Fleiri fréttir Ljungberg búinn að skrifa undir hjá West Ham Sænski miðjumaðurinn Freddie Ljungberg hefur samþykkt að ganga til liðs við West Ham frá Arsenal. Leikmaðurinn, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham, er talinn kosta félagið í kringum 3 milljónir punda. Ljungberg spilaði 325 leiki fyrir Arsenal og skoraði 72 mörk síðan hann kom til liðsins árið 1998 frá Halmstad. 23.7.2007 14:08 Haukur fékk Riddarabikar Sleipnis Páll Bragi Hólmarsson var efsti Sleipnisfélagi á nýafloknu Gæðingamóti Sleipnis og fékk hann Sleipnisskjöldinn að launum. Haukur (Toyota) Baldvinsson fékk Riddarabikar Sleipnis sem er veittur þeim Sleipnisfélaga sem þykir sína yfirburða íþróttamannslega hegðun. 23.7.2007 11:21 FEIF staðfestir heimsmet Sigga Sig FEIF hefur staðfest tíma Sigurðar Sigurðarsonar á Drífu frá Hafsteinsstöðum sem heimsmet í 100m skeiði en þau fóru á tímanum 7,18 á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis sem haldnir voru miðvikudaginn 4. Júlí síðastliðin. 23.7.2007 11:18 Harrington sigraði á opna breska Predraig Harrington vann í dag sigur á opna breska meistaramótinu í golfi eftir æsispennandi bráðabana við Spánverjann Sergio Garcia. Þetta var fyrsti sigur Harrington á stórmóti á ferlinum og var hann jafnframt fyrsti Írinn til að vinna sigur á mótinu í 60 ár. 22.7.2007 18:42 Alonso skammaði Massa Heimsmeistarinn Fernando Alonso vandaði Brasilíumanninum Felipe Mass ekki kveðjurnar í dag eftir að hann landaði sigrinum í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 á Nurburgring. Alonso skammaði Massa fyrir glæfralegan akstur í æsilegu einvígi þeirra um sigurinn. 22.7.2007 21:15 Blackburn lagði FK Vetra Benni McCarthy og Matt Derbyshire skoruðu mörk West Ham í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á litháenska liðinu FK Vetra í þriðju umferðinni í Intertoto bikarnum. Leikurinn fór fram í Litháen og síðari viðureigninn fer fram á Ewood Park á laugardaginn kemur. 22.7.2007 19:09 Babel hlustaði ekki á landsliðsþjálfarann Ryan Babel hlustaði ekki á aðvaranir landsliðsþjálfarans Marco van Basten þegar hann ákvað að ganga í raðir Liverpool á dögunum, en Van Basten sagði drengjunum í U-21 árs liði Hollendinga að þeim væri hollast að halda sig í röðum liða í heimalandinu ef þær ætluðu að eiga möguleika á að komast í landsliðið fyrir EM 2008. 22.7.2007 19:00 Ljungberg á leið til West Ham? Sænskir fjölmiðlar fullyrða í kvöld að enska úrvalsdeildarfélagið West Ham sé nú aðeins hársbreidd frá því að landa sænska miðjumanninum Freddie Ljungberg frá Arsenal. Kaupverðið er sagt 3,5 milljónir punda og Aftonbladet segir að hann muni fá 60,000 pund í vikulaun. 22.7.2007 18:53 Terry finnur sig ekki með fræga fólkinu Ensksi landsliðsfyrirliðinn John Terry hjá Chelsea var ekki sérstaklega hrifinn af Los Angeles þegar hann dvaldi þar í nokkra daga á æfingaferðalagi. Hann segist ekki geta hugsað sér að feta í fótspor David Beckham í stjörnulífinu - né heldur Vinnie Jones ef út í það er farið. 22.7.2007 17:15 Morientes hefur trú á Torres Spænski framherjinn Fernando Morientes er viss um að landa sínum og nafna Fernando Torres muni takast að festa sig í sessi með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þó honum sjálfum hafi ekki tekist það á sínum tíma. 22.7.2007 16:00 Slúðrið á Englandi í dag Bresku helgarblöðin eru full af safaríku slúðri í dag og þar segir meðal annars að West Ham sé að reyna að kaupa Freddie Ljungberg frá Arsenal fyrir 3 milljónir punda. News of the World segir jafnframt að félögin tvö séu í baráttu um miðjumanninn Stephen Appiah hjá Fenerbahce. 22.7.2007 14:34 Alonso sigraði í æsilegri keppni á Nurburgring Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren sigraði með glæsibrag í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag og saxaði þar með forskot félaga síns Lewis Hamilton niður í tvö stig í keppni ökumanna. Lewis Hamilton lenti í vandræðum og þurfti að sætta sig við að ná ekki á verðlaunapall í sinn á tímabilinu. 22.7.2007 14:07 Davids fótbrotinn Miðjumaðurinn Edgar Davids hjá Ajax varð fyrir þv í óláni í gær að fótbrotna í æfingaleik gegn Go Ahead Eagles. Þetta þýðir að hinn 34 ára gamli leikmaður verður frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði. Davids gekk í raðir Ajax frá Tottenham, en hann byrjaði ferilinn hjá Ajax á sínum tíma. 22.7.2007 13:57 Eiður tæpur fyrir Skotlandsferðina Óvíst er hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti farið með Barcelona í æfingabúðir til Skotlands á morgun þar sem hann er meiddur á hné. Að sögn spænska blaðsins Marca var fyrsta æfing Barcelona í gær eftir sumarfrí og þurfti Eiður Smári að hætta fljótlega á henni þar sem meiðsli í vinstra hné tóku sig upp. 22.7.2007 13:47 Robben er ekki á leið til Real Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að fjarvera Arjen Robben í æfingaleiknum við LA Galaxy í nótt stafi af meiðslum leikmannsins og hafi ekki komið til vegna yfirvofandi farar hans til Real Madrid á Spáni eins og sagt var í nokkrum fjölmiðlum í morgun. "Robben flýgur með okkur til Englands - ekki til Madrid," sagði Mourinho. 22.7.2007 13:45 Barton missir af upphafi leiktíðar með Newcastle Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle mun missa af upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði eftir að hann brákaði bein í fæti sínum í æfingaleik gegn Carlisle í gær. Barton mun fara í aðgerð fljótlega og verður væntanlega frá keppni í að minnsta kosti sex vikur. 22.7.2007 13:39 Beckham frumsýndur í tapi gegn Chelsea David Beckham lék í nótt sinn fyrsta leik með liði LA Galaxy þegar hann spilaði síðustu 12 mínúturnar í 1-0 tapleik liðsins gegn Chelsea. 27,000 áhorfendur hylltu kappann þegar hann var kynntur til leiks á Home Depot Center en það var félagi hans í enska landsliðinu, John Terry, sem skoraði sigurmark Chelsea. 22.7.2007 13:33 Árshátíð Kraft fór fram í dag Árshátið Kraftlyftingasambands Íslands fór fram í Hátúni í dag og þar var mikið um dýrðir. Þar var meðal annars kraftakeppni þar sem óvæntar hetjur tóku þátt og hápunkturinn var án efa þegar einn stærsti jeppi landsins gerði sér lítið fyrir og ók yfir tvo fólksbíla. Sjáðu myndir frá keppninni í albúmi sem fylgir fréttinni. 21.7.2007 19:54 Garcia í vænlegri stöðu á opna breska Spánverjinn Sergio Garcia er í góðri stöðu til að vinna sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir að hann lauk öðrum hringnum á opna breska meistaramótinu á tveimur höggum undir pari í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokadaginn og sýndi fádæma öryggi í dag. 21.7.2007 19:45 Tiger sló í höfuðið á konu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods varð fyrir því óláni að slá bolta sínum í höfuðið á sextugri konu á sjöttu brautinni á opna breska í dag. Ekki var skotið þó með öllu mislukkað því boltinn hrökk af höfði konunnar og inn á brautina á ný. Woods baðst að sjálfssögðu afsökunar og gaf konunni áritaðan hanska í miskabætur. Sauma þurfti tvö spor í höfuð hennar. 21.7.2007 17:04 Helguera samdi við Valencia Spænski varnarmaðurinn Ivan Helguera gekk í gær frá samningi við Valencia eftir átta ár hjá Real Madrid. Helguera er 32 ára gamall og vann á sínum tíma þrjá deildarmeistaratitla og tvo Evróputitla með félaginu. Helguera hefur samið við Valencia til þriggja ára og verður ætlað að fylla skarð Roberto Ayala í vörninni. 21.7.2007 16:49 Adriano leitaði í flöskuna Brasilíski stjörnuframherjinn Adriano hjá Inter Milan hefur viðurkennt að vandamál hans á síðustu leiktíð megi rekja til óhóflegrar áfengisneyslu. Adriano missti föður sinn og skildi við konu sína með stuttu millibili og segist hafa leitað huggunar í flöskunni. 21.7.2007 16:43 Berbatov tryggði Tottenham sigur Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov skoraði sigurmark Tottenham í dag þegar liðið lagði Kaiser Chiefs frá Suður-Afríku 2-1 í fyrsta leik sínum á æfingaferðalagi þar í landi. Robbie Keane kom Tottenham yfir í leiknum í fyrri hálfleik, en heimamenn jöfnuðu í upphafi þess síðari. Það var svo Berbatov sem skoraði sigurmarkið af stuttu færi eftir góðan undirbúining varamannsins Darren Bent þegar hálftími lifði leiks. 21.7.2007 16:33 Hamilton vongóður um að keppa á morgun Bretinn Lewis Hamilton er vongóður um að geta ekið fyrir McLaren í Þýskalandskappakstrinum á morgun þrátt fyrir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í dag eftir árekstur í tímatökunum. Forráðamenn McLaren liðsins taka í sama streng eftir að í ljós kom að meiðsli ökuþórsins voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 21.7.2007 16:28 Ferguson reiknar með að landa Tevez Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United viðurkennir að hann hafi enga varaáætlun ef ekkert verður af fyrirhuguðum kaupum félagsins á framherjanum Carlos Tevez frá West Ham. Málið er í mikilli flækju enn sem komið er, en Ferguson treystir á að það leysist í tæka tíð. 21.7.2007 14:23 Cannavaro ekki á förum frá Real Madrid Ítalski varnarjaxlinn Fabio Cannavaro segist ekki vera á förum frá Real Madrid þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis í fjölmiðlum í heimalandi hans. Cannavaro er 34 ára gamall og segist kunna vel við sig á Spáni. Sagt var að framtíð hans væri óráðin í kjölfar þess að landi hans Fabio Capello var rekinn úr þjálfarastóli á dögunum. 21.7.2007 14:18 Mourinho lofar að vera góður við Beckham Jose Mourinho segist ólmur vilja að David Beckham fái að taka einhvern þátt í æfingaleik Chelsea og LA Galaxy í dag, þar sem Chelsea leikur sinn síðasta leik á æfingaferðalagi um Norður-Ameríku. Beckham er mjög tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla. 21.7.2007 14:06 Lyon hefur áhuga á Reyes Forráðamenn frönsku meistaranna í Lyon hafa staðfest að þeir hafi áhuga á að fá spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal í sínar raðir. Reyes spilaði sem lánsmaður hjá Real Madrid á síðustu leiktíð og stóð sig ágætlega, en hann hefur neitað að snúa aftur til Englands. 21.7.2007 14:02 Young keyptur til Middlesbrough Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough gekk í gær frá kaupum á enska landsliðsmanninum Luke Young frá Charlton fyrir 2,5 milljónir punda. Young hafði verið orðaður við Man City og Aston Villa, en fær nú tækifæri til að halda áfram að leika í úrvalsdeildinni eftir að lið hans féll úr deildinni í vor. Hann er 28 ára og getur spilað margar stöður á vellinum, en leikur helst í stöðu bakvarðar. 21.7.2007 13:57 Lyon vann Friðarbikarinn Franska liðið Lyon tryggði sér í dag sigur í Friðarbikarnum eftir 1-0 sigur á Bolton í úrslitaleik. Það var sænski landsliðsmaðurinn Kim Kallström sem skoraði sigurmark franska liðsins undir lokin. Nicolas Anelka skoraði mark í fyrri hálfleik sem dæmt var af vegna rangstöðu, en í síðari hálfleiknum var það markvörðurinn Jussi Jaaskelainen sem hélt enska liðinu inni í leiknum með frábærri markvörslu. 21.7.2007 13:51 Raikkönen á ráspól - Hamilton á sjúkrahús Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í þýska kappakstrinum á Nurburgring í Formúlu 1 á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökum í dag. Lewis Hamilton ók út af brautinni og var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa klesst bíl sinn. Fernando Alonso hjá McLaren náði öðrum besta tímanum og Felipe Massa félagi Raikkönen á Ferrari þriðja. 21.7.2007 13:42 FBI rannsakar dómara í NBA deildinni NBA deildin titrar nú eftir að New York Post greindi frá því fyrir helgina að FBI væri að rannsaka meint tengsl dómara í deildinni við mafíuna. Dómarinn heitir Tim Donaghy og hefur hann þegar sagt starfi sínu lausu, en hann á að hafa beitt sér fyrir að hagræða úrslitum í leikjum á síðustu tveimur árum.. Hann hefur enn ekki verið fundinn sekur, en verði svo, yrði það gríðarlegur álitshnekkur fyrir deildina. 21.7.2007 13:06 Ecclestone útilokar ekki að kaupa Arsenal Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ekki útiloka að gera kauptilboð í knattspyrnufélagið Arsenal ef hann sér hag í því. Bandaríski auðkýfingurinn Stan Kroenke hefur þegar verið orðaður við yfirtöku í félaginu, en Ecclestone íhugaði á sínum tíma að gera yfirtökutilboð í Chelsea. 