Fleiri fréttir Rooney fetar í fótspor Eiðs Smára Í nýrri auglýsingu sem nú er dreift á netinu bregður Wayne Rooney á leik með Dirty Sanchez genginu. Auglýsingin minnir um margt á atriði sem Eiður Smári tók upp í garðinum sínum með þeim Sveppa, Audda og Pétri. 10.8.2007 10:50 Luque að yfirgefa Newcastle Spánverjinn Albert Luque virðist staðráðinn í að enda árs langa martröð sína hjá Newcastle. Tvö lið vilja fá hann að láni út næsta tímabil. Luque var keyptur til Newcastle í fyrra á 9.5 milljónir punda frá Deportiva La Coruna en hann hefur átt í miklum erfiðleikum á Englandi og ekki fest sig í sessi hjá Newcastle. 10.8.2007 10:11 Voronin valinn bestur á undirbúningstímabilinu Andriy Voronin, Úkraínumaðurinn sem gekk til liðs við Liverpool í sumar frá Bayer Leverkusen, hefur verið valinn besti leikmaður Liverpool á undirbúningstímabilinu. Kosning fór fram á heimasíðu liðsins og vann Voronin með 68% greiddra atkvæða. 10.8.2007 09:59 Heiðar gæti spilað á laugardag Heiðar Helguson, sem í sumar gekk til liðs við Bolton, gæti leikið með sínum nýju félögum á laugardag þegar liðið tekur á móti Newcastle. Heiðar er óðum að jafna sig á smávægilegum meislum sem hann hlaut í æfingaleik gegn Colchester. 10.8.2007 09:27 Lampard vill bíða með nýjan samning í ár Enski landsliðsmaðurinn Frank Lampard vill bíða í eitt ár með að skrifa undir nýjan samning við Chelsea þar sem hann ætlar að einbeita sér að því að vinna ensku úrvalsdeildina með félaginu. Hann segir við breska götublaðið The Sun að það sé ástæða þess að samningaviðræður á milli hans og forráðamanna Chelsea hafi siglt í strand. Enginn ágreiningur sé um peninga líkt og haldið hefur verið fram. 10.8.2007 09:18 Quinn fer ef Keane hættir Niall Quinn, stjórnarformaður Sunderland, hefur lýst því yfir að hann standi 100% á bak við Roy Keane, knattspyrnustjóra liðsins. Hann hefur varað stuðningsmenn liðsins við því að ef Keane fari þá muni hann fylgja honum burt frá félaginu. 10.8.2007 09:00 Beckham spilaði í gærkvöldi David Beckham spilaði í gærkvöld fyrsta leik sinn í bandarísku MLS deildinni fyrir Los Angeles Galaxy. Beckham hefur átt við meiðsli að stríða á ökkla og hefur aðeins leikið fáeinar mínútur í vináttuleik við Chelsea síðan hann gekk til liðs við Galaxy. 10.8.2007 08:57 Landsbankadeild kvenna: KR sigraði Fjölni Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR sigraði Fjölni á útivelli með fjórum mörkum gegn tveimur. Þar með helst áfram mikil spenna á toppi deildarinnar þar sem Valur og KR eru að stinga af, bæði lið með 28 stig eftir 10 leiki. Valsstúlkur eru þó með betri markatölu. Fjölnir er í sjötta sæti með 11 stig eftir níu leiki. 9.8.2007 22:22 Eggert óánægður með vinnubrögð Newcastle Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, hefur greint frá óánægju sinni með vinnubrögð Newcastle eftir að félagið hætti við að selja Kieron Dyer til West Ham á síðustu stundu nema kaupverðið yrði hækkað um tvær milljónir punda. Eggert segist furðu lostinn yfir því að Newcastle hafi hækkað verðið á síðustu stundu. 9.8.2007 21:31 Skagamenn, Fylkir og Blikar sigruðu sína leiki Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Skagamenn unnu baráttusigur á Laugardalsvellinum gegn Fram með fjórum mörkum gegn tveim, eftir að hafa lent 2-0 undir. Fylkismenn sigruðu Víking 1-0 í Árbænum og Blikar sigruðu 3-0 í Keflavík. 9.8.2007 21:08 Alfreð: Langaði að vera með í Noregi Alfreð Gíslason og Handknattsleikssamband Íslands komust að þeirri niðurstöðu í dag að Alfreð muni halda áfram sem þjálfari landsliðsins. Alfreð mun stjórna liðinu fram yfir EM 2008 í Noregi sem fer fram í janúar. 