Fleiri fréttir Miami missti niður 19 stiga forystu Philadelphia sýndi mikinn karakter í leik liðsins gegn Miami í nótt með því að vinna upp 19 stiga forskot meistaranna í síðari hálfleik og uppskera að lokum öruggan sigur, 93-85. Þetta var 10 sigur Philadelphia í síðustu 14 leikjum, en jafnframt þriðja tap Miami í síðustu fjórum leikjum. 25.3.2007 12:01 Örn setti Íslandsmet en komst ekki í úrslit Sundmaðurinn Örn Arnarson náði ekki að komast í úrslit í 50 flugsundi í HM í Ástralíu, en hann lenti í 7. sæti í sínum milliriðli. Örn setti Íslandsmet í undanrásunum í morgun þegar hann synti á 24,02 sekúndum en í milliriðlinum synti hann á 24,34 sekúndum. 25.3.2007 11:53 Spánverjar lögðu Dani Spánverjar unnu 2-1 sigur á Dönum í undankeppni EM í kvöld og ættu því að mæta fullir sjálfstraust í viðureignina gegn Íslendingum á miðvikudagskvöld. Danir léku manni færri lengst af leiknum eftir að Niclas Jensen fékk að líta rauða spjaldið strax á 20. mínútu leiksins. Þá burstuðu Portúgalar heillum horfna Belga, 4-0. 24.3.2007 22:40 Góður sigur Þjóðverja á Tékkum Þjóðverjar unnu góðan útisigur á Tékkum í uppgjöri efstu liða D-riðils undankeppni EM í fótbolta í kvöld. Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Þjóðverja. Þá vann Króatía 2-1 sigur á Makedóníu eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik og tryggði stöðu sína á toppi E-riðils. 24.3.2007 21:48 Norður-Írar halda sínu striki Norður-Írar unnu öruggan sigur á Lichenstein á útivelli í F-riðli undankeppni EM í fótbolta í kvöld, 4-1, og halda þannig sigurgöngu sinni í riðlinum áfram. Liðið hefur nú hlotið 10 stig af síðustu 12 mögulegu, eftir að hafa tapað fyrir Íslendingum í fyrsta leik sínum. Spánverjar hafa 1-0 forystu gegn Dönum eftir fyrri hálfleik og eru Danir einum manni færri. 24.3.2007 21:38 Ronaldinho leiddi Brasilíu til stórsigurs Ronaldinho skoraði tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Brasilíu sem gjörsigraði Chile, 4-0, í vináttuleik liðanna sem fram fór í Svíþjóð í dag. Dunga, þjálfari brasilíska liðsins, stillti upp Kaka og Robinho við hlið Ronaldinho í fremstu víglínu með þessum góða árangri. 24.3.2007 21:30 Anelka var hetja Frakka Nicolas Anelka var hetja Frakka í dag þegar hann tryggði þjóð sinni afar mikilvægan 1-0 sigur á Litháum í B-riðli undankeppni EM í dag. Anelka skoraði sigurmarkið á 74. mínútu, en leikurinn þótti ekki upp á marga fiska. Með sigrinum náðu Frakkar að halda í við Skota í baráttunni um toppsætið í riðlinum en bæði lið eru með 12 stig eftir fimm leiki. 24.3.2007 20:46 Englendingar náðu aðeins jafntefli í Ísrael England og Ísrael gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld þegar liðin áttust við í Ísrael. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Englendinga og er liðið nú í þriðja sæti E-riðilsins með átta stig. Á sama tíma unnu Rússar lið Eista og komust þannig í efsta sæti riðilsins. 24.3.2007 20:20 Öruggt hjá Njarðvík gegn Grindavík Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu öruggan sigur á Grindvíkingum í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld, en leikið var í Njarðvík. Njarðvík leiddi nánast allan leikinn og vann að lokum með 18 stiga mun, 96-78, og er þar með komið með 1-0 forystu í einvígi liðanna. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer í úrslit. 24.3.2007 19:41 Vieri við það að snúa aftur á völlinn Ítalski sóknarmaðurinn Chrstian Vieri er á góðum batavegi eftir að hafa verið frá keppni og æfingum síðasta árið vegna meiðsla og er jafnvel talið að hann muni spila sinn fyrsta leik um helgina frá því í mars á síðasta ári. Vieri er byrjaður að æfa af fullum krafti og er í skýjunum með að geta loksins byrjað að spila á ný. 24.3.2007 19:29 Frábær endasprettur tryggði Akureyri sigur Haukar máttu þola tap á heimavelli sínum fyrir Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í dag, 27-28. Heimamenn fóru afar illa að ráði sínu á lokasprettinum eftir að hafa verið með forystu stærstan hluta leiksins. Akureyri er nú komið með 18 stig og fjarlægist óðum fallbaráttuna en Haukar eru áfram með 12 stig og í bullandi fallbaráttu. 