Fleiri fréttir

Fögnuður Valsmanna - myndir

Valur fagnaði í dag sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna í 27 ár og var gleðin ósvikin.

Anna Úrsúla: Finnst aldrei leiðinlegt þegar að maður nær að berja einhvern

„Þetta var hrikalega gott. Það er búið að bíða eftir þessu lengi og ekki slæmt að klára þetta á heimavelli hins liðsins. Þetta er búið að vera frábær vetur og í raun mjög gott hjá okkur að tapa bara einum leik í deldinni. En þessi íslandsmeistaratitill er hrikalega sætur," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, yfirsig ánægð með verðlaunapening um hálsinn. En Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur gegn Fram 26-23. Framlengja þurfti leikinn til að útkljá um þennan slag.

Guðrún Þóra: Áttu þetta ekki meira skilið en við

„Þetta var bara alveg eins og alvöru handboltaleikir eiga að vera. En því miður þá endaði þetta ekki nóg vel,” sagði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, eftir að Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna í handbolta.

Van der Vaart úr leik og gæti misst af HM

Hollendingurinn Rafael Van der vaart, leikmaður Real Madrid, meiddist aftan í læri í 3-1 sigri liðsins gegn Real Zaragoza í gær. En þetta kom fram á heimasíðu Real Madrid í dag.

Naumur sigur Kiel

Kiel vann í dag nauman sigur á Rhein-Neckar Löwen, 29-28, í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Árni Gautur fékk sex mörk á sig

Árni Gautur Arason mátti þola að fá sex mörk á sig þegar að Odd Grenland tapaði fyrir Vålerenga á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í dag, 6-1.

Hannes Jón öflugur í sigri Burgdorf

Hannes Jón Jónsson átti ríkan þátt í að tryggja sínum mönnum í Hannover-Burgdorf sigur á Wetzlar, 25-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Malmö enn með fullt hús stiga

LdB Malmö er enn með fullt hús stiga á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Örebro í Íslendingaslag í dag.

Undanúrslit í Lengjubikarnum fara fram í dag

Í dag fara fram undanúrslit Lengjubikarsins í A-deild karla. Fram og Breiðablik mætast í Kórnum kl.17 en Valur og KR mætast svo í Egilshöllinni kl.19 í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á sporttv.is

Rangers skoskur meistari

Glasgow Rangers varð í dag skoskur meistari í knattspyrnu í 53. sinn í sögu félagsins eftir sigur á Hibernian á útivelli, 1-0.

Gummersbach vann fyrri undanúrslitaleikinn

Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach sem vann fjögurra marka sigur, 30-26, á San Antonio frá Spáni í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa.

Arsenal ætla að stela Reina frá Liverpool

Arsenal eru sagðir ólmir vilja fá, Pepe Reina, markvörð Liverpool, í sínar raðir en Liverpool eiga í miklum fjárhagsvandræðum og gæti farið svo að selja þurfi spænska markvörðinn.

Joe Cole: Mín bestu ár eru eftir

Joe Cole, leikmaður Chelsea, hefur sagt að framtíð hans hjá liðinu sé enn óráðin en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Cole segir í viðtali við Sunday Mirror að næstu fjögur ár verði hans bestu á ferlinum.

Milner tryggði Villa sigur gegn Birmingham

Aston Villa sigraði Birmingham 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa stálu sigrinum undir lokin úr vítaspyrnu en markið kom á 83 mínútu leiksins.

City vilja fá Gourcuff ef þeir missa af Ribery

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City er samkvæmt Daily Star með vararáðstafanir ef þeir ná ekki að krækja í franska leikmann Bayern Munich, Frank Ribery. Sögusagnir segja að þeir séu með augun á Yoann Gourcuff , leikmanni Bordeaux, sem hefur verið kallaði hinn nýji Zidane.

NBA: Oklahoma jafnaði metin

Oklahoma City hefur komið mörgum í körfuboltaheiminum á óvart með því að jafna metin gegn LA Lakers í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Essien íhugar að sleppa HM

Michael Essien segir að hann íhugi nú að sleppa því að spila á HM í Suður-Afríku í sumar til að stofna ferli sínum ekki í hættu.

Kaka tryggði Real sigur

Brasilíumaðurinn Kaka var hetja Real Madrid í gærkvöldi er hann tryggði sínum mönnum í Real Madrid 2-1 sigur á Real Zaragoza á útivelli.

Umfjöllun: Valur stóðst áhlaup Akureyrar

Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag.

Valur knúði fram oddaleik

Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 31-25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í úrslitakeppni N1-deild karla.

OB heldur í við toppinn

Rúrik Gíslason og félagar í OB unnu góðan sigur á Silkeborg, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Flensburg lagði Kadetten Schaffhausen

Fyrri viðureign Flensburg og Kadetten Schaffhausen frá Sviss í undanúrslitum EHF-bikarkeppninnar fór fram á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Þýskalandi í dag. Flensburg vann þar nauman sigur, 31-30.

Elías Már: Við ætlum að klára þetta

„Þetta var kannski óþarfi að hleypa HK svona nálægt undir lokin en þeir eru með gott lið og það er seygla í þessu og við erum að spila finnst mér frekar ílla sóknarlega eiginlega allan leikinn.

Hlynur: Vorum einfaldlega betri

Hlynur Bæringsson átti stórleik þegar að Snæfell tók forystuna í rimmu sinni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Sveinbjörn: Fúlir í kvöld en brosum kannski á morgun

„Það er hundleiðinlegt að eiga fínan dag annan leikinn í röð en það dugar ekki," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, eftir tap gegn Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaviðureign N1-deild karla í handbolta. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Hauka 19-21 og HK-menn eru á leið í sumarfrí.

Guðjón: Þurfum að vera grimmari

Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, segir helsta vandamálið við leik sinna manna gegn Snæfelli í dag var að þeir voru ekki nógu grimmir.

Sjá næstu 50 fréttir