9.8.2007 20:44 Landsbankadeildin: Búið að skora í öllum leikjunum í hálfleik Flautað hefur verið til hálfleiks í öllum leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla. Fram er yfir á Laugardalsvellinum gegn Skagamönnum, 1-0. Fylkir er yfir gegn Víkingum í Árbænum, 1-0 og Blikar eru 2-0 yfir í Keflavík. 9.8.2007 20:01 Gallas verður fyrirliði Arsenal Franski varnarmaðurinn William Gallas verður næsti fyrirliði Arsenal, en þetta tilkynnti félagið í dag. Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segist hafa valið Gallas vegna reynslunnar sem hann býr yfir, en Gilberto og Kolo Toure verða varafyrirliðar. 9.8.2007 17:59 Benedikt bjartsýnn á komandi tímabil Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta, segir í samtali við Vísi.is að hann sé bjartsýnn á komandi leiktímabil. Benedikt segir undirbúningstímabilið vera komið á fullt og að liðin séu að undirbúa sig fyrir komandi átök. KR-ingar hafa fengið til sín nýja útlendinga sem að lofa góðu. 9.8.2007 17:35 Varaforseti FIFA: „England óvinsæl knattspyrnuþjóð“ Varaforseti FIFA, Jack Warner, heldur því fram að England sé svo óvinsæl knattspyrnuþjóð að beiðni þeirra um að fá að halda heimsmeistarakeppni landsliða árið 2018 sé dauðadæmd. England hefur einu sinni fengið að halda keppnina en það var árið 1966, eina skiptið sem Englendingar urðu heimsmeistarar. 9.8.2007 16:24 Eggert: „Ég óska Tevez alls hins besta í framtíðinni“ Eggert Magnússon viðurkennir að hann sé ánægður með að Carloc Tevez málið sé loksins að baki. Tevez þess nú að félagsskipti hans frá West Ham til Manchester United gangi formlega í gegn. Eggert óskar Tevez alls hins besta hjá nýju félagi og er ánægður með að málið hafi verið leyst. 9.8.2007 15:42 Helgi framlengir við Val Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Val og gildir sá samningur til 2010. Helgi gekk til liðs við Hlíðarendapilta fyrir þetta tímabil og hefur gengið vel í sumar, en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar að svo stöddu. Helgi verður 35 ára þegar samningurinn rennur út. 9.8.2007 15:20 Þórarinn toppar enn og aftur - 7,50 Þórarinn Eymundsson og Kraftur eru efstir með 7.50 eftir forkeppni í fimmgangi sem var að ljúka á HM í Hollandi. Að sögn eins áhorfanda sem blaðamaður Hestafrétta talaði við rétt í þessu var sýning Þórarinns hreint út sagt æðisleg. Í öðru sæti er Frauke Schenzel og Næpa vom Kronshof með 7.13 og í þriðja sæti er Anna Valdimarsdóttir og Fönix vom Klosterbach með 7.03 í aðaleinkunn. 9.8.2007 15:04 Nicolau Casaus látinn Nicolau Casaus, fyrrverandi varaforseti Barcelona er látinn, 94 ára að aldri. Í virðingarskyni fyrir Casaus verður öllum fánum liðsins flaggað í hálfa stöng í dag. Minningarathöfn þessa sterka persónuleika verður haldin á hádegi á morgun við Tanatorio de Les Corts í Barcelona. 9.8.2007 15:03 Liverpool á eftir markverði Lens Liverpool er í viðræðum við franska lið Lens um kaup á markverðinum Charles Itandje, og þar með greiða leið Scott Carson sem vill fara á lánssamning hjá Aston Villa út tímabilið. Liverpool ætlar að reyna að fá hinn 24 ára Itandje áður en liðið leikur við Toulouse í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. 9.8.2007 14:38 Barton gæti átt von á allt að fimm ára fangelsi Joey Barton, miðjumaður Newcastle, lýsti sig saklausan í réttarsal í dag, en hann er ákærður fyrir að berja Ousmane Dabo, fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Manchester City á æfingu. Barton var kærður fyrir líkamsárás og gæti átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Atvikið átti sér stað þann 1. maí síðasliðinn og var Barton sektaður af félaginu og að lokum seldur til Newcastle. 9.8.2007 14:32 Aston Villa ætlar að fá Scott Carson Aston Villa er nú við það að klófesta enska landsliðsmarkvörðinn Scott Carson út tímabilið á lánssamning frá Liverpool. Aston Villa hefur verið að leita að markverði, en aðalmarkvörður liðsins, Thomas Sörensen, er meiddur og hefur ekki ennþá skrifað undir nýjan samning við félagið. 9.8.2007 14:20 Real kaupir Robben Arjen Robben er genginn til liðs við Real Madrid. Þessu halda spænskir fjölmiðlar fram í dag. Þeir greina einnig frá því að Robben verði kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins seinna í dag ásamt Hollendingnum Royston Drenthe sem Real keypti á dögunum. 9.8.2007 13:33 Chelsea missir af undrabarni AC Milan hefur klófest brasilíska undrabarnið Alexandre Pato sem um langt skeið hefur verið eitt eftirsóttasta ungstirnið í knattspyrnuheiminum. Chelsea var lengi á höttunum eftir piltinum sem er 17 ára gamall og kemur frá Internacional Porto Alegre. 9.8.2007 13:13 Rooney með tvö í gær Manchester United lék í tvo vináttuleiki í gærkvöld. Ellefu leikmönnum var stillt upp gegn Norður-Írska liðinu Glentoran, sem faðir Alex Ferguson lék eitt sinn með, og öðrum ellefu var stillt upp gegn skoska liðinu Dunfermline. United vann báða leikina. 9.8.2007 11:35 Björgólfur spurður um Hafskip og Rússland Blaðamaður breska vikublaðsins The Observer er staddur á landinu þessa stundina vegna ítarlegrar úttektar sem blaðið vinnur nú að um Björgólf Guðmundsson, aðaleiganda West Ham. 9.8.2007 10:14 Undir smásjá Viking í Noregi Norska liðið Viking í Stavangri hefur vakandi auga á Sverri Garðarssyni, leikmanni FH. Egil Østenstad, yfirmaður knattspyrnumála, vildi sem minnst segja um málið við norska fjölmiðla í gær. „Ég veit hver hann er en það er ekki þar með sagt að við höfum áhuga á honum,“ sagði Østenstad. 9.8.2007 06:00 Markalausir í 341 mínútu Víkingar vonast til þess að finna loksins leið framhjá Fylkisvörninni í leik liðanna í 12. umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. Víkingar hafa leikið þrjá deildarleiki í röð og samtals í 341 mínútu án þess að ná að skora hjá Árbæingum. 9.8.2007 05:00 Þægilegir heimasigrar Breiðablik og Keflavík unnu heimasigra í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi. Blikastúlkur sendu leikmenn Þórs/KA stigalausa heim norður á Akureyri eftir 2-0 sigur. Greta Mjöll Samúelsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu fyrir Blika. 9.8.2007 04:30 Reynir fyrir sér í atvinnumennsku Örn Ævar Hjartarson mun í haust taka þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Mörg þúsund kylfingar sækja um á ári hverju en aðeins um þrjátíu komast inn á mótaröðina. 9.8.2007 04:00 Höfuðkúpubrotnaði í Danmörku Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson í Keflavík verður ekki með sínum mönnum í kvöld er liðið tekur á móti Breiðabliki í Landsbankadeild karla. Hann höfuðkúpubrotnaði á tveimur stöðum í Evrópuleiknum gegn Midtjylland ytra í síðustu viku. Læknar segja að hann verði frá í um fjórar vikur en hann vonast til að komast fyrr af stað. 9.8.2007 03:15 Skelfilegt gengi suður með sjó Blikar sækja í kvöld Keflvíkinga heim í 12. umferð Landsbankadeildar karla en þeir hafa ekki sótt þrjú stig suður með sjó síðan 15. júní 1983 eða í rúmlega 24 ár. 9.8.2007 03:00 Tryggvi orðinn markahæstur Fótbolti Tryggvi Guðmundsson varð í gær markahæsti leikmaður íslensks liðs í Evrópukeppnum frá upphafi. Markið sem Tryggvi skoraði í gær var hans sjötta í Evrópukeppni en fyrir leikinn höfðu hann og fjórir aðrir skorað fimm mörk í Evrópu. 