21.7.2007 12:50 Fowler semur við Cardiff Framherjinn Robbie Fowler hefur gengið frá tveggja ára samningi við Cardiff. Fowler hafnaði tilboðum frá Sydney FC í Ástralíu og Leicester City og ákvað að ganga í raðir Cardiff þar sem hann þekkir vel til stjórnarformannsins Peter Risdale frá dögum sínum með Leeds. Fowler er 32 ára gamall og var látinn fara frá Liverpool í vor. 21.7.2007 12:45 Skagafjarðarrall ræst í morgun Skagafjarðarrall var ræst frá Sauðárkróki klukkan 9 í morgun í blíðskaparveðri. Fyrstu sérleiðir dagsins verða eknar um Mælifellsdal.Sextán áhafnir eru skráðar til leiks. 21.7.2007 11:40 Bætti eigið met og varð tíundi Frjálsar Sveinn Elías Elíasson hlaut 7272 stig og hafnaði í 10. sæti í tugþrautarkeppni Evrópumóts 20 ára og yngri sem lauk í Hengelo í gær. Þetta er besti árangur sem Sveinn hefur náð frá upphafi og 102 stigum meira en hann náði á Norðurlandamótinu fyrir mánuði. 21.7.2007 05:15 Gaf gult en breytti því í rautt Íslenska 19 ára landsliðið tapaði 1-2 fyrir Danmörku á Kópavogsvelli í gær í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Íslenska liðið fékk á sig mark í upphafi og lok fyrri hálfleiks, missti fyrirliða sinn meidda af velli í lok fyrri hálfleiks og þurfti síðan að spila manni færri síðasta hálftímann. 21.7.2007 04:45 Garcia með tvö högg í forskot Golf Spánverjinn Sergio Garcia lék annan hringinn á opna breska meistaramótinu á pari og hefur tveggja högga forskot á hinn sjóðheita K.J. Choi þegar tveir hringir eru eftir. 21.7.2007 04:00 Hrósar Heiðari í hástert Sammy Lee, stjóri Bolton, hefur keypt fimm menn í sumar, Jlloyd Samuel, Gavin McCann, Danny Guthrie, Mikael Alonso og nú síðast Heiðar Helguson. Hann segist ætla að kaupa fleiri leikmenn í sumar en tekur jafnframt fram að hann muni ekki halda framherjanum Nicolas Anelka hjá félaginu, komi stórlið með tilboð í Frakkann. 21.7.2007 02:00 Núna er orðið gaman að mótinu Atli Sveinn Þórarinsson batt vörn Vals vel saman í 2-0 sigurleiknum gegn Fram í vikunni. Með stigunum þremur munar aðeins tveimur stigum á Val og FH á toppi deildarinnar. 21.7.2007 01:00 Samdi við þýskt úrvalsdeildarlið Körfuknattleiksmaðurinn Jeb Ivey hefur samið við þýska félagið Goettingen. Félagið er nýliði í úrvalsdeildinni þar í landi. Ivey hefur verið einn besti leikmaður landsins undanfarin ár en hann hafði þegar ákveðið að fara frá Njarðvík. 21.7.2007 00:15 Seiglusigur hjá Keflavík Keflvíkingar lögðu danska liðið Midtjylland 3-2 á heimavelli í kvöld í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Keflvíkingar lentu 2-0 undir í leiknum eftir um 20 mínútur, en náðu að jafna stundarfjórðungi síðar. Símun Samuelsen skoraði sigurmark Keflavíkur þegar skammt var liðið á síðari hálfleik en auk hans voru þeir Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson á skotskónum hjá Keflavík. 19.7.2007 21:16 Sergio Garcia í forystu á opna breska Spænski kylfingurinn Sergio Garcia hefur tveggja högga forystu í fyrsta sætinu á opna breska meistaramótinu í golfi eftir fyrsta hringinn, en hann lék frábært golf í dag og lauk keppni á 65 höggum - sex höggum undir pari. Írski kylfingurinn Paul McGinley er í öðru sæti tveimur höggum á eftir og höggi þar á eftir koma fimm aðrir kylfingar. Tiger Woods spilaði fyrsta hringinn á tveimur undir pari - 69 höggum - en hann stefnir á að vinna mótið þriðja árið í röð. 19.7.2007 20:01 KR-ingar náðu jöfnu gegn Hacken í Svíþjóð KR-ingar gerðu í dag 1-1 jafntefli við sænska liðið Hacken í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða, en leikið var í Gautaborg. Heimamenn komust í 1-0 eftir 10 mínútna leik, en Guðmundur Pétursson jafnaði metin fyrir KR á 68. mínútu. KR-ingar eru því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer á KR-velli í byrjun næsta mánaðar. 19.7.2007 19:50 Áfall fyrir West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham fékk þau slæmu tíðindi í dag að miðjumaðurinn Julien Faubert yrði frá keppni í sex mánuði eftir að hann sleit hásin í æfingaleik með liðinu á dögunum. Faubert var keyptur til félagsins fyrir sex milljónir punda fyrir skömmu og var ætlað stórt hlutverk á miðjunni. Hinn 23 ára gamli leikmaður er farinn til heimalandsins þar sem hann mun gangast undir aðgerð fljótlega. 19.7.2007 17:09 Sjá næstu 50 fréttir
Ljungberg búinn að skrifa undir hjá West Ham Sænski miðjumaðurinn Freddie Ljungberg hefur samþykkt að ganga til liðs við West Ham frá Arsenal. Leikmaðurinn, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham, er talinn kosta félagið í kringum 3 milljónir punda. Ljungberg spilaði 325 leiki fyrir Arsenal og skoraði 72 mörk síðan hann kom til liðsins árið 1998 frá Halmstad. 23.7.2007 14:08
Haukur fékk Riddarabikar Sleipnis Páll Bragi Hólmarsson var efsti Sleipnisfélagi á nýafloknu Gæðingamóti Sleipnis og fékk hann Sleipnisskjöldinn að launum. Haukur (Toyota) Baldvinsson fékk Riddarabikar Sleipnis sem er veittur þeim Sleipnisfélaga sem þykir sína yfirburða íþróttamannslega hegðun. 23.7.2007 11:21
FEIF staðfestir heimsmet Sigga Sig FEIF hefur staðfest tíma Sigurðar Sigurðarsonar á Drífu frá Hafsteinsstöðum sem heimsmet í 100m skeiði en þau fóru á tímanum 7,18 á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis sem haldnir voru miðvikudaginn 4. Júlí síðastliðin. 23.7.2007 11:18
Harrington sigraði á opna breska Predraig Harrington vann í dag sigur á opna breska meistaramótinu í golfi eftir æsispennandi bráðabana við Spánverjann Sergio Garcia. Þetta var fyrsti sigur Harrington á stórmóti á ferlinum og var hann jafnframt fyrsti Írinn til að vinna sigur á mótinu í 60 ár. 22.7.2007 18:42
Alonso skammaði Massa Heimsmeistarinn Fernando Alonso vandaði Brasilíumanninum Felipe Mass ekki kveðjurnar í dag eftir að hann landaði sigrinum í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 á Nurburgring. Alonso skammaði Massa fyrir glæfralegan akstur í æsilegu einvígi þeirra um sigurinn. 22.7.2007 21:15
Blackburn lagði FK Vetra Benni McCarthy og Matt Derbyshire skoruðu mörk West Ham í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á litháenska liðinu FK Vetra í þriðju umferðinni í Intertoto bikarnum. Leikurinn fór fram í Litháen og síðari viðureigninn fer fram á Ewood Park á laugardaginn kemur. 22.7.2007 19:09
Babel hlustaði ekki á landsliðsþjálfarann Ryan Babel hlustaði ekki á aðvaranir landsliðsþjálfarans Marco van Basten þegar hann ákvað að ganga í raðir Liverpool á dögunum, en Van Basten sagði drengjunum í U-21 árs liði Hollendinga að þeim væri hollast að halda sig í röðum liða í heimalandinu ef þær ætluðu að eiga möguleika á að komast í landsliðið fyrir EM 2008. 22.7.2007 19:00
Ljungberg á leið til West Ham? Sænskir fjölmiðlar fullyrða í kvöld að enska úrvalsdeildarfélagið West Ham sé nú aðeins hársbreidd frá því að landa sænska miðjumanninum Freddie Ljungberg frá Arsenal. Kaupverðið er sagt 3,5 milljónir punda og Aftonbladet segir að hann muni fá 60,000 pund í vikulaun. 22.7.2007 18:53
Terry finnur sig ekki með fræga fólkinu Ensksi landsliðsfyrirliðinn John Terry hjá Chelsea var ekki sérstaklega hrifinn af Los Angeles þegar hann dvaldi þar í nokkra daga á æfingaferðalagi. Hann segist ekki geta hugsað sér að feta í fótspor David Beckham í stjörnulífinu - né heldur Vinnie Jones ef út í það er farið. 22.7.2007 17:15
Morientes hefur trú á Torres Spænski framherjinn Fernando Morientes er viss um að landa sínum og nafna Fernando Torres muni takast að festa sig í sessi með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þó honum sjálfum hafi ekki tekist það á sínum tíma. 22.7.2007 16:00
Slúðrið á Englandi í dag Bresku helgarblöðin eru full af safaríku slúðri í dag og þar segir meðal annars að West Ham sé að reyna að kaupa Freddie Ljungberg frá Arsenal fyrir 3 milljónir punda. News of the World segir jafnframt að félögin tvö séu í baráttu um miðjumanninn Stephen Appiah hjá Fenerbahce. 22.7.2007 14:34
Alonso sigraði í æsilegri keppni á Nurburgring Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren sigraði með glæsibrag í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 í dag og saxaði þar með forskot félaga síns Lewis Hamilton niður í tvö stig í keppni ökumanna. Lewis Hamilton lenti í vandræðum og þurfti að sætta sig við að ná ekki á verðlaunapall í sinn á tímabilinu. 22.7.2007 14:07
Davids fótbrotinn Miðjumaðurinn Edgar Davids hjá Ajax varð fyrir þv í óláni í gær að fótbrotna í æfingaleik gegn Go Ahead Eagles. Þetta þýðir að hinn 34 ára gamli leikmaður verður frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði. Davids gekk í raðir Ajax frá Tottenham, en hann byrjaði ferilinn hjá Ajax á sínum tíma. 22.7.2007 13:57
Eiður tæpur fyrir Skotlandsferðina Óvíst er hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti farið með Barcelona í æfingabúðir til Skotlands á morgun þar sem hann er meiddur á hné. Að sögn spænska blaðsins Marca var fyrsta æfing Barcelona í gær eftir sumarfrí og þurfti Eiður Smári að hætta fljótlega á henni þar sem meiðsli í vinstra hné tóku sig upp. 22.7.2007 13:47
Robben er ekki á leið til Real Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að fjarvera Arjen Robben í æfingaleiknum við LA Galaxy í nótt stafi af meiðslum leikmannsins og hafi ekki komið til vegna yfirvofandi farar hans til Real Madrid á Spáni eins og sagt var í nokkrum fjölmiðlum í morgun. "Robben flýgur með okkur til Englands - ekki til Madrid," sagði Mourinho. 22.7.2007 13:45
Barton missir af upphafi leiktíðar með Newcastle Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle mun missa af upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði eftir að hann brákaði bein í fæti sínum í æfingaleik gegn Carlisle í gær. Barton mun fara í aðgerð fljótlega og verður væntanlega frá keppni í að minnsta kosti sex vikur. 22.7.2007 13:39
Beckham frumsýndur í tapi gegn Chelsea David Beckham lék í nótt sinn fyrsta leik með liði LA Galaxy þegar hann spilaði síðustu 12 mínúturnar í 1-0 tapleik liðsins gegn Chelsea. 27,000 áhorfendur hylltu kappann þegar hann var kynntur til leiks á Home Depot Center en það var félagi hans í enska landsliðinu, John Terry, sem skoraði sigurmark Chelsea. 22.7.2007 13:33
Árshátíð Kraft fór fram í dag Árshátið Kraftlyftingasambands Íslands fór fram í Hátúni í dag og þar var mikið um dýrðir. Þar var meðal annars kraftakeppni þar sem óvæntar hetjur tóku þátt og hápunkturinn var án efa þegar einn stærsti jeppi landsins gerði sér lítið fyrir og ók yfir tvo fólksbíla. Sjáðu myndir frá keppninni í albúmi sem fylgir fréttinni. 21.7.2007 19:54
Garcia í vænlegri stöðu á opna breska Spánverjinn Sergio Garcia er í góðri stöðu til að vinna sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir að hann lauk öðrum hringnum á opna breska meistaramótinu á tveimur höggum undir pari í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokadaginn og sýndi fádæma öryggi í dag. 21.7.2007 19:45
Tiger sló í höfuðið á konu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods varð fyrir því óláni að slá bolta sínum í höfuðið á sextugri konu á sjöttu brautinni á opna breska í dag. Ekki var skotið þó með öllu mislukkað því boltinn hrökk af höfði konunnar og inn á brautina á ný. Woods baðst að sjálfssögðu afsökunar og gaf konunni áritaðan hanska í miskabætur. Sauma þurfti tvö spor í höfuð hennar. 21.7.2007 17:04
Helguera samdi við Valencia Spænski varnarmaðurinn Ivan Helguera gekk í gær frá samningi við Valencia eftir átta ár hjá Real Madrid. Helguera er 32 ára gamall og vann á sínum tíma þrjá deildarmeistaratitla og tvo Evróputitla með félaginu. Helguera hefur samið við Valencia til þriggja ára og verður ætlað að fylla skarð Roberto Ayala í vörninni. 21.7.2007 16:49
Adriano leitaði í flöskuna Brasilíski stjörnuframherjinn Adriano hjá Inter Milan hefur viðurkennt að vandamál hans á síðustu leiktíð megi rekja til óhóflegrar áfengisneyslu. Adriano missti föður sinn og skildi við konu sína með stuttu millibili og segist hafa leitað huggunar í flöskunni. 21.7.2007 16:43
Berbatov tryggði Tottenham sigur Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov skoraði sigurmark Tottenham í dag þegar liðið lagði Kaiser Chiefs frá Suður-Afríku 2-1 í fyrsta leik sínum á æfingaferðalagi þar í landi. Robbie Keane kom Tottenham yfir í leiknum í fyrri hálfleik, en heimamenn jöfnuðu í upphafi þess síðari. Það var svo Berbatov sem skoraði sigurmarkið af stuttu færi eftir góðan undirbúining varamannsins Darren Bent þegar hálftími lifði leiks. 21.7.2007 16:33
Hamilton vongóður um að keppa á morgun Bretinn Lewis Hamilton er vongóður um að geta ekið fyrir McLaren í Þýskalandskappakstrinum á morgun þrátt fyrir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í dag eftir árekstur í tímatökunum. Forráðamenn McLaren liðsins taka í sama streng eftir að í ljós kom að meiðsli ökuþórsins voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 21.7.2007 16:28
Ferguson reiknar með að landa Tevez Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United viðurkennir að hann hafi enga varaáætlun ef ekkert verður af fyrirhuguðum kaupum félagsins á framherjanum Carlos Tevez frá West Ham. Málið er í mikilli flækju enn sem komið er, en Ferguson treystir á að það leysist í tæka tíð. 21.7.2007 14:23
Cannavaro ekki á förum frá Real Madrid Ítalski varnarjaxlinn Fabio Cannavaro segist ekki vera á förum frá Real Madrid þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis í fjölmiðlum í heimalandi hans. Cannavaro er 34 ára gamall og segist kunna vel við sig á Spáni. Sagt var að framtíð hans væri óráðin í kjölfar þess að landi hans Fabio Capello var rekinn úr þjálfarastóli á dögunum. 21.7.2007 14:18
Mourinho lofar að vera góður við Beckham Jose Mourinho segist ólmur vilja að David Beckham fái að taka einhvern þátt í æfingaleik Chelsea og LA Galaxy í dag, þar sem Chelsea leikur sinn síðasta leik á æfingaferðalagi um Norður-Ameríku. Beckham er mjög tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla. 21.7.2007 14:06
Lyon hefur áhuga á Reyes Forráðamenn frönsku meistaranna í Lyon hafa staðfest að þeir hafi áhuga á að fá spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal í sínar raðir. Reyes spilaði sem lánsmaður hjá Real Madrid á síðustu leiktíð og stóð sig ágætlega, en hann hefur neitað að snúa aftur til Englands. 21.7.2007 14:02
Young keyptur til Middlesbrough Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough gekk í gær frá kaupum á enska landsliðsmanninum Luke Young frá Charlton fyrir 2,5 milljónir punda. Young hafði verið orðaður við Man City og Aston Villa, en fær nú tækifæri til að halda áfram að leika í úrvalsdeildinni eftir að lið hans féll úr deildinni í vor. Hann er 28 ára og getur spilað margar stöður á vellinum, en leikur helst í stöðu bakvarðar. 21.7.2007 13:57
Lyon vann Friðarbikarinn Franska liðið Lyon tryggði sér í dag sigur í Friðarbikarnum eftir 1-0 sigur á Bolton í úrslitaleik. Það var sænski landsliðsmaðurinn Kim Kallström sem skoraði sigurmark franska liðsins undir lokin. Nicolas Anelka skoraði mark í fyrri hálfleik sem dæmt var af vegna rangstöðu, en í síðari hálfleiknum var það markvörðurinn Jussi Jaaskelainen sem hélt enska liðinu inni í leiknum með frábærri markvörslu. 21.7.2007 13:51
Raikkönen á ráspól - Hamilton á sjúkrahús Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í þýska kappakstrinum á Nurburgring í Formúlu 1 á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökum í dag. Lewis Hamilton ók út af brautinni og var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa klesst bíl sinn. Fernando Alonso hjá McLaren náði öðrum besta tímanum og Felipe Massa félagi Raikkönen á Ferrari þriðja. 21.7.2007 13:42
FBI rannsakar dómara í NBA deildinni NBA deildin titrar nú eftir að New York Post greindi frá því fyrir helgina að FBI væri að rannsaka meint tengsl dómara í deildinni við mafíuna. Dómarinn heitir Tim Donaghy og hefur hann þegar sagt starfi sínu lausu, en hann á að hafa beitt sér fyrir að hagræða úrslitum í leikjum á síðustu tveimur árum.. Hann hefur enn ekki verið fundinn sekur, en verði svo, yrði það gríðarlegur álitshnekkur fyrir deildina. 21.7.2007 13:06
Ecclestone útilokar ekki að kaupa Arsenal Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ekki útiloka að gera kauptilboð í knattspyrnufélagið Arsenal ef hann sér hag í því. Bandaríski auðkýfingurinn Stan Kroenke hefur þegar verið orðaður við yfirtöku í félaginu, en Ecclestone íhugaði á sínum tíma að gera yfirtökutilboð í Chelsea. 21.7.2007 12:50
Fowler semur við Cardiff Framherjinn Robbie Fowler hefur gengið frá tveggja ára samningi við Cardiff. Fowler hafnaði tilboðum frá Sydney FC í Ástralíu og Leicester City og ákvað að ganga í raðir Cardiff þar sem hann þekkir vel til stjórnarformannsins Peter Risdale frá dögum sínum með Leeds. Fowler er 32 ára gamall og var látinn fara frá Liverpool í vor. 21.7.2007 12:45
Skagafjarðarrall ræst í morgun Skagafjarðarrall var ræst frá Sauðárkróki klukkan 9 í morgun í blíðskaparveðri. Fyrstu sérleiðir dagsins verða eknar um Mælifellsdal.Sextán áhafnir eru skráðar til leiks. 21.7.2007 11:40
Bætti eigið met og varð tíundi Frjálsar Sveinn Elías Elíasson hlaut 7272 stig og hafnaði í 10. sæti í tugþrautarkeppni Evrópumóts 20 ára og yngri sem lauk í Hengelo í gær. Þetta er besti árangur sem Sveinn hefur náð frá upphafi og 102 stigum meira en hann náði á Norðurlandamótinu fyrir mánuði. 21.7.2007 05:15
Gaf gult en breytti því í rautt Íslenska 19 ára landsliðið tapaði 1-2 fyrir Danmörku á Kópavogsvelli í gær í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Íslenska liðið fékk á sig mark í upphafi og lok fyrri hálfleiks, missti fyrirliða sinn meidda af velli í lok fyrri hálfleiks og þurfti síðan að spila manni færri síðasta hálftímann. 21.7.2007 04:45
Garcia með tvö högg í forskot Golf Spánverjinn Sergio Garcia lék annan hringinn á opna breska meistaramótinu á pari og hefur tveggja högga forskot á hinn sjóðheita K.J. Choi þegar tveir hringir eru eftir. 21.7.2007 04:00
Hrósar Heiðari í hástert Sammy Lee, stjóri Bolton, hefur keypt fimm menn í sumar, Jlloyd Samuel, Gavin McCann, Danny Guthrie, Mikael Alonso og nú síðast Heiðar Helguson. Hann segist ætla að kaupa fleiri leikmenn í sumar en tekur jafnframt fram að hann muni ekki halda framherjanum Nicolas Anelka hjá félaginu, komi stórlið með tilboð í Frakkann. 21.7.2007 02:00
Núna er orðið gaman að mótinu Atli Sveinn Þórarinsson batt vörn Vals vel saman í 2-0 sigurleiknum gegn Fram í vikunni. Með stigunum þremur munar aðeins tveimur stigum á Val og FH á toppi deildarinnar. 21.7.2007 01:00
Samdi við þýskt úrvalsdeildarlið Körfuknattleiksmaðurinn Jeb Ivey hefur samið við þýska félagið Goettingen. Félagið er nýliði í úrvalsdeildinni þar í landi. Ivey hefur verið einn besti leikmaður landsins undanfarin ár en hann hafði þegar ákveðið að fara frá Njarðvík. 21.7.2007 00:15
Seiglusigur hjá Keflavík Keflvíkingar lögðu danska liðið Midtjylland 3-2 á heimavelli í kvöld í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Keflvíkingar lentu 2-0 undir í leiknum eftir um 20 mínútur, en náðu að jafna stundarfjórðungi síðar. Símun Samuelsen skoraði sigurmark Keflavíkur þegar skammt var liðið á síðari hálfleik en auk hans voru þeir Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson á skotskónum hjá Keflavík. 19.7.2007 21:16
Sergio Garcia í forystu á opna breska Spænski kylfingurinn Sergio Garcia hefur tveggja högga forystu í fyrsta sætinu á opna breska meistaramótinu í golfi eftir fyrsta hringinn, en hann lék frábært golf í dag og lauk keppni á 65 höggum - sex höggum undir pari. Írski kylfingurinn Paul McGinley er í öðru sæti tveimur höggum á eftir og höggi þar á eftir koma fimm aðrir kylfingar. Tiger Woods spilaði fyrsta hringinn á tveimur undir pari - 69 höggum - en hann stefnir á að vinna mótið þriðja árið í röð. 19.7.2007 20:01
KR-ingar náðu jöfnu gegn Hacken í Svíþjóð KR-ingar gerðu í dag 1-1 jafntefli við sænska liðið Hacken í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða, en leikið var í Gautaborg. Heimamenn komust í 1-0 eftir 10 mínútna leik, en Guðmundur Pétursson jafnaði metin fyrir KR á 68. mínútu. KR-ingar eru því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer á KR-velli í byrjun næsta mánaðar. 19.7.2007 19:50
Áfall fyrir West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham fékk þau slæmu tíðindi í dag að miðjumaðurinn Julien Faubert yrði frá keppni í sex mánuði eftir að hann sleit hásin í æfingaleik með liðinu á dögunum. Faubert var keyptur til félagsins fyrir sex milljónir punda fyrir skömmu og var ætlað stórt hlutverk á miðjunni. Hinn 23 ára gamli leikmaður er farinn til heimalandsins þar sem hann mun gangast undir aðgerð fljótlega. 19.7.2007 17:09