Fleiri fréttir

Snæfell skellti KR í Vesturbænum

Snæfell er komið með yfirhöndina í undanúrslitaeinvíginu gegn KR eftir magnaðan útisigur í Vesturbænum í kvöld, 84-102.

Arenas fer í alvöru fangelsi í tvo daga

Mörgum þótti körfuboltakappinn Gilbert Arenas sleppa vel með 30 daga dóm í lágmarksöryggisfangelsi, í ætt við Kvíabryggju, fyrir að koma með byssur í búningsklefa Washington Wizards.

Benayoun ekki bjartsýnn

Yossi Benayoun óttast að Liverpool hafi tapað baráttunni um Meistaradeildarsæti eftir að hafa gert jafntefli gegn Birmingham um helgina.

Snýr Rooney aftur á miðvikudag?

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Wayne Rooney gæti óvænt snúið aftur á fótboltavöllinn á miðvikudag þegar Manchester United mætir FC Bayern í síðari viðureign liðanna í Meistaradeildinni.

Newcastle aftur upp í úrvalsdeildina

Newcastle fékk farseðil upp í úrvalsdeildina í dag án þess að spila. Nott. Forest gerði þá jafntefli gegn Cardiff og þar með varð ljóst að Newcastle er komið upp í úrvalsdeild eftir eins árs fjarveru.

Torres heldur með Arsenal í toppbaráttunni

Hinn spænski framherji Liverpool, Fernando Torres, segist halda með Arsenal í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og segir að Arsene Wenger eigi skilið að standa uppi sem sigurvegari.

Fjölmenni fylgdist með Tiger æfa - myndir

Tiger Woods spilaði golf í fyrsta skipti í fimm mánuði fyrir framan áhorfendur í dag. Þá æfði hann á Augusta-vellinum þar sem Masters byrjar í vikunni.

Sneijder tæpur fyrir leikinn á morgun

Inter varð fyrir áfalli í dag er hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder meiddist á æfingu liðsins á Luznikhi-vellinum í Moskvu þar sem Inter mætir CSKA Moskva í Meistaradeildinni á morgun.

Reading vann Coventry örugglega

Heiðar Helguson lék ekki með Watford sem gerði jafntefli við West Brom í ensku 1. deildinni í dag. West Brom er á leið upp í úrvalsdeildina á ný en Watford er í fallbaráttu.

Dzeko fer ekki til Milan

AC Milan er hætt að eltast við framherjann Edin Dzeko hjá Wolfsburg því félagið ætlar sér að halda Hollendingnum Klaas-Jan Huntelaar hjá félaginu.

Einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur: Hafa alltaf náð að hefna árið eftir

Nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Liðin mættust í átta liða úrslitunum í fyrra og þá vann Keflavík 2-0. Keflavík er einnig með heimavallarréttinn í ár og hefst fyrsti leikurinn í Toyota-höllinni klukkan 19.15 í kvöld.

Song ekki með gegn Barcelona

Arsenal varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar það varð ljóst að Alex Song gæti ekki leikið gegn Barcelona á morgun er liðin mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Árangur Rosberg kemur ekki á óvart

Nobert Haug hjá Mercedes segir að það komi sér ekkert á óvart að Nico Rosberg sé að standa sig vel sem liðsfélagi Michael Schumacher. Rosberg varð í þriðja sæti á eftir Red Bull mönnum í gær.

Red Bull tilbúið í titilslaginn

Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir lið sitt tilbúið í titilslag við McLaren og Ferrari, eftir sigur í mótinu á Sepang brautinni í gær.

Liverpool á eftir vængmanni Feyenoord

Liverpool er sagt vera á höttunum eftir Georgino Wijnaldum, vængmanni Feyenoord, og herma heimildir að enska félagið muni gera tilboð í hann í sumar.

Ancelotti ballskákarmeistari Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, virðist hafa marga leynda hæfileika og hann kom leikmönnum sínum algjörlega í opna skjöldu er hann rúllaði þeim upp í ballskák eða pool eins og það er kallað á ensku.

Neville: Þreyta engin afsökun

Gary Neville, fyrirliði Man. Utd, segir að leikmenn liðsins geti ekki falið sig á bak við einhverja þreytu ef liðið fellur úr leik í Meistaradeildinni. Hann segir leikmenn eiga að vera vana því að spila tvisvar í viku.

Carlo Ancelotti: Manchester United er ekki sama liðið án Rooney

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sitt lið eigi skilið að verða enskir meistarar og að Manchester United eigi möguleika á að vinna titilinn án Wayne Rooney. Ítalinn var ánægður með sitt lið eftir 2-1 sigur Chelsea á Old Trafford á laugardaginn.

Troðslan sem kostaði Andrew Bogut úrslitakeppnina - myndband

Andrew Bogut, ástralski miðherjinn hjá Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, verður líklega ekkert meira með liði sínu á tímabilinu eftir að hann meiddist illa í leik á móti Phoenix Suns í fyrrinótt. Bogut lenti illa á hendinni eftir að hafa skorað úr hraðaupphlaups-troðslu í öðrum leikhluta.

Robben ferðast með Bayern-liðinu til Manchester

Hollendingurinn Arjen Robben fer með Bayern Munchen til Manchester þar sem liðið mætir Manchester United á miðvikudaginn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Góð úrslit fyrir íslensku stelpurnar - vantar bara eitt stig í viðbót

Frakkar unnu öruggan 29-22 sigur á Austurríki í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta í kvöld sem voru mjög góð úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið. Frakkar hafa tryggt sér sæti á EM en Ísland hefur fjögurra stiga forskot á Austurríki í baráttunni um annað sætið.

Nemanja Vidic: Við megum ekki hengja haus

Nemanja Vidic hvetur samherja sína hjá Manchester United að hætta að svekkja sig og vorkenna sjálfum sér eftir töpin á móti Bayern Munchen og Chelsea á síðustu dögum. Hann segir það mikilvægt að rífa upp liðsandann fyrir seinni leikinn á móti Bayern í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Forskot tekið á úrslitakeppnina í kvöld þegar Boston vann Cleveland

Ray Allen var í miklu stuði þegar Boston Celtics vann 117-113 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en hann skoraði 33 stig þar af setti hann niður mikilvægan þrist 48 sekúndum fyrir leikslok. Það var hart tekist á í leiknum og það má segja að liðin hafi þarna tekið forskot á úrslitakeppnina sem hefst seinna í mánuðinum.

Naumt tap á útivelli hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada urðu að sætta sig við eins stigs tap á útivelli á móti Caja Laboral, 69-70, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór skoraði 6 stig í leiknum.

Lemgo þriðja Íslendingaliðið í undanúrslitum EHF-bikarsins

Lemgo varð í kvöld þriðja Íslendingaliðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta en áður höfðu lið Björgvins Páls Gústavssonar og Alexanders Petersson komist áfram í keppninni í gær. Vignir Svavarsson lék með Lemgo en Logi Geirsson spilaði ekki.

Real Madrid komst aftur upp að hlið Barcelona á toppnum

Cristiano Ronaldo og Gonzalo Higuaín skoruðu mörk Real Madrid í 2-0 útisigur á Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Real Madrid komst upp að hlið Barcelona á toppnum með þessum sigri.

Arnór og félagar stríddu Kiel-liðinu en héldu ekki út

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 29-23 sigur á danska liðinu FCK Handbold fyrir framan troðfulla höll í Kiel. Kiel vann fyrri leikinn 33-31 og þar með einvígið samanlagt með átta mörkum.

Robbie Keane tryggði Celtic 1-0 sigur

Robbie Keane skoraði eina markið leiksins úr vítaspyrnu þegar Celtic vann 1-0 sigur á Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en með því minnkaði liðið forskot Rangers í 10 stig.

Benitez: Ég tók Torres útaf af því að hann var orðinn þreyttur

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, þurfti að horfa upp á sína menn tapa dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli á móti Birmingham. Liverpool er nú fjórum stigum á eftir Manchester City og er líka búið að leika leik meira.

Vettel hamingjusamur með stigin

Red Bull ökumaðurinn Sebastian Vettel vann sitt fyrsta Formúlu 1 mót í dag, eftir að hafa skákað liðsfélaganum í fyrstu beygju og þurfti Mark Webber því að sjá á eftir mögulegum sigri til Vettels.

Rhein-Neckar Löwen komið áfram í Meistaradeildinni

Rhein-Neckar Löwen tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 37-33 sigri á spænska liðinu Pevafersa Valladolid á heimavelli sínum í dag. Rhein-Neckar Löwen vann fyrri leikinn 30-29 á Spáni og því samanlagt með fimm marka mun.

Sjá næstu 50 fréttir