Fleiri fréttir Valur lagði Breiðablik Valsstúlkur fóru með sigur af hólmi á Kópavogsvelli í kvöld þegar þær lögðu Blikastelpur með fjórum mörkum gegn engu í Landsbankadeild kvenna. Leik Fylkis og Stjörnunnar lauk með markalausu jafntefli en staðan í leik Fjölnis og ÍR er 2 – 1 fyrir Fjölni og KR stúlkur eru yfir gegn Þór/KA, 5 – 1. 25.6.2007 21:20 Markalaust á Kópavogsvelli Heil umferð er leikin í kvöld í Landsbankadeild kvenna eftir langt hlé vegna landsleikja. Stórleikur umferðarinnar er leikur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli en þar er enn markalaust. 25.6.2007 20:29 Andy Gray á Íslandi Skoska knattspyrnugoðsögnin Andy Gray hjá Sky-sjónvarpsstöðinni kemur til Íslands á morgun til að vera viðstaddur sérstakan blaðamannafund sem haldinn verður á miðvikudaginn. Á fundinum verður sjónvarpsstöðin Sýn 2 formlega kynnt til leiks en hún mun gera enska boltanum góð skil á íslandi frá og með upphafi næstu leiktíðar. 25.6.2007 17:19 Chauncey Billups á markaðnum Leikstjórnandinn Chauncey Billups hjá Detroit Pistons kaus í dag að afsala sér síðasta árinu af samningi sínum við Detroit Pistons í NBA deildinni og verður því með lausa samninga um mánaðarmótin. Tvö lið eru talin hafa mikinn áhuga á að fá Billups í sínar raðir en Detroit er í bestu aðstöðunni til að bjóða honum góðan samning. 25.6.2007 16:43 Atletico: Höfum ekkert heyrt í Liverpool Forseti Atletico Madrid hefur vísað fregnum um brottför framherjans Fernando Torres á bug, en leikmaðurinn hefur verið orðaður við Liverpool. "Við höfum ekki fengið tilboð frá Liverpool eða öðrum í Torres. Hann er í sumarleyfi og kemur aftur til starfa þann 9. júlí," sagði Enrique Cerezo forseti. 25.6.2007 16:37 Auðvelt hjá Federer Svisslendingurinn Roger Federer hóf titilvörn sína með tilþrifum á Wimbledon mótinu í tennis í dag þegar hann sgiraði Teimuraz Gabashvili á regnblautum velli í fyrstu umferð mótsins. Federer vann 6-3, 6-2 og 6-4 í sínum fyrsta grasleik á tímabilinu og stefnir á að verða fyrsti maðurinn síðan Björn Borg til að vinna mótið fimm ár í röð. 25.6.2007 16:31 Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25.6.2007 13:08 Hamilton gleymir ekki börnunum Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. 25.6.2007 12:45 Boxið tók á taugarnar hjá Wayne Rooney Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United fylgdi hnefaleikaranum og vini sínum Ricky Hatton inn í hringinn um helgina þegar hann vann glæsilegan sigur á Jose Luis Castillo. Rooney sagðist hafa verið taugaóstyrkari fyrir bardagann en fyrir nokkurn leik með United eða enska landsliðinu. 25.6.2007 12:38 Mánudagsslúðrið á Englandi Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Atletico Madrid er heitasta nafnið í bresku slúðurblöðunum í dag og ekki í fyrsta sinn. Vitað er að Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá Torres í sínar raðir og Daily Star heldur því fram í dag að Atletico vilji fá Peter Crouch í skiptum fyrir Torres. Daily Telegraph segir að Liverpool muni hinsvegar kaupa hann beint fyrir hvorki meira né minna en 25 milljónir punda. 25.6.2007 12:18 Getafe ekki tilbúið að missa Schuster Forseti knattspyrnuliðsins Getafe á Spáni segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana þegar kemur að því að halda þjálfaranum Bernd Schuster áfram hjá félaginu. Schuster hefur verið nefndur sem eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. 