Fleiri fréttir

Laugardagsslúðrið á Englandi

Tíðindin af Thierry Henry hafa hleypt nýju blóði inn í slúðrið í enskum fjölmiðlum í dag og nokkur þeirra fullyrða að Arsene Wenger ætli sér að krækja í Carlos Tevez eða Nicolas Anelka til að fylla skarð Henry í framlínu Arsenal.

Bent fer líklega til Tottenham

Breska blaðið The Guardian telur sig hafa heimildir fyrir því að framherjinn Darren Bent muni ganga í raðir Tottenham frá Charlton eftir helgina fyrir 15-16 milljónir punda nema Liverpool stökkvi til og bjóði í hann á síðustu stundu. Liverpool er sagt vera að reyna að fá til sín Fernando Torres frá Atletico Madrid, en þar mun Bent vera næsti kostur ef félaginu mistekst að næla í Torres.

Ensk lið sögð berjast um að fá Eið Smára

Breska pressan var fljót að leggja saman tvo og tvo þegar ljóst varð að Thierry Henry væri á leið til Barcelona á Spáni og heldur því fram að Newcastle, Manchester United og Portsmouth séu nú öll að reyna að fá landsliðsfyrirliðann í sínar raðir.

10.000 stuðningsmenn fylgja Hatton til Las Vegas

Ricky Hatton mun fá góðan stuðning í nótt þegar hann mætir Jose Luis Castillo í einum af bardögum ársins í hnefaleikaheiminum. Búist er við að um 10 þúsund manns muni fylgja Englendingnum yfir Atlantshafið og þar á meðal verður knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney. Bardaginn í Las Vegas verður sýndur beint á Sýn í nótt.

Suazo fer ekki til AC Milan

Sápuóperunni í kring um framherjann David Suazo virðist hvergi nærri lokið en í dag tilkynntu forráðamenn AC Milan að ekkert yrði af fyrirhuguðum kaupum félagsins á leikmanninum því hann hefði þegar verið búinn að skrifa undir samning við Inter áður en hann skrifaði undir samning hjá félaginu. Það er því útlit fyrir að framherjinn muni enda hjá Inter eftir allt saman.

Arsenal staðfestir brottför Henry til Barcelona

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal tilkynnti formlega í morgun að það hefði náð samkomulagi við spænska stórveldið Barcelona um sölu á framherjanum Thierry Henry. Talið er að kaupverðið sé um 16 milljónir punda og mun sá franski líklega skrifa undir fjögurra ára samning við Barca á mánudaginn ef hann lýkur læknisskoðun.

Þeir mega ekki skora

Valur mætir írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto-keppninnar á Laugardalsvelli klukkan 20 í kvöld. Cork endaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Stórkostleg stemning

Alls lögðu 5.976 manns leið sína á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið og sáu þar íslenska kvennalandsliðið gjörsigra slakt lið Serba 5-0. Til samanburðar mættu 5.139 á leik karlalandsliðsins gegn Liechtenstein í byrjun júní. Áhorfendur á leiknum voru nánast jafn margir og á síðustu fimm heimaleikjum kvennalandsliðsins samtals.

Gæti dæmt í Meistaradeildinni

Kristinn Jakobsson dómari var í vikunni færður upp um flokk hjá dómaranefnd Knatstpyrnusambands Evrópu og er nú kominn í næstefsta flokk dómara.

Gott að ég er ekki vælukjói

Viktor Bjarki Arnarsson verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna aðgerðar sem hann gengst undir í næstu viku. Í ljós hefur komið brotið bein í ökkla sem þarf að lagfæra.

Ég brosi allan hringinn í dag

Vanda Sigurgeirsdóttir er margreyndur leikmaður og þjálfari í knattspyrnunni. Hún fylgdist með leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld og hreifst mikið af leikmönnum Íslands og þeim fjöldamörgu stuðningsmönnum sem mættu á völlinn.

Besta byrjun frá upphafi

Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei byrjað jafn vel í undankeppni stórmóts og nú. Liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og skorað níu mörk án þess að fá á sig neitt.

Svíþjóð fyrsti andstæðingurinn á EM

Ísland fékk það erfiða hlutverk að lenda með Frökkum, Slóvökum og Svíum í riðli í 1. umferð Evrópumótsins í Noregi sem fer fram í janúar á næsta ári. Einar Þorvarðarson segir Ísland geta vel unað við dráttinn.

Tilþrif dagsins á Íslandsmóti yngri flokka

Tilþrif dagsins í dag átti án efa Linda Rún Pétursdóttir og hestur hennar Gormur frá Brávöllum. Eins og sést á meðfylgjandi myndum prjónaði klárinn nánast yfir sig í verðlaunaafhendingu í B-úrslitum í fjórgangi ungmenna nú í dag.

Ljósmyndir og myndskeið á Vef TV Hestafrétta

Á Vef TV Hestafrétta eru komnar inn upptökur af gæðingaskeiði unglinga og ungmenna sem haldið var í dag á Íslandsmóti yngri flokka í Glaðheimum í Gusti. Ljósmyndir frá tölti ungmenna, unglinga og barna ásamt gæðingaskeiði unglinga og ungmenna.

Ragnar Tómasson og Valdimar Besgstað Íslandsmeistarar

Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði í unglingaflokk eru þeir Ragnar Tómasson með Móses frá Grenstanga og Valdimar Bergstað í ungmennaflokki með Glaum frá Torfufelli. Forkeppni í tölti í öllum flokkum er lokið og er Fanney Dögg Indriðadóttir á Dögg frá Múla efst í ungmennaflokk,

Hákarlar í Töltinu á FM 07

Það eru sannkallaðir hákarlar sem koma til með að berjast um glæsileg peningaverðlaun í opnum flokki í tölti á Fjórðungsmóti Austurlands. Tveir Íslandsmeistarar eru skráðir þar til leiks, Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi og Hans Kjerúlf á hinum 17 vetra höfðingja Laufa frá Kollaleiru.

Enginn fallstemmning

Ég ætla ekki að taka falldrauginn með mér til Portsmouth segir Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður í fótbolta. Fleiri ensk úrvalsdeildarlið vildu fá Hermann í sínar raðir, en framkvæmdastjórinn gerði útslagið.

Thierry Henry semur við Barcelona

Franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry hefur samið við spænska stórveldið Barcelona til fjögurra ára. Barcelona greiðir 16 milljónir punda fyrir framherjann. Útvarpsstöðin Cadena Ser og dagblaðið El Pais greindu frá þessu.

Ísland með Svíum, Frökkum og Slóvökum á EM-2008

Búið er að draga í riðla fyrir Evrópukeppnina í handknattleik sem fram fer í Noregi í janúar og febrúar á næsta ári. Ísland leikur í D-riðli með Svíum, Frökkum og Slóvökum. Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir riðilinn mjög erfiðan en það sé allt hægt og bendir á að Ísland hefur bæði unnið Frakka og Svía nýlega.

Skylmingar: 35 íslenskir keppendur á NM

Alls taka 35 íslenskir keppendur þátt í Norðurlandamótinu í skylmingum sem verður haldið dagana 25. - 29. júní. Mótið verður í Óðinsvéum í Danmörku. Auk liðakeppni keppir Ísland í 11 flokkum.

Inter sýknað af símahlerunum

Inter Milan hefur verið hreinsað af ásökunum um að félagið hafi hlerað símtöl leikmanna og dómara. Þetta tilkynnti knattspyrnusamband Ítalíu í dag. Fyrrverandi leikmenn Inter, Christian Vieiri og Ronaldo voru meðal þeirra sem sögðu Inter hafa njósnað um sig, og einnig dómarinn Massimo De Santis.

Fjórir nefndir sem eftirmenn Capello

Framtíð Fabio Capello, framkvæmdastjóra Real Madrid, er enn í óvissu. Þrátt fyrir að Capello hafi unnið La Liga með Madrid hafa fjórir knattspyrnuþjálfarar verið nefndir sem eftirmenn hans.

