Handbolti

Naumur sigur Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Getty Images

Kiel vann í dag nauman sigur á Rhein-Neckar Löwen, 29-28, í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Staðan í hálfleik var 15-13, Kiel í vil en leikurinn fór fram á heimavelli Rhein-Neckar Löwen.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen og Ólafur Stefánsson eitt. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel en Aron Pálmarsson er leikmaður liðsins.

Þá tapaði Lemgo fyrir Naturhouse La Rioja í fyrri undanúrslitaleik liðanna í EHF-bikarkeppninni en leikurinn fór fram á Spáni. Leiknum lauk með fimm marka sigri Spánverjanna, 30-25.

Vignir Svavarsson komst ekki á blað í leiknum en Logi Geirsson var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×