25.6.2007 11:15 Playboy-dómari veldur fjaðrafoki í Brasilíu (myndasyrpa) Nokkuð fjaðrafok er nú í Brasilíu í kjölfar þess að þegar umdeildur knattspyrnudómari þar í landi hefur ákveðið að sitja fyrir nakinn í tímaritinu Playboy. Ana Paula Olivera er 29 ára gömul og komst í fyrirsagnir fyrir stuttu vegna dómgæslu sinnar í bikarkeppninni. Hún hefur nú skvett olíu á eldinn með þessu nýjasta útspili sínu. 25.6.2007 11:12 Eiður ætlar að berjast fyrir sæti sínu Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að halda áfram að berjast fyrir sæti sínu í liði Barcelona þó félagið sé við það að ganga frá samningi við framherjann Thierry Henry. Eiður segist ekki hafa heyrt neitt frá forráðamönnum félagsins. 25.6.2007 11:01 Smith á leið til Boro? Nokkur bresku blaðanna fullyrða í morgun að enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hafi fengið tilboð sitt í framherjann Alan Smith hjá Manchester United samþykkt. Boro er aðeins eitt fjölda liða sem orðuð hafa verið við kappann á síðustu vikum og talið er að Sunderland, Newcastle og Portsmouth séu öll tilbúin að greiða um 6 milljónir punda fyrir hann. 25.6.2007 11:00 Warnock: Ég myndi standa mig betur en Eriksson Neil Warnock, fyrrum þjálfari Sheffield United, segir að hann myndi án efa standa sig betur í starfi en Sven-Göran Eriksson ef hann fengi tækifæri til að taka við Manchester City. Svíinn hefur verið orðaður sterklega við félagið sem er nú á kafi í yfirtöku Thaksin Shinawatra. 25.6.2007 10:45 Forseti Venesúela eyddi 62 milljörðum í Copa America Keppnin um Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu, Copa America, hefst með látum í Venesúela annað kvöld með tveimur leikjum. Sjónvarpsstöðin Sýn mun gera mótinu góð skil og verður með tvær beinar útsendingar strax fyrsta kvöldið þegar Úrúgvæ mætir Perú og heimamenn í Venesúela taka á móti Bólivíu. 25.6.2007 09:37 Bandaríkjamenn hömpuðu gullbikarnum Bandaríkjamenn sigruðu í nótt í keppninni um gullbikarinn eftir 2-1 sigrur á grönnum sínum Mexíkóum í úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Chicago en gullbikarinn er keppni Norður- og Mið-Ameríkuríkja auk þjóða úr karabíska hafinu. Andrés Guardado kom Mexíkóum yfir skömmu fyrir leikhlé en Landon Donovan jafnaði úr víti á 62. mínútu áður en Benny Feilhaber skoraði glæsilegt sigurmarkið tíu mínútum síðar. 25.6.2007 09:26 Gay stal senunni á ný Spretthlauparinn Tyson Gay var heldur betur í sviðsljósinu á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina. í fyrrinótt hljóp hann á besta tíma ársins í 100 m hlaupi og í nótt náði hann öðrum besta tíma í sögunni í 200 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 19,62 sekúndum - 0,3 sekúndum frá ótrúlegu heimsmeti Michael Johnson frá árinu 1996. 25.6.2007 09:11 Henry: Barcelona er meira en knattspyrnufélag Framherjinn Thierry Henry mætti til Barcelona í gærkvöld þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir fjögurra ára samning við félagið í kvöld ef hann stenst læknisskoðun. Henry sagði það ótrúlega tilfinninningu að koma á Nou Camp. 25.6.2007 09:03 Real Madrid Spánarmeistari í körfubolta Real Madrid tryggði sér í gærkvöld Spánarmeistaratitilinn í körfubolta með góðum útisigri á erkifjendunum í Barcelona 82-71. Real Madrid vann úrslitaeinvígið 3-1 og með því varð Joan Plaza aðeins þriðji þjálfarinn í sögu deildarinnar til að vinna titil á sínu fyrsta ári sem þjálfari. Það er því ekki ónýt stemming í Madrid þessa dagana eftir að körfuboltaliðið fetaði í fótspor knattspyrnuliðsins og tryggði sér titilinn. 25.6.2007 08:59 Höfum ekkert heyrt frá Barcelona Koma Thierry Henry til Barcelona hefur glætt þeim sögusögnum að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið frá félaginu nýju lífi. Hann er sem fyrr orðaður við fjöldamörg félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék með Chelsea um árabil. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, gat lítið sagt um framtíð hans. 25.6.2007 07:45 Heil umferð í kvöld Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem hæst ber stórveldaslagur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. Valsstúlkur eru ósigraðar á toppi deildarinnar, rétt eins og KR. Breiðablik er í þriðja sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þá mætast nýliðarnir í deildinni, lið Fjölnis og ÍR á Fjölnisvellinum. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR mætir Þór/KA á heimavelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. 25.6.2007 00:01 Farið langt fram úr mínum björtustu vonum Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. 25.6.2007 00:01 Nær Federer að jafna met Borg? Í dag hefst keppni á Wimbledon-mótinu í tennis. Efsti maður á heimslistanum, Roger Federer, getur með sigri á mótinu unnið sitt fimmta Wimbledon-mót í röð og jafnað þar með met Svíans Björns Borg. Rafael Nadal er helsti keppinautur Federer á mótinu en kapparnir mættust í úrslitum opna franska mótsins þar sem Nadal bar sigur úr býtum. 25.6.2007 00:01 Coulthard: Þriðja sæti er stórslys á McLaren bíl David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. 24.6.2007 20:30 Vel heppnuðu Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum lokið Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna lauk í dag á félagssvæði Gusts í Kópavogi. Í dag var keppt í A úrslitum í öllum flokkum. Það má með sanni segja að þegar mót eru haldin í Gusti þá vantar ekkert uppá! framkvæmd mótsins var með besta móti enda ekki neinir amatörar þar á ferðinni. 24.6.2007 20:03 Justin Timberlake heldur með Manchester United Poppstjarnan Justin Timberlake viðurkenndi nýlega að hann væri orðinn harður stuðningsmaður Manchester United eftir að Alan Smith gaf honum miða á leik United og West Ham í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni í vor. 24.6.2007 19:30 Ragnhildur sigraði í Leirunni Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR var rétt í þessu að tryggja sér sigur á Kaupþingsmótinu á Hólmsvelli í Leiru. Hún lék lokahringinn á 83 höggum og var einu höggi á undan Nínu Björk Geirsdóttur úr GKj, sem lék lokahringinn á 78 höggum. Tinna Jóhannsdóttir úr GK lék besta hringinn í dag, var á 76 höggum og hafnaði í þriðja sæti. 24.6.2007 16:50 Kaka keyptur til Real fyrir 6,7 milljarða? Talsmaður miðjumannsins Kaka hjá AC Milan segir hann hreint ekki vera búinn að útiloka að ganga í raðir Real Madrid á Spáni í sumar. Hann segir leikmanninn kunna vel við sig í Mílanó, en segir spænska liðið þegar vera búið að gera Kaka tilboð "sem hann geti ekki hafnað." 24.6.2007 16:36 Sunnudagsslúðrið á Englandi Helgarblöðin á Englandi eru full af góðum slúðurfréttum og margar þeirra snúast um þá leikmenn sem mest hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur. Þetta eru m.a. framherjarnir David Nugent, Nicolas Anelka, Fernando Torres og Darren Bent. 24.6.2007 15:34 Richardson íhugar að fara frá United Miðjumaðurinn Kieran Richardson hjá Manchester United segist ætla að hugsa málið vandlega á næstu leiktíð ef hann nær ekki að vinna sér fast sæti í liði Manchester United. Richardson náði ekki að festa sig í sessi á síðustu leiktíð en segist umfram allt vilja vera áfram hjá þeim rauðu. 24.6.2007 15:18 Vieri orðaður við Tottenham Ítalski framherjinn Christian Vieri sem síðast lék með Mónakó í Frakklandi er nú með lausa samninga og fregnir herma að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hafi augastað á honum. Vieiri hefur auk þess verið orðaður við lið eins og Genoa, Torino og Napoli. Vieri er 34 ára gamall og gerði garðinn frægan með liðum eins og Inter og Lazio á árum áður. 24.6.2007 15:14 Villarreal hafnaði tilboði Atletico í Forlan Sky-fréttastofan greindi frá því í dag að spænska úrvalsdeildarliðið Villarreal hefði neitað 17 milljón evra kauptilboði Atletico Madrid í framherjann Diego Forlan auk þess að bjóða leikmanninn Mista með í kaupbæti. Forlan er sagður til sölu, en ekki á krónu minna en 23 milljónir evra. 24.6.2007 15:09 Henry verður kynntur til leiks annað kvöld Thierry Henry flýgur til Spánar í kvöld þar sem gengið verður frá smáatriðum í fjögurra ára samningi hans við Barcelona. Nái Barcelona að ganga frá kaupunum á honum frá Arsenal á morgun, fer hann svo í læknisskoðun og stefnt er á það að kynna hann formlega sem nýjan leikmann liðsins á Nou Camp annað kvöld. 24.6.2007 12:43 Messi fagnar komu Thierry Henry Argentinumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona segist fagna því að félagið sé að fá Thierry Henry í sínar raðir á morgun og hefur ekki áhyggjur af því að koma Frakkans komi til með að ógna sæti sínu í liðinu. Hann segir það undir Frank Rijkaard komið að finna pláss fyrir allar stjörnurnar í framlínu liðsins. 24.6.2007 12:37 Benitez vill ekki lána Cisse Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segist ekki hafa áhuga á að lána framherjann Djibril Cisse frekar og vill heldur finna lið sem hefur áhuga á að kaupa hann. Cisse lék sem lánsmaður í heimalandi sínu Frakklandi síðasta vetur þar sem hann náði sér ágætlega á strik með Marseille eftir erfið meiðsli. Cisse á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool, en hefur fótbrotnað tvisvar á síðustu þremur árum. 24.6.2007 12:29 Kanoute ætlar ekki að fara frá Sevilla Framherjinn Frederic Kanoute hjá nýkrýndum bikarmeisturum Sevilla á Spáni hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ætla að standa við þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkur félög á Englandi höfðu verið heit fyrir að fá hann í sínar raðir. 24.6.2007 12:21 Hatton rotaði Castillo í fjórðu lotu Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. 24.6.2007 11:53 Valsmenn voru sjálfum sér verstir Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. 24.6.2007 08:00 Allra leiða leitað til að koma KR á rétta braut Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, segir að stjórn félagsins leiti nú allra leiða til að leiða KR úr þeim ógöngum sem liðið er komið í eins og hann orðar það sjálfur. KR hefur einungis fengið eitt stig úr þeim sjö umferðum sem lokið er í Landsbankadeild karla það sem af er og situr langneðst á botni deildarinnar. 24.6.2007 00:01 Þriðji bikarinn í húsi hjá Sevilla Sevilla vann í kvöld sigur í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Getafe í úrslitaleik í Madríd. Það var markahrókurinn Fredi Kanoute sem skoraði sigurmark Sevilla eftir aðeins 10 minútna leik, en lét svo reka sig af velli undir lokin. Sevilla hafði áður unnið ofurbikarinn á Spáni og Evrópukeppni félagsliða. 23.6.2007 23:02 Valur lá fyrir Corke Valsmenn töpuðu 2-0 yfir írska liðinu Corke City í fyrri leik liðanna í Inter-Toto keppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku. 23.6.2007 22:56 Ferrari bíður eftir hinum rétta Raikkönen Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir að Kimi Raikkönen eigi mikið inni með liðinu eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu. Hann segir Ferrari-menn vera að bíða eftir hinum rétta Raikkönen. 23.6.2007 21:00 Kirilenko beðinn að taka sig saman í andlitinu Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum. 23.6.2007 20:15 Valsmenn taka á móti Cork City í kvöld Valsmenn taka í kvöld á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar í knattspyrnu. Þetta er fyrri leikur liðanna í keppninni og hefst hann klukkan 20 á Laugardalsvellinum. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku og þar sjá Valsmenn fram á erfitt verkefni þar sem írska liðið var taplaust á heimavelli á síðustu leiktíð. 23.6.2007 19:06 Sjá næstu 50 fréttir
