Fleiri fréttir

Darren Bent á leið til Sunderland

Samkvæmt heimildum BBC er Darren Bent aðeins hársbreidd frá því að verða leikmaður Sunderland. Talið er að Sunderland greiði Tottenham 14 milljónir punda fyrir þjónustu leikmannsins.

Fabian Delph til Aston Villa

Hinn nítján ára Fabian Delph er á leið til Aston Villa frá Leeds. Þessi efnilegi leikmaður var eftirsóttur og var meðal annars orðaður við Manchester City og Everton.

Indriði seldur til Viking

Landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson er að færa sig um set í Noregi en hann er leið til Viking frá Stafangri frá Lyn. Frá þessu er greint á heimasíðu Viking.

Nelson Piquet: Briatore slátraði mér

Brasilíumaðurinn Nelson Piquet hefur fengið uppsagnabréf frá Renault og er ekki sáttur við aðferðir Flavio Briatore. Briatore hefur verið ófeiminn við að gagnrýna Piquet í fjölmiðlum frá því hann hóf að keppa með Renault í fyrra.

Björgvin vann Einvígið á Nesinu

Björgvin Sigurbergsson úr Keili vann sigur á Einvíginu á Nesinu á Seltjarnarnesinu í dag. Mótið er haldið til styrktar langveikum börnum og er DHL fyrirtækið aðalstyrktaraðili mótsins nú eins og í öll skiptin síðan að það var haldið í fyrsta sinn 1997.

Gott að hafa Gumma Ben í bikarleikjum KR og Vals

Ólafur Brynjar Halldórsson heldur utan um alla tölfræði knattspyrnuliðs KR-inga og skrifar reglulega inn á heimsíðu félagsins. Ólafur bendir á það í dag á www.kr.is að það hefur reynst Val eða KR afar gott að hafa Guðmundur Benediktsson sínum meginn í innbyrðis bikarleikjum félaganna síðustu árin.

Ægir Þór gaf flestar stoðsendingar í Bosníu

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska 18 ára landsliðsins, gaf flestar stoðsendingar í b-deild Evrópukeppninnar sem lauk í Bosníu í gær. Íslenska liðið vann fjóra síðustu leiki sína og tryggði sér 13. sætið með öruggum sigri á Dönum.

Ancelotti: Að búa til fótboltalið er eins og að búa til ost

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea segir margt líkt með því að stýra bestu félagsliðum í heimi og framleiða ost á fjölskyldubóndabænum í æsku. Ancelotti hefur nefnilega nýtt sér reynsluna úr sveitinni, þegar hann var ungur, á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari.

Spurs-liðið var á taugum yfir meiðslum Tony Parker

Tony Parker er þessa daganna á fullu að undirbúa sig undir Evrópukeppnina með franska landsliðinu en Frakkar taka þátt í undankeppni um síðustu sætin inn í úrslitamót EM sem fram fer í Póllandi í september. Parker varð fyrir meiðslum á ökkla og á mjöðm í æfingaleik á móti Austurríki.

Wenger er ekkert viss um að nota Wilshere mikið á tímabilinu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að passa upp á hinn 17 ára gamla Jack Wilshere sem skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins á skosku meisturunum í Rangers í gær. Wilshere lék mjög vel í leiknum en hann þykir einn allra efnilegasti knattspyrnumaður Englands.

Michael Jordan fær einkasýningu í Frægðarhöllinni

Frægðarhöll NBA-deildarinnar í körfubolta býr sig núna undir það að taka á móti einum allra besta körfuboltamanni allra tíma - Michael Jordan. Jordan verður tekinn inn í Frægðarhöllina 11. september næstkomandi og að því tilefni fær hann sérstaka einkasýningu í höllinni þar sem finna má allskyns hluti tengdum ferli hans.

Liverpool og Real Madrid eru að tala saman um Xabi Alonso

Spænskir miðlar greina frá því í morgun að viðræður séu í gangi milli Liverpool og Real Madrid um kaup spænska liðsins á Xabi Alonso frá Liverpool. Fulltrúar beggja liða hittust í Barcelona í gær og ræddu kaupin samkvæmt heimildum spænsku blaðanna AS og Marca.

Massa: Þakklátur að sleppa lifandi

Felipe Massa var útstkirfaður af spítalanum í Búdaest í dag, þar sem hann hefur dvalið síðustu 9 daga eftir óhappið í tímatökunni á Hungaroring brautinni. Fyrst var honum var hugað líf, en hann hefur braggast hratt á spítalanum eftir að neyðaraðgerð var framkvæmd á höfði hans.

Zlatan Ibrahimovic: Messi er eins og Playstation

Zlatan Ibrahimovic fer ekki leynt með að hann er orðinn mikill aðdáandi Lionel Messi eftir að hafa æft með honum í nokkra daga hjá Barcelona. Zlatan talaði um argentínska undrabarnið en hann getur ekki spilað með Messi strax vegna meiðsla.

Van der Vaart á förum frá Real Madrid

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart er einn þeirra leikmanna sem fastlega er búist við því að Real Madrid reyni að losa sig við í sumar og leikmaðurinn sjálfur hefur staðfest i viðtölum að litlar líkur séu á því að hann verði áfram hjá félaginu.

Logi: Hefði viljað geta notað Prinsinn

Logi Ólafsson þjálfari KR viðurkennir að hann hefði gjarnan viljað geta notað Prince Rajcomar í leiknum gegn Val Í VISA-bikarnum en leikmaðurinn fór óvænt á reynslu hjá c-deildarfélaginu MK Dons á Englandi.

Einvígið á Nesinu haldið í þrettánda sinn í dag

Hið árlega Einvígi á Nesinu fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesinu í dag en mótið er haldið til styrktar langveikum börnum og er DHL fyrirtækið aðalstyrktaraðili mótsins nú eins og í öll skiptin síðan að það var haldið í fyrsta sinn 1997. Tíu kylfingar keppa eftir „shootout“ fyrirkomulagi þar sem leiknar verða níu holur í höggleik fyrir hádegi en eftir hádegi verður níu holu bráðabani.

Liverpool steinlá gegn Espanyol

Spænska félagið Espanyol opnaði nýjan leikvang með stæl í gærkvöld með 3-0 sigri gegn Liverpool í æfingarleik. Luis Garcia Fernandez opnaði markareikninginn fyrir heimamenn á 19. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik en Steven Gerrard var í tvígang nálægt því að jafna leikinn fyrir gestina.

Bjarni Ólafur: Ömurlegt að tapa gegn KR

Fyrirliðinn Bjarni Ólafur Eiríksson hjá Val var afar óhress með spilamennsku síns liðs í 1-3 tapinu gegn erkifjendunum í KR á Vodafonevellinum í kvöld.

Óskar: Ég hrinti honum bara frá og því fór sem fór

„Gríðarlega skemmtilegur sigur og sterkur hjá okkur. Það er bara mikil jákvæðni í kringum KR núna og þessi sigur lofar góðu upp á framhaldið,“ segir miðjumaðurinn Óskar Örn Hauksson hjá KR sem var atkvæðamikill í 1-3 sigrinum gegn Val í VISA-bikarnum á Vodafonevellinum í kvöld.

Atli: Vafaatriðin féllu með þeim

Atli Eðvaldsson þjálfari Vals var að vonum svekktur með 1-3 tapið gegn KR í VISA-bikarnum á Vodafonevellinum í kvöld eftir að Valur hafði leitt leikinn 1-0 í hálfleik.

Logi: Það er gríðarlega góður liðsandi í KR

„Ég er náttúrulega fyrst og síðast ánægður með sigurinn. Mér fannst við ekki vera að spila nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum þá ónákvæmir í flestum okkar aðgerðum en það lagaðist í seinni hálfleik.

Gummi Ben kemur KR-ingum yfir

Guðmundur Benediktsson, fyrrum leikmaður Vals, var rétt í þessu að koma KR yfir 1-2 með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Grétari Sigfinni Sigurðarsyni í vítateignum.

KR-ingar búnir að jafna - tvö rauð spjöld

Síðari hálfleikur á Vodafonevellinum fer heldur betur fjörlega af stað því Marel Jóhann Baldvinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir tveggja mínútna leik.

Valsmenn eru að vinna KR-inga 1-0 í hálfleik

Það er fátt sem hefur glatt augað í fyrri hálfleik í leik Vals og KR í átta-liða úrslitum VISA-bikars karla á Vodafonevellinum en Valsmenn leiða leikinn 1-0 með marki Bjarna Ólafs Eiríkssonar.

Ancelotti: City getur ekki keypt bestu leikmenn heims

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea efaðist aldrei um að fyrirliðinn John Terry yrði áfram í herbúðum Lundúnafélagsins þó svo að forráðamenn Manchester City hafi veifað peningum framan í leikmanninn.

Newcastle ætlar ekki að flýta sér að selja Bassong

Varnarmaðurinn Sebastien Bassong hjá Newcastle hefur verið eftirsóttur í sumar eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Tottenham, Everton, Arsenal og Manchester City er öll sögð fylgjast vel með gangi mála hjá Frakkanum.

City komið í kapphlaupið um Elm

Sænski U-21 árs landsliðsmaðurinn Rasmus Elm hefur verið eftirsóttur undanfarið eftir að leikmaðurinn sló rækilega í gegn á Evrópukeppni U-21 árs landsliða sem fram fór í Svíþjóð fyrr í sumar.

FIA og FOTA semja um Formúlu 1

FIA, aþljóðabílasambandið og FOTA, samtök keppnisliða hafa undirritað samning til 31. desember 2012 sem nær yfir allt sem kemur að mótshaldi, tekjuskiptungu sjónvarpsréttar og öðru sem máli skiptir í rekstri mótaraðarinnar.

Verður Neill áfram hjá West Ham eftir allt saman?

Fyrirliðinn Lucas Neill er búinn að vera samningslaus hjá West Ham eftir að hann hafnaði samningsboði félagsins í lok leiktíðar og fastlega var búist við því að hann mynda leita á önnur mið.

Glæsimark Beckham dugði ekki gegn Barcelona

LA Galaxy og Barcelona mættust í æfingarleik í nótt þar sem Meistaradeildarmeistararnir fóru með 1-2 sigur af hólmi fyrir framan rúmlega 93 þúsund áhorfendur á Rose Bowl leikvanginum.

Fyrrum þungavigtarmeistari leggur hanskana á hilluna

Fyrrum WBO-þungavigtarmeistarinn Sultan Ibragimov hefur ákveðið að stíga til hliðar og hætta keppni í hnefaleikum. Hinn 34 ára gamli Rússi tapaði aðeins einum af 24 bardögum á atvinnumannaferli sínum og það var gegn Wladimir Klitschko í febrúar í fyrra.

Moratti: Ég fékk engar sms-hótanir frá Ibrahimovic

Forsetinn Massimo Moratti hjá Inter hefur staðfastlega neitað sögusögnum í ítölskum fjölmiðlum sem segja að framherjinn Zlatan Ibrahimovic hafi sent smáskilaboð til Moratti þar sem hann átti að hafa farið fram með hótunum til þess að fullvissa sig um að félagsskipti sín til Barcelona myndu ganga eftir.

Sjá næstu 50 fréttir