Handbolti

Róbert fór á kostum í stórsigri Gummersbach á Kiel

Ómar Þorgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. Nordic photos/AFP

Línumaðurinn Róbert Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik þegar Gummersbach vann 35-28 sigur gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum í Kiel í þýsku bikarkeppninni í handbolta í dag en staðan í hálfleik var 21-12.

Róbert skoraði 8 mörk og var markahæstur hjá Gummersbach ásamt Vedran Zrnic.

Hjá Kiel var Pilip Jicha markahæstur með 7 mörk en Aron Pálmarsson komst ekki á blað að þessu sinni.

Það er því ljóst að Kiel mun ekki verja bikarmeistaratitil sinn í ár en Kiel vann sem kunnugt er tvöfalt á síðasta tímabili í Þýskalandi, bæði deild og bikar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×