Blikar sáu eftir færunum og stigunum 26. júlí 2007 03:45 Það reynist leikmönnum oft betra að hafa augun opin þegar þeir skalla boltann, annað en gerist í baráttunni á þessari mynd frá Kópavogsvelli í gær.fréttablaðið/vilhelm KR náði í stig fjórða leikinn í röð þegar liðið gerði 1-1 jafnteflið við Breiðablik í 11. umferð Landsbankadeildar karla á Kópavogsvellinum í gær. Blikar voru mun meira með boltann og fengu fjölda færa en það munaði þó engu að fjölmennur og skynsamur varnarleikur KR-inga hefði fært þeim fyrsta útisigur sumarsins. Blikar hafa ekki unnið KR-inga í tæp ellefu ár og hafa sjaldan fengið betra tækifæri en í gær. “Mér fannst það gott að koma til baka og jafna leikinn gegn 11 manna varnarmúr en ég vildi fá meira út úr leiknum. Við erum að byggja upp lið og verðum ennþá öflugri í restina á þessu tímabili og svo á því næsta. Við stefnum á komast í topp fjögur en það verður erfiðar þegar við gerum bara jafntefli og vinnum ekki leiki,” sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. “Við erum að reyna að spila fótbolta eins og ég vil sjá hann spilaðan. Liðið sem ég var með í fyrra var með mann sem gerði 11 mörk í 13 leikjum og ég vildi gjarnan vilja hafa einn svoleiðis í þessu liði. Þá værum við á allt öðrum stað í töflunni,” sagði Ólafur. Blikar byrjuðu mjög vel og fengu meðal annars tvö dauðafæri í röð á 6. mínútu sem Stefán Logi Magnússon varði í bæði skiptin mjög vel. KR-ingar hugsuðu fyrst og fremst að loka svæðum, sóttu á fáum mönnum og reyndu síðan að nýta vel föstu leikatriðin sín. Þeir á leið hálfleikinn fóru þeir að ógna Blikavörninni sem sofnaði síðan á verðinum í hornspyrnu Kristinn Magnússon stóð einn og yfirgefinn fyrir framan markteiginn og skallaði boltann aftur fyrir sig og í markið eftir að horn Rúnars Kristinssonar hafði verið skallað aftur inn á teiginn. KR-ingar voru komnir yfir gegn gangi leiksins. Blikar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fjölda færa en KR voru samt ávallt beittir þegar þeir loksins komust örsjaldan inn á vallarhelming þeirra grænklæddu. vel á verði Stefán Logi,markmaður KR, var vel á verði í gær en hann var valinn maður leiksins.fréttablaðið/vilhelm Hafi áhorfendum fundist KR-ingar vera aftarlega í fyrri hálfleik sáu þeir þá detta ennþá oftar í þeim seinni. Gunnlaugur Jónsson og Ágúst Gylfason gekk vel að stýra varnarvinnu liðsins og smá saman var eins og Blikar misstu þolinmæðina. Það var ekki fyrr en að Ólafur Kristjánsson sendi inn varamanninn Steinþór Þorsteinsson að eitthvað fór að gerast aftur. Steinþór var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á komst hann upp að endamörkum og gaf fyrir þar sem Arnór Aðalsteinsson skallaði boltann fyrir fætur Nenad Zivanovic í markteignum og Blikar höfðu loksins náð að koma boltanum yfir marklínuna. Blikar fengu góð tækifæri til þess að skora sigurmarkið en líkt og áður í leiknum varði Stefán Logi Magnússon ítrekað frá þeim úr úrvalsfærum. Teitur Þórðarson, þjálfari KR vildi fá fleiri stig. “Það var klaufalegt að fá á okkur þetta mark í lokin því við erum að verjast vel í gegnum allan leikinn. Við lögðum upp með að verjast vel og fá okkar færi úr skyndisóknum. Við höldum áfram að taka stig úr okkar leikujum en því miður bara eitt því við vildum gjarnan fá öll þrjú úr þessum leik. Þegar þú tapar ekki leikjum byggir þú upp sjálfstraust í liðinu og þetta mjakast svona hægt og rólega,” sagði Teitur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
KR náði í stig fjórða leikinn í röð þegar liðið gerði 1-1 jafnteflið við Breiðablik í 11. umferð Landsbankadeildar karla á Kópavogsvellinum í gær. Blikar voru mun meira með boltann og fengu fjölda færa en það munaði þó engu að fjölmennur og skynsamur varnarleikur KR-inga hefði fært þeim fyrsta útisigur sumarsins. Blikar hafa ekki unnið KR-inga í tæp ellefu ár og hafa sjaldan fengið betra tækifæri en í gær. “Mér fannst það gott að koma til baka og jafna leikinn gegn 11 manna varnarmúr en ég vildi fá meira út úr leiknum. Við erum að byggja upp lið og verðum ennþá öflugri í restina á þessu tímabili og svo á því næsta. Við stefnum á komast í topp fjögur en það verður erfiðar þegar við gerum bara jafntefli og vinnum ekki leiki,” sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. “Við erum að reyna að spila fótbolta eins og ég vil sjá hann spilaðan. Liðið sem ég var með í fyrra var með mann sem gerði 11 mörk í 13 leikjum og ég vildi gjarnan vilja hafa einn svoleiðis í þessu liði. Þá værum við á allt öðrum stað í töflunni,” sagði Ólafur. Blikar byrjuðu mjög vel og fengu meðal annars tvö dauðafæri í röð á 6. mínútu sem Stefán Logi Magnússon varði í bæði skiptin mjög vel. KR-ingar hugsuðu fyrst og fremst að loka svæðum, sóttu á fáum mönnum og reyndu síðan að nýta vel föstu leikatriðin sín. Þeir á leið hálfleikinn fóru þeir að ógna Blikavörninni sem sofnaði síðan á verðinum í hornspyrnu Kristinn Magnússon stóð einn og yfirgefinn fyrir framan markteiginn og skallaði boltann aftur fyrir sig og í markið eftir að horn Rúnars Kristinssonar hafði verið skallað aftur inn á teiginn. KR-ingar voru komnir yfir gegn gangi leiksins. Blikar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fjölda færa en KR voru samt ávallt beittir þegar þeir loksins komust örsjaldan inn á vallarhelming þeirra grænklæddu. vel á verði Stefán Logi,markmaður KR, var vel á verði í gær en hann var valinn maður leiksins.fréttablaðið/vilhelm Hafi áhorfendum fundist KR-ingar vera aftarlega í fyrri hálfleik sáu þeir þá detta ennþá oftar í þeim seinni. Gunnlaugur Jónsson og Ágúst Gylfason gekk vel að stýra varnarvinnu liðsins og smá saman var eins og Blikar misstu þolinmæðina. Það var ekki fyrr en að Ólafur Kristjánsson sendi inn varamanninn Steinþór Þorsteinsson að eitthvað fór að gerast aftur. Steinþór var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á komst hann upp að endamörkum og gaf fyrir þar sem Arnór Aðalsteinsson skallaði boltann fyrir fætur Nenad Zivanovic í markteignum og Blikar höfðu loksins náð að koma boltanum yfir marklínuna. Blikar fengu góð tækifæri til þess að skora sigurmarkið en líkt og áður í leiknum varði Stefán Logi Magnússon ítrekað frá þeim úr úrvalsfærum. Teitur Þórðarson, þjálfari KR vildi fá fleiri stig. “Það var klaufalegt að fá á okkur þetta mark í lokin því við erum að verjast vel í gegnum allan leikinn. Við lögðum upp með að verjast vel og fá okkar færi úr skyndisóknum. Við höldum áfram að taka stig úr okkar leikujum en því miður bara eitt því við vildum gjarnan fá öll þrjú úr þessum leik. Þegar þú tapar ekki leikjum byggir þú upp sjálfstraust í liðinu og þetta mjakast svona hægt og rólega,” sagði Teitur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira