Fleiri fréttir

Honda að hætta á morgun?

Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld.

Haukar lögðu HK

Íslandsmeistarar Hauka unnu í kvöld 33-28 sigur á HK í N1 deild karla í handbolta. Sigurbergur Sveinsson skoraði níu mörk fyrir Haukana en Valdimar Þórsson tíu fyrir gestina. Haukar hefndu þar með fyrir 25-23 tapið gegn HK í deildinni þann 1. október sl.

Tveir handteknir vegna Mido-málsins

Tveir af stuðningsmönnum Newcastle hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa beint kynþáttaníð að framherjanum Mido i grannaslag Newcastle og Middlesbrough á dögunum.

Pulis fær pening í janúar

Tony Pulis, stjóri nýliða Stoke í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið grænt ljós frá stjórn félagsins til að styrkja leikmannahópinn í janúar.

Troðkóngurinn fær 75 þúsund krónur

Körfuknattleikssambandið hefur tilkynnt að sigurvegarinn í troðkeppninni í stjörnuleiknum þann 13. desember muni fá 75 þúsund krónur í verðlaun.

Hildebrand farinn frá Valencia

Valencia hefur komist að samkomulagi við þýska markvörðinn Timo Hildebrand um að rifta samningi hans við félagið. Er hann því laus allra mála.

Chelsea og Evra kallaðir fyrir dóm

Enska knattspyrnusambandið hefur kallað Chelsea og Patrice Evra, leikmann Manchester United, fyrir dóm vegna atviks sem átti sér stað eftir leik liðanna á síðasta keppnistímabili.

Finnur áfram hjá HK

Finnur Ólafsson hefur ákveðið að vera um kyrrt í herbúðum HK þó svo að hann hafi fengið tilboð frá nokkrum úrvalsdeildarliðum.

Sunderland staðfestir fréttirnar

Sunderland hefur staðfest að Roy Keane sé hættur sem knattspyrnustjóri hjá liðinu. Hann er fjórði knattspyrnustjórinn sem hættir í ensku úrvalsdeildinni á tímabilnu.

Nýr kani á leið til Snæfells

Snæfell mun fá liðsstyrk eftir áramótin en þá mun bandaríski leikmaðurinn Kristen Green leika með félaginu.

Werder Bremen fær mest vegna EM 2008

Werder Bremen fær hæstu greiðsluna frá Knattspyrnusambandi Evrópu vegna þátttöku leikmanna liðsins á EM 2008 í Austurríki og Sviss.

Keane sagður hættur hjá Sunderland

Breska blaðið Independent greindi frá því fyrir fáeinum mínútum að Roy Keane væri hættur hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Sunderland.

Elano frá í tvær vikur

Elano verður frá næstu tvær vikurnar að minnsta kosti eftir að hann meiddist í leik Manchester City og Paris St. Germain í UEFA-bikarkeppninni í gær.

Huntelaar var ekki spenntur fyrir City

Klaas Jan Huntelaar segir að hann hafi gefið lítið fyrir þann áhuga sem Manchester City hafi sýnt honum í sumar. Hann hefði hins vegar haft áhuga á að fara til Manchester United.

Ferguson ánægður með endurkomu Scholes

Alex Ferguson er hæstánægður með að Paul Scholes skuli vera kominn á ferðina á nýjan leik en hann kom inn á sem varamaður í leik United gegn Blackburn í deildabikarnum í gær.

O'Neill vill fá Heskey til Villa

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, hefur viðurkennt að félagið ætli sér að leggja fram tilboð í Emile Heskey, leikmann Wigan, í næsta mánuði.

Beckham vill spila á HM 2010

David Beckham, fyrrum landsliðsfyrirliði Englands, vill spila með liðinu á HM 2010 sem fer fram í Suður-Afríku. Hann verður þá 35 ára gamall.

Barry ætlar að bíða

Gareth Barry, leikmaður Aston Villa, ætlar að bíða með að skrifa undir nýjan samning til að sjá hvort að félagið komist í Meistaradeild Evrópu fyrir næsta keppnistímabil.

NBA í nótt: Miami á góðri siglingu

Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili.