9.8.2007 02:15 Eins og þrír erfiðir landsleikir Í dag klukkan 13 mæta Íslandsmeistarar Vals finnska liðinu FC Honka Espoo í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Riðill Vals verður leikinn í Færeyjum og klárast á þriðjudaginn kemur. 9.8.2007 01:15 Útlitið dökkt í Vesturbænum Valur vann í gær þrjú dýrmæt stig á KR-vellinum og hélt þar með pressu á FH á toppi Landsbankadeildarinnar. KR situr enn á botni deildarinnar og virðast þjálfaraskiptin lítinn árangur hafa borið. 9.8.2007 01:00 Í heildina erum við með jafn gott lið Evrópuævintýri Íslandsmeistara FH er lokið í ár eftir 4-2 tap samanlagt gegn hvítrússneska liðinu BATE. Síðari leiknum í gær lyktaði með 1-1 jafntefli þar sem Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir úr víti í fyrri hálfleik sem hann fékk sjálfur, en BATE jafnaði metin á lokamínútunni þegar FH freistaði þess að sækja annað mark. 9.8.2007 00:45 Valur vann þrjú núll. Valsmenn báru sigur úr býtum í viðureign sinni við KRinga í Frostaskjóli í kvöld. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Valsmanna, 3 - 0. Það var Baldur Aðalsteinsson sem kom Valsmönnum á bragðið með tveimur mörkum á stuttu tímabili í seinni hálfleik og Helgi Sigurðsson innsiglaði sigur sinna manna með marki á 81. mínútu. 8.8.2007 21:06 Helgi skoraði þriðja mark Valsmanna Helgi Sigurðsson kom Valsmönnum í þrjú núll á móti KR á 81 mínútu leiksins. Markið kom eftir varnarmistök Gunnlaugs Jónssonar, varnarmanns hjá KR. Valsmenn eru því með pálmann í höndunum þegar lítið er eftir af leiknum en öll mörkin komu í seinni hálfleik. 8.8.2007 20:57 Baldur með annað mark Baldur Aðalsteinsson hefur komið Valsmönnum í tvö núll í viðureign þeirra við KR í Frostaskjólinu. Baldur skoraði markið aðeins örfáum mínútum eftir að hann skoraði fyrra mark sitt. Markið kom eftir sendingu úr aukaspyrnu. 8.8.2007 20:44 Valsmenn komnir yfir á móti KR Valsmenn voru að skora gegn KR í Frostaskjólinu og er staðan því eitt mark gegn engu. Það var Baldur Aðalsteinsson sem skoraði fyrir Valsmenn eftir hornspyrnu. 8.8.2007 20:39 Blikastúlkur yfir Einn leikur er í gangi í Landsbankadeild kvenna nú í kvöld. Á Kópavogsvelli taka Blikastúlkur á móti sameinuðu liði Þórs og KA frá Akureyri og eru gestgjafarnir yfir 1 - 0. Leikurinn hófst klukkan 19:15. 8.8.2007 20:36 Ekkert skorað í Frostaskjólinu Markalaust er í hálfleik í viðureign KR og Vals í 12. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á heimavelli KR og hann er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. 8.8.2007 20:08 Veigar lagði upp eitt mark í 3-0 sigri Stabæk Veigar Páll Gunnarsson lagði upp fyrsta mark Stabæk sem bar sigurorð af Tromsö, 3-0, á heimavelli í fjórðu umferð norsku bikarkeppninnar í kvöld. Daniel Nanneskog skoraði tvö mörk fyrir Stabæk og Somen Tchoyi eitt. 8.8.2007 19:39 Ronaldo verður tilbúinn þegar tímabilið byrjar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, segir að brasilíski snillingurinn Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum áður en tímabilið byrjar á Ítalíu. Ronaldo hefur verið meiddur síðan í lok síðasta tímabils og hefur ekki tekið þátt í neinum leikjum á undirbúningstímabili liðsins. 8.8.2007 18:56 Valencia að tryggja sér Zigic? Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur spænska liðið Valencia náð samkomulagi um kaup á hávaxna framherjanum Nikola Zigic frá Racing Santander. Talið er að umsamið verð á leikmanninum sé um 10,1 milljón punda. Fleiri félög hafa sýnt þessum serbneska landsliðsmanni áhuga, þ.á.m. Manchester City, Werder Bermen og Fenerbache. 8.8.2007 18:40 Sjá næstu 50 fréttir
