Fleiri fréttir

Björgvin Páll: Eigum fullt af efnilegum strákum

„Við höldum standard út báða þessa leiki og höldum haus hér í dag gegn liði sem er slakara en við. Þess utan yfirspilum við þá algjörlega og erum orðnir það góðir að við sýnum alltaf hvað við getum," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik að Ásvöllum í dag.

Zlatan með tvö mörk í sigri Inter

Fátt bendir til annars en að Inter vinni enn einn meistaratitilinn á Ítalíu eftir að liðið vann öruggan 3-0 sigur á botnliði Reggina í dag.

Jónas: Óásættanlegt

Jónas Guðni Sævarsson, markaskorari Íslands í 2-1 tapleik gegn Færeyjum í dag, var ekki sáttur við niðurstöðuna.

Jón, Jakob og Helgi sjóðheitir á móti Keflavík í vetur

KR og Keflavík hefja undanúrslitaeinvígi sitt í Iceland Express deild karla í dag þegar fyrsti leikurinn fer fram í DHL-Höllinni í Frostaskjólinu. Þetta verður fimmti leikur liðanna í vetur og hefur KR unnið hina fjóra.

Góður sigur hjá Man. City

Manchester City vann góðan sigur á baráttuglöðu liði Sunderland í enska boltanum. Það var varnarmaðurinn Micah Richards sem skoraði eina mark leiksins.

Fyrsta tapið fyrir Færeyjum staðreynd

Íslenska landsliðiði í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta landsleik fyrir Færeyjum frá upphafi er liðin mættust í Kórnum í Kópavogi í dag. Færeyjar unnu 2-1 sigur.

Eistar niðurlægðir að Ásvöllum

Strákarnir okkar áttu frábæran dag er þeir niðurlægðu Eista að Ásvöllum, 38-24, í undankeppni EM 2010. Þeir gáfu ekkert eftir allan leikinn og unnu verðskuldaðan stórsigur fyrir framan stútfullt hús af áhorfendum.

Wigan lagði Hull

Fyrsta leik dagsins af þremur í enska boltanum í dag er lokið. Wigan lagði Hull, 1-0, á heimavelli sínum. Það var Ben Watson sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok.

Boltavaktin: Ísland - Færeyjar

Leik Íslands og Færeyja er lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en hann hófst klukkan 14.00 í Kórnum.

Ronaldo og Robinho hafa notað eiturlyf

Brasilíska goðsögnin Pelé lét hafa eftir sér ummæli í réttarsal á dögunum sem eiga klárlega eftir að draga einhvern dilk á eftir sér. Pelé mætti fyrir rétt þar sem sonur hans er vegna vandamála en hann hefur viðurkennt að vera háður kókaíni.

Ferðalag Lakers byrjar vel

Sjö leikja ferðalag Lakers hófst í nótt þegar liðið sótti Chicago Bulls heim. Það var engin þreyta í strákunum hans Phil Jackson sem unnu góðan sigur.

Byrjunarliðið gegn Færeyjum

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Færeyjum í Kórnum klukkan 14.00 í dag.

Eigum að vinna þennan leik

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik í Kórnum klukkan 14.00 í dag. Um er að ræða hálfgerðan B-liðs landsleik enda vantar ansi marga sterka leikmenn í bæði lið.

Mancini væri til í að þjálfa Inter á ný

Roberto Mancini hefur loksins stigið fram og tjáð sig um veru sína hjá Inter en hann hætti þar eftir síðasta tímabil. Hann segist vera tilbúinn í að koma til baka yrði þess óskað.

Klitschko kláraði Gomes

Úkraínumaðurinn Vitali Klitschko varði WBC-heimsmeistaratign sína í þungavigt í kvöld. Hann vann þá Juan Carlos Gomes á tæknilegu rothöggi í níundu lotu.

Guðjón ósáttur við dómarana

„Af hverju var kvenkynsaðstoðardómarinn færð af línunni í síðari hálfleik þar sem stuðningsmenn Leeds voru? Ef hún ræður ekki við pressuna, af hverju var hún þá sett á þennan leik yfir höfuð," sagði Guðjón Þórðarson gramur eftir tap sinna manna gegn Leeds í dag.

Juventus rúllaði yfir Roma

Tveir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag. Catania vann óvæntan sigur á Lazio og svo rúllaði Juventus liði Roma upp á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Wenger: Frábær síðari hálfleikur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi að hans menn hefðu verið heppnir að fara til búningsherbergja gegn Newcastle með jafna stöðu. Hann sagði enn fremur að frammistaða liðsins í síðari hálfleik hefði verið þriggja stiga virði og rúmlega það.

N1-deild kvenna: Sigrar hjá toppliðunum

Toppliðin Haukar og Stjarnan unnu bæði leiki sína í N1-deild kvenna í dag. Haukastúlkur halda þar með tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Erfiður dagur hjá Birgi Leif

Birgir Leifur Hafþórsson fann ekki fjölina sína á Madeira í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af evrópsku mótaröðinni.

Markalaust hjá Reading

Reading sá á eftir tveim stigum í toppbaráttu ensku 1. deildarinnar í dag er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Crystal Palace.

Hiddink óánægður með leikmenn Chelsea

Hollendingurinn Guus Hiddink, stjóri Chelsea, var hundóánægður með sína menn sem misstu af gullnu forskoti í dag að saxa á forskot Man. Utd er liðið tapaði 1-0 fyrir Tottenham.

Ferguson: Vorum ekki nógu góðir

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, viðurkenndi eftir tapið gegn Fulham í dag að hans menn hefðu einfaldlega ekki verið nógu góðir í leiknum. United tapaði fyrir Liverpool í síðustu umferð og þetta er í fyrsta skipti í 147 leikjum sem United tapar tveim leikjum í röð í deildinni.

Stefán sá rautt í stórtapi Vaduz

Íslendingaliðið Vaduz fékk slæman skell gegn Basel í svissnesku deildinni í dag. Basel yfirspilaði liðið frá Liechtenstein og vann stórsigur, 5-0.

Stefán skoraði í sigri Bröndby

Stefán Gíslason og félagar í Bröndby náðu þriggja stiga forskoti í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Randers á útivelli, 0-2.

1-0 fyrir KR

KR-stelpurnar eru hreinlega óstöðvandi þessa dagana. Þær sópuðu Keflavík 3-0 í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna og unnu svo fyrsta leikinn gegn Haukum í úrslitaeinvíginu í dag.

Crewe tapaði fyrir Leeds

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar hjá Crewe máttu sætta sig við tap, 2-3, gegn Leeds á heimavelli í dag.

Man. Utd tapaði mikilvægum stigum

Spennan er heldur betur að magnast á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Man. Utd sá á bak þremur mikilvægum stigum á Craven Cottage í dag er liðið tapaði fyrir Fulham, 2-0.

Rússi í stað Ólafs Stefánssonar?

Ciudad Real leitar þessa dagana logandi ljósi af arftaka Ólafs Stefánssonar hjá félaginu en hann fer sem kunnugt er til Rhein-Neckar Löwen í sumar.

Crouch: Sýndum mikinn karakter

Peter Crouch var hetja Portsmouth í dag er liðið lagði Everton, 2-1. Crouch skoraði bæði mörk Portsmouth í leiknum og sá til þess að liðið kæmist þrem stigum frá botnsvæðinu.

Reyndu að lemja fyrrum forseta Real Madrid

Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, komst í hann krappann á útihátíð á dögunum. Um 20 manna hópur ungmenna sá hver þar var á ferð og jós fúkyrðum yfir Calderon.

Sjá næstu 50 fréttir