Handbolti

Hannes Jón öflugur í sigri Burgdorf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Jón Jónsson (25) fagnar í leik með íslenska landsliðinu.
Hannes Jón Jónsson (25) fagnar í leik með íslenska landsliðinu.

Hannes Jón Jónsson átti ríkan þátt í að tryggja sínum mönnum í Hannover-Burgdorf sigur á Wetzlar, 25-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Hannes Jón skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum Hannover-Burgdorf í leiknum, það síðasta hálfri mínútu fyrir leikslok. Alls skoraði hann fimm mörk í leiknum.

Bæði lið eru nú með 35 stig eftir 27 leiki. Wetzlar er í tólfta sætinu og Hannover-Burgdorf í því fjórtánda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×