Valur lagði Breiðablik Valsstúlkur fóru með sigur af hólmi á Kópavogsvelli í kvöld þegar þær lögðu Blikastelpur með fjórum mörkum gegn engu í Landsbankadeild kvenna. Leik Fylkis og Stjörnunnar lauk með markalausu jafntefli en staðan í leik Fjölnis og ÍR er 2 – 1 fyrir Fjölni og KR stúlkur eru yfir gegn Þór/KA, 5 – 1. 25.6.2007 21:20
Markalaust á Kópavogsvelli Heil umferð er leikin í kvöld í Landsbankadeild kvenna eftir langt hlé vegna landsleikja. Stórleikur umferðarinnar er leikur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli en þar er enn markalaust. 25.6.2007 20:29
Andy Gray á Íslandi Skoska knattspyrnugoðsögnin Andy Gray hjá Sky-sjónvarpsstöðinni kemur til Íslands á morgun til að vera viðstaddur sérstakan blaðamannafund sem haldinn verður á miðvikudaginn. Á fundinum verður sjónvarpsstöðin Sýn 2 formlega kynnt til leiks en hún mun gera enska boltanum góð skil á íslandi frá og með upphafi næstu leiktíðar. 25.6.2007 17:19
Chauncey Billups á markaðnum Leikstjórnandinn Chauncey Billups hjá Detroit Pistons kaus í dag að afsala sér síðasta árinu af samningi sínum við Detroit Pistons í NBA deildinni og verður því með lausa samninga um mánaðarmótin. Tvö lið eru talin hafa mikinn áhuga á að fá Billups í sínar raðir en Detroit er í bestu aðstöðunni til að bjóða honum góðan samning. 25.6.2007 16:43
Atletico: Höfum ekkert heyrt í Liverpool Forseti Atletico Madrid hefur vísað fregnum um brottför framherjans Fernando Torres á bug, en leikmaðurinn hefur verið orðaður við Liverpool. "Við höfum ekki fengið tilboð frá Liverpool eða öðrum í Torres. Hann er í sumarleyfi og kemur aftur til starfa þann 9. júlí," sagði Enrique Cerezo forseti. 25.6.2007 16:37
Auðvelt hjá Federer Svisslendingurinn Roger Federer hóf titilvörn sína með tilþrifum á Wimbledon mótinu í tennis í dag þegar hann sgiraði Teimuraz Gabashvili á regnblautum velli í fyrstu umferð mótsins. Federer vann 6-3, 6-2 og 6-4 í sínum fyrsta grasleik á tímabilinu og stefnir á að verða fyrsti maðurinn síðan Björn Borg til að vinna mótið fimm ár í röð. 25.6.2007 16:31
Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25.6.2007 13:08
Hamilton gleymir ekki börnunum Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. 25.6.2007 12:45
Boxið tók á taugarnar hjá Wayne Rooney Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United fylgdi hnefaleikaranum og vini sínum Ricky Hatton inn í hringinn um helgina þegar hann vann glæsilegan sigur á Jose Luis Castillo. Rooney sagðist hafa verið taugaóstyrkari fyrir bardagann en fyrir nokkurn leik með United eða enska landsliðinu. 25.6.2007 12:38
Mánudagsslúðrið á Englandi Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Atletico Madrid er heitasta nafnið í bresku slúðurblöðunum í dag og ekki í fyrsta sinn. Vitað er að Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá Torres í sínar raðir og Daily Star heldur því fram í dag að Atletico vilji fá Peter Crouch í skiptum fyrir Torres. Daily Telegraph segir að Liverpool muni hinsvegar kaupa hann beint fyrir hvorki meira né minna en 25 milljónir punda. 25.6.2007 12:18
Getafe ekki tilbúið að missa Schuster Forseti knattspyrnuliðsins Getafe á Spáni segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana þegar kemur að því að halda þjálfaranum Bernd Schuster áfram hjá félaginu. Schuster hefur verið nefndur sem eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. 25.6.2007 11:15
Playboy-dómari veldur fjaðrafoki í Brasilíu (myndasyrpa) Nokkuð fjaðrafok er nú í Brasilíu í kjölfar þess að þegar umdeildur knattspyrnudómari þar í landi hefur ákveðið að sitja fyrir nakinn í tímaritinu Playboy. Ana Paula Olivera er 29 ára gömul og komst í fyrirsagnir fyrir stuttu vegna dómgæslu sinnar í bikarkeppninni. Hún hefur nú skvett olíu á eldinn með þessu nýjasta útspili sínu. 25.6.2007 11:12
Eiður ætlar að berjast fyrir sæti sínu Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að halda áfram að berjast fyrir sæti sínu í liði Barcelona þó félagið sé við það að ganga frá samningi við framherjann Thierry Henry. Eiður segist ekki hafa heyrt neitt frá forráðamönnum félagsins. 25.6.2007 11:01
Smith á leið til Boro? Nokkur bresku blaðanna fullyrða í morgun að enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hafi fengið tilboð sitt í framherjann Alan Smith hjá Manchester United samþykkt. Boro er aðeins eitt fjölda liða sem orðuð hafa verið við kappann á síðustu vikum og talið er að Sunderland, Newcastle og Portsmouth séu öll tilbúin að greiða um 6 milljónir punda fyrir hann. 25.6.2007 11:00
Warnock: Ég myndi standa mig betur en Eriksson Neil Warnock, fyrrum þjálfari Sheffield United, segir að hann myndi án efa standa sig betur í starfi en Sven-Göran Eriksson ef hann fengi tækifæri til að taka við Manchester City. Svíinn hefur verið orðaður sterklega við félagið sem er nú á kafi í yfirtöku Thaksin Shinawatra. 25.6.2007 10:45
Forseti Venesúela eyddi 62 milljörðum í Copa America Keppnin um Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu, Copa America, hefst með látum í Venesúela annað kvöld með tveimur leikjum. Sjónvarpsstöðin Sýn mun gera mótinu góð skil og verður með tvær beinar útsendingar strax fyrsta kvöldið þegar Úrúgvæ mætir Perú og heimamenn í Venesúela taka á móti Bólivíu. 25.6.2007 09:37
Bandaríkjamenn hömpuðu gullbikarnum Bandaríkjamenn sigruðu í nótt í keppninni um gullbikarinn eftir 2-1 sigrur á grönnum sínum Mexíkóum í úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Chicago en gullbikarinn er keppni Norður- og Mið-Ameríkuríkja auk þjóða úr karabíska hafinu. Andrés Guardado kom Mexíkóum yfir skömmu fyrir leikhlé en Landon Donovan jafnaði úr víti á 62. mínútu áður en Benny Feilhaber skoraði glæsilegt sigurmarkið tíu mínútum síðar. 25.6.2007 09:26
Gay stal senunni á ný Spretthlauparinn Tyson Gay var heldur betur í sviðsljósinu á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina. í fyrrinótt hljóp hann á besta tíma ársins í 100 m hlaupi og í nótt náði hann öðrum besta tíma í sögunni í 200 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 19,62 sekúndum - 0,3 sekúndum frá ótrúlegu heimsmeti Michael Johnson frá árinu 1996. 25.6.2007 09:11
Henry: Barcelona er meira en knattspyrnufélag Framherjinn Thierry Henry mætti til Barcelona í gærkvöld þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir fjögurra ára samning við félagið í kvöld ef hann stenst læknisskoðun. Henry sagði það ótrúlega tilfinninningu að koma á Nou Camp. 25.6.2007 09:03
Real Madrid Spánarmeistari í körfubolta Real Madrid tryggði sér í gærkvöld Spánarmeistaratitilinn í körfubolta með góðum útisigri á erkifjendunum í Barcelona 82-71. Real Madrid vann úrslitaeinvígið 3-1 og með því varð Joan Plaza aðeins þriðji þjálfarinn í sögu deildarinnar til að vinna titil á sínu fyrsta ári sem þjálfari. Það er því ekki ónýt stemming í Madrid þessa dagana eftir að körfuboltaliðið fetaði í fótspor knattspyrnuliðsins og tryggði sér titilinn. 25.6.2007 08:59
Höfum ekkert heyrt frá Barcelona Koma Thierry Henry til Barcelona hefur glætt þeim sögusögnum að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið frá félaginu nýju lífi. Hann er sem fyrr orðaður við fjöldamörg félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék með Chelsea um árabil. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, gat lítið sagt um framtíð hans. 25.6.2007 07:45
Heil umferð í kvöld Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem hæst ber stórveldaslagur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. Valsstúlkur eru ósigraðar á toppi deildarinnar, rétt eins og KR. Breiðablik er í þriðja sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þá mætast nýliðarnir í deildinni, lið Fjölnis og ÍR á Fjölnisvellinum. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR mætir Þór/KA á heimavelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. 25.6.2007 00:01
Farið langt fram úr mínum björtustu vonum Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. 25.6.2007 00:01
Nær Federer að jafna met Borg? Í dag hefst keppni á Wimbledon-mótinu í tennis. Efsti maður á heimslistanum, Roger Federer, getur með sigri á mótinu unnið sitt fimmta Wimbledon-mót í röð og jafnað þar með met Svíans Björns Borg. Rafael Nadal er helsti keppinautur Federer á mótinu en kapparnir mættust í úrslitum opna franska mótsins þar sem Nadal bar sigur úr býtum. 25.6.2007 00:01
Coulthard: Þriðja sæti er stórslys á McLaren bíl David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. 24.6.2007 20:30
Vel heppnuðu Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum lokið Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna lauk í dag á félagssvæði Gusts í Kópavogi. Í dag var keppt í A úrslitum í öllum flokkum. Það má með sanni segja að þegar mót eru haldin í Gusti þá vantar ekkert uppá! framkvæmd mótsins var með besta móti enda ekki neinir amatörar þar á ferðinni. 24.6.2007 20:03
Justin Timberlake heldur með Manchester United Poppstjarnan Justin Timberlake viðurkenndi nýlega að hann væri orðinn harður stuðningsmaður Manchester United eftir að Alan Smith gaf honum miða á leik United og West Ham í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni í vor. 24.6.2007 19:30
Ragnhildur sigraði í Leirunni Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR var rétt í þessu að tryggja sér sigur á Kaupþingsmótinu á Hólmsvelli í Leiru. Hún lék lokahringinn á 83 höggum og var einu höggi á undan Nínu Björk Geirsdóttur úr GKj, sem lék lokahringinn á 78 höggum. Tinna Jóhannsdóttir úr GK lék besta hringinn í dag, var á 76 höggum og hafnaði í þriðja sæti. 24.6.2007 16:50
Kaka keyptur til Real fyrir 6,7 milljarða? Talsmaður miðjumannsins Kaka hjá AC Milan segir hann hreint ekki vera búinn að útiloka að ganga í raðir Real Madrid á Spáni í sumar. Hann segir leikmanninn kunna vel við sig í Mílanó, en segir spænska liðið þegar vera búið að gera Kaka tilboð "sem hann geti ekki hafnað." 24.6.2007 16:36
Sunnudagsslúðrið á Englandi Helgarblöðin á Englandi eru full af góðum slúðurfréttum og margar þeirra snúast um þá leikmenn sem mest hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur. Þetta eru m.a. framherjarnir David Nugent, Nicolas Anelka, Fernando Torres og Darren Bent. 24.6.2007 15:34
Richardson íhugar að fara frá United Miðjumaðurinn Kieran Richardson hjá Manchester United segist ætla að hugsa málið vandlega á næstu leiktíð ef hann nær ekki að vinna sér fast sæti í liði Manchester United. Richardson náði ekki að festa sig í sessi á síðustu leiktíð en segist umfram allt vilja vera áfram hjá þeim rauðu. 24.6.2007 15:18
Vieri orðaður við Tottenham Ítalski framherjinn Christian Vieri sem síðast lék með Mónakó í Frakklandi er nú með lausa samninga og fregnir herma að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hafi augastað á honum. Vieiri hefur auk þess verið orðaður við lið eins og Genoa, Torino og Napoli. Vieri er 34 ára gamall og gerði garðinn frægan með liðum eins og Inter og Lazio á árum áður. 24.6.2007 15:14
Villarreal hafnaði tilboði Atletico í Forlan Sky-fréttastofan greindi frá því í dag að spænska úrvalsdeildarliðið Villarreal hefði neitað 17 milljón evra kauptilboði Atletico Madrid í framherjann Diego Forlan auk þess að bjóða leikmanninn Mista með í kaupbæti. Forlan er sagður til sölu, en ekki á krónu minna en 23 milljónir evra. 24.6.2007 15:09
Henry verður kynntur til leiks annað kvöld Thierry Henry flýgur til Spánar í kvöld þar sem gengið verður frá smáatriðum í fjögurra ára samningi hans við Barcelona. Nái Barcelona að ganga frá kaupunum á honum frá Arsenal á morgun, fer hann svo í læknisskoðun og stefnt er á það að kynna hann formlega sem nýjan leikmann liðsins á Nou Camp annað kvöld. 24.6.2007 12:43
Messi fagnar komu Thierry Henry Argentinumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona segist fagna því að félagið sé að fá Thierry Henry í sínar raðir á morgun og hefur ekki áhyggjur af því að koma Frakkans komi til með að ógna sæti sínu í liðinu. Hann segir það undir Frank Rijkaard komið að finna pláss fyrir allar stjörnurnar í framlínu liðsins. 24.6.2007 12:37
Benitez vill ekki lána Cisse Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segist ekki hafa áhuga á að lána framherjann Djibril Cisse frekar og vill heldur finna lið sem hefur áhuga á að kaupa hann. Cisse lék sem lánsmaður í heimalandi sínu Frakklandi síðasta vetur þar sem hann náði sér ágætlega á strik með Marseille eftir erfið meiðsli. Cisse á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool, en hefur fótbrotnað tvisvar á síðustu þremur árum. 24.6.2007 12:29
Kanoute ætlar ekki að fara frá Sevilla Framherjinn Frederic Kanoute hjá nýkrýndum bikarmeisturum Sevilla á Spáni hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ætla að standa við þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkur félög á Englandi höfðu verið heit fyrir að fá hann í sínar raðir. 24.6.2007 12:21
Hatton rotaði Castillo í fjórðu lotu Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. 24.6.2007 11:53
Valsmenn voru sjálfum sér verstir Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. 24.6.2007 08:00
Allra leiða leitað til að koma KR á rétta braut Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, segir að stjórn félagsins leiti nú allra leiða til að leiða KR úr þeim ógöngum sem liðið er komið í eins og hann orðar það sjálfur. KR hefur einungis fengið eitt stig úr þeim sjö umferðum sem lokið er í Landsbankadeild karla það sem af er og situr langneðst á botni deildarinnar. 24.6.2007 00:01
Þriðji bikarinn í húsi hjá Sevilla Sevilla vann í kvöld sigur í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Getafe í úrslitaleik í Madríd. Það var markahrókurinn Fredi Kanoute sem skoraði sigurmark Sevilla eftir aðeins 10 minútna leik, en lét svo reka sig af velli undir lokin. Sevilla hafði áður unnið ofurbikarinn á Spáni og Evrópukeppni félagsliða. 23.6.2007 23:02
Valur lá fyrir Corke Valsmenn töpuðu 2-0 yfir írska liðinu Corke City í fyrri leik liðanna í Inter-Toto keppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku. 23.6.2007 22:56
Ferrari bíður eftir hinum rétta Raikkönen Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir að Kimi Raikkönen eigi mikið inni með liðinu eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu. Hann segir Ferrari-menn vera að bíða eftir hinum rétta Raikkönen. 23.6.2007 21:00
Kirilenko beðinn að taka sig saman í andlitinu Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum. 23.6.2007 20:15
Valsmenn taka á móti Cork City í kvöld Valsmenn taka í kvöld á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar í knattspyrnu. Þetta er fyrri leikur liðanna í keppninni og hefst hann klukkan 20 á Laugardalsvellinum. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku og þar sjá Valsmenn fram á erfitt verkefni þar sem írska liðið var taplaust á heimavelli á síðustu leiktíð. 23.6.2007 19:06