Sport

Bætti eigið met og varð tíundi

Hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili.
Hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili. Fréttablaðið/Valli

Frjálsar Sveinn Elías Elíasson hlaut 7272 stig og hafnaði í 10. sæti í tugþrautarkeppni Evrópumóts 20 ára og yngri sem lauk í Hengelo í gær. Þetta er besti árangur sem Sveinn hefur náð frá upphafi og 102 stigum meira en hann náði á Norðurlandamótinu fyrir mánuði. Þess má geta að Norðurlandameistari 18-19 ára, Lars Vikan Rise, hafnaði í 12. sæti, 26 stigum á eftir Sveini. Það má því með sanni segja að Sveinn sé besti tugþrautarmaður Norðurlandanna í þessum aldursflokki.



Sveinn setti drengjamet í stangarstökki í gær þegar hann vippaði sér yfir 4,40 metra. Þjóðverjar röðuðu sér í þrjú af fimm efstu sætunum. Matthias Prey hlaut 7908 stig og varð Evrópumeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×