Stórsigur og áhorfendamet

Íslenska kvennalandsliðið sigraði í gær Serbíu í undankeppni EM 2009. 5976 áhorfendur mættu á völlinn og aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik hjá kvennalandsliðinu. Stelpurnar sigruðu leikinn 5-0 og eru nú á toppi riðilsins með 9 stig eftir 3 leiki.

Smith að fara til Newcastle?

Talið er að Newcastle sé búið að semja við Manchester United um að fá framherjann Alan Smith til liðsins. Smith vill fara frá United þar sem honum hefur verið sagt að hann fái ekki nýjan samning. Smith, sem er 26 ára skrifaði undir 5 ára samning við United árið 2004.

Ósætti um Teit innan raða KR

Samkvæmt afar áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins eru margir áhrifamanna innan raða KR síst sáttir við störf Teits Þórðarsonar, þjálfara meistaraflokks karla. Sumir eru á þeirri skoðun að skipta þurfi um þjálfara og að það sé orðið tímabært fyrir löngu. Ekki náðist í Jónas Kristinsson, formann KR Sports, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Bætti metið sitt

FH-ingurinn Daði Lárusson bætti persónulegt met sitt þegar hann hélt marki sínu hreinu í 51 mínútu gegn Breiðabliki á miðvikudaginn. Daði hélt marki sínu samtals hreinu í 437 mínútur frá því Keflvíkingurinn Símun Samuelsen skoraði hjá honum á 64. mínútu í 2. umferð þar til Nenad Petrovic skoraði á 51. mínútu í 7. umferð í vikunni. Daði bætti metið sitt frá því í fyrra um 10 mínútur.

Að nálgast Real Madrid?

Real Madrid er samkvæmt fjölmiðlum á Spáni líklegast til að kaupa Carlos Tevez frá West Ham í sumar. Sögur um Tevez fljúga fram og til baka, meðal annars hefur verið haft eftir honum að hann sé ánægður hjá Hömrunum en sé tilbúinn til að ganga til liðs við stærra félag.„Viðræður hafa átt sér stað,“ er haft eftir Predrag Mijatovic, yfirmanni íþróttamála hjá Real, í gær um kaupin á Tevez.

Stefán lánaður frá Keflavík

1. deildarliðið Reynir í Sandgerði fékk Stefán Örn Arnarson lánaðan í einn mánuð frá Keflavík í gær. Stefán hefur lítið verið viðriðinn Keflavíkurliðið í sumar og aldrei fengið sæti í byrjunarliðinu. Hann kemur til með að styrkja Reynisliðið svo um munar en félagið berst í neðrihluta 1. deildarinnar um þessar mundir.

Fæstir mæta á Laugardalsvöll

Valur og Fram eru með lélegustu aðsókn áhorfenda á heimaleiki sína það sem af er Landsbankadeild karla. Bæði félög spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli, þjóðarleikvangi Íslands. Völlurinn tekur tíu þúsund manns í sæti og er því nokkuð tómlegt um að lítast á leikjum Vals og Fram.

Heldur í Hörð og Hólmar Örn

Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson ætla að vera áfram hjá danska félaginu Silkeborg sem féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hörður sagði við Fréttablaðið í gær að sér liði vel í bænum en Silkeborg kom saman til æfinga í gær eftir sumarfrí.

Átján stig skilja að FH og KR

Sumarið sem átti að vera svo gott hjá KR-ingum er löngu orðið að hreinni martröð. Og lengi getur vont versnað, að því er virðist. Tap liðsins gegn HK í fyrrakvöld var að flestra mati síðasta tækifæri Teits Þórðarsonar að snúa gengi sinna manna við. Flestir eru löngu búnir að afskrifa hann, það er að segja allir nema hann sjálfur og stjórnarmenn KR Sports.

Okkar aðferð virkar vel

Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar.

Garnett sagði nei við Boston Celtics

ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu.

Frábær sigur á Serbum

Leik íslenska kvennalandsliðsins við Serba lauk rétt í þessu með stórsigri íslenska liðsins, 5-0. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á Laugardalsvellinum. Um 6000 manns áhorfendur sátu leikinn. Leikurinn var liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum.

Við viljum ekki sjá Svíana

Enginn frá HSÍ verður viðstaddur dráttinn fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Noregi dagana 17. til 27. janúar á næsta ári. Dregið verður í fjóra riðla í Ósló í kvöld og eru fjögur lið í hverjum riðli. Fyrst er liðunum fjórum í fjórða styrkleikaflokki raðað niður, þá liðunum í öðrum styrkleikaflokki, næst þeim fysta áður en Noregur fær að velja sér riðil. Tvö lið úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslit.

Hermann um kvennalandsliðið

Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður er ekkert nema ánægður með góðan árángur kvennalandsliðsins í knattspyrnu og segir enga samkeppni við karlalandsliðið. Ísland í dag heyrði í kappanum í morgun.

Hvað er að í vesturbænum?

Dapurt gengi KR-inga í Landsbankadeildinni er án efa það sem borið hefur hæst í fyrstu sjö umferðum þar sem liðið er aðeins með eitt stig og situr fast á botninum. Vísir leitaði álits sérfræðinga Sýnar á vandanum í vesturbænum og þeir Logi Ólafsson og Bjarni Jóhannsson hafa báðir fulla trú á að Teti þjálfara takist að rétta við skútuna.

Leikmaður Grindavíkur féll á lyfjaprófi

Eftur viðureign Grindavíkur og Skallagríms þann 16. mars síðastliðinn í úrslitum Íslandsmótsins voru tekin lyfjapróf af fjórum leikmönnum liðanna. Einn þeirra, Sigurður F. Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur, féll á lyfjaprófinu en hann viðurkenndi að hafa reykt kannabis sex dögum fyrir umræddan leik.

Allir á völlinn í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Serbum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 21:15 og rétt að skorar Vísir.is á alla sem hafa tök á því að mæta og styðja við bakið á stelpunum. Íslenska liðið vann síðast frækinn sigur á Frökkum í keppninni og þarf á góðum stuðningi að halda gegn sterkum andstæðingi í kvöld.

Shinawatra staðfestir fund með Eriksson

Thaksin Shinawatra, sem í dag lagði fram formlegt yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið Manchester City, staðfesti nú síðdegis að hann hefði þegar rætt við Sven-Göran Eriksson um að taka við knattspyrnustjórastöðunni. Eriksson mun vera að hugsa málið í augnablikinu. Claudio Ranieri hefur þegar verið boðin staðan en hann afþakkaði.

Mikel settur út úr nígeríska landsliðinu

Nígeríska knattspyrnusambandið hefur sett miðjumanninn John Obi Mikel hjá Chelsea í bann frá öllum keppnum með landsliðinu eftir að hann mætti ekki í leik liðsins gegn Úganda fyrir þremur vikum. Mikel bar við meiðslum sem síðar voru staðfest af enska félaginu, en forráðamenn landsliðsins eru æfir og hafa beðið hann að éta það sem úti frýs.

AC Milan bregst harðlega við mynd af Kaka

Forráðamenn AC Milan á Ítalíu eru æfir vegna myndar sem birtist af leikmanni liðsins, Kaka, í spænska dagblaðinu AS um helgina. Kaka sést halda á eintaki af blaðinu með mynd af fagnaðarlátum Real Madrid þegar liðið vann meistaratitilinn á dögunum og þykir Ítölunum þetta vera beinn áróður spænska liðsins til að lokka miðjumanninn til Spánar.

Schuster: Beckham mun gráta sig í svefn í LA

Bernd Schuster, þjálfari Getafe á Spáni, hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastólinn hjá Real Madrid i sumar ef Fabio Capello lætur af störfum eins og búist er við. Schuster undirbýr lið sitt nú undir bikarúrslitaleikinn á Spáni á laugardaginn en hann hefur engu að síður sterkar skoðanir á leimannamálum hjá Real Madrid.

Sjá næstu 50 fréttir