Rooney fetar í fótspor Eiðs Smára Í nýrri auglýsingu sem nú er dreift á netinu bregður Wayne Rooney á leik með Dirty Sanchez genginu. Auglýsingin minnir um margt á atriði sem Eiður Smári tók upp í garðinum sínum með þeim Sveppa, Audda og Pétri. 10.8.2007 10:50
Luque að yfirgefa Newcastle Spánverjinn Albert Luque virðist staðráðinn í að enda árs langa martröð sína hjá Newcastle. Tvö lið vilja fá hann að láni út næsta tímabil. Luque var keyptur til Newcastle í fyrra á 9.5 milljónir punda frá Deportiva La Coruna en hann hefur átt í miklum erfiðleikum á Englandi og ekki fest sig í sessi hjá Newcastle. 10.8.2007 10:11
Voronin valinn bestur á undirbúningstímabilinu Andriy Voronin, Úkraínumaðurinn sem gekk til liðs við Liverpool í sumar frá Bayer Leverkusen, hefur verið valinn besti leikmaður Liverpool á undirbúningstímabilinu. Kosning fór fram á heimasíðu liðsins og vann Voronin með 68% greiddra atkvæða. 10.8.2007 09:59
Heiðar gæti spilað á laugardag Heiðar Helguson, sem í sumar gekk til liðs við Bolton, gæti leikið með sínum nýju félögum á laugardag þegar liðið tekur á móti Newcastle. Heiðar er óðum að jafna sig á smávægilegum meislum sem hann hlaut í æfingaleik gegn Colchester. 10.8.2007 09:27
Lampard vill bíða með nýjan samning í ár Enski landsliðsmaðurinn Frank Lampard vill bíða í eitt ár með að skrifa undir nýjan samning við Chelsea þar sem hann ætlar að einbeita sér að því að vinna ensku úrvalsdeildina með félaginu. Hann segir við breska götublaðið The Sun að það sé ástæða þess að samningaviðræður á milli hans og forráðamanna Chelsea hafi siglt í strand. Enginn ágreiningur sé um peninga líkt og haldið hefur verið fram. 10.8.2007 09:18
Quinn fer ef Keane hættir Niall Quinn, stjórnarformaður Sunderland, hefur lýst því yfir að hann standi 100% á bak við Roy Keane, knattspyrnustjóra liðsins. Hann hefur varað stuðningsmenn liðsins við því að ef Keane fari þá muni hann fylgja honum burt frá félaginu. 10.8.2007 09:00
Beckham spilaði í gærkvöldi David Beckham spilaði í gærkvöld fyrsta leik sinn í bandarísku MLS deildinni fyrir Los Angeles Galaxy. Beckham hefur átt við meiðsli að stríða á ökkla og hefur aðeins leikið fáeinar mínútur í vináttuleik við Chelsea síðan hann gekk til liðs við Galaxy. 10.8.2007 08:57
Landsbankadeild kvenna: KR sigraði Fjölni Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR sigraði Fjölni á útivelli með fjórum mörkum gegn tveimur. Þar með helst áfram mikil spenna á toppi deildarinnar þar sem Valur og KR eru að stinga af, bæði lið með 28 stig eftir 10 leiki. Valsstúlkur eru þó með betri markatölu. Fjölnir er í sjötta sæti með 11 stig eftir níu leiki. 9.8.2007 22:22
Eggert óánægður með vinnubrögð Newcastle Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, hefur greint frá óánægju sinni með vinnubrögð Newcastle eftir að félagið hætti við að selja Kieron Dyer til West Ham á síðustu stundu nema kaupverðið yrði hækkað um tvær milljónir punda. Eggert segist furðu lostinn yfir því að Newcastle hafi hækkað verðið á síðustu stundu. 9.8.2007 21:31
Skagamenn, Fylkir og Blikar sigruðu sína leiki Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Skagamenn unnu baráttusigur á Laugardalsvellinum gegn Fram með fjórum mörkum gegn tveim, eftir að hafa lent 2-0 undir. Fylkismenn sigruðu Víking 1-0 í Árbænum og Blikar sigruðu 3-0 í Keflavík. 9.8.2007 21:08
Alfreð: Langaði að vera með í Noregi Alfreð Gíslason og Handknattsleikssamband Íslands komust að þeirri niðurstöðu í dag að Alfreð muni halda áfram sem þjálfari landsliðsins. Alfreð mun stjórna liðinu fram yfir EM 2008 í Noregi sem fer fram í janúar. 9.8.2007 20:44
Landsbankadeildin: Búið að skora í öllum leikjunum í hálfleik Flautað hefur verið til hálfleiks í öllum leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla. Fram er yfir á Laugardalsvellinum gegn Skagamönnum, 1-0. Fylkir er yfir gegn Víkingum í Árbænum, 1-0 og Blikar eru 2-0 yfir í Keflavík. 9.8.2007 20:01
Gallas verður fyrirliði Arsenal Franski varnarmaðurinn William Gallas verður næsti fyrirliði Arsenal, en þetta tilkynnti félagið í dag. Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segist hafa valið Gallas vegna reynslunnar sem hann býr yfir, en Gilberto og Kolo Toure verða varafyrirliðar. 9.8.2007 17:59
Benedikt bjartsýnn á komandi tímabil Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta, segir í samtali við Vísi.is að hann sé bjartsýnn á komandi leiktímabil. Benedikt segir undirbúningstímabilið vera komið á fullt og að liðin séu að undirbúa sig fyrir komandi átök. KR-ingar hafa fengið til sín nýja útlendinga sem að lofa góðu. 9.8.2007 17:35
Varaforseti FIFA: „England óvinsæl knattspyrnuþjóð“ Varaforseti FIFA, Jack Warner, heldur því fram að England sé svo óvinsæl knattspyrnuþjóð að beiðni þeirra um að fá að halda heimsmeistarakeppni landsliða árið 2018 sé dauðadæmd. England hefur einu sinni fengið að halda keppnina en það var árið 1966, eina skiptið sem Englendingar urðu heimsmeistarar. 9.8.2007 16:24
Eggert: „Ég óska Tevez alls hins besta í framtíðinni“ Eggert Magnússon viðurkennir að hann sé ánægður með að Carloc Tevez málið sé loksins að baki. Tevez þess nú að félagsskipti hans frá West Ham til Manchester United gangi formlega í gegn. Eggert óskar Tevez alls hins besta hjá nýju félagi og er ánægður með að málið hafi verið leyst. 9.8.2007 15:42
Helgi framlengir við Val Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Val og gildir sá samningur til 2010. Helgi gekk til liðs við Hlíðarendapilta fyrir þetta tímabil og hefur gengið vel í sumar, en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar að svo stöddu. Helgi verður 35 ára þegar samningurinn rennur út. 9.8.2007 15:20
Þórarinn toppar enn og aftur - 7,50 Þórarinn Eymundsson og Kraftur eru efstir með 7.50 eftir forkeppni í fimmgangi sem var að ljúka á HM í Hollandi. Að sögn eins áhorfanda sem blaðamaður Hestafrétta talaði við rétt í þessu var sýning Þórarinns hreint út sagt æðisleg. Í öðru sæti er Frauke Schenzel og Næpa vom Kronshof með 7.13 og í þriðja sæti er Anna Valdimarsdóttir og Fönix vom Klosterbach með 7.03 í aðaleinkunn. 9.8.2007 15:04
Nicolau Casaus látinn Nicolau Casaus, fyrrverandi varaforseti Barcelona er látinn, 94 ára að aldri. Í virðingarskyni fyrir Casaus verður öllum fánum liðsins flaggað í hálfa stöng í dag. Minningarathöfn þessa sterka persónuleika verður haldin á hádegi á morgun við Tanatorio de Les Corts í Barcelona. 9.8.2007 15:03
Liverpool á eftir markverði Lens Liverpool er í viðræðum við franska lið Lens um kaup á markverðinum Charles Itandje, og þar með greiða leið Scott Carson sem vill fara á lánssamning hjá Aston Villa út tímabilið. Liverpool ætlar að reyna að fá hinn 24 ára Itandje áður en liðið leikur við Toulouse í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. 9.8.2007 14:38
Barton gæti átt von á allt að fimm ára fangelsi Joey Barton, miðjumaður Newcastle, lýsti sig saklausan í réttarsal í dag, en hann er ákærður fyrir að berja Ousmane Dabo, fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Manchester City á æfingu. Barton var kærður fyrir líkamsárás og gæti átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Atvikið átti sér stað þann 1. maí síðasliðinn og var Barton sektaður af félaginu og að lokum seldur til Newcastle. 9.8.2007 14:32
Aston Villa ætlar að fá Scott Carson Aston Villa er nú við það að klófesta enska landsliðsmarkvörðinn Scott Carson út tímabilið á lánssamning frá Liverpool. Aston Villa hefur verið að leita að markverði, en aðalmarkvörður liðsins, Thomas Sörensen, er meiddur og hefur ekki ennþá skrifað undir nýjan samning við félagið. 9.8.2007 14:20
Real kaupir Robben Arjen Robben er genginn til liðs við Real Madrid. Þessu halda spænskir fjölmiðlar fram í dag. Þeir greina einnig frá því að Robben verði kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins seinna í dag ásamt Hollendingnum Royston Drenthe sem Real keypti á dögunum. 9.8.2007 13:33
Chelsea missir af undrabarni AC Milan hefur klófest brasilíska undrabarnið Alexandre Pato sem um langt skeið hefur verið eitt eftirsóttasta ungstirnið í knattspyrnuheiminum. Chelsea var lengi á höttunum eftir piltinum sem er 17 ára gamall og kemur frá Internacional Porto Alegre. 9.8.2007 13:13
Rooney með tvö í gær Manchester United lék í tvo vináttuleiki í gærkvöld. Ellefu leikmönnum var stillt upp gegn Norður-Írska liðinu Glentoran, sem faðir Alex Ferguson lék eitt sinn með, og öðrum ellefu var stillt upp gegn skoska liðinu Dunfermline. United vann báða leikina. 9.8.2007 11:35
Björgólfur spurður um Hafskip og Rússland Blaðamaður breska vikublaðsins The Observer er staddur á landinu þessa stundina vegna ítarlegrar úttektar sem blaðið vinnur nú að um Björgólf Guðmundsson, aðaleiganda West Ham. 9.8.2007 10:14
Undir smásjá Viking í Noregi Norska liðið Viking í Stavangri hefur vakandi auga á Sverri Garðarssyni, leikmanni FH. Egil Østenstad, yfirmaður knattspyrnumála, vildi sem minnst segja um málið við norska fjölmiðla í gær. „Ég veit hver hann er en það er ekki þar með sagt að við höfum áhuga á honum,“ sagði Østenstad. 9.8.2007 06:00
Markalausir í 341 mínútu Víkingar vonast til þess að finna loksins leið framhjá Fylkisvörninni í leik liðanna í 12. umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. Víkingar hafa leikið þrjá deildarleiki í röð og samtals í 341 mínútu án þess að ná að skora hjá Árbæingum. 9.8.2007 05:00
Þægilegir heimasigrar Breiðablik og Keflavík unnu heimasigra í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi. Blikastúlkur sendu leikmenn Þórs/KA stigalausa heim norður á Akureyri eftir 2-0 sigur. Greta Mjöll Samúelsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu fyrir Blika. 9.8.2007 04:30
Reynir fyrir sér í atvinnumennsku Örn Ævar Hjartarson mun í haust taka þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Mörg þúsund kylfingar sækja um á ári hverju en aðeins um þrjátíu komast inn á mótaröðina. 9.8.2007 04:00
Höfuðkúpubrotnaði í Danmörku Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson í Keflavík verður ekki með sínum mönnum í kvöld er liðið tekur á móti Breiðabliki í Landsbankadeild karla. Hann höfuðkúpubrotnaði á tveimur stöðum í Evrópuleiknum gegn Midtjylland ytra í síðustu viku. Læknar segja að hann verði frá í um fjórar vikur en hann vonast til að komast fyrr af stað. 9.8.2007 03:15
Skelfilegt gengi suður með sjó Blikar sækja í kvöld Keflvíkinga heim í 12. umferð Landsbankadeildar karla en þeir hafa ekki sótt þrjú stig suður með sjó síðan 15. júní 1983 eða í rúmlega 24 ár. 9.8.2007 03:00
Tryggvi orðinn markahæstur Fótbolti Tryggvi Guðmundsson varð í gær markahæsti leikmaður íslensks liðs í Evrópukeppnum frá upphafi. Markið sem Tryggvi skoraði í gær var hans sjötta í Evrópukeppni en fyrir leikinn höfðu hann og fjórir aðrir skorað fimm mörk í Evrópu. 9.8.2007 02:15
Eins og þrír erfiðir landsleikir Í dag klukkan 13 mæta Íslandsmeistarar Vals finnska liðinu FC Honka Espoo í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Riðill Vals verður leikinn í Færeyjum og klárast á þriðjudaginn kemur. 9.8.2007 01:15
Útlitið dökkt í Vesturbænum Valur vann í gær þrjú dýrmæt stig á KR-vellinum og hélt þar með pressu á FH á toppi Landsbankadeildarinnar. KR situr enn á botni deildarinnar og virðast þjálfaraskiptin lítinn árangur hafa borið. 9.8.2007 01:00
Í heildina erum við með jafn gott lið Evrópuævintýri Íslandsmeistara FH er lokið í ár eftir 4-2 tap samanlagt gegn hvítrússneska liðinu BATE. Síðari leiknum í gær lyktaði með 1-1 jafntefli þar sem Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir úr víti í fyrri hálfleik sem hann fékk sjálfur, en BATE jafnaði metin á lokamínútunni þegar FH freistaði þess að sækja annað mark. 9.8.2007 00:45
Valur vann þrjú núll. Valsmenn báru sigur úr býtum í viðureign sinni við KRinga í Frostaskjóli í kvöld. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Valsmanna, 3 - 0. Það var Baldur Aðalsteinsson sem kom Valsmönnum á bragðið með tveimur mörkum á stuttu tímabili í seinni hálfleik og Helgi Sigurðsson innsiglaði sigur sinna manna með marki á 81. mínútu. 8.8.2007 21:06
Helgi skoraði þriðja mark Valsmanna Helgi Sigurðsson kom Valsmönnum í þrjú núll á móti KR á 81 mínútu leiksins. Markið kom eftir varnarmistök Gunnlaugs Jónssonar, varnarmanns hjá KR. Valsmenn eru því með pálmann í höndunum þegar lítið er eftir af leiknum en öll mörkin komu í seinni hálfleik. 8.8.2007 20:57
Baldur með annað mark Baldur Aðalsteinsson hefur komið Valsmönnum í tvö núll í viðureign þeirra við KR í Frostaskjólinu. Baldur skoraði markið aðeins örfáum mínútum eftir að hann skoraði fyrra mark sitt. Markið kom eftir sendingu úr aukaspyrnu. 8.8.2007 20:44
Valsmenn komnir yfir á móti KR Valsmenn voru að skora gegn KR í Frostaskjólinu og er staðan því eitt mark gegn engu. Það var Baldur Aðalsteinsson sem skoraði fyrir Valsmenn eftir hornspyrnu. 8.8.2007 20:39
Blikastúlkur yfir Einn leikur er í gangi í Landsbankadeild kvenna nú í kvöld. Á Kópavogsvelli taka Blikastúlkur á móti sameinuðu liði Þórs og KA frá Akureyri og eru gestgjafarnir yfir 1 - 0. Leikurinn hófst klukkan 19:15. 8.8.2007 20:36
Ekkert skorað í Frostaskjólinu Markalaust er í hálfleik í viðureign KR og Vals í 12. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á heimavelli KR og hann er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. 8.8.2007 20:08
Veigar lagði upp eitt mark í 3-0 sigri Stabæk Veigar Páll Gunnarsson lagði upp fyrsta mark Stabæk sem bar sigurorð af Tromsö, 3-0, á heimavelli í fjórðu umferð norsku bikarkeppninnar í kvöld. Daniel Nanneskog skoraði tvö mörk fyrir Stabæk og Somen Tchoyi eitt. 8.8.2007 19:39
Ronaldo verður tilbúinn þegar tímabilið byrjar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, segir að brasilíski snillingurinn Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum áður en tímabilið byrjar á Ítalíu. Ronaldo hefur verið meiddur síðan í lok síðasta tímabils og hefur ekki tekið þátt í neinum leikjum á undirbúningstímabili liðsins. 8.8.2007 18:56
Valencia að tryggja sér Zigic? Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur spænska liðið Valencia náð samkomulagi um kaup á hávaxna framherjanum Nikola Zigic frá Racing Santander. Talið er að umsamið verð á leikmanninum sé um 10,1 milljón punda. Fleiri félög hafa sýnt þessum serbneska landsliðsmanni áhuga, þ.á.m. Manchester City, Werder Bermen og Fenerbache. 8.8.2007 18:40