Sport

Fyrsta tapið fyrir Færeyjum staðreynd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason á skot að marki í leiknum.
Rúrik Gíslason á skot að marki í leiknum. Mynd/Valli

Íslenska landsliðiði í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta landsleik fyrir Færeyjum frá upphafi er liðin mættust í Kórnum í Kópavogi í dag. Færeyjar unnu 2-1 sigur.

Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa nánar um gang leiksins þar.

Fróði Benjaminsen skoraði fyrra mark Færeyinga á 21. mínútu. Á 42. mínútu varð svo Guðjón Árni Antoníusson fyrir því óláni að skora sjálfsmark en bæði mörkin komu eftir fyrirgjafir Súna Olsen úr aukaspyrnu á hægri kantinum.

Ísland fékk fjölda færa í leiknum en náði ekki að minnka muninn fyrr en í uppbótartíma. Jónas Guðni Sævarsson var þar að verki með skoti eftir undirbúning Óskars Haukssonar.

Markvörður Færeyinga, Gunnar Nielsen, fór á kostum í leiknum og var langbesti maður vallarins.

Íslenska vörnin var slök í fyrri hálfleik en skánaði eftir því sem á leið. Sóknarleikurinn var þó afar stirður og gekk illa að skapa færi miðað við hvað Ísland var mikið með boltann, sér í lagi í síðari hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×