Fleiri fréttir

Ragnheiður komst ekki í undanúrslit

Ragnheiður Ragnarsdóttir náði sér ekki á strik í 50 metra baksundi í dag á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Debrecen í Ungverjalandi.

Haukar styrkja stöðu sína á toppnum

Karlalið Hauka vann í kvöld góðan 30-26 sigur á HK í Digranesi í toppslag í N1 deildinni í handbolta. Haukar höfðu yfir 14-13 í hálfleik og unnu mikilvægan sigur í toppbaráttunni.

Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri

Einn leikur fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan lagði Hamar í Garðabæ 83-63 og fer því í 9. sæti deildarinnar. Hamar er enn á botninum með aðeins tvö stig úr tíu leikjum.

Móðgun við enska þjálfara

Franski landsliðsþjálfarinn Raymond Domenech segir að enskir þjálfar eigi að líta á það sem móðgun að knattspyrnusambandið þar í landi hafi enn og aftur leitað út fyrir landsteinana til að ná í landsliðsjálfara.

Dallas - New Orleans í beinni á Sýn í kvöld

Leikur Dallas Mavericks og New Orleans Hornets í NBA deildinni verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn laust eftir klukkan eitt í nótt. Hér er um að ræða einvígi tveggja af sterkustu liðunum í Vesturdeildinni.

Capello búinn að skrifa undir

Nú rétt í þessu tilkynnti enska knattspyrnusambandið frá því formlega að það hefði gert fjögurra og hálfs árs samning við Fabio Capello sem með því verður annar útlendingurinn til að stýra enska landsliðinu.

Birgir Leifur í gegnum niðurskurðinn

Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Hatton er til í að mæta Mayweather aftur

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist alveg vera til í að mæta Floyd Mayweather aftur í hringnum þó Bandaríkjamaðurinn hafi rotað hann í bardaga þeirra í Las Vegas um síðustu helgi.

Capello verður með sömu laun og John Terry

Fabio Capello verður hæstlaunaðasti þjálfari í knattspyrnuheiminum þegar hann tekur við enska landsliðinu ef marka má frétt Sky í dag. Hann verður með hálfan milljarð króna í árslaun, eða sömu laun og John Terry, fyrirliði Chelsea.

Ferguson fær tveggja leikja bann

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, verður ekki á sínum stað á hliðarlínunni þegar lið hans sækir West Ham heim og tekur á móti Birmingham dagana 29. des og 1. janúar.

Kovalainen genginn í raðir McLaren

Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen gerði í dag langtímasamning við lið McLaren í Formúlu 1 eftir að hafa slegið í gegn með liði Renault á síðasta tímabili. Kovalainen verður aðalökumaður liðsins ásamt Lewis Hamilton.

Örn í beinni á Eurosport

Örn Arnarson mun í dag synda í undanúrslitum í 50 metra baksundi en hann setti Íslandsmeti í greininni í undanrásum í morgun.

Ekkert tilboð borist í Ragnar

Ragnar Sigurðsson segir í samtali við sænska fjölmiðla að ekkert tilboð hafi borist IFK Gautaborg í sig og að hann muni sennilega skrifa undir nýjan samning við félagið.

Fabregas gæti spilað um helgina

Spánverjinn Cesc Fabregas æfði með Arsenal í dag og svo gæti farið að hann spili með Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn.

Stuðningsmenn West Ham sjá eftir Eggert

Ray Tuck, formaður stuðningsmannafélags West Ham, segir það sárt að sjá eftir Eggerti Magnússyni. „Hann var ekta,“ sagði hann við Vísi.

Móðir Capello óttast um son sinn

Evelina Tortul, móðir Fabio Capello, óttast að enska pressan muni gera syni sínum og fjölskyldu hans lífið leitt eftir að hann tekur að sér starf landsliðsþjálfara í Englandi.

Starfsferilsskrá Fabio Capello

Enska knattspyrnusambandið birtir í dag starfsferilsskrá Fabio Capello sem verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Englands væntanlega á mánudaginn.

Víðir svarar bréfi Blika

Víðir Sigurðsson, höfundur bókarinnar Íslensk knattspyrna 2007, hefur svarað bréfi knattspyrnudeildar Breiðabliks frá því í gær.

Kristján Örn í aðgerð í næstu viku

Kristján Örn Sigurðsson fer í næstu viku í aðgerð vegna beinbrots í augntóftinni sem hann hlaut í landsleik Íslands og Danmerkur í síðasta mánuði.

Birgir Leifur á einu höggi yfir pari í dag

Birgir Leifur Hafþórsson komst betur frá öðrum keppnisdegi en þeim fyrsta á South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en tvísýnt er hvort hann kemst í gegnum niðurskurðinn.

Ragnheiður hársbreidd frá undanúrslitum

Ragnheiður Ragnarsdóttir missti naumlega af sæti í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Ungverjalandi í morgun.

Frábær árangur hjá Erni

Örn Arnarson komst í undanúrslit í tveimur sundum á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Ungverjalandi í morgun og bætti Íslandsmet sitt í 50 metra baksundi.

Liverpool vill ráða heimagæslu

Liverpool er nú að íhuga að ráða öryggisfyrirtæki til að gæta heimili leikmanna liðsins þegar þeir eru fjarri heimilum sínum vegna útileikja Liverpool.

Gengið frá ráðningunni í dag

Enska knattspyrnusambandið mun halda áfram viðræðum sínum við Fabio Capello en stjórn sambandsins samþykkti ráðningu hans í gær.

Roma burstaði Panathinaikos

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma burstuðu sterkt lið Panathinaikos frá Grikklandi í Evrópukeppninni í kvöld 85-67. Jón Arnór hafði hægt um sig á 22 mínútum og skoraði 7 stig. Þetta var aðeins annar sigur Roma í riðlinum en fyrsta tap gríska stórliðsins.

Snæfell steinlá í Seljaskóla

Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. ÍR burstaði Snæfell 102-77 í Seljaskóla, Keflavík vann Skallagrím 92-80, KR lagði Tindastól 97-91 og Njarðvík lagði Fjölni suður með sjó 87-75.

McLaren biðst afsökunar

Forráðamenn McLaren liðsins í Formúlu 1 hafa nú viðurkennt að stolin gögn þess frá Ferrari liðinu hafi verið áhrifameiri í þróunarvinnu þess en upphaflega var áætlað. McLaren hefur beiðst afsökunar á þessu í bréfi til alþjóða akstursíþróttasambandsins.

Kaka bestur hjá World Soccer

Tímaritið World Soccer útnefndi í dag brasilíska miðjumanninn Kaka hjá AC Milan leikmann ársins. Þetta er önnur stór viðurkenning þessa frábæra leikmanns á stuttum tíma, en hann var valinn leikmaður ársins í Evrópu af France Football á dögunum.

Tinsley ræður lífvörð

Bakvörðurinn Jamaal Tinsley hjá Indiana Pacers í NBA deildinni hefur ákveðið að ráða sér lífvörð eftir að hafa orðið fyrir skotárás fyrir nokkrum dögum.

Stjórnin samþykkir Capello

Stjórn enska knattspyrnusambandsins kom saman nú undir kvöld og þar lagði hún blessun sína yfir ráðningu Fabio Capello í starf landsliðsþjálfara Englendinga. Reiknað er með því að ráðning hans verði tilkynnt formlega á morgun.

Avram Grant fær nýjan samning

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur framlengt samning knattspyrnustjórans Avram Grant um fjögur ár. Grant hefur komið nokkuð á óvart síðan hann tók við af Jose Mourinho á sínum tíma og hefur liðið unnið 12 af 18 leikjum sínum á þeim tíma.

Beckham kennir Snoop Dogg fótbolta

Rapparinn Snoop Dogg er ekki vanur að starfa með viðvaningum og þegar kom að því að læra undirstöðuatriðin í fótbolta, leitaði hann til David Beckham.

Þessir styðja ráðningu Capello

Fjöldi leikmanna og knattspyrnustjóra hafa nú tjáð sig um fyrirhugaða ráðningu Fabio Capello í starf þjálfara enska landsliðsins. Vísir skoðaði hvað þessir menn höfðu að segja um ítalska þjálfarrann.

Skotheld ráðning

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir enska knattspyrnusambandið vera að taka skothelda ákvörðun ef það klári að ganga frá ráðningu Fabio Capello í dag eins og reiknað er með.

Xabi Alonso getur spilað með Liverpool

Spánverjinn Xabi Alonso er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir langvarandi meiðsli og gæti spilað með Liverpool gegn Manchester United um helgina.

Van Persie klár í slaginn um helgina

Robin van Persie átti góðan leik gegn Steaua Búkarest í Meistaradeildinni í gær og vonast til að geta tekið þátt í leik Arsenal og Chelsea um helgina.

AC Milan í úrslit í Japan

Clarence Seedorf kom AC Milan í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða er hann skoraði eina mark leiksins gegn japanska liðinu Urawa Red Diamonds.

Sjá næstu 50 fréttir