Handbolti

Íslendingaslagur í handboltanum á Stöð 2 Sport

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/DIENER
Mynd/DIENER

Klukkan 15.00 í dag mætast Íslendingaliðin Fuchse Berlin og TuS N Lubbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Dagur Sigurðsson þjálfar lið Berlin og með því leikur Rúnar Kárason. Þórir Ólafsson spilar síðan með Lubbecke.

Berlin er í níunda sæti deildarinnar fyrir leikinn og á ekki möguleiki að hækka um sæti með sigri.

Lubbecke aftur á móti í ellefta sæti og getur náð tíunda sætinu með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×