Fleiri fréttir Njarðvík hafði betur í grannaslagnum Njarðvík endurheimti toppsætið í Iceland-Express deild karla í kvöld með góðum útisigri á grönnum sínum og erkifjendum í Keflavík, 70-83. Þá vann Skallagrímur öruggan sigur á Haukum í Borgarnesi, 122-106, og tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. 23.2.2007 21:05 Emerson orðaður við AC Milan Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid er nú sterklega orðaður við sölu til AC Milan, en hann hefur engan veginn náð sér á strik á Spáni í vetur. Emerson er sagður hafa neitað að spila í sigurleik Real á Bayern Munchen í Meistaradeildinni á þriðjudag og vilja forráðamenn spænska liðsins hann burt. 23.2.2007 20:30 Hooijdonk spilar sjö leiki í Ástralíu Hollenski framherjinn Pierre van Hooijdonk hefur ákveðið að ganga til liðs við ástralska úrvalsdeildarfélagið Perth Glory eftir núverandi keppnistímabil. Hooijdonk, sem er á mála hjá Feyenoord í Hollandi, skrifar undir mjög sérstakan samning sem gildir í sjö leiki og er hann sagður hljóta væna summu fyrir. 23.2.2007 19:30 Materazzi óánægður með Capello Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi hjá Inter Milan hefur gagnrýnt landa sinn Fabio Capello harðlega fyrir nýleg ummæli sín um ítalska knattspyrnu. Capello, sem nú stjórnar Real Madrid á Spáni, segir enga raunverulega samkeppni vera í ítölsku A-deildinni og því sé hún leiðinleg. Materazzi segir Capello vera að gera lítið úr sjálfum sér með ummælunum. 23.2.2007 18:30 Shevchenko er alveg eins og allir hinir Kerry Dixon, ein af helstu goðsögnum Chelsea, segir að frammistaða Andriy Shevchenko gegn Porto í Meistaradeildinni í vikunni sýni að úkraínski framherjinn sé kominn í sitt besta form. Dixon segir að Shevchenko sé ekkert frábrugðinn öðrum erlendum leikmönnum sem komi inn í ensku deildina – allir lendi í erfiðleikum fyrst um sinn. 23.2.2007 17:30 Button er ekki bjartsýnn Ökuþórinn Jenson Button segir að Honda bíllinn í ár standi öðrum bílum töluvert langt að baki og hann sé því ekki bjartsýnn á góðan árangur á komandi leiktíð í formúlu 1 kappakstrinum. Forráðamenn Honda liðsins höfðu áður gert sér vonir um að berjast um sjálfan heimsmeistaratitilinn á þessu tímabili. 23.2.2007 17:00 Howard gagnrýnir Ferguson Tim Howard, markvörður Everton, hefur opinberlega gagnrýnt fyrrum stjóra sinn Alex Ferguson fyrir stjórnarhætti sína. Howard var aðalmarkvörður Man. Utd. en féll í ónáð eftir að hafa átt nokkra slæma leiki. 23.2.2007 16:43 Inter ætlar að losa sig við Adriano Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano verður að öllum líkindum seldur frá Inter Milan í sumar og er talið að forráðamenn ítalska félagsins séu að undirbúa risatilboð í Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd, þar sem Adriano mun verða hluti að kaupverðinu. 23.2.2007 16:30 Ívar spilað allar mínúturnar með Reading Ívar Ingimarsson, miðvörður Reading, er einn af einungis 11 leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem leikið hefur allar mínúturnar af öllum leikjum, en 27 umferðum er nú lokið. 23.2.2007 16:23 Terry verður ekki lengi frá John Terry, fyrirliði ensku meistaranna í Chelsea, verður kominn aftur í slaginn mun fyrr en talið var í fyrstu eftir að hafa meiðst í vikunni og segir knattspyrnustjórinn Jose Mourinho að hann muni líklega getað spilað um næstu helgi. Hann hefur hins vegar verið útilokaður frá þáttöku í úrslitum deildabikarsins. 23.2.2007 16:10 Mourinho mun aldrei yfirgefa Chelsea Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var hinn önugasti á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Chelsea og Arsenal í deildabikarnum í morgun og brást illa við vangaveltum blaðamanna um að þetta gæti orðið síðasti titilinn sem hann vinnur með Chelsea. Mourinho svaraði fullum hálsi og sagðist aldrei ætla að yfirgefa stuðningsmenn Chelsea. 23.2.2007 16:00 Benitez væntir mikils af Mascherano Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, telur sig hafa gert kjarakaup í Javier Mascherano og segir argentínska miðjumanninn geta slegið rækilega í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Mascherano verður enn ein viðbótin í flóru spænskumælandi leikmanna á Anfield og telur Benitez að það muni koma til með að hjálpa honum mikið. 23.2.2007 15:37 Husqvarna TE 250 í 67 tíma test. Tímaritið Moto Verte í Frakklandi hefur verið að prufa nýja TE 250 enduro hjólið frá Husqvarna og kom hjólið út með háa einkun eftir 67 tíma prufu. Engar tæknilegar bilanir komu í ljós og ekkert viðhald sem slíkt,fyrir utan auðvitað hefðbundið viðhald og brotna hluti eftir dettur ökumanns. 23.2.2007 15:36 Crespo: Vil klára ferilinn hjá Inter Argentínski framherjinn Hernan Crespo vill ljúka knattspyrnuferli sínum hjá Inter Milan á Ítalíu. 23.2.2007 15:26 KR tapaði naumlega fyrir Rosenborg KR tapaði naumlega fyrir norsku meisturunum í Rosenborg, 1-0, á æfingamóti á La Manga í dag. Eftir því sem fram kemur á vef Nettavisen í Noregi áttu KR-ingar fínan leik og hefðu vel getað skorað mörk í leiknum. Það var Alexander Banor Tettey sem skoraði mark Rosenborg. 23.2.2007 14:46 Manning til bjargar Colts Leikstjórnandi Indianapolis Colts, Peyton Manning, hefur samþykkt breytingar á samningi sínum sem kemur til með að spara félaginu allt að 8 milljónir bandaríkjadollara. 23.2.2007 14:36 Bremen áfram í 16-liða úrslit UEFA-keppninnar Werder Bremen komst í hann krappann í gær þegar þeir mættu liði Ajax í seinni leik liðanna í 32- liða úrslitum UEFA-keppninar. 23.2.2007 14:35 Ungu leikmennirnir fá að spila Ungu leikmennirnir í liði Arsenal mun væntanlega verða í aðalhlutverki í úrslitaleik deildabikarsins á móti Chelsea sem háður verður á Þúsaldarvellinum í Cardiff á sunnudaginn. Þjálfari Arsenal, Arsene Wenger, hefur notað keppnina sem stökkpall fyrir reynsluminni sveina liðsins og þeir hafa heldur betur nýtt tækifærið. Wenger er ekki sagður ætla að gera miklar breytingar á sínu liði. 23.2.2007 14:23 Ranieri sáttur þrátt fyrir tap Þjálfari Parma, Claudio Ranieri, var sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir tap á móti Sporting Braga í UEFA bikarkeppninni í gærkvöldi 1-0. Tap Parma og Livorno í gær þýðir að Ítalir eru án fulltrúa en 16 lið eru eftir í keppninni. 23.2.2007 13:04 Vörnin hjá Munchen í ólagi Bayern Munchen, sem er tólf stigum á eftir Schalke í kapphlaupinu um þýska meistaratitilinn, gæti átt erfitt með að manna vörn sína fyrir leik helgarinnar þar sem þeir mæta Wolfsburg. Tveir leikmenn eru í leikbanni þeir Willy Sagniol og Martin Demichelis, Valerien Ismael er meiddur og Daniel van Buyten er ekki talinn geta leikið vegna meiðsla. 23.2.2007 11:41 Fullkomið kvöld hjá spænskum liðum Öll spænsku liðin í UEFA bikarkeppninni komust áfram í gærkvöldi. 23.2.2007 11:25 Pardew myndi verða kurteis Fyrrverandi stjóri West Ham og núverandi stjóri Charlton, Alan Pardew, segir að hann myndi vera kurteis við Eggert Magnússon ef þeir myndu mætast út á götu. Pardew var sem kunnugt er rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri West Ham eftir að Eggert kom til félagsins. 23.2.2007 11:07 Óánægður með leik Leverkusen Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, var ekki ánægður með leik Leverkusen á Ewood Park í gærkvöld. Liðin skildu jöfn en fyrri leikur liðanna lyktaði með 3-2 sigri þjóðverjanna. 23.2.2007 10:39 Snocross á Vaðlaheiði Önnur umferð í WPSA Snocross verður austan Akureyrar,nánar tiltekið upp á Vaðlaheiði núna um helgina og hefst keppninn kl 14:00. Þar munu allir helstu snocross ökumenn leiða hesta sína og verður víst hrikaleg barátta á milli manna. 23.2.2007 10:11 Naumur sigur Wizards á Kings Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld þar sem Washington Wizards unnu meðal annars mjög nauman sigur á Sacramento Kings, 109-106. Nokkrar deilur urðu í lok leiksins þar sem Kings töldu að John Salmons hefði jafnað leikinn með flautukörfu. 23.2.2007 09:17 Tímabilið í versta falli búið hjá Wade Dwyane Wade, besti leikmaður NBA meistara Miami Heat í körfubolta, gæti í versta falli þurft að sætta sig við að spila ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Þetta eru niðurstöður fundar hans við lækna liðsins í kvöld, en Wade fór úr axlarlið í fyrrakvöld. 23.2.2007 01:31 LA Lakers hársbreidd frá að landa Jason Kidd Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. 22.2.2007 22:04 Roma tapaði fyrir Tel Aviv Jón Arnór Stefánsson og félagar í ítalska liðinu Lottomatica Roma töpuðu í kvöld fyrir Maccabi Tel Aviv á heimavelli í Meistaradeildinni í körfubolta 71-69. Jón Arnór spilaði 14 mínútur í leiknum og skoraði 4 stig. 22.2.2007 22:01 KR lagði ÍR Fjórir leikir fóru fram í karlakörfunni í kvöld og einn í kvennaflokki. Í úrvalsdeild karla vann KR góðan sigur á ÍR 89-81, Snæfell lagði Hamar 83-60, Grindavík lagði Tindastól 109-99 og Fjölnir lagði Þór 102-91 í framlengingu. Í kvennaflokki völtuðu Íslandsmeistarar Hauka yfir Breiðablik 116-74. 22.2.2007 21:56 Newcastle í 16-liða úrslit Enska liðið Newcastle tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með 1-0 sigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem á heimavelli. Það var Obafemi Martins sem skoraði sigurmark Newcastle, sem mætir Grétari Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar í næstu umferð. AZ gerði 2-2 jafntefli við Fenerbahce í kvöld og fór áfram á útimörkum. 22.2.2007 21:48 Dennis Johnson látinn Fyrrum NBA leikmaðurinn Dennis Johnson sem gerði garðinn frægan með Seattle Supersonics og Boston Celtics á níunda áratugnum er látinn. Johnson var þjálfari Austin Toros í æfingadeildinni í NBA og var bráðkvaddur á æfingu liðsins í dag. Hann var aðeins 52 ára gamall. 22.2.2007 21:30 Blackburn úr leik í Evrópukeppninni Enska liðið Blackburn er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 0-0 jafntefli gegn Leverkusen í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum keppninnar á Ewood Park í kvöld. Leverkusen vann fyrri leikinn 3-2 og er komið í 16-liða úrslit. Blackburn fékk nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum en náði ekki að nýta þau og er fallið úr leik. 22.2.2007 19:56 Græddu vel á golftilþrifum Bellamy Það er sannarlega ekkert nýtt undir sólinni þegar kemur að veðbönkum í Bretlandi og nokkrir stuðningsmanna Liverpool högnuðust vel í gærkvöldi þegar þeir veðjuðu á leik Barcelona og Liverpool í Meistaradeildinni. 22.2.2007 19:12 Markalaust á Ewood Park í hálfleik Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leik Blackburn og Bayer Leverkusen á Ewood Park, en leikurinn er sýndur beint á Sýn. Þetta er síðari leikur liðanna í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og hefur þýska liðið 3-2 forystu frá fyrri leiknum. Blacburn nægir því 1-0 sigur á heimavelli til að komast áfram í keppninni. 22.2.2007 18:54 Fyrsta kvenkyns dómaraparið dæmir í kvöld Sá sögulegi viðburður á sér stað í fyrsta sinn á Íslandi í kvöld að konur verða dómarapar í leik í efstu deild. Þetta eru þær Indíana Sólveig Marquez og Georgía Olga Kristiansen. Báðar hafa þær dæmt leiki með körlum í vetur en þetta mun vera í fyrsta sinn sem tvær konur dæma sama leikinn. Þær dæma leik Hauka og Breiðabliks í kvennadeildinni. 22.2.2007 18:38 Beletti verður frá í tvær vikur Spánarmeistarar Barcelona fengu ekki að njóta þess lengi að vera með fullskipaðan hóp eftir meiðsli lykilmanna í vetur, því brasilíski varnarmaðurinn Juliano Belletti meiddist í leiknum í Liverpool í Meistaradeildinni í gær og verður frá í tvær vikur. Hann missir því af deildarleikjum gegn Bilbao og Sevilla og verður væntanlega tæpur fyrir síðari leikinn gegn Liverpool þann 6. mars. 22.2.2007 18:32 Wenger ætlar að halda sig við sama hóp Arsene Wenger segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahóp sínum fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum á sunnudaginn, en þangað er liðið komið þrátt fyrir að spila mikið á minni spámönnum alla keppnina. Það kom ekki að sök í undanúrslitunum þar sem margar af varaskeifum liðsins unnu sannfærandi sigur á Liverpool. 22.2.2007 18:27 Óvíst hvað Wade verður lengi frá keppni Dwyane Wade hjá Miami Heat fór í nótt úr axlarlið þegar meistararnir töpuðu fyrir Houston Rockets. Enn hefur ekki verið staðfest hvað leikmaðurinn verður lengi frá keppni, en þess má geta að Vladimir Radmanovic hjá LA Lakers hlaut sömu meiðsli fyrir nokkru og hann verður frá í tvo mánuði, svo útlitið er ekki gott hjá meisturunum. 22.2.2007 18:22 Falsaðir miðar ollu troðningi Forráðamenn franska liðsins Lille halda því fram að troðningurinn sem varð í áhorfendastæði liðsins í leiknum við Manchester United hafi orðið vegna þess að stuðningsmenn enska liðsins hafi falsað aðgöngumiða og því verið of margir í stæðinu. 22.2.2007 17:59 Blackburn - Leverkusen í beinni á Sýn Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld en þar verða spilaðir síðari leikirnir í 32-liða úrslitum keppninnar. Leikur Blackburn og Bayer Leverkusen verður sýndur beint á Sýn klukkan 18 en þar hefur þýska liðið 3-2 forskot úr fyrri leiknum í Þýskalandi. 22.2.2007 16:48 Fjórir leikir í úrvalsdeild karla í kvöld Fjórir áhugaverðir leikir verða á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur í kvennakörfunni. Grindavík tekur á móti Tindastól, KR fær ÍR í heimsókn, Snæfell tekur á móti Hamri og þá tekur Fjölnir á móti Þór frá Þorlákshöfn. Í kvennaflokki geta Haukastúlkur farið langleiðina með að tryggja sér efsta sætið í deildinni með sigri á Breiðablik. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. 22.2.2007 16:44 Cole spilaði með varaliði Chelsea Bakvörðurinn Ashley Cole átti vel heppnaða endurkomu með varaliði Chelsea í gærkvöld en hann hafði ekki spilað síðan hann meiddist á hné í leik gegn Blackburn í síðasta mánuði. Ekki er talið útilokað að Cole geti verið með Chelsea í úrslitaleik deildarbikarsins gegn fyrrum félögum sínum í Arsenal á sunnudaginn. 22.2.2007 15:15 Lille kærir mark Man Utd. Franska knattspyrnufélagið Lille hefur kært mark Ryan Giggs í leik Lille og Manchester United í Meistarkeppni Evrópu í fyrrakvöld til UEFA. Giggs skoraði markið beint úr aukaspyrnu án þess að dómarinn hefði flautað til spyrnunnar sérstaklega. 22.2.2007 14:53 Verðlaunafé á Wimbledon jafnað Verðlaunafé á hinu sögufræga Wimbledon móti í tennis verður jafnt í karla- og kvennaflokki í fyrsta sinn í sögunni þegar mótið fer fram í sumar og verður það í fyrsta sinn sýnt í beinni útsendingu á Sýn. Nú eru öll stórmótin búin að jafna verðlaunafé í karla- og kvennaflokki nema opna franska meistaramótið, en þar er aðeins jafnt verðlaunafé fyrir sigurvegarana. 22.2.2007 13:59 Reyes gagnrýnir Capello Jose Antonio Reyes hefur nú fetað í fótspor félaga síns Robinho hjá Real Madrid með því að væla yfir vinnuaðferðum þjálfara síns í fjölmiðlum. Reyes er lánsmaður frá Arsenal og í gær sagðist hann hvorki skilja upp né niður í vinnubrögðum þjálfara síns. 22.2.2007 09:15 Sjá næstu 50 fréttir
Njarðvík hafði betur í grannaslagnum Njarðvík endurheimti toppsætið í Iceland-Express deild karla í kvöld með góðum útisigri á grönnum sínum og erkifjendum í Keflavík, 70-83. Þá vann Skallagrímur öruggan sigur á Haukum í Borgarnesi, 122-106, og tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. 23.2.2007 21:05
Emerson orðaður við AC Milan Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid er nú sterklega orðaður við sölu til AC Milan, en hann hefur engan veginn náð sér á strik á Spáni í vetur. Emerson er sagður hafa neitað að spila í sigurleik Real á Bayern Munchen í Meistaradeildinni á þriðjudag og vilja forráðamenn spænska liðsins hann burt. 23.2.2007 20:30
Hooijdonk spilar sjö leiki í Ástralíu Hollenski framherjinn Pierre van Hooijdonk hefur ákveðið að ganga til liðs við ástralska úrvalsdeildarfélagið Perth Glory eftir núverandi keppnistímabil. Hooijdonk, sem er á mála hjá Feyenoord í Hollandi, skrifar undir mjög sérstakan samning sem gildir í sjö leiki og er hann sagður hljóta væna summu fyrir. 23.2.2007 19:30
Materazzi óánægður með Capello Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi hjá Inter Milan hefur gagnrýnt landa sinn Fabio Capello harðlega fyrir nýleg ummæli sín um ítalska knattspyrnu. Capello, sem nú stjórnar Real Madrid á Spáni, segir enga raunverulega samkeppni vera í ítölsku A-deildinni og því sé hún leiðinleg. Materazzi segir Capello vera að gera lítið úr sjálfum sér með ummælunum. 23.2.2007 18:30
Shevchenko er alveg eins og allir hinir Kerry Dixon, ein af helstu goðsögnum Chelsea, segir að frammistaða Andriy Shevchenko gegn Porto í Meistaradeildinni í vikunni sýni að úkraínski framherjinn sé kominn í sitt besta form. Dixon segir að Shevchenko sé ekkert frábrugðinn öðrum erlendum leikmönnum sem komi inn í ensku deildina – allir lendi í erfiðleikum fyrst um sinn. 23.2.2007 17:30
Button er ekki bjartsýnn Ökuþórinn Jenson Button segir að Honda bíllinn í ár standi öðrum bílum töluvert langt að baki og hann sé því ekki bjartsýnn á góðan árangur á komandi leiktíð í formúlu 1 kappakstrinum. Forráðamenn Honda liðsins höfðu áður gert sér vonir um að berjast um sjálfan heimsmeistaratitilinn á þessu tímabili. 23.2.2007 17:00
Howard gagnrýnir Ferguson Tim Howard, markvörður Everton, hefur opinberlega gagnrýnt fyrrum stjóra sinn Alex Ferguson fyrir stjórnarhætti sína. Howard var aðalmarkvörður Man. Utd. en féll í ónáð eftir að hafa átt nokkra slæma leiki. 23.2.2007 16:43
Inter ætlar að losa sig við Adriano Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano verður að öllum líkindum seldur frá Inter Milan í sumar og er talið að forráðamenn ítalska félagsins séu að undirbúa risatilboð í Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd, þar sem Adriano mun verða hluti að kaupverðinu. 23.2.2007 16:30
Ívar spilað allar mínúturnar með Reading Ívar Ingimarsson, miðvörður Reading, er einn af einungis 11 leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem leikið hefur allar mínúturnar af öllum leikjum, en 27 umferðum er nú lokið. 23.2.2007 16:23
Terry verður ekki lengi frá John Terry, fyrirliði ensku meistaranna í Chelsea, verður kominn aftur í slaginn mun fyrr en talið var í fyrstu eftir að hafa meiðst í vikunni og segir knattspyrnustjórinn Jose Mourinho að hann muni líklega getað spilað um næstu helgi. Hann hefur hins vegar verið útilokaður frá þáttöku í úrslitum deildabikarsins. 23.2.2007 16:10
Mourinho mun aldrei yfirgefa Chelsea Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var hinn önugasti á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Chelsea og Arsenal í deildabikarnum í morgun og brást illa við vangaveltum blaðamanna um að þetta gæti orðið síðasti titilinn sem hann vinnur með Chelsea. Mourinho svaraði fullum hálsi og sagðist aldrei ætla að yfirgefa stuðningsmenn Chelsea. 23.2.2007 16:00
