Fleiri fréttir

Kristinn dæmir leik Shaktar og Kalmar í kvöld

Knattspyrnudómararnir Kristinn Jakobsson og Þóroddur Hjaltalín dæma á Copa del Sol mótinu á Marbella á Spáni en þar keppa sex lið frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi auk Shaktar Donetsk frá Úkraínu og CSKA Moskvu.

Carrick: Rio verður frábær fyrirliði

Michael Carrick, miðjumaður Man. Utd og enska landsliðsins, segir að félagi sinn, Rio Ferdinand, eigi eftir að standa sig mjög vel sem fyrirliði enska landsliðsins.

Tímabilið búið hjá Cahill

Bolton varð fyrir miklu áfalli í dag þegar það varð ljóst að varnarmaðurinn Gary Cahill leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð.

Pandev: Nú er gaman

Framherjinn Goran Pandev segist njóta lífsins í botn eftir að hann kom til Inter frá Lazio.

Capello: Terry enn afar mikilvægur liðinu

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að John Terry sé enn lykilmaður í enska landsliðinu þó svo hann sé ekki fyrirliði liðsins lengur.

Orlando vann enn einn sigurinn á Boston

Orlando Magic gerði sér lítið fyrir í nótt og vann sinn þriðja leik gegn Boston í vetur. Það gerði liðið þó svo Boston væri í fyrsta sinn í vetur með alla sína menn heila heilsu.

New Orleans Saints er NFL-meistari

New Orleans Saints vann Ofurskálarleikinn í fyrsta skipti í sögu félagsins í nótt og er því meistari í NFL-deildinni. Saints vann sigur á Indianapolis Colts, 31-17, í leiknum í nótt en Colts var talið vera sigurstranglegra liðið fyrir leikinn.

Vucinic skaut Roma upp í annað sætið á Ítalíu

Einn leikur fór fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Roma vann 0-1 sigur gegn Fiorentina. Framherjinn Mirko Vucinic skoraði eina mark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks en með sigrinum klifruðu Rómverjar upp í annað sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Inter.

Wenger: Erfitt að kyngja þessu

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, segir erfitt að kyngja því að liðið tapaði fyrir Chelsea. Að hans mati var Arsenal betra liðið í leiknum. Chelsea vann 2-0 og komu bæði mörkin snemma.

Jiménez hrósaði sigri í Dubai

Miguel Ángel Jiménez frá Spáni bar sigur úr býtum á Classic Desert golfmótinu í Dubai í dag. Hann mætti Englendingnum Lee Westwood í umspili en báðir enduðu á 11 höggum undir pari.

Indianapolis sigurstranglegra

Hinn árlegi leikur um Ofurskálina í ameríska fótboltanum, Super-Bowl, verður í kvöld. Indianapolis Colts er sigurstranglegra fyrir þennan úrslitaleik gegn New Orleans Saints samkvæmt veðbönkum.

Drogba: Verðum að standa saman

Didier Drogba skoraði bæði mörk Chelsea sem endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Arsenal. Eftir leikinn sagði Drogba að leikmannahópurinn stæði við bakið á fyrirliðanum John Terry.

Gunnar: Vorum að spila hræðilega

Keflvíkingar hafa nú tapað tvisvar fyrir Snæfelli á fjórum dögum. Þeir töpuðu 64-90 í Toyota-sláturhúsinu í dag í undanúrslitum Subway-bikarsins.

Ingi Þór: Hlynur er bara „monster"

Snæfellingar komust í dag í úrslitaleik Subway-bikarsins með því að leggja Keflavík sannfærandi að velli í Toyota-sláturhúsinu. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var að vonum stoltur af sínu liði.

ÍR gjörsigraði stigakeppnina á MÍ í frjálsum

Nú er keppni lokið á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. FH fór með sigur af hólmi í karlaflokki með 12.023 stig en ÍR vann í kvennaflokki með 18.608 stig.

Róbert fór á kostum í stórsigri Gummersbach á Kiel

Línumaðurinn Róbert Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik þegar Gummersbach vann 35-28 sigur gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum í Kiel í þýsku bikarkeppninni í handbolta í dag en staðan í hálfleik var 21-12.

Snæfell í bikarúrslitin

Snæfellingar unnu glæsilegan útisigur á Keflavík í undanúrslitum bikarsins í dag 90-64. Heimamenn fundu engan takt í sinn leik, jafnt var eftir fyrsta leikhluta en eftir hann tóku Snæfellingar völdin.

Inter styrkti stöðu sína á toppnum á Ítalíu

Ítalíumeistarar Inter eru í góðum málum eftir leiki dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og eru nú komnir með tíu stiga forskot á erkifjendur sína í AC Milan. Inter vann 3-0 sigur gegn Cagliari á San Siro-leikvanginum en AC Milan gerði aðeins markalaust jafntefli á útivelli gegn Bologna.

Pastore: Draumurinn að spila fyrir Barcelona

Æðsti draumur Javier Pastore er að ganga til liðs við Barcelona. Þessi miðjumaður Palermo á Ítalíu er mjög eftirsóttur og hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Chelsea og Manchester United.

Ancelotti vill fá Ribery og Aguero í sumar

Chelsea er sagt tilbúið að opna veskið í sumar og styrkja sóknarleik liðsins. Carlo Ancelotti vill víst fá Sergio Aguero frá Atletico Madrid og Franck Ribery frá FC Bayern.

Sölva hlakkar til að mæta Danmörku

„Við förum í þessa undankeppni með þá trú að við getum tekið stig af öllum þessum liðum," segir Sölvi Geir Ottesen, leikmaður SønderjyskE í Danmörku og íslenska landsliðsins í viðtali við dönsku síðuna bold.dk.

Riise: Lentum í erfiðum riðli

John Arne Riise, leikmaður Roma og norska landsliðsins, segir að Noregur eigi erfitt verkefni fyrir höndum í undankeppni Evrópumótsins.

Capello: Miklu betra að vera í fimm liða riðli

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hjá Englandi var tiltölulega ánægður með dráttinn fyrir undankeppni EM 2012. England lenti í G-riðli ásamt Sviss, Búlgaríu, Wales og Svartfjallalandi.

Undankeppni EM 2012 - Ísland í riðli með Portúgal

Nú liggur ljóst fyrir hverjir verða móterjar karlalandsliðs Íslands í fótbolta í undankeppni EM 2012. Ísland leikur í H-riðli, sem er fimm liða riðill, ásamt Portúgal, Danmörku, Noregi og Kýpur.

Altidore tileinkaði Haítí fyrsta mark sitt á Englandi

Bandaríski landsliðsmaðurinn Jozy Altidore opnaði markareikning sinn á Englandi í gær þegar hann skoraði annað tveggja marka Hull í 2-1 sigri gegn Manchester City en Altidore er á láni hjá Hull frá Villarreal á Spáni.

Capello: Til í að mæta nágrönnum Englendinga

Landliðsþjálfarinn Fabio capello hjá Englandi kveðst vonast til þess að England verði dregið í riðil með einvherjum að nágrönnum sínum í undankeppni EM 2012 en drátturinn fer fram í Varsjá í dag kl. 11 að íslenskum tíma.

Canales að ganga í raðir Real Madrid

Samkvæmt Marca er Real Madrid nálægt því að ná samkomulagi við Racing Santander um kaup á hinum átján ára gamla miðjumanni Sergio Canales sem þykir einn efnilegasti leikmaður Spánar um þessar mundir.

Real Madrid heldur pressunni á Barcelona

Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur gegn Espanyol á Santiago Bernabeu-leikvanginum í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sergio Ramos kom heimamönnum yfir með skallamarki strax á fimmtu mínútu og Kaka bætti við öðru marki eftir hálftíma leik.

Sjá næstu 50 fréttir