Fleiri fréttir

Jermaine O´Neal á leið til LA Lakers?

Körfuboltasérfræðingurinn Peter Vescey hjá New York Post greinir frá því í dag að LA Lakers og Indiana Pacers séu komin langt með að samþykkja leikmannaskipti sem gætu þýtt að miðherjinn Jermaine O´Neal færi til Los Angeles. Það yrði þá væntanlega í skiptum fyrir Lamar Odom og hugsanlega miðherjann unga Andrew Bynum.

David Gill: Þetta gætu verið einu kaupin

David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að sennilega hafi liðið klárað sín leikmannakaup síðastliðinn sólarhring. Í gær tilkynnti félagið að þeir hafi fest kaup á efnilegu Nani og Anderson og svo fylgdu kaupin á Owen Hargreaves í dag.

Ranieri hættur hjá Parma

Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur staðfest að að Claudio Ranieri sé hættur hjá félaginu. Getgátur hafa verið uppi um að hann taki við Manchester City ef að Thaksin Shinawatra nái að yfirtaka klúbbinn.

Detroit - Cleveland í beinni í kvöld

Fimmti leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 eftir að Cleveland lenti undir 2-0 en náði að jafna metin í heimaleikjum sínum tveimur. Það verður því mikið undir þegar liðin mætast í Detroit í kvöld.

Birgir Leifur ósáttur við fyrsta hringinn

Birgir Leifur Hafþórsson var ekki sáttur við spilamennsku sína á fyrsta hringnum á opna velska mótinu í dag þar sem hann lauk leik á 73 höggum eða fjórum yfir pari. Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði verið að missa of mörg stutt pútt og það hefði kostað sig dýrt.

Craig Bellamy næsti fyrirliði Wales

Tilkynnt hefur verið að Craig Bellamy, leikmaður Liverpool, taki við af Ryan Giggs sem fyrirliði Wales. Ryan Giggs hefur tilkynnt að hann muni hætta að spila með landsliðinu eftir leikinn gegn Tékklandi næstkomandi laugardag.

Júlio César framlengir við Inter

Markvörðurinn Júlio César hefur skrifað undir nýjan samning við Ítalíumeistara Inter Milan sem gildir til ársins 2012. César hefur spilað 13 landsleiki fyrir Brasilíumenn og spilaði 32 leiki fyrir Inter á leiktíðinni þar sem liðið hafði gríðarlega yfirburði í A-deildinni. Hann hefur átt fast sæti í liði Inter síðan hann gekk í raðir liðsins frá Chievo fyrir leiktíðina 2005/06.

Magath tekur við Wofsburg

Felix Magath hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Wofsburg. Auk þess að þjálfa liðið verður honum gert að sjá alfarið um leikmannamál hjá félaginu. Hann hefur skrifað undir samning til ársins 2010, en hann stýrði áður Bayern Munchen og gerði liðið að tvöföldum meisturum tvö ár í röð.

Ísland sigraði Grikkland

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði 0-3 í undankeppni EM, en þetta var fyrsti leikur Íslands í keppninni og fór hann fram í Aþenu. Staðan var 0-2 í hálfleik.

Birgir Leifur á fjórum höggum yfir pari

Birgir Leifur lauk fyrsta degi sínum á opna welska meistaramótinu á fjórum höggum yfir pari en mótið fer fram á The Celtic Manor vellinum. Birgir Leifur fékk 5 skolla og einn fugl.

Englendingar mæta Þjóðverjum í ágúst

Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að enska landsliðið mun leika vináttuleik við Þjóðverja á Wembley þann 22. ágúst í sumar. Þetta verður fyrsti leikur liðanna síðan England lagði Þjóðverja 5-1 í Munchen í frægum leik í september árið 2001. Þjóðverjar voru síðasta liðið til að spila við Englendinga á gamla Wembley árið 2000 þar sem Þýskaland hafði 1-0 sigur og sagði Kevin Keegan af sér sem landsliðsþjálfari í kjölfarið.

Sepp Blatter áfram forseti FIFA

Hinn 71 árs gamli Sepp Blatter hefur verið endurkjörinn forseti Fifa og mun gegna því embætti næstu fjögur árin. Þetta verður þá þriðja tímabilið sem hann sinnir þessu starfi.