Íslendingar fjölmenna á Wembley

Fjölmargir Íslendingar verða á keppni meistaranna á Wembley um aðra helgi, en þá keppa margir af bestu ökumönnum heims á malbikaðri samhliða braut. Meðal keppenda er Michael Schumacher og Lewis Hamilton verður með sérstakt sýningaratriði.

Torro Rosso prófar Sato aftur

Japaninn Takuma Sato hefur verið kallaður til æfingar hjá Torro Rosso á ný. Það gæti bent til þess að hann fá annað af tveimur lausum sætum hjá liðinu á næsta ári.

Lazio sló Milan út úr bikarnum

Einn leikur var á dagskrá í ítalska bikarnum í knattspyrnu í kvöld. Goran Pandev var hetja Lazio þegar hann skoraði sigurmark liðsins í framlengingu í 2-1 sigri á AC Milan.

Ásgeir lék á ný með GOG

Ásgeir Örn Hallgrímsson lék með liði sínu GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar það bar sigurorð af Fredericia 27-23. Ásgeir skoraði fjögur mörk eftir að hafa verið frá vegna meiðsla.

Sam Mitchell rekinn frá Toronto

Sam Mitchell, þjálfari Toronto Raptors í NBA deildinni, var í kvöld rekinn úr starfi í kjölfar 39 stiga taps liðsins gegn Denver í gærkvöld.

Uefa bikarinn: Jafnt hjá City

Manchester City varð að gera sér að góðu 0-0 jafntefli við franska liðið PSG í Evrópukeppni félagsliða í kvöld.

Tevez fór hamförum í sigri United

Argentínumaðurinn Carlos Tevez minnti heldur betur á sig í liði Manchester United í kvöld þegar hann átti þátt í öllum fimm mörkunum í 5-3 sigri liðsins á Blackburn í deildabikarnum.

Tveggja mánaða sigurganga Kiel haldur áfram

Alfreð Gíslason og félagar hans í þýska úrvalsdeildarliðinu Kiel unnu í kvöld sinn tólfta leik í röð í deildinni. Kiel vann 37-26 útisigur á Minden á útivelli í kvöld.

Huntelaar stóðst læknisskoðun

Hollenski landsliðsmaðurinn Klaas Jan Huntelaar stóðst í dag læknisskoðun hjá Real Madrid á Spáni og því er ekkert því til fyrirstöðu að hann gangi í raðir spænska stórliðsins í janúar.

Ribery vildi fá fleiri atkvæði

Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hjá Bayern Munchen hafði ekkert við það að athuga þegar Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var sæmdur gullknettinum á dögunum.

Rio: Ég þoldi ekki Manchester United

Miðvörðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United er uppalinn stuðningsmaður West Ham. Hann viðurkenndi í viðtali við Mirror í dag að hann hefði ekki þolað Manchester United í eina tíð.

Landsliðin klár fyrir stjörnuleikina

Sigurður Ingimundarson og Ágúst Björgvinsson, þjálfarar karla- og kvennalandsliðanna í körfubolta, hafa valið liðin sem mæta úrvalsliðunum í stjörnuleikjum KKÍ sem fram fara á Ásvöllum 13. desember.

Veigar: Spenntur fyrir frönsku deildinni

Veigar Páll Gunnarsson segir að sér lítist vel á að franska úrvalsdeildarliðið Nancy hafi gert Stabæk tilboð í sig. Ómögulegt sé þó enn að segja hvort eitthvað komi úr því.

Scholes gæti spilað í kvöld

Ágætar líkur eru á því að Paul Scholes komi við sögu í leik Manchester United og Blackburn í fjórðungúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

Hanna: Gleðin enn til staðar

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Hauka, var í dag valin besti leikmaður fyrstu sjö umferðanna í N1-deild kvenna.

GOG hefur líka áhuga á Rúnari

Danska úrvalsdeildarfélagið GOG Svendborg hefur áhuga að fá Rúnar Kárason í sínar raðir, rétt eins og FC Kaupmannahöfn og Füchse Berlin.

Aron og Hanna best

Tilkynnt var um hver væru bestu leikmenn fyrstu sjö umferðanna í N1-deildum karla og kvenna í dag. Aron Pálmarsson, FH, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, hlutu þann heiður.

Sjá næstu 50 fréttir