Fleiri fréttir

Grétar og Hermann byrja báðir

Tveir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og hefjast báðir klukkan 20. Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton sem heimsækir Sunderland og Hermann Hreiðarsson í byrjunarliði botnliðs Portsmouth sem tekur á móti Birmingham.

Benítez: Áttum ekkert skilið

Wigan hafði ekki unnið sjö deildarleiki í röð þegar kom að leiknum gegn Liverpool. Wigan vann 1-0. Rafael Benítez, stjóri Liverpool, telur úrslitin hafa verið sanngjörn.

Henning: Frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi

Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum.

Wigan vann Liverpool í fyrsta sinn

Wigan vann Liverpool á DW vellinum í kvöld 1-0 en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Wigan nær að vinna Liverpool. Liðið komst upp í 14. sæti deildarinnar.

Þarf að draga um leikdaga

Í dag funduðu í Kaupmannahöfn fulltrúar þeirra þjóða sem prýða riðil Íslands í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2012. Reynt var að ná samkomulagi um leikdaga riðilsins en það bar ekki árangur.

Wenger mjög hrifinn af Park

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vera mjög hrifinn af Kóreumanninum Park Ji-Sung sem spilar með Manchester United.

Ronaldinho: Verður frábær leikur

„Þetta verður erfiður leikur en ekkert er ómögulegt. Við getum alveg komist áfram," segir Ronaldinho fyrir síðari leik Manchester United og AC Milan á miðvikudag. United vann fyrri leikinn á Ítalíu 3-2.

Ekkert athugavert við dómgæsluna í Framleiknum í Slóvakíu

Kæra Framara vegna fram slóvensku dómurunum Darko Repensiek og Janko Pozenznik vegna dómgæslu þeirra í viðureignum Fram og Tatran Presov í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik karla í október hefur verið tekin fyrir og þótti ekkert athugavert við frammistöðu dómara leiksins.

Pato með gegn Man Utd

Brasilíumaðurinn Pato æfði með AC Milan í morgun og verður í hópnum á miðvikudaginn þegar liðið leikur gegn Manchester United á Old Trafford.

Þjóðirnar ekki sammála - UEFA degur um leikdaga í næstu viku

Fulltrúar þjóða sem leika í H riðli, undankeppni EM 2010, hittust í dag í Kaupmannahöfn. Fundarefnið var leikdagar riðilsins en ekki náðist samkomulag á milli þjóðanna verður því dregið um leikdaga. UEFA sjá um dráttinn í næstu viku. Þetta kemur fram á KSÍ.is.

Mars er enginn venjulegur mánuður hjá Fulham-liðinu

Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er að fara í gegn svakalega leikjadagskrá á næstunni því á þrettán dögum mætir liðið tvisvar sinnum Juventus í Evrópudeildinni og spilar við Manchester City og Manchester United áður en liðið mætir Tottenham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Massa: Ný lið hættuleg á brautinni

Felipe Massa telur að nýju lið í Formúlu 1 séu það hægfæra að hætt geti skapast í brautinni við framúrakstur þeirra öflugri.

Adriano fallinn á ný - kærustuvandamál kveikjan

Brasilíumanninum Adriano ætlar ekki að takast að losna frá Bakkusi. Framkvæmdastjóri brasilíska liðsins Flamengo sagði í viðtali við brasilíska útvarpsstöð að Adriano væri í leyfi frá liðinu þar sem að hann væri farinn að drekka á ný eftir að hafa orðið fyrir persónulegu áfalli.

Haukur Helgi búinn að ákveða að fara í Maryland

Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að spila með einum af betri háskólaliðum í Bandaríkjunum næstu fjögur árin því hann hefur gert munnlegt samkomulag við Maryland-skólann. Það verður gengið verður frá öllum formlegum pappírsmálum í apríl. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Theo Walcott: Gagnrýnin hefur engin áhrif á mig

Theo Walcott sóknarmaður Arsenal og enska landsliðsins svaraði gangrýninni frá því í síðustu viku með því að skora flott mark og eiga mjög góðan leik í 3-1 sigri á Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Skilaboð David Nugent til Wenger: Þetta er ekki kerlingabolti

David Nugent, framherji Burnley, skoraði mark sinna manna á móti Arsenal í gær og gagnrýndi síðan "vælið" í Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir leik. Arsenal-menn eru enn í sárum eftir að Aaron Ramsey fótbrotnaði í leik á móti Stoke á dögunum.

Sven-Göran Eriksson að tala við Fílabeinsstrandarmenn

Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar er enn að leita sér að þjálfara til þess að stýra liðinu á HM í Suður-Afríku sumar. Bosníumaðurinn Vahid Halilhodzic var rekinn í febrúar eftir slaka frammistöðu liðsins í Afríkukeppninni og margir virtir þjálfarar hafa verið orðaðir við stöðuna.

Terry: Fagnaðarlátin voru til heiðurs stuðningsmönnum Chelsea

John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði sérstakan fögnuð sinn eftir mark sitt í bikarleiknum á móti Stoke í gær, hafi verið til heiðurs stuðningsmönnuð Chelsea sem hafa staðið vel við bakið á sínum manni í gegnum erfiða tíma að undanförnu.

Hamilton nærri því að hætta 2009

Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni.

Helga Margrét í lyfjapróf um leið og hún lendir

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir kemur til landsins í dag eftir að hafa staðið sig frábærlega í fimmtarþrautarkeppni sænska meistaramótsins í gær. Helga Margrét stórbætti Íslandsmetið í fimmtarþraut og varð í öðru sæti á mótinu á eftir Jessicu Samuelsson.

Helena ísköld í lokaleiknum í deildinni og TCU tapaði

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í TCU töpuðu 70-65 á útivelli fyrir BYU-háskólanum í lokaleik sínum í deildarkeppni Mountain West deildarinnar um helgina. Helena var með 5 stig, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta í leiknum.

Fabregas er mjög tæpur fyrir Porto-leikinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er allt annað en viss um að hann geti notað fyrirliðann sinn, Cesc Fabregas, í seinni leiknum á móti Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

NBA: Þriðja tap Los Angeles Lakers liðsins í röð

Orlando Magic vann 96-94 sigur á Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í nótt sem þýddi að NBA-meistararnir töpuðu sínum þriðja leik í röð í fyrsta sinn síðan að þeir bættu við sig Pau Gasol.

Garrido: Við löndum David Villa fyrr en seinna

Javier Garrido, varnarmaður Manchester City, telur líklegt að lið hans muni fyrr en seinna geta keypt leikmenn á borð við Kaka leikmann Real Madrid og David Villa sem leikur með Valencia.

Donovan vill vera áfram hjá Everton

Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan hefur notið sín vel í herbúðum Everton og hann vill gjarnan fá að klára tímabilið með félaginu. Lánssamningur hans á að renna út í lok þessa mánaðar.

HK í fjórða sætið

HK vann stórsigur á Stjörnunni, 25-38, þegar liðin áttust við í Mýrinni í kvöld í N1-deild karla.

O´Neill: Sýndum mikinn karakter

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, var að vonum afar ánægður með strákana sína sem komu til baka gegn Reading eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik.

Burdisso: Þetta er ekki búið

Nicolas Burdisso, varnarmaður Roma, vill meina að ekki sé öll von úti fyrir lið hans í titilbaráttunni á Ítalíu þó svo að liðið hafi gert markalaust jafntefli við AC Milan um helgina

Sjá næstu 50 fréttir