Formúla 1

Ferrari bíður eftir hinum rétta Raikkönen

NordicPhotos/GettyImages

Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir að Kimi Raikkönen eigi mikið inni með liðinu eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu. Hann segir Ferrari-menn vera að bíða eftir hinum rétta Raikkönen.

Raikkönen vann sigur í jómfrúarakstri sínum fyrir Ferrari í vor en er nú 26 stigum á eftir forystusauðnum Lewis Hamilton í stigakeppni ökuþóra. "Við erum allir að bíða eftir hinum raunverulega Raikkönen - manninum sem allir óttast. Kimi hefur alltaf verið með í baráttunni, en nú viljum við að hann fari að sýna sitt rétta andlit," sagði forsetinn og hefur hann leitað til fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher til að reyna að rífa þann finnska af stað á ný.

"Michael sagði alltaf að Kimi og Fernando Alonso hefðu verið erfiðustu andstæðingar hans og Alonso var honum sammála - hann nefndi Raikkönen og Schumacher."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×