24.3.2007 17:34 Grindavík jafnaði metin gegn Keflavík Grindavík hafði betur gegn Keflavík, 100-94, eftir framlengdan leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta sem var að ljúka rétt í þessu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 91-91 en Keflvíkingar náðu að jafna metin með góðum lokakafla. Heimamenn voru hins vegar mun sterkari í framlengingunni og tryggðu sér sigur. 24.3.2007 17:31 Írar og Skotar unnu sína leiki Írland hafði betur gegn Wales í leik liðanna í D-riðli undankeppni EM í dag en það var miðjumaðurinn Stephen Ireland sem skoraði eina mark leiksins. Í B-riðlinum er tveimur leikið lokið, Úkraína bar sigurorð af Færeyjum á útivelli, 2-0, og Skotar lögðu Georgíumenn af velli, 2-1. 24.3.2007 17:21 Kolbeinn skoraði fernu í sigri Íslands Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði fjögur mörk fýrir íslenska U-17 ára landsliðið sem lagði það rússneska af velli, 6-5, í undanriðli fyrir Evrópukeppnina í þessum aldurslokki. Íslendingar tryggðu sér þar með efsta sætið í undanriðlinum, hlutu alls fimm stig í þremur leikjum og tryggðu sér þáttökurétt í lokakeppni EM. 24.3.2007 16:58 Haukar með forystu í hálfleik gegn Akureyri Haukar hafa 15-13 forystu gegn Akureyri nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta. Guðmundur Pedersen hefur skorað fimm mörk fyrir Hauka og Nikola Jankovic sömuleiðis fyrir Akureyri. Í DHL-deild kvenna er HK að bursta Gróttu og leiðir 18-10 eftir fyrri hálfleik. 24.3.2007 16:50 Defoe vill fá fleiri tækifæri Enski sóknarmaðurinn Jermain Defoe hjá Tottenham hefur viðurkennt að hann sé svekktur með hversu fá tækifæri hann hafi fengið með enska landsliðinu í gegnum tíðina. Búist er við því að það verði Andy Johnson sem spili við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu enska liðsins gegn Ísrael í dag, sem þýðir að Defoe þarf að taka sér sæti á bekknum - eins og svo oft áður. 24.3.2007 16:21 Íslandsmeistaratitillinn blasir við Stjörnustúlkum Kvennalið Stjörnunnar er komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sannfærandi sigur á Haukum í Hafnarfirði í dag, 32-26 . Stjarnan er nú komin með 35 stig á toppi DHL-deildar kvenna, sex stigum meira en næsta lið, og á titilinn næsta vísan. 24.3.2007 15:27 55 þúsund manns mættu á Wembley 55 þúsund manns sáu ungmennalið Englendinga og Ítala gera 3-3 jafntefli í fyrsta opinbera knattspyrnuleiknum sem fram fer á nýjum Wembley-leikvangi í Lundúnum. Þetta var aðsóknarmesti U-21 árs landsleikur sögunnar, en miðar á leikinn seldust upp eins og heitar lummur á mettíma. 24.3.2007 15:08 Navarro vill vægari refsingu David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, vonast til þess að afsökunarbeiðni hans til Nicolas Burdisso, leikmann Inter, verði til þess að sjö mánaða leikbannið sem hann var dæmdur í hjá UEFA og FIFA fyrir skemmstu verði stytt. Navarro, sem nefbraut Burdisso í leik liðanna í Meistaradeildinni í síðasta mánuði, hefur áfrýjað dómnum. 24.3.2007 14:30 Birgir Leifur lék á einu höggi undir pari Birgir Leifur Hafþórsson er samtals á einu höggi undir pari þegar þremur hringjum er lokið á Madeira-mótinu í Portúgal. Birgir Leifur var að ljúka keppni rétt í þessu og lék hann hringinn í dag 71 höggi, einu höggi undir pari. Hann er í 35. sæti mótsins sem stendur ásamt 11 öðrum keppendum, en einum hring er ólokið. 24.3.2007 13:31 Owen fer ekki fet Glenn Roeder, þjálfari Newcastle, segir að Michael Owen sé ekki á förum frá Newcastle, en enski sóknarmaðurinn var sagður óánægður í enskum fjölmiðlum um að liðið spili ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Newcastle er í 11. sæti deildarinnar og þarf kraftaverk til að komast í Evrópukeppni en Roeder segir Owen ekki óánægðan í herbúðum liðsins. 24.3.2007 13:20 Terry vill meiri samheldni John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn liðsins verði að spila fyrir þjóð sína á sama hátt og þeir spili fyrir félagslið sín. Enska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum sínum en það mætir Ísrael í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM í dag. 24.3.2007 13:02 Kobe með yfir 50 stig fjórða leikinn í röð Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. 24.3.2007 11:06 Naumur sigur Flensburg Flensburg frá Þýskalandi bar sigurorð af spænska liðinu Valladolid, 32 -30, í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Leikurinn, sem fram fór í Þýskalandi, var sá fyrri af tveimur en sá síðari fer fram í Valladolid um næstu helgi. 24.3.2007 10:36 Ármann Smári í stað Gunnars Heiðars Ármann Smári Björnsson hjá Brann í Noregi var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu í stað Gunnars Heiðar Þorvaldssonar sem er meiddur. Þetta er þriðja breytingin sem Eyjólfur Sverrisson þjálfari hefur orðið að gera á landsliðshópnum. 23.3.2007 19:28 Kobe skorar yfir 50 stig í þriðja leiknum í röð Kobe Bryant skoraði 60 stig í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers sigraði Memphis. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Kobe skorar yfir 50 stig. 23.3.2007 19:24 Haukar og Keflavík unnu Haukar og Keflavík unnu fyrstu leikina í undanúrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Haukar höfðu undirtökin allan tímann í leiknum gegn ÍS í gærkvöldi. Í hálfleik var staðan 38-29. Ifeoma Okonkwo var stigahæst í Haukaliðinu, skoraði 30 stig auk þess sem hún tók 13 fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í liði ÍS, skoraði 16 stig en Casey Rost kom næst með 15. 23.3.2007 19:23 Verja níu og hálfum milljarði til íþróttamála Ríki og sveitarfélög verja 9 og hálfum milljarði króna til íþróttamála. Helmingur þeirrar upphæðar fer í rekstur íþróttamannvirkja. Þetta kemur fram í meistararitgerð Þórdísar Gísladóttur sem hún skrifaði við Háskólann á Bifröst. Þórdís hefur reiknað út að kostnaður hins opinbera af íþróttaunglingi sé 17-28 þúsund krónur á ári en að vímuefnaunglingur kosti samfélagið 1,7 til 2,9 milljónir króna. 23.3.2007 19:20 Búist við Richards í byrjunarliðinu Búist er við því að Micah Richards, hinn 18 ára varnarmaður Manchester City, eigi eftir að geta spilað með Englendingum á morgun.Hann náði að klára æfingu með enska landsliðinu í dag en Richards þurfti að fara af velli í sigurleik Manchester City gegn Middlesbrough í síðastliðinni viku. 23.3.2007 18:48 Birgir Leifur líklega áfram Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, lauk spilamennsku í dag á tveimur höggum undir pari. Í gær hafði hann spilað á tveimur höggum yfir og endar því á pari. Viðbúið er að hann komist í gegnum niðurskurðinn en Birgir er nú í 39. sæti ásamt hópi manna. 23.3.2007 17:34 Birgir Leifur á einu höggi yfir pari eftir 11 holur Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, er á einu höggi yfir pari þegar hann hefur leikið ellefu holur af átján á opna Madeira mótinu í golfi á eyjunni Madeira sem tilheyrir Portúgal. 23.3.2007 16:08 McClaren finnur ekki fyrir aukinni pressu Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist ekki finna fyrir meiri þrýstingi en venjulega fyrir viðureign Englendinga og Ísraela í undankeppni EM á morgun. Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir enska liðið enda er það nú í þriðja sæti í E-riðli eftir að hafa aðeins gert jafntefli við Makedóna og tapað fyrir Króötum í síðustu tveimur leikjum. 23.3.2007 14:55 Jóhann Gunnar eini nýliðinn í hópi Alfreðs Einn nýliði, Jóhann Gunnar Einarsson úr Fram, er í 17 manna landsliðshópi Alfreðs Gíslasonar sem tekur þátt í fjögurra landa í París um páskana. Tilkynnt var um hópinn í dag og er hann skipaður eftirtöldum leikmönnum: 23.3.2007 14:28 Owen vonast til að byrja að æfa í næsta mánuði Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen, leikmaður Newcastle, vonast til að geta hafið æfingar á ný í næsta mánuði en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut á hné á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í fyrrasumar. 23.3.2007 14:05 Ármann Smári í landsliðið í stað Gunnars Heiðars Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Spánverjum í næstu viku eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldssson, leikmaður Hannover, þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Gunnar hefur glímt við nárameiðsli og tóku þau sig upp eftir síðasta leik hans hjá Hannover eftir því sem segir á vef Knattspyrnusambands Íslands. 23.3.2007 11:06 Ég mun ekki skella á Arsene Wenger Thomas Sörensen, landsliðsmarkvörður Dana í knattspyrnu og markvörður Aston Villa, íhugar nú að óska eftir félagaskiptum til þess að geta leikið í Meistaradeildinni eða Evrópukeppni félagsliða. 23.3.2007 10:55 Barcelona neitar að tjá sig um hugsanleg vistaskipti Eiðs Spænska knattspyrnufélagið Barcelona neitar að tjá sig um fréttir þess efnis að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sé hugsanlega á leið frá félaginu og aftur til Englands. 23.3.2007 10:39 Stensson og Allenby efstir í Miami Svíinn Henrik Stenson og Ástralinn Robert Allenby hafa forystu eftir fyrsta hring á WGC-CA meistaramótinu í Miami sem er liður í PGA-mótaröðinni. 23.3.2007 09:47 Bob Woolmer var kyrktur Lögreglan á Jamaíku segir að Bob Woolmer, fyrrverandi þjálfari pakistanska krikketlandsliðsins, hafi verið kyrktur. Woolmer fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi í Kingston á sunnudagsmorgun, daginn eftir að pakistanska liðið féll óvænt úr leik á heimsmeistaramótinu á Jamaíku. Hann lést svo á sjúkrahúsi sama dag. 23.3.2007 09:34 Yfir 50 stig þrjá leiki í röð Kobe Bryant skoraði 60 stig í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers sigraði Memphis 121-119. Kobe komst þar með í metabækurnar því þetta var þriðji leikurinn í röð sem hann skorar yfir 50 stig. Hann er aðeins fjórði körfuboltakappinn sem skorar meira en 50 stig þrjá leiki í röð. Hinir þrír eru Wilt Chamberlain, Elgin Baylor og Michael Jordan. 23.3.2007 08:51 Knattspyrnusambandið rannsakar slátrunarhótanir Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að taka til meðferðar ummæli belgíska landsliðsmarkvarðarins Stijn Stijnen í dag, en hann sagði landa sína ætla að slátra Portúgalanum Cristiano Ronaldo þegar liðin mætast í landsleik á laugardaginn. 22.3.2007 22:00 Spenna í Keflavík Úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna hófst með látum í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka voru fjarri sínu besta í fyrsta leiknum gegn ÍS en höfðu engu að síður sigur 76-61. Keflavíkurstúlkur lögðu granna sína frá Grindavík á heimavelli 87-84 í hörkuleik. 22.3.2007 21:11 Jón með 8 stig í tapleik Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma töpuðu í kvöld á útivelli fyrir Maccabi Tel Aviv í Meistaradeildinni í körfubolta 79-72. Jón skoraði 8 stig og gaf 2 stoðsendingar á 19 mínútum. Hann var öflugur á lokasprettinum þegar ítalska liðið tók góða rispu, en heimamenn náðu að halda sínu og sigruðu. Þetta var fimmta tap Roma í röð í keppninni eftir sigur í fyrsta leik. 22.3.2007 21:00 Man Utd og Lille sektuð Manchester United og Lille voru í dag sektuð fyrir uppákomurnar sem urðu á leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði. Stuðningsmenn beggja liða höguðu sér illa og þá var öryggiskröfum ekki framfylgt. 22.3.2007 19:58 Grétar Rafn gjafmildur á afmæli sínu Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Grétar Rafn Steinsson, afþakkaði allar gjafir þegar hann hélt upp á afmæli sitt á árinu. Hann ákvað þess í stað að styrkja gott málefni. Hans Steinar Bjarnason greindi frá þessu í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld og fréttina má sjá á VefTV síðar í kvöld. 22.3.2007 19:41 Sjá næstu 50 fréttir
Miami missti niður 19 stiga forystu Philadelphia sýndi mikinn karakter í leik liðsins gegn Miami í nótt með því að vinna upp 19 stiga forskot meistaranna í síðari hálfleik og uppskera að lokum öruggan sigur, 93-85. Þetta var 10 sigur Philadelphia í síðustu 14 leikjum, en jafnframt þriðja tap Miami í síðustu fjórum leikjum. 25.3.2007 12:01
Örn setti Íslandsmet en komst ekki í úrslit Sundmaðurinn Örn Arnarson náði ekki að komast í úrslit í 50 flugsundi í HM í Ástralíu, en hann lenti í 7. sæti í sínum milliriðli. Örn setti Íslandsmet í undanrásunum í morgun þegar hann synti á 24,02 sekúndum en í milliriðlinum synti hann á 24,34 sekúndum. 25.3.2007 11:53
Spánverjar lögðu Dani Spánverjar unnu 2-1 sigur á Dönum í undankeppni EM í kvöld og ættu því að mæta fullir sjálfstraust í viðureignina gegn Íslendingum á miðvikudagskvöld. Danir léku manni færri lengst af leiknum eftir að Niclas Jensen fékk að líta rauða spjaldið strax á 20. mínútu leiksins. Þá burstuðu Portúgalar heillum horfna Belga, 4-0. 24.3.2007 22:40
Góður sigur Þjóðverja á Tékkum Þjóðverjar unnu góðan útisigur á Tékkum í uppgjöri efstu liða D-riðils undankeppni EM í fótbolta í kvöld. Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Þjóðverja. Þá vann Króatía 2-1 sigur á Makedóníu eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik og tryggði stöðu sína á toppi E-riðils. 24.3.2007 21:48
Norður-Írar halda sínu striki Norður-Írar unnu öruggan sigur á Lichenstein á útivelli í F-riðli undankeppni EM í fótbolta í kvöld, 4-1, og halda þannig sigurgöngu sinni í riðlinum áfram. Liðið hefur nú hlotið 10 stig af síðustu 12 mögulegu, eftir að hafa tapað fyrir Íslendingum í fyrsta leik sínum. Spánverjar hafa 1-0 forystu gegn Dönum eftir fyrri hálfleik og eru Danir einum manni færri. 24.3.2007 21:38
Ronaldinho leiddi Brasilíu til stórsigurs Ronaldinho skoraði tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Brasilíu sem gjörsigraði Chile, 4-0, í vináttuleik liðanna sem fram fór í Svíþjóð í dag. Dunga, þjálfari brasilíska liðsins, stillti upp Kaka og Robinho við hlið Ronaldinho í fremstu víglínu með þessum góða árangri. 24.3.2007 21:30
Anelka var hetja Frakka Nicolas Anelka var hetja Frakka í dag þegar hann tryggði þjóð sinni afar mikilvægan 1-0 sigur á Litháum í B-riðli undankeppni EM í dag. Anelka skoraði sigurmarkið á 74. mínútu, en leikurinn þótti ekki upp á marga fiska. Með sigrinum náðu Frakkar að halda í við Skota í baráttunni um toppsætið í riðlinum en bæði lið eru með 12 stig eftir fimm leiki. 24.3.2007 20:46
Englendingar náðu aðeins jafntefli í Ísrael England og Ísrael gerðu markalaust jafntefli í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld þegar liðin áttust við í Ísrael. Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Englendinga og er liðið nú í þriðja sæti E-riðilsins með átta stig. Á sama tíma unnu Rússar lið Eista og komust þannig í efsta sæti riðilsins. 24.3.2007 20:20
Öruggt hjá Njarðvík gegn Grindavík Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu öruggan sigur á Grindvíkingum í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld, en leikið var í Njarðvík. Njarðvík leiddi nánast allan leikinn og vann að lokum með 18 stiga mun, 96-78, og er þar með komið með 1-0 forystu í einvígi liðanna. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer í úrslit. 24.3.2007 19:41
Vieri við það að snúa aftur á völlinn Ítalski sóknarmaðurinn Chrstian Vieri er á góðum batavegi eftir að hafa verið frá keppni og æfingum síðasta árið vegna meiðsla og er jafnvel talið að hann muni spila sinn fyrsta leik um helgina frá því í mars á síðasta ári. Vieri er byrjaður að æfa af fullum krafti og er í skýjunum með að geta loksins byrjað að spila á ný. 24.3.2007 19:29
Frábær endasprettur tryggði Akureyri sigur Haukar máttu þola tap á heimavelli sínum fyrir Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í dag, 27-28. Heimamenn fóru afar illa að ráði sínu á lokasprettinum eftir að hafa verið með forystu stærstan hluta leiksins. Akureyri er nú komið með 18 stig og fjarlægist óðum fallbaráttuna en Haukar eru áfram með 12 stig og í bullandi fallbaráttu. 24.3.2007 17:34
