LA Lakers hársbreidd frá að landa Jason Kidd 22. febrúar 2007 22:04 Ekkert varð af fyrirhuguðum félagaskiptum Jason Kidd, en heimildir herma að Lakers hafi samþykkt skilmála New Jersey um að fá hann í kvöld NordicPhotos/GettyImages Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. Fyrr í kvöld skipti Dallas leikstjórnandanum Anthony Johnson til Atlanta Hawks og fékk í staðinn valrétt í annari umferð í nýliðavalinu næsta sumar. Það voru svo Portland og Toronto sem gerðu með sér einu markverðu skiptin þegar Fred Jones var sendur frá Toronto til Portland í skiptum fyrir Juan Dixon. Báðir leikmenn eru varaskeifur hjá sínum liðum, en fá nú að byrja með hreint borð á nýjum stað - á hinum enda landsins. Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets, Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og Mike Bibby hjá Sacramento Kings voru þeir leikmenn sem hvað mestan áhuga höfðu vakið fyrir lokun félagaskiptagluggans, en ljóst er að þeir fara hvergi. Þegar hafa borist fréttir af því hvernig samningaviðræður milli liða þróuðust í dag og í kvöld. Cleveland reyndi ákaft að fá leikstjórnandann Mike Bibby frá Sacramento og var Phoenix komið inn í þær viðræður. Skiptin strönduðu hinsvegar á því að Phoenix var aðeins tilbúið að láta leikstjórnandann Marcus Banks fara í skiptunum en Sacramento og Cleveland höfðu engan áhuga á að fá hann. Sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Jerry Buss, eigandi LA Lakers, hafi blandað sér harðlega í viðræðurnar við New Jersey um að fá Jason Kidd til Los Angeles og staðhæfir að Lakers-menn hafi gengið frá borði í kvöld fullvissir um að vera búnir að landa leikstjórnandanum. Ekkert varð hinsvegar af þeim viðskiptum og því ljóst að annað hvort Kidd eða eigandi New Jersey skiptu um skoðun - eða vildu aldrei framkvæma skiptin. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira
Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. Fyrr í kvöld skipti Dallas leikstjórnandanum Anthony Johnson til Atlanta Hawks og fékk í staðinn valrétt í annari umferð í nýliðavalinu næsta sumar. Það voru svo Portland og Toronto sem gerðu með sér einu markverðu skiptin þegar Fred Jones var sendur frá Toronto til Portland í skiptum fyrir Juan Dixon. Báðir leikmenn eru varaskeifur hjá sínum liðum, en fá nú að byrja með hreint borð á nýjum stað - á hinum enda landsins. Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets, Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og Mike Bibby hjá Sacramento Kings voru þeir leikmenn sem hvað mestan áhuga höfðu vakið fyrir lokun félagaskiptagluggans, en ljóst er að þeir fara hvergi. Þegar hafa borist fréttir af því hvernig samningaviðræður milli liða þróuðust í dag og í kvöld. Cleveland reyndi ákaft að fá leikstjórnandann Mike Bibby frá Sacramento og var Phoenix komið inn í þær viðræður. Skiptin strönduðu hinsvegar á því að Phoenix var aðeins tilbúið að láta leikstjórnandann Marcus Banks fara í skiptunum en Sacramento og Cleveland höfðu engan áhuga á að fá hann. Sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Jerry Buss, eigandi LA Lakers, hafi blandað sér harðlega í viðræðurnar við New Jersey um að fá Jason Kidd til Los Angeles og staðhæfir að Lakers-menn hafi gengið frá borði í kvöld fullvissir um að vera búnir að landa leikstjórnandanum. Ekkert varð hinsvegar af þeim viðskiptum og því ljóst að annað hvort Kidd eða eigandi New Jersey skiptu um skoðun - eða vildu aldrei framkvæma skiptin.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira