Dalglish gert garðinn frægan hjá skoska félaginu.

„Ég fékk númerið hans Ian Wright hjá Arsenal á sínum tíma og hann var goðsögn þar. Ég mun reyna að standa mig líka hérna. Ég mun klæðast sjöunni stoltur og reyna að gera mitt besta," sagði Freddie Ljungberg sem átti mörg frábær ár undir stjórn Arsene Wenger hjá Arsenal.

„Bandaríska deildin er betri en margir halda en Celtic er risaklúbbur. Í Bandaríkjunum saknaði ég ástríðunnar fyrir fótboltanum og ef maður er að leita að fótboltaástríðu þá finnur maður hana hér," sagði Ljungberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×