Benitez væntir mikils af Mascherano Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, telur sig hafa gert kjarakaup í Javier Mascherano og segir argentínska miðjumanninn geta slegið rækilega í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Mascherano verður enn ein viðbótin í flóru spænskumælandi leikmanna á Anfield og telur Benitez að það muni koma til með að hjálpa honum mikið. 23.2.2007 15:37
Husqvarna TE 250 í 67 tíma test. Tímaritið Moto Verte í Frakklandi hefur verið að prufa nýja TE 250 enduro hjólið frá Husqvarna og kom hjólið út með háa einkun eftir 67 tíma prufu. Engar tæknilegar bilanir komu í ljós og ekkert viðhald sem slíkt,fyrir utan auðvitað hefðbundið viðhald og brotna hluti eftir dettur ökumanns. 23.2.2007 15:36
Crespo: Vil klára ferilinn hjá Inter Argentínski framherjinn Hernan Crespo vill ljúka knattspyrnuferli sínum hjá Inter Milan á Ítalíu. 23.2.2007 15:26
KR tapaði naumlega fyrir Rosenborg KR tapaði naumlega fyrir norsku meisturunum í Rosenborg, 1-0, á æfingamóti á La Manga í dag. Eftir því sem fram kemur á vef Nettavisen í Noregi áttu KR-ingar fínan leik og hefðu vel getað skorað mörk í leiknum. Það var Alexander Banor Tettey sem skoraði mark Rosenborg. 23.2.2007 14:46
Manning til bjargar Colts Leikstjórnandi Indianapolis Colts, Peyton Manning, hefur samþykkt breytingar á samningi sínum sem kemur til með að spara félaginu allt að 8 milljónir bandaríkjadollara. 23.2.2007 14:36
Bremen áfram í 16-liða úrslit UEFA-keppninnar Werder Bremen komst í hann krappann í gær þegar þeir mættu liði Ajax í seinni leik liðanna í 32- liða úrslitum UEFA-keppninar. 23.2.2007 14:35
Ungu leikmennirnir fá að spila Ungu leikmennirnir í liði Arsenal mun væntanlega verða í aðalhlutverki í úrslitaleik deildabikarsins á móti Chelsea sem háður verður á Þúsaldarvellinum í Cardiff á sunnudaginn. Þjálfari Arsenal, Arsene Wenger, hefur notað keppnina sem stökkpall fyrir reynsluminni sveina liðsins og þeir hafa heldur betur nýtt tækifærið. Wenger er ekki sagður ætla að gera miklar breytingar á sínu liði. 23.2.2007 14:23
Ranieri sáttur þrátt fyrir tap Þjálfari Parma, Claudio Ranieri, var sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir tap á móti Sporting Braga í UEFA bikarkeppninni í gærkvöldi 1-0. Tap Parma og Livorno í gær þýðir að Ítalir eru án fulltrúa en 16 lið eru eftir í keppninni. 23.2.2007 13:04
Vörnin hjá Munchen í ólagi Bayern Munchen, sem er tólf stigum á eftir Schalke í kapphlaupinu um þýska meistaratitilinn, gæti átt erfitt með að manna vörn sína fyrir leik helgarinnar þar sem þeir mæta Wolfsburg. Tveir leikmenn eru í leikbanni þeir Willy Sagniol og Martin Demichelis, Valerien Ismael er meiddur og Daniel van Buyten er ekki talinn geta leikið vegna meiðsla. 23.2.2007 11:41
Fullkomið kvöld hjá spænskum liðum Öll spænsku liðin í UEFA bikarkeppninni komust áfram í gærkvöldi. 23.2.2007 11:25
Pardew myndi verða kurteis Fyrrverandi stjóri West Ham og núverandi stjóri Charlton, Alan Pardew, segir að hann myndi vera kurteis við Eggert Magnússon ef þeir myndu mætast út á götu. Pardew var sem kunnugt er rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri West Ham eftir að Eggert kom til félagsins. 23.2.2007 11:07
Óánægður með leik Leverkusen Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, var ekki ánægður með leik Leverkusen á Ewood Park í gærkvöld. Liðin skildu jöfn en fyrri leikur liðanna lyktaði með 3-2 sigri þjóðverjanna. 23.2.2007 10:39
Snocross á Vaðlaheiði Önnur umferð í WPSA Snocross verður austan Akureyrar,nánar tiltekið upp á Vaðlaheiði núna um helgina og hefst keppninn kl 14:00. Þar munu allir helstu snocross ökumenn leiða hesta sína og verður víst hrikaleg barátta á milli manna. 23.2.2007 10:11
Naumur sigur Wizards á Kings Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld þar sem Washington Wizards unnu meðal annars mjög nauman sigur á Sacramento Kings, 109-106. Nokkrar deilur urðu í lok leiksins þar sem Kings töldu að John Salmons hefði jafnað leikinn með flautukörfu. 23.2.2007 09:17
Tímabilið í versta falli búið hjá Wade Dwyane Wade, besti leikmaður NBA meistara Miami Heat í körfubolta, gæti í versta falli þurft að sætta sig við að spila ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Þetta eru niðurstöður fundar hans við lækna liðsins í kvöld, en Wade fór úr axlarlið í fyrrakvöld. 23.2.2007 01:31
LA Lakers hársbreidd frá að landa Jason Kidd Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. 22.2.2007 22:04
Roma tapaði fyrir Tel Aviv Jón Arnór Stefánsson og félagar í ítalska liðinu Lottomatica Roma töpuðu í kvöld fyrir Maccabi Tel Aviv á heimavelli í Meistaradeildinni í körfubolta 71-69. Jón Arnór spilaði 14 mínútur í leiknum og skoraði 4 stig. 22.2.2007 22:01
KR lagði ÍR Fjórir leikir fóru fram í karlakörfunni í kvöld og einn í kvennaflokki. Í úrvalsdeild karla vann KR góðan sigur á ÍR 89-81, Snæfell lagði Hamar 83-60, Grindavík lagði Tindastól 109-99 og Fjölnir lagði Þór 102-91 í framlengingu. Í kvennaflokki völtuðu Íslandsmeistarar Hauka yfir Breiðablik 116-74. 22.2.2007 21:56
Newcastle í 16-liða úrslit Enska liðið Newcastle tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með 1-0 sigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem á heimavelli. Það var Obafemi Martins sem skoraði sigurmark Newcastle, sem mætir Grétari Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar í næstu umferð. AZ gerði 2-2 jafntefli við Fenerbahce í kvöld og fór áfram á útimörkum. 22.2.2007 21:48
Dennis Johnson látinn Fyrrum NBA leikmaðurinn Dennis Johnson sem gerði garðinn frægan með Seattle Supersonics og Boston Celtics á níunda áratugnum er látinn. Johnson var þjálfari Austin Toros í æfingadeildinni í NBA og var bráðkvaddur á æfingu liðsins í dag. Hann var aðeins 52 ára gamall. 22.2.2007 21:30
Blackburn úr leik í Evrópukeppninni Enska liðið Blackburn er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 0-0 jafntefli gegn Leverkusen í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum keppninnar á Ewood Park í kvöld. Leverkusen vann fyrri leikinn 3-2 og er komið í 16-liða úrslit. Blackburn fékk nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum en náði ekki að nýta þau og er fallið úr leik. 22.2.2007 19:56
Græddu vel á golftilþrifum Bellamy Það er sannarlega ekkert nýtt undir sólinni þegar kemur að veðbönkum í Bretlandi og nokkrir stuðningsmanna Liverpool högnuðust vel í gærkvöldi þegar þeir veðjuðu á leik Barcelona og Liverpool í Meistaradeildinni. 22.2.2007 19:12
Markalaust á Ewood Park í hálfleik Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leik Blackburn og Bayer Leverkusen á Ewood Park, en leikurinn er sýndur beint á Sýn. Þetta er síðari leikur liðanna í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og hefur þýska liðið 3-2 forystu frá fyrri leiknum. Blacburn nægir því 1-0 sigur á heimavelli til að komast áfram í keppninni. 22.2.2007 18:54
Fyrsta kvenkyns dómaraparið dæmir í kvöld Sá sögulegi viðburður á sér stað í fyrsta sinn á Íslandi í kvöld að konur verða dómarapar í leik í efstu deild. Þetta eru þær Indíana Sólveig Marquez og Georgía Olga Kristiansen. Báðar hafa þær dæmt leiki með körlum í vetur en þetta mun vera í fyrsta sinn sem tvær konur dæma sama leikinn. Þær dæma leik Hauka og Breiðabliks í kvennadeildinni. 22.2.2007 18:38
Beletti verður frá í tvær vikur Spánarmeistarar Barcelona fengu ekki að njóta þess lengi að vera með fullskipaðan hóp eftir meiðsli lykilmanna í vetur, því brasilíski varnarmaðurinn Juliano Belletti meiddist í leiknum í Liverpool í Meistaradeildinni í gær og verður frá í tvær vikur. Hann missir því af deildarleikjum gegn Bilbao og Sevilla og verður væntanlega tæpur fyrir síðari leikinn gegn Liverpool þann 6. mars. 22.2.2007 18:32
Wenger ætlar að halda sig við sama hóp Arsene Wenger segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahóp sínum fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum á sunnudaginn, en þangað er liðið komið þrátt fyrir að spila mikið á minni spámönnum alla keppnina. Það kom ekki að sök í undanúrslitunum þar sem margar af varaskeifum liðsins unnu sannfærandi sigur á Liverpool. 22.2.2007 18:27
Óvíst hvað Wade verður lengi frá keppni Dwyane Wade hjá Miami Heat fór í nótt úr axlarlið þegar meistararnir töpuðu fyrir Houston Rockets. Enn hefur ekki verið staðfest hvað leikmaðurinn verður lengi frá keppni, en þess má geta að Vladimir Radmanovic hjá LA Lakers hlaut sömu meiðsli fyrir nokkru og hann verður frá í tvo mánuði, svo útlitið er ekki gott hjá meisturunum. 22.2.2007 18:22
Falsaðir miðar ollu troðningi Forráðamenn franska liðsins Lille halda því fram að troðningurinn sem varð í áhorfendastæði liðsins í leiknum við Manchester United hafi orðið vegna þess að stuðningsmenn enska liðsins hafi falsað aðgöngumiða og því verið of margir í stæðinu. 22.2.2007 17:59
Blackburn - Leverkusen í beinni á Sýn Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld en þar verða spilaðir síðari leikirnir í 32-liða úrslitum keppninnar. Leikur Blackburn og Bayer Leverkusen verður sýndur beint á Sýn klukkan 18 en þar hefur þýska liðið 3-2 forskot úr fyrri leiknum í Þýskalandi. 22.2.2007 16:48
Fjórir leikir í úrvalsdeild karla í kvöld Fjórir áhugaverðir leikir verða á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur í kvennakörfunni. Grindavík tekur á móti Tindastól, KR fær ÍR í heimsókn, Snæfell tekur á móti Hamri og þá tekur Fjölnir á móti Þór frá Þorlákshöfn. Í kvennaflokki geta Haukastúlkur farið langleiðina með að tryggja sér efsta sætið í deildinni með sigri á Breiðablik. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. 22.2.2007 16:44
Cole spilaði með varaliði Chelsea Bakvörðurinn Ashley Cole átti vel heppnaða endurkomu með varaliði Chelsea í gærkvöld en hann hafði ekki spilað síðan hann meiddist á hné í leik gegn Blackburn í síðasta mánuði. Ekki er talið útilokað að Cole geti verið með Chelsea í úrslitaleik deildarbikarsins gegn fyrrum félögum sínum í Arsenal á sunnudaginn. 22.2.2007 15:15
Lille kærir mark Man Utd. Franska knattspyrnufélagið Lille hefur kært mark Ryan Giggs í leik Lille og Manchester United í Meistarkeppni Evrópu í fyrrakvöld til UEFA. Giggs skoraði markið beint úr aukaspyrnu án þess að dómarinn hefði flautað til spyrnunnar sérstaklega. 22.2.2007 14:53
Verðlaunafé á Wimbledon jafnað Verðlaunafé á hinu sögufræga Wimbledon móti í tennis verður jafnt í karla- og kvennaflokki í fyrsta sinn í sögunni þegar mótið fer fram í sumar og verður það í fyrsta sinn sýnt í beinni útsendingu á Sýn. Nú eru öll stórmótin búin að jafna verðlaunafé í karla- og kvennaflokki nema opna franska meistaramótið, en þar er aðeins jafnt verðlaunafé fyrir sigurvegarana. 22.2.2007 13:59
Reyes gagnrýnir Capello Jose Antonio Reyes hefur nú fetað í fótspor félaga síns Robinho hjá Real Madrid með því að væla yfir vinnuaðferðum þjálfara síns í fjölmiðlum. Reyes er lánsmaður frá Arsenal og í gær sagðist hann hvorki skilja upp né niður í vinnubrögðum þjálfara síns. 22.2.2007 09:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti