Fleiri fréttir

Keflvíkingar ætla að tryggja sig með því að fá Lasse til sín

Lasse Jörgensen mun spila með Keflavík út tímabilið og sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, í samtali við Íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunar í dag að Keflvíkingar séu með þessu að tryggja sig fyrir því sem kom fyrir í upphafi tímabils.

Logi hættur með KR-liðið - Rúnar tekur við

Logi Ólafsson hefur stýrt sínum síðasta leik með KR en þetta var ljóst eftir fundi hans og stjórnar knattspyrnudeildar KR í dag. Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála, mun taka við liðinu og Pétur Pétursson verður áfram aðstoðarþjálfari. Þetta kom fyrst fram á fótbolta.net.

Yamamoto tekur sæti Chandok

Enn verða skipti á ökumönnum hjá Hispania liðinu spænska Formúlu 1. Í síðustu keppni tók Sakan Yamamoto sæti Bruno Senna án mikils fyrirvara, en í mótinu á Hockenheim um næstu helgi ekur Yamamoto bíl Karun Chandok.

Dorrans verður áfram hjá West Bromwich Albion

Nýliðarnir í West Bromwich Albion fengu góðar fréttir í dag þegar aðalmarkaskorari liðsins á síðasta tímabili, Graham Dorrans, skrifaði undir nýjan samning við félagið.

Detroit Pistons er ekki að flytja til Las Vegas

Forráðamenn Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fullvissa stuðningsmenn sína um að félagið verði áfram í Detroit en Pistons-liðið er nú til sölu.

Socrates: Brasilíska þjóðin ætti að fá að kjósa landsliðsþjálfarann

Socrates er einn þekktasti leikmaður brasilíska landsliðsins í gegnum tíðina en hann fór fyrir 1982-liðinu sem vann hug og hjörtu knattspynuáhugamanna á HM á Spáni. Socrates er lærður læknir og þekktur fyrir sterkar skoðanir. Hann hefur nú stigið fram og tjáð sig um hver fái að þjálfara brasilíska landsliðið á heimavelli.

Villeneuve vill stofna Formúlu 1 lið

Talið er að Formúlu 1 meistarinn frá 1997, Jacques Villeneuve hafi sett inn umsókn til FIA um að mæta með keppnislið á ráslínuna á næsta ári.

Stabæk fékk á sig mark á meðan Bjarni skipti um skó

Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, var allt annað en sáttur með Bjarna Ólaf Eiríksson í 2-2 jafntefli liðsins á móti Brann í Bergen í gær. Brann jafnaði leikinn í 1-1 þegar Stabæk var einum manni færra þar sem íslenski bakvörðurinn var út við hliðarlínun að skipta um skó.

Webber: Gekk of langt í ummælum

Mark Webber var eldheitur eftir kappaksturinn á Silverstone sem hann vann og lét ummæli frá sér fara, sem hann segir í dga að hafa verið of langt gengið.

Martin Jol verður væntanlega næsti stjóri Fulham

BBC segir frá því í dag að samkvæmt þeirra heimildum mun Martin Jol verða nýr stjóri Fulham seinna í þessarri viku. Jol mun taka við af Roy Hodgson sem gerðist stjóri Liverpool 1. júlí síðastliðinn.

Willum: Þurfum að endurskoða okkar markmið

„Mér fannst við betri aðilinn í fyrri hálfleik og fannst möguleikar okkar liggja þar og við spiluðum fínan bolta en það er að hrjá okkur að við skorum ekki og nýtum ekki færin," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavík, eftir leikinn í kvöld en liðið tapaði 0-2 fyrir Breiðablik á Sparisjóðsvellinum í kvöld.

Ingvar Kale: Mikilvægt að vera komnir aftur á toppinn

„Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en svo í seinni hálfleik þegar við skorum fyrsta markið fannst mér allur vindur fara úr Keflavík. Alferð skorar svo síðara markið og þá var þetta komið fannst mér," sagði Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Keflavík í kvöld en hann átti flottan leik á milli stanganna.

Gunnleifur: Vorum algjörlega á hælunum

„Við vorum ekki með neinn takt í fyrri hálfleik, vorum algjörlega á hælunum,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hjá FH eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 1-1.

Arnar: Grátlegt að vinna ekki

„Það er grátlegt að vinna ekki þennan leik eftir að hafa spilað mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, besti leikmaður vallarins á Vodafone-vellinum í kvöld þar sem Haukar gerðu 3-3 jafntefli gegn KR. Arnar var afar sprækur í kvöld og jafnaði leikinn úr vítaspyrnu auk þess að leggja upp afar laglegt mark.

Gummi Ben: Þurfum á nýju blóði að halda

„Það eru allir leikir erfiðir fyrir okkur, við vissum það fyrir mót en það er engin afsökun fyrir þessu. Við áttum hrikalega lélegan kafla í seinni hálfleik sem skilar sér í því að við steinliggjum hér. Maður tapar leikjum ef maður fær á sig fimm mörk og maður vinnur ekki leiki nema maður nýti færin sín, það hefur sýnt sig" sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Selfyssinga eftir 5-2 tap gegn Fylki í Árbænum.

Jóhann: Óþarfi að fá á sig tvö mörk

„Þetta var virkilega ljúfur sigur. Við náðum stigunum þremur sem voru mjög nauðsynleg og náðum að skora fimm mörk. Þessi leikur féll mjög vel með okkur og við vorum í raun heppnir að vera ekki undir þegar fyrsta markið kom," sagði Jóhann Þórhallsson, leikmaður Fylkis, eftir 5-2 sigur á Selfyssingum.

Bjarni: Eigum ekki að þurfa að bjarga stigi gegn Haukum

„Við höfðum trú á því í hálfleik að við gætum jafnað þennan leik og komist yfir. Það er hins vegar of seint að hefja leikinn fyrir alvöru þegar tíu mínútur eru eftir,“ sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR eftir 3-3 jafntefli við Hauka í kvöld í 12. umferð Pepsi-deildar karla.

Henry: Kannski verð ég vatnsberi hjá Arsenal

Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry segist vilja koma aftur til Arsenal þegar að ævintýri hans lýkur í Bandaríkjunum en Henry samdi við lið New York Red Bulls á dögunum.

Oozthuizen: Spilaði vel allan tímann

"Þetta var ótrúlegt og eftir fyrstu tólf holurnar var þetta mjög erfitt," sagði Oosthuizen eftir sigurinn á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag.

Oosthuizen vann með yfirburðum

Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen tryggði sér í dag öruggan sigur á Opna breska meistaramótinu í golfi.

Edinson Cavani kominn til Napoli

Edinson Cavani er genginn til liðs við Napoli en þetta staðfesti Aurelio De Laurentiis forseti félagsins. Cavani sem að stóð sig vel með Úrúgvæ á HM í sumar kemur frá til liðsins frá Palermo.

Donovan: Núna vil ég vera í Bandaríkjunum

Landon Donovan, leikmaður LA Galaxy, segist ekki vera á leið frá félaginu og er ánægður með að vera kominn heim aftur eftir Heimsmeistaramótið í Suður Afríku.

Endar Joe Cole hjá Liverpool?

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er ánægður að heyra að Joe Cole sé orðaður við liðið en vill þó lítið tjá sig um ástæður þess að veðbankar eru hættir að taka við veðmálum um að Cole fari til Liverpool.

Umfjöllun: Blikar aftur á toppinn

Breiðablik tryggði sér toppsætið þegar liðið lagði Keflvavík, 0-2, í sól og blíðu á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk gestanna.

Umfjöllun: Nóg af mörkum í Árbænum

Leik Fylkis og Selfoss lauk með 5-2 sigri Fylkis í Árbænum í kvöld. Selfyssingar eru því ennþá við botninn og ekkert virðist ganga að snúa við slöku gengi þeirra undanfarið.

Umfjöllun: KR stal stigi gegn sprækum Haukum

Það var boðið uppá skemmtilegan leik á Vodafone-vellinum í kvöld þegar Haukar og KR gerðu 3-3 jafntefli í 12. umferð Pepsi-deildar karla. KR-ingar mega telja sig stálheppna með að innbyrða stig úr leiknum en frammistaða þeirra olli stuðningsmönnum miklum vonbrigðum.

Madrídingar vilja eignast kolkrabbann Paul

Kolkrabbinn Paul sem vakti heimsathygli á Heimsmeistaramótinu í sumar þegar að hann spáði rétt fyrir um úrslit í leikjum á mótinu en dýragaður í Madrídarborg hefur boðið í kolkrabbann og vill fá hann til Spánar.

Essien skoraði í endurkomu sinni

Michael Essien, leikmaður Chelsea, er mættur aftur á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla en hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri gegn Crystal Palace í gær.

Podolski vill ekki fara frá Köln

Lukas Podolski, leikmaður Köln, segist ekki vera á leið frá félaginu en þessi fyrrum framherji Bayern Munchen hefur verið orðaður við AC Milan eftir góðan árangur með Þýskalandi á HM í sumar.

Pellegrini segist litlu hafa ráðið hjá Madrid

„Enginn hlustaði á mig hjá Madrid," segir Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfari Real Madrid, en hann hefur stigið fram og talar um tíma sinn hjá félaginu en hann segist litlu hafa fengið að ráða í Madrídarborg.

Heiðar á skotskónum með QPR

Heiðar Helguson, leikmaður QPR og íslenska landsliðsins, var á skotskónum með félagsliði sínu í gær en hann skoraði fyrsta mark QPR í 3-1 sigri gegn 3.deildarliði Torquay en liðið mættust í æfingarleik í gærkvöld.

Ferguson hefur enn tröllatrú á Berbatov

Búlgarinn Dimitar Berbatov fær annað tímabil til þess að sanna sig hjá Man. Utd. Hann olli gríðarlegum vonbrigðum í fyrra og telja margir að ástæða þess að hann fái annað tækifæri í ár sé sú að enginn hafi viljað kaupa hann í sumar nema fyrir skiptimynt.

Fabregas kemur til Barca á endanum

Það er búið að loka bókinni í sögu Cesc Fabregas í sumar en Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, segir að þó svo Fabregas komi ekki til Barcelona í ár sé ekkert sem Arsenal geti gert til að koma í veg fyrir að hann fari heim á endanum.

Terry verður ekki valinn aftur í landsliðið

Fabio Cannavaro, fyrirliði ítalska landsliðsins, segir að staða John Terry í enska landsliðinu sé afar veik og óttast að hann muni ekki spila meira fyrir Fabio Capello.

Thuram vill láta refsa Evra og Ribery

Lilian Thuram, fyrrum leikmaður franska landsliðsins, er allt annað en sáttur við hegðun leikmanna landsliðsins á HM í Suður-Afríku. Það þarf ekkert að fjölyrða um sirkusinn sem var í kringum franska landsliðið á mótinu.

Hleb gæti farið til AC Milan

Hvít-Rússinn Aliaksandr Hleb er enn að velta fyrir sér hvað hann eigi að gera í vetur. Hann er í eigu Barcelona sem vill ekki sjá hann.

Sjá næstu 50 fréttir