Körfubolti

Fyrsta kvenkyns dómaraparið dæmir í kvöld

Georgía Olga Kristiansen
Georgía Olga Kristiansen Mynd/Heiða

Sá sögulegi viðburður á sér stað í fyrsta sinn á Íslandi í kvöld að konur verða dómarapar í leik í efstu deild. Þetta eru þær Indíana Sólveig Marquez og Georgía Olga