Fleiri fréttir

Sögulegur samningur Ferrari

Ferrari tilkynnti í dag framlengingu samnings við Shell, sem hefur verið í gangi frá árinu 1929. Ferrari liðið mun starfa áfram til ársins 2015 með Shell, en saman hafa fyrirtækin unnið fjölda titla og sigra í Formúlu 1, ekki síst með Michael Schumacher á sínum tíma. Fyrirtækin tvö hafa starfað saman í 450 mótum um helgina.

Áhorfandi fékk ruðningstæklingu - myndband

Þegar seinni hálfleikur í leik Mexíkó og Íslands í nótt var nýhafinn hljóp einn áhorfandi inn á völlinn. Stöðva þurfti leikinn meðan áhorfandinn var settur í járn og fjarlægður.

Mancini biðst afsökunar á hegðun sinni

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir hegðun sína í gær. Mancini og lærisveinar töpuðu fyrir Everton og misstu af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Drogba dansaði við Hermann - myndband

Stálin stinn mættust þegar Hermann Hreiðarsson og Didier Drogba voru að kljást í leik Portsmouth og Chelsea í gær. Þeir sýndu einnig á sér mýkri hlið og stigu dans.

Engir örðugleikar milli Schumacher og Rosberg

Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir.

McDermott: Gylfi elskar pressuna

Brian McDermott, knattspyrnustjóri Reading, segir að Gylfi Þór Sigurðsson hafi verið svalur eins og ís þegar hann tók vítaspyrnuna gegn Leicester í gær.

Gunnleifur: Hefði bara tekið kattar-markvörslu

Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðsmarkvörður úr FH, var hæstánægður með frammistöðu íslenska liðsins í jafnteflinu við Mexíkó í nótt. Gunnleifur lék allan leikinn í rammanum.

Bjarni: Spilaðist eins og við lögðum upp

„Þetta gekk mjög vel. Leikurinn var nákvæmlega eins og við settum hann upp," sagði Bjarni Guðjónsson, leikmaður KR, sem var fyrirliði Íslands í leiknum gegn Mexíkó í nótt.

NBA: Lakers vann San Antonio

Los Angeles Lakers vann San Antonio Spurs 92-83 í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers.

Umfjöllun: Markalaust hjá Íslandi og Mexíkó

Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum.

Fer Fabregas til Mourinho?

Ítalíumeistarar Inter í Mílanó eru sagðir spenntir fyrir að fá fyrirliða Arsenal, Cesc Fabregas, í sínar raðir í sumar. Ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Inter sé tilbúið að borga Arsenal 30 milljónir punda og láta hinn efnilega Mario Balotelli fylgja með í kaupunum en Inter telur hann 20 milljóna punda virði.

Robben tryggði Bayern sæti í bikarúrslitaleiknum

Hollendingurinn Arjen Robben skoraði eina mark leiksins í framlengingu þegar Bayern Munchen tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi með 1-0 sigri á Schalke í kvöld. Bayern komst þar með í bikarúrslitaleikinn í sautjánda sinn.

Eiður Smári: Við erum með gott lið

Eiður Smári Guðjohnsen var kátur eftir 3-1 sigur Tottenham á Fulham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld en Eiður Smári skoraði þriðja mark liðsins í leiknum.

Barcelona vann Osasuna og setti pressu á Real Madrid

Barcelona náði þriggja stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á Osasuna á Nývangi í kvöld. Real Madrid á leik inni á morgun en liðið spilar þá við Getafe á útivelli.

Cole lenti í útistöðum við stuðningsmann

Þriðjudagskvöldið var ekki gott fyrir West Ham. Liðið sogaðist niður í enn verri mál með því að tapa fyrir Úlfunum og eftir leik fóru stuðningsmenn ekki leynt með reiði sína.

Þrír sigrar hjá Íslendingaliðum í þýska handboltanum

Íslendingaliðin Gummersbach, Kiel og Lemgo unnu öll góða sigra í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Öll liðin eru í efri hluta töflunnar, Kiel í 2. sætinu en Gummersbach og Lemgo eru í 6. og 7. sæti eða í næstu sætum á eftir Rhein-Neckar Löwen.