Grindavík jafnaði metin gegn Keflavík Grindavík hafði betur gegn Keflavík, 100-94, eftir framlengdan leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta sem var að ljúka rétt í þessu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 91-91 en Keflvíkingar náðu að jafna metin með góðum lokakafla. Heimamenn voru hins vegar mun sterkari í framlengingunni og tryggðu sér sigur. 24.3.2007 17:31
Írar og Skotar unnu sína leiki Írland hafði betur gegn Wales í leik liðanna í D-riðli undankeppni EM í dag en það var miðjumaðurinn Stephen Ireland sem skoraði eina mark leiksins. Í B-riðlinum er tveimur leikið lokið, Úkraína bar sigurorð af Færeyjum á útivelli, 2-0, og Skotar lögðu Georgíumenn af velli, 2-1. 24.3.2007 17:21
Kolbeinn skoraði fernu í sigri Íslands Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði fjögur mörk fýrir íslenska U-17 ára landsliðið sem lagði það rússneska af velli, 6-5, í undanriðli fyrir Evrópukeppnina í þessum aldurslokki. Íslendingar tryggðu sér þar með efsta sætið í undanriðlinum, hlutu alls fimm stig í þremur leikjum og tryggðu sér þáttökurétt í lokakeppni EM. 24.3.2007 16:58
Haukar með forystu í hálfleik gegn Akureyri Haukar hafa 15-13 forystu gegn Akureyri nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta. Guðmundur Pedersen hefur skorað fimm mörk fyrir Hauka og Nikola Jankovic sömuleiðis fyrir Akureyri. Í DHL-deild kvenna er HK að bursta Gróttu og leiðir 18-10 eftir fyrri hálfleik. 24.3.2007 16:50
Defoe vill fá fleiri tækifæri Enski sóknarmaðurinn Jermain Defoe hjá Tottenham hefur viðurkennt að hann sé svekktur með hversu fá tækifæri hann hafi fengið með enska landsliðinu í gegnum tíðina. Búist er við því að það verði Andy Johnson sem spili við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu enska liðsins gegn Ísrael í dag, sem þýðir að Defoe þarf að taka sér sæti á bekknum - eins og svo oft áður. 24.3.2007 16:21
Íslandsmeistaratitillinn blasir við Stjörnustúlkum Kvennalið Stjörnunnar er komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sannfærandi sigur á Haukum í Hafnarfirði í dag, 32-26 . Stjarnan er nú komin með 35 stig á toppi DHL-deildar kvenna, sex stigum meira en næsta lið, og á titilinn næsta vísan. 24.3.2007 15:27
55 þúsund manns mættu á Wembley 55 þúsund manns sáu ungmennalið Englendinga og Ítala gera 3-3 jafntefli í fyrsta opinbera knattspyrnuleiknum sem fram fer á nýjum Wembley-leikvangi í Lundúnum. Þetta var aðsóknarmesti U-21 árs landsleikur sögunnar, en miðar á leikinn seldust upp eins og heitar lummur á mettíma. 24.3.2007 15:08
Navarro vill vægari refsingu David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, vonast til þess að afsökunarbeiðni hans til Nicolas Burdisso, leikmann Inter, verði til þess að sjö mánaða leikbannið sem hann var dæmdur í hjá UEFA og FIFA fyrir skemmstu verði stytt. Navarro, sem nefbraut Burdisso í leik liðanna í Meistaradeildinni í síðasta mánuði, hefur áfrýjað dómnum. 24.3.2007 14:30
Birgir Leifur lék á einu höggi undir pari Birgir Leifur Hafþórsson er samtals á einu höggi undir pari þegar þremur hringjum er lokið á Madeira-mótinu í Portúgal. Birgir Leifur var að ljúka keppni rétt í þessu og lék hann hringinn í dag 71 höggi, einu höggi undir pari. Hann er í 35. sæti mótsins sem stendur ásamt 11 öðrum keppendum, en einum hring er ólokið. 24.3.2007 13:31
Owen fer ekki fet Glenn Roeder, þjálfari Newcastle, segir að Michael Owen sé ekki á förum frá Newcastle, en enski sóknarmaðurinn var sagður óánægður í enskum fjölmiðlum um að liðið spili ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Newcastle er í 11. sæti deildarinnar og þarf kraftaverk til að komast í Evrópukeppni en Roeder segir Owen ekki óánægðan í herbúðum liðsins. 24.3.2007 13:20
Terry vill meiri samheldni John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn liðsins verði að spila fyrir þjóð sína á sama hátt og þeir spili fyrir félagslið sín. Enska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum sínum en það mætir Ísrael í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM í dag. 24.3.2007 13:02
Kobe með yfir 50 stig fjórða leikinn í röð Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. 24.3.2007 11:06
Naumur sigur Flensburg Flensburg frá Þýskalandi bar sigurorð af spænska liðinu Valladolid, 32 -30, í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Leikurinn, sem fram fór í Þýskalandi, var sá fyrri af tveimur en sá síðari fer fram í Valladolid um næstu helgi. 24.3.2007 10:36
Ármann Smári í stað Gunnars Heiðars Ármann Smári Björnsson hjá Brann í Noregi var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu í stað Gunnars Heiðar Þorvaldssonar sem er meiddur. Þetta er þriðja breytingin sem Eyjólfur Sverrisson þjálfari hefur orðið að gera á landsliðshópnum. 23.3.2007 19:28
Kobe skorar yfir 50 stig í þriðja leiknum í röð Kobe Bryant skoraði 60 stig í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers sigraði Memphis. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Kobe skorar yfir 50 stig. 23.3.2007 19:24
Haukar og Keflavík unnu Haukar og Keflavík unnu fyrstu leikina í undanúrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Haukar höfðu undirtökin allan tímann í leiknum gegn ÍS í gærkvöldi. Í hálfleik var staðan 38-29. Ifeoma Okonkwo var stigahæst í Haukaliðinu, skoraði 30 stig auk þess sem hún tók 13 fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í liði ÍS, skoraði 16 stig en Casey Rost kom næst með 15. 23.3.2007 19:23
Verja níu og hálfum milljarði til íþróttamála Ríki og sveitarfélög verja 9 og hálfum milljarði króna til íþróttamála. Helmingur þeirrar upphæðar fer í rekstur íþróttamannvirkja. Þetta kemur fram í meistararitgerð Þórdísar Gísladóttur sem hún skrifaði við Háskólann á Bifröst. Þórdís hefur reiknað út að kostnaður hins opinbera af íþróttaunglingi sé 17-28 þúsund krónur á ári en að vímuefnaunglingur kosti samfélagið 1,7 til 2,9 milljónir króna. 23.3.2007 19:20
Búist við Richards í byrjunarliðinu Búist er við því að Micah Richards, hinn 18 ára varnarmaður Manchester City, eigi eftir að geta spilað með Englendingum á morgun.Hann náði að klára æfingu með enska landsliðinu í dag en Richards þurfti að fara af velli í sigurleik Manchester City gegn Middlesbrough í síðastliðinni viku. 23.3.2007 18:48
Birgir Leifur líklega áfram Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, lauk spilamennsku í dag á tveimur höggum undir pari. Í gær hafði hann spilað á tveimur höggum yfir og endar því á pari. Viðbúið er að hann komist í gegnum niðurskurðinn en Birgir er nú í 39. sæti ásamt hópi manna. 23.3.2007 17:34
Birgir Leifur á einu höggi yfir pari eftir 11 holur Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, er á einu höggi yfir pari þegar hann hefur leikið ellefu holur af átján á opna Madeira mótinu í golfi á eyjunni Madeira sem tilheyrir Portúgal. 23.3.2007 16:08
McClaren finnur ekki fyrir aukinni pressu Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist ekki finna fyrir meiri þrýstingi en venjulega fyrir viðureign Englendinga og Ísraela í undankeppni EM á morgun. Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir enska liðið enda er það nú í þriðja sæti í E-riðli eftir að hafa aðeins gert jafntefli við Makedóna og tapað fyrir Króötum í síðustu tveimur leikjum. 23.3.2007 14:55
Jóhann Gunnar eini nýliðinn í hópi Alfreðs Einn nýliði, Jóhann Gunnar Einarsson úr Fram, er í 17 manna landsliðshópi Alfreðs Gíslasonar sem tekur þátt í fjögurra landa í París um páskana. Tilkynnt var um hópinn í dag og er hann skipaður eftirtöldum leikmönnum: 23.3.2007 14:28
Owen vonast til að byrja að æfa í næsta mánuði Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen, leikmaður Newcastle, vonast til að geta hafið æfingar á ný í næsta mánuði en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut á hné á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í fyrrasumar. 23.3.2007 14:05
Ármann Smári í landsliðið í stað Gunnars Heiðars Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann, hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Spánverjum í næstu viku eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldssson, leikmaður Hannover, þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Gunnar hefur glímt við nárameiðsli og tóku þau sig upp eftir síðasta leik hans hjá Hannover eftir því sem segir á vef Knattspyrnusambands Íslands. 23.3.2007 11:06
Ég mun ekki skella á Arsene Wenger Thomas Sörensen, landsliðsmarkvörður Dana í knattspyrnu og markvörður Aston Villa, íhugar nú að óska eftir félagaskiptum til þess að geta leikið í Meistaradeildinni eða Evrópukeppni félagsliða. 23.3.2007 10:55
Barcelona neitar að tjá sig um hugsanleg vistaskipti Eiðs Spænska knattspyrnufélagið Barcelona neitar að tjá sig um fréttir þess efnis að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sé hugsanlega á leið frá félaginu og aftur til Englands. 23.3.2007 10:39
Stensson og Allenby efstir í Miami Svíinn Henrik Stenson og Ástralinn Robert Allenby hafa forystu eftir fyrsta hring á WGC-CA meistaramótinu í Miami sem er liður í PGA-mótaröðinni. 23.3.2007 09:47
Bob Woolmer var kyrktur Lögreglan á Jamaíku segir að Bob Woolmer, fyrrverandi þjálfari pakistanska krikketlandsliðsins, hafi verið kyrktur. Woolmer fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi í Kingston á sunnudagsmorgun, daginn eftir að pakistanska liðið féll óvænt úr leik á heimsmeistaramótinu á Jamaíku. Hann lést svo á sjúkrahúsi sama dag. 23.3.2007 09:34
Yfir 50 stig þrjá leiki í röð Kobe Bryant skoraði 60 stig í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers sigraði Memphis 121-119. Kobe komst þar með í metabækurnar því þetta var þriðji leikurinn í röð sem hann skorar yfir 50 stig. Hann er aðeins fjórði körfuboltakappinn sem skorar meira en 50 stig þrjá leiki í röð. Hinir þrír eru Wilt Chamberlain, Elgin Baylor og Michael Jordan. 23.3.2007 08:51
Knattspyrnusambandið rannsakar slátrunarhótanir Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að taka til meðferðar ummæli belgíska landsliðsmarkvarðarins Stijn Stijnen í dag, en hann sagði landa sína ætla að slátra Portúgalanum Cristiano Ronaldo þegar liðin mætast í landsleik á laugardaginn. 22.3.2007 22:00
Spenna í Keflavík Úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna hófst með látum í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka voru fjarri sínu besta í fyrsta leiknum gegn ÍS en höfðu engu að síður sigur 76-61. Keflavíkurstúlkur lögðu granna sína frá Grindavík á heimavelli 87-84 í hörkuleik. 22.3.2007 21:11
Jón með 8 stig í tapleik Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma töpuðu í kvöld á útivelli fyrir Maccabi Tel Aviv í Meistaradeildinni í körfubolta 79-72. Jón skoraði 8 stig og gaf 2 stoðsendingar á 19 mínútum. Hann var öflugur á lokasprettinum þegar ítalska liðið tók góða rispu, en heimamenn náðu að halda sínu og sigruðu. Þetta var fimmta tap Roma í röð í keppninni eftir sigur í fyrsta leik. 22.3.2007 21:00
Man Utd og Lille sektuð Manchester United og Lille voru í dag sektuð fyrir uppákomurnar sem urðu á leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði. Stuðningsmenn beggja liða höguðu sér illa og þá var öryggiskröfum ekki framfylgt. 22.3.2007 19:58
Grétar Rafn gjafmildur á afmæli sínu Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Grétar Rafn Steinsson, afþakkaði allar gjafir þegar hann hélt upp á afmæli sitt á árinu. Hann ákvað þess í stað að styrkja gott málefni. Hans Steinar Bjarnason greindi frá þessu í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld og fréttina má sjá á VefTV síðar í kvöld. 22.3.2007 19:41