Worthington tekur við Norður-Írum

Knattspyrnusambandið í Norður-Írlandi mun á morgun ráða Nigel Worthington í stöðu landsliðsþjálfara í stað Lawrie Sanchez ef marka má frétt breska sjónvarpssins í dag. Worthington mun því væntanlega stýra spútnikliði Norður-Íra gegn Liechtenstein í undankepni EM í ágúst, þar sem liðið er í góðri stöðu til að komast á stórmót í fyrsta sinn í tvo áratugi. Worthington er þekktastur fyrir störf sín sem knattspyrnustjóri hjá Norwich en hann á að baki 66 landsleiki fyrir Norður-Íra.

Meðallaun í ensku úrvalsdeildinni 135 milljónir

Meðallaun knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni munu hækka um 9% á næstu leiktíð í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga og þá verða meðallaun leikmanna í deildinni kominn upp í um 135 milljónir króna fyrir leiktíðina. Búist er við því að á næstu þremur árum eigi fyrsti knattspyrnumaðurinn á Englandi eftir að ná sér í 10 milljón punda laun fyrir árið - eða 1,2 milljarða.

Ranieri þegar farinn að hugsa um Manchester City

Þjálfarinn Claudio Ranieri hjá Parma segir að það sé freistandi tilhugsun að taka við Manchester City á Englandi og gera þar viðlíka hluti og hann gerði þegar hann tók við Chelsea á sínum tíma. Ranieri hefur verið boðinn nýr samningur hjá ítalska félaginu, en viðurkennir að það gæti verið spennandi að fara aftur til Englands og er þegar farinn að leggja línurnar.

United kaupir Owen Hargreaves

Manchester United hefur nú formlega gengið frá kaupum á enska landsliðsmanninum Owen Hargreaves frá Bayern Munchen. Kaupverðið er talið vera um 17 milljónir punda og gengur hann í raðir enska félagsins þann 1. júlí næstkomandi. Hargreaves er 26 ára og hefur skrifað undir samning sem sagður er vera til fimm ára.

Flachi í 16 mánaða bann

Ítalski knattspyrnumaðurinn Francesco Flachi fékk í dag 16 mánaða keppnisbann eftir að eiturlyfjapróf sýndu að hann hafði neytt kókaíns. Félag Flachis, Fiorentina, skýrði frá þessu í dag. Flachi, sem er 32 tveggja ára, mældist með kókaín í blóði sínu eftir leik við Inter Milan þann 28. janúar á þessu ári.

San Antonio í úrslit NBA deildarinnar

San Antonio tryggði sér í nótt sigur í viðureign sinni við Utah Jazz og er þar með komið í úrslit NBA deildarinnar. Leikurinn endaði 109 - 84 Spurs í vil. Tim Duncan og Tony Parker, verðandi eiginmaður Evu Longoriu, settu báðir 21 stig í leiknum. Þetta er í þriðja sinn á síðastliðnum fimm árum sem Spurs kemst í úrslit NBA. Þar mun liðið eiga við annað hvort Detroit Pistons eða Cleveland Cavaliers en staðan í þeirra viðureign er 2 - 2.

Slúðrið í enska í dag

Margt er að gerjast í enska boltanum þessa daganna. Íslendingaliðið West Ham situr ekki auðum höndum og nú er sagt frá því að miðjumaður Newcastle, Scott Parker, sé á leið til liðsins. Búist er við því að samningar um það gangi í gegn strax á morgun. Og þá er Thierry Henry vitanlega orðaður við Barcelona. Hérna er samantekst BBC á slúðrinu í ensku blöðunum í dag.

San Antonio í úrslit

San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní.

Liechtenstein er eina liðið sem hefur tapað fyrir San Marínó

Knattspyrnulandslið Liechten­stein er ekki nema rétt rúmlega 25 ára gamalt en liðið lék sinn fyrsta leik við Möltu árið 1981. Þá náði liðið jafntefli en það er ef til vill lýsandi að það er það eina sem hefur nokkru sinni tapað fyrir San Marínó, öðru smáríki í Evrópu.

United að kaupa Nani og Anderson

Manchester United á nú aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum sínum á tveimur ungum leikmönnum sem spilað hafa í Portúgal. Þetta eru 19 ára gamli Brasilíumaðurinn Anderson hjá Porto og hinn tvítugi Nani hjá Sporting Lissabon. Þeir eiga aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu og reiknað er með því að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves semji einnig við United á næstu dögum.

Lennon fór í aðgerð í dag

Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon fór í aðgerð í dag eftir að hann varð fyrir meiðslum á hné í leik með enska b-landsliðinu á dögunum. Meiðslin eru ekki mjög alvarleg en hann verður þó að taka sér hlé frá æfingum um nokkurn tíma.

West Ham sagt hafa boðið í Scott Parker

Sky fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Íslendingalið West Ham sé búið að gera 8,5 milljón punda tilboð í Scott Parker, fyrirliða Newcastle. Sam Allardyce er sagður tilbúinn að selja hann fyrir rétt verð og Alan Curbishley stjóri West Ham ku hafa miklar mætur á leikmanninum síðan þeir störfuðu saman hjá Charlton á sínum tíma.

Tap fyrir Spánverjum

Íslenska 19 ára landsliðið tapaði í kvöld fyrir Spánverjum 3-1 í milliriðli fyrir EM í knattspyrnu. Riðillinn er spilaður í Noregi þar sem íslenska liðið mætir næst heimamönnum á föstudaginn. Skúli Jón Friðgeirsson kom íslenska liðinu yfir í leiknum í dag en það spænska, sem á titil að verja í keppninni, skoraði þrívegis í síðari hálfleiknum.

Williams og Fisher tæpir hjá Utah í nótt

San Antonio Spurs getur tryggt sér sæti í úrslitum NBA deildarinnar í kvöld með heimasigri á Utah Jazz í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan eitt eftir miðnætti. Tveir af byrjunarliðsmönnum Utah eru tæpir fyrir leikinn.

Ranson hættur við að kaupa City

Ray Ranson hefur dregið kauptilboð sitt í knattspyrnufélagið Manchester City til baka. Ranson er 46 ára gamall og er fyrrverandi leikmaður félagsins. Hann hefur átt í viðræðum við stjórn félagsins að undanförnu en í tilkynningu frá kauphöllinni í dag sagði að Ranson hefði dregið tilboð sitt til baka.

Kobe Bryant vill fara frá LA Lakers

Kobe Bryant gaf það út í viðtali við útvarpsstöð ESPN í New York að hann vildi fara frá Los Angeles Lakers. Bryant hefur ekki farið leynt með vonbrigði sín á lélegu gengi liðsins undanfarin ár og segir stjórnendur þess ekki deila metnaði sínum um að gera Lakers að stórveldi á ný.

U19: Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í dag

U19 landslið Íslands í knattspyrnu hefur leik í milliriðli fyrir EM klukkan 17:00 í dag gegn Spánverjum, en þess má geta að Spánverjar eru núverandi meistarar í þessum aldursflokki. Milliriðillinn er leikinn í Noregi.

Yngvi tekur við Haukastúlkum

Yngvi Gunnlaugsson mun í kvöld skrifa undir samning við körfuknattleiksdeild Hauka og gerast þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Yngvi er öllum hnútum kunnugur hjá Haukaliðinu eftir sex ára starf með kvennaliðinu, en hann stýrði kvennaliði Breiðabliks í Iceland Express deildinni síðasta vetur. Yngvi tekur við af Ágústi Björgvinssyni.

Útlitið dökkt hjá Seattle

Viðskiptajöfurinn Clay Bennett, eigandi Seattle Supersonics í NBA deildinni, segir útlitið dekkra en nokkru sinni varðandi framtíð félagsins í Seattle. Hann reiknar fastlega með því að liðið verði flutt til Kansas City eða Oklahoma City eftir næstu leiktíð ef ekki verði róttækar breytingar á stöðu mála.

Ambramovich er ekki hættur að eyða

Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich segir ekkert til í þeim orðrómi sem verið hefur á kreiki á Englandi undanfarið þess efnis að hann hafi ákveðið að hætta að eyða peningum í Chelsea. Abramovich er ríkasti maður Rússlands og er metinn á hátt í 10 milljarða punda skv Forbes Magazine.

Portsmouth kaupir Muntari fyrir metfé

Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á miðjumanninum Sulley Muntari frá Udinese fyrir 7 milljónir punda. Muntari er 22 ára gamall landsliðsmaður Gana og er þetta hæsta upphæð sem félagið hefur greitt fyrir leikmann. Portsmouth hefur lengi verið á höttunum eftir Muntari og er hann þriðji leikmaðurinn sem félagið fær í sínar raðir í sumar auk þeirra Hermanns Hreiðarssonar og Sylvain Distin.

Crespo verður áfram hjá Inter

Argentínski framherjinn Hernan Crespo verður áfram lánsmaður hjá meisturum Inter Milan út næstu leiktíð. Crespo er 31 árs gamall og skoraði 14 mörk í A-deildinni á leiktíðinni. Hann er samningsbundinn Chelsea á Englandi, en fær að halda áfram á Ítalíu eins og hann hafði sjálfur óskað.

LA Galaxy tilbúið að lána David Beckham

Alaxei Lalas, forseti LA Galaxy, segir til greina koma að David Beckham verði lánaður frá félaginu til liðs í Evrópu. Þjálfari liðsins er ekki jafnhrifinn af þessari hugmynd, en keppni í MLS deildinni lýkur í nóvember.

Ronaldinho sleppur með eins leiks bann

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho getur tekið þátt í síðasta leik Barcelona í deildarkeppninni. Óttast var að hann myndi missa af tveimur síðustu leikjum liðsins eftir að hann var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot í leik gegn Getafe um síðustu helgi, en hann fékk aðeins eins leiks bann fyrir brot sitt. Ronaldinho missir af leik liðs síns gegn Espanyol um næstu helgi en getur spilað síðasta leikinn gegn Tarragona.

Ekkert kvennalið hjá ÍBV næsta vetur

Handknattleiksráð ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fram kemur að félagið muni ekki senda kvennalið til keppni á Íslandsmótinu á næsta tímabili. Í yfirlýsingunni kemur fram að félagið hafi skoðað alla möguleika á að senda lið til keppni en staðreyndin sé sú að enginn leikmaður á meistaraflokksaldri verði staddur í Eyjum næsta vetur.

Poll ósáttur við enska knattspyrnusambandið

Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll sem leggur flautuna á hilluna um helgina, hefur farið hörðum orðum um vinnubrögð enska knattspyrnusambandsins. Hann er ósáttur við þann litla stuðning sem hann fékk frá sambandinu þegar hann stóð í deilum við Chelsea í vetur.

Ekkert aðhafst í máli McLaren

Keppnisliði McLaren í Formúlu 1 verður ekki refsað eftir að það var sakað um að hafa áhrif á niðurstöðu Mónakókappakstursins um helgina. Þeir Lewis Hamilton og og Fernando Alonso náðu þar fyrstu tveimur sætunum og talið var að liðið hefði bannað Hamilton að reyna að ná fyrsta sætinu af félaga sínum. Slíkar ráðstafanir hafa verið bannaðar í nokkur ár í Formúlu 1.

Giggs hættir með landsliðinu

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, ætlar að spila sinn síðasta leik fyrir landslið Wales um helgina þegar liðið tekur á móti Tékkum í Cardiff í undankeppni EM. Giggs er 33 ára gamall og á að baki 64 landsleiki á 16 árum. Hann ætlar nú að einbeita sér að því að spila með félagsliði sínu.

Oldham semur við fanga

Enska knattspyrnuliðið Oldham hefur samið við leikmanninn Lee Hughes um að leika með liðinu, en það furðulega við það er að árið 2004 var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Benitez vill nýja kantmenn

Rafael Benitez ætlar sér að fjárfesta í kantmönnum hið fyrsta og ef eitthvað má marka breska vefinn TeamTalk eru Portúgalinn Simao Sabrosa og Spánverjinn David Silva efstir á lista framkvæmdastjóra Liverpool. Mark Gonzalez, Bolo Zenden, Craig Bellamy og Harry Kewell eru allir taldir líklegir til þess að fara.

Cleveland jafnar 2 - 2

Cleveland bar í nótt sigur í fjórða leik sínum við Detroit en leikurinn fór fram í Cleveland. Staðan í viðureign þeirra er því jöfn, 2 - 2. LeBron James leiddi heimaliðið í stigaskori og setti 25 stig og þar af komu tvö af vítalínunni þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Við það bætti hann síðan 11 stoðsendingum, sjö fráköstum og þremur stolnum boltum.

Henry segir Arsenal þurfa fleiri reynslubolta

Thierry Henry, sóknarmaður Arsenal, lýsti því yfir í fjölmiðlum í morgun að hann væri orðinn langþreyttur á því að enda í fjórða sæti. Hann neitaði að tala um orðróma sem tengja hann við Barcelona en virtist ekki vera jafn ánægður og hann hefur lýst yfir undanfarið.

Alain Perrin tekur við Lyon

Alain Perrin var í morgun skipaður framkvæmdastjóri franska knattspyrnuliðsins Olympique Lyon. Starfsmaður félagsins sagði fjölmiðlum frá þessu í morgun. Perrin gerði liðið Sochaux að frönskum bikarmeisturum á síðastliðnu keppnistímabili.

Sjá næstu 50 fréttir