Fleiri fréttir

Hlynur Morthens og Anna Úrsúla í Val

Markmaðurinn Hlynur Morthens er genginn í raðir Vals. Félagið missti bæði Ólaf Gíslason og Pálmar Pétursson eftir síðasta tímabil og er Hlynur því mikill fengur fyrir félagið.

Tvö töp hjá Hvöt á EM í Futsal

Hvöt frá Blönduósi tekur þátt í Evrópumótinu í Futsal þessa dagana í Austurríki. Hvatarmenn leika í 2. deild hér heima en eru Íslandsmeistarar í þessari gerð innanhússknattspyrnu.

Sir Alex: Sumarkaupum er lokið

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ítrekað að félagið muni ekki kaupa fleiri leikmenn í félagaskipaglugganum. Þrátt fyrir að hafa fengið 80 milljónir punda frá Real Madrid fyrir Cristiano Ronaldo og að hafa misst Carlos Tevez til erkifjendanna í Manchester City ætlar Ferguson ekki að eyða meiri peningum.

Emil fékk leikheimild

Emil Hallfreðsson kemur væntanlega við sögu hjá Barnsley þegar liðið mætir Leicester í 1. deildinni á Englandi á morgun. Emil fékk leikheimild með nýja félaginu sínu í dag.

Staðgengill Massa fékk 1 miljón í hraðasekt

Luca Baoder frá Ítalíu sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa þarf að punga út einni miljón króna í hraðasektir eftir daginn. Hann ók fjórum sinnum of hratt á þjónustusvæði Formúlu 1 bíla á tveimur æfingum í dag.

Benitez himinlifandi með kaupin á Kyrgiakos

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, telur sig vera búinn að leysa miðvarðarvandræði liðsins eftir að hann keypti gríska varnarmanninn Sotirios Kyrgiakos frá AEK Aþenu í dag. Kyrgiakos er 30 ára og 192 sm miðvörður og gerir tveggja ára samning við enska liðið. Hann ætti að vera klár í slaginn strax á móti Aston Villa á mánudaginn.

Meiðsli Johnson ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham fékk góð tíðindi í dag þegar í ljós kom að framherjinn Andy Johnson muni ekki vera frá í átta vikur eins og fyrst var haldið eftir að leikmaðurinn fór úr axlarlið í leik í Evrópudeild UEFA í gærkvöld.

Bolton nálægt því að fá Emana

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er enska úrvalsdeildarfélagið Bolton nálægt því að landa miðjumanninum Achille Emana frá Real Betis.

Bamba: Liverpool hefur áhuga á mér

Varnarmaðurinn Souleymane Bamba hjá skoska félaginu Hibernian fullyrðir að enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool sé að fylgjast náið með sér.

Bruce: Mensah síðasti leikmaðurinn sem við fáum í sumar

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hefur ekki setið auðum höndum síðan hann tók við starfi sínu hjá Sunderland í sumar og hefur eytt tæpum 20 milljónum punda í fimm leikmenn, þar á meðal Darren Bent frá Tottenham, Lee Cattermole frá Wigan og Fraizer Campbell frá Manchester United.

Hjaltalín kom með gjafir á síðustu æfingu stelpnanna

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú á leiðinni til Finnlands en stelpurnar okkar æfðu í síðasta sinn á Íslandi fyrir mótið á Hofstaðavelli í Garðabæ í gær. Tveir liðsmenn og umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín komu á æfinguna og gáfu hópnum 30 eintök af nýjasta disknum sínum.

Alonso stal senunni á heimavelli

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Renault náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða í dag á Valencia brautinni á Spáni. Keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Alonso náði besta tíma í tímatökum í síðustu keppni og virðist tilbúinn í toppslaginn.

FH-ingar og Actavis bjóða frítt á leikinn á morgun

Topplið FH í Pepsi-deild karla getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð og í fimmta sinn á sex árum þegar þeir mæta Grindvíkingum í Kaplakrika á morgun. Það verður frítt á leikinn í boði Actavis.

Arreola: Ég er þakklátur fyrir að Haye sé hræddur

Þungavigtahnefaleikamaðurinn Chris Arreola mun mæta WBC-þungavigtarmeistaranum Vitali Klitschko í hringnum 26. september næstkomandi en hann stökk á tækifærið eftir að David Haye dró sig til baka úr fyrirhuguðum bardaga gegn Klitschko.

Hughes: Þetta er ekkert persónulegt

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester City hefur svarað gagnrýni á hendur félaginu fyrir verslunarhætti þess á leikmannamarkaðnum í sumar.

Newcastle á höttunum eftir Sölva Geir

Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að b-deildarfélagið Newcastle á Englandi hafi áhuga á að fá landsliðsmanninn íslenska Sölva Geir Ottesen í sínar raðir.

Barrichello beit frá sér í Valencia

Rubens Barrichello var ökumanna sprettharðastur á götum Valencia í dag á Brawn bíl, en McLaren ökumennirnir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton voru skammt undan.Munaði liðlega 0.1 sekúndu á köppunum þremur.

West Ham á eftir framherja Livorno

Forsetinn Aldo Spinelli hjá Serie A-deildar félaginu Livorno á Ítalíu hefur staðfest að West Ham hafi haft samband og líst yfir áhuga á að fá framherjann Alessandro Diamanti í raðir félagsins.

Andy Johnson líklega frá vegna meiðsla í átta vikur

Frækinn 3-1 sigur Fulham gegn rússneska félaginu Amkar Perm í Evrópudeild UEFA í gærkvöld reyndist dýrkeyptur fyrir Lundúnafélagið þar sem framherjinn Andy Johnson, sem skoraði fyrsta mark leiksins, þurfti að yfirgefa völlinn þegar hann fór úr axlarlið eftir klukkutíma leik.

Franskur miðjumaður á reynslu hjá Tottenham

Sky Sports fréttastofan greinir frá því að miðjumaðurinn Kevin Anin sé þessa dagana á reynslu hjá Harry Redknapp og félögum í Tottenham en Anin er á mála hjá franska félaginu Le Havre.

Williams-systur kaupa hlut í NFL-liði

Tennis-systurnar Venus og Serena Williams hafa ákveðið að fjárfesta í hlut í NFL-liðinu Miami Dolphins. Ekki er búið að ganga frá kaupunum en samkomulag er næstum í höfn.

Fullkomnasti og flottasti íþróttaleikvangur heims - myndir

Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum.

Adriano aftur valinn í brasilíska landsliðið

Vandræðagemsinn Adriano hefur væntanlega ekki verið mjög þunglyndur í dag þegar hann fékk þau tíðindi að búið væri að velja hann í brasilíska landsliðið á nýjan leik.

Ekki víst að Sneijder fari til Inter

Fyrr í dag benti allt til þess að hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder væri á leið frá Real Madrid til ítalska félagsins Inter.

Burress fer í tveggja ára fangelsi

NFL-leikmaðurinn Plaxico Burress mun ekki spila bolta í vetur enda er hann á leið í tveggja ára fangelsi. Burress samdi við saksóknara í dag um að sitja tvö ár í steininum.

Negredo sagður á leið til Sevilla

Alvaro Negredo er nú sagður á leiðinni til Sevilla á Spáni en hann hefur undanfarnar vikur verið orðaður við Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Annað heimsmet hjá Bolt

Jamaíkamaðurinn ótrúlegi, Usain Bolt, heldur áfram að fara á kostum á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Berlín.

Enn beðið eftir leikheimild fyrir Emil

Emil Hallfreðsson hefur ekki enn fengið leikheimild með Barnsley sem leikur í ensku B-deildinni vegna seinagangs hjá ítalska knattspyrnusambandinu.

Megson: Þurfum að selja leikmenn til þess að kaupa leikmenn

Knattspyrnustjórinn Gary Megson hjá Bolton fer ekki leynt með að hann vilji fá fleiri leikmenn til félagsins áður en félagsskiptaglugganum lokar 1. september næstkomandi en viðurkennir að Bolton þurfi að selja leikmenn til þess að kaupa.

Hún er litla stelpan mín

Foreldrar Suður-Afrísku hlaupakonunnar Caster Semenya hafa stigið fram í sviðsljósið og lýst því yfir að dóttir þeirra sé kona en ekki karlmaður.

Umboðsmaður: Grygera er ekki í viðræðum við Barcelona

Umboðsmaður varnarmannsins Zdenek Grygera hjá Juventus hefur þverneitað sögusögnum þess efnis að Tékkinn sé í viðræðum við Barcelona en spænska félagið hefur verið orðað við leikmanna meira og minn í allt sumar.

Fjölmörg úrvalsdeildarfélög í kapphlaupi um Taylor

Varnarmaðurinn Steven Taylor hefur ekki farið leynt með að hann vilji yfirgefa herbúðir b-deildarfélagsins Newcastle áður en félagsskiptaglugganum lokar 1. september og kallaði félagið meðal annars hlægilegt og metnaðarlaust í nýlegu viðtali.

Santa Cruz klár fyrir grannaslaginn gegn United

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester City vonast til þess að framherjinn Roque Santa Cruz sem félagið keypti frá Blackburn í sumar á 18 milljónir punda verði klár í slaginn gegn Manchester United á Old Trafford-leikvanginum 20. september næstkomandi.

Fyrsta viðtalið við Massa eftir slysið

Ítalrlegt sjónvarpsviðtal við brasilíska ökumanninn Felipe Massa verður birt í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Þá verður til umfjöllunar slysið sem hann lenti í á brautinni í Ungtverjalandi. Staðgengill hans, Luca Badoer verður einnig í viðtali í þættinum, en hann hefur verið ökumaður Ferrari í áratug.

Sjá næstu 50 fréttir