Chelsea burstaði Portsmouth og minnkaði forskot United í eitt stig

Chelsea vann öruggan 5-0 útisigur á Portsmouth í ensku úrvalsdeildini í kvöld. Didier Drogba og Florent Malouda skoruðu báðir tvö mörk fyrir Chelsea í leiknum. Manchester City tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um fjórða sætið þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli fyrir Everton.

Paul Scholes: Þurfum að vinna rest

Paul Scholes er sannfærður um að Manchester United geti unnið þá sjö leiki sem liðið á eftir í úrvalsdeildinni og varið þar með titil sinn. United er komið í bílstjórasætið eftir sigurinn gegn Liverpool á sunnudag.

Portsmouth má selja utan gluggans

Portsmouth hefur fengið sérstakt leyfi ensku úrvalsdeildarinnar til að selja leikmenn þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður.

Kemur þriðja þrennan í röð hjá Messi í kvöld?

Lionel Messi gæti í kvöld orðið annar knattspyrnumaðurinn í sögu spænsku 1. deildarinnar til að skora þrennu í þremur leikjum í röð. Barcelona mætir þá Osasuna á heimavelli og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Formúlu kappi nærri gini hákarls

Paul di Resta sem keyrir Formúlu 1 bílí fyrsta skipti á æfingum í Melbourne á föstudag fékk aðra frumraun í flasð í dag. Hann stóð nærri hákarli á strönd við Melbourne, sem var kannski ekki besta auglýsingin fyrir ferðamennskuna á staðnum. Hákarlinn hafði fest sig í flæðarmálinu.

Bæjarar óttast Wayne Rooney

Franz Beckenbauer, forseti þýska liðsins FC Bayern, segir að hans lið óttist Wayne Rooney í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæjarar leika gegn Englandsmeisturum Manchester United.

Ribery vill ekki fara til Englands

Franski vængmaðurinn hjá FC Bayern, Franck Ribery, segir að ekki komi til greina að fara frá félaginu yfir til Englands.

Sama byrjunarlið gegn Mexíkó og Færeyjum

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Mexíkó á miðnætti í kvöld í Charlotte í Bandaríkjunum.

Laudrup og Aragones orðaðir við Sevilla

Slæmt gengi Sevilla að undanförnu hefur gert það að verkum að þjálfari liðsins hefur þurft að taka pokann sinn. Manolo Jimenez hefur ekki náð að landa sigri í síðustu sjö leikjum.

Stjarnan samdi við Marel, Ólaf og Danry

Knattspyrnudeild Stjörnunnar tilkynnti í dag að félagið hefði gengið frá samningum við þá Marel Baldvinsson, Ólaf Karl Finsen og Dennis Danry.

Messi og Mourinho græða mest

Argentínumaðurinn Lionel Messi er búinn að moka David Beckham úr efsta sætinu yfir þá knattspyrnumenn sem fá hæstar tekjur.

Berlusconi vill fá Balotelli til Milan

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, segir að það sé pláss fyrir ungstirnið Mario Balotelli hjá Milan fyrst Inter virðist ekki geta notað hann lengur.

Messi: Ég er engin goðsögn

Menn hafa gengið ansi langt síðustu daga í að hampa Argentínumanninum Lionel Messi. Skal svo sem engan undra þar sem hann er að spila fáranlega vel þessa stundina og hreint ótrúlegt hversu góður hann er. Það gleymist stundum að hann er aðeins 22 ára.

NFL breytir reglum um framlengingu

Eigendur liða í NFL-deildinni samþykktu með miklum meirihluta að breyta reglum framlengingar í úrslitakeppninni. Framlenging verður með sama sniði og áður í deildarkeppninni. Það lið sem skorar fyrst, það vinnur.

Hamilton horfir til sigurs

Ástralir virðast gera í því að leyfa Formúlu 1 ökumönnum að upplifa eitthvað meira en kappakstur þessa mótshelgina, því Lewis Hamilton var settur á stýrið á skútu í Sydney eftir að hafa flogið til Ástralíu. Það er ágæt upphitun fyrir kappaksturinn á sunnudag og hann svaraði síðan spurningu á kynningu hjá Vodafone eftir túrinn.

Sjá næstu 50 fréttir