Karlalið Hauka tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi 1. deildar karla í körfubolta eftir 69-58 sigur á Þór Þorlákshöfn í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. Þórsliðið vann fyrsta leikinn í einvíginu á Ásvöllum en Haukaliðið svaraði með tveimur nokkuð sannfærandi sigrum.
Semaj Inge var með 18 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Haukum, Davíð Páll Hermannsson skoraði 14 stig og þeir Sævar Ingi Haraldsson og Óskar Magnússon voru báðir með 9 stig.
Richard Field skoraði 14 stig og tók 11 fráköst hjá Þór, Þórarinn Ragnarsson var með 12 stig og Magnús Pálsson skoraði 10 stig og gaf 6 stoðsendingar.
Haukar mæta annaðhvort Val eða Skallagrím í úrslitunum en þau lið spila oddaleik í Vodafone-höllinni á morgun. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í Iceland Express deild karla en KFÍ fór beint upp sem deildarmeistari.
Haukar í úrslitaeinvígið í 1. deild karla eftir sigur á Þór í oddaleik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn