Ferrari bíður eftir hinum rétta Raikkönen 23. júní 2007 21:00 NordicPhotos/GettyImages Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir að Kimi Raikkönen eigi mikið inni með liðinu eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu. Hann segir Ferrari-menn vera að bíða eftir hinum rétta Raikkönen. Raikkönen vann sigur í jómfrúarakstri sínum fyrir Ferrari í vor en er nú 26 stigum á eftir forystusauðnum Lewis Hamilton í stigakeppni ökuþóra. "Við erum allir að bíða eftir hinum raunverulega Raikkönen - manninum sem allir óttast. Kimi hefur alltaf verið með í baráttunni, en nú viljum við að hann fari að sýna sitt rétta andlit," sagði forsetinn og hefur hann leitað til fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher til að reyna að rífa þann finnska af stað á ný. "Michael sagði alltaf að Kimi og Fernando Alonso hefðu verið erfiðustu andstæðingar hans og Alonso var honum sammála - hann nefndi Raikkönen og Schumacher." Formúla Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Luca di Montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir að Kimi Raikkönen eigi mikið inni með liðinu eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu. Hann segir Ferrari-menn vera að bíða eftir hinum rétta Raikkönen. Raikkönen vann sigur í jómfrúarakstri sínum fyrir Ferrari í vor en er nú 26 stigum á eftir forystusauðnum Lewis Hamilton í stigakeppni ökuþóra. "Við erum allir að bíða eftir hinum raunverulega Raikkönen - manninum sem allir óttast. Kimi hefur alltaf verið með í baráttunni, en nú viljum við að hann fari að sýna sitt rétta andlit," sagði forsetinn og hefur hann leitað til fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher til að reyna að rífa þann finnska af stað á ný. "Michael sagði alltaf að Kimi og Fernando Alonso hefðu verið erfiðustu andstæðingar hans og Alonso var honum sammála - hann nefndi Raikkönen og Schumacher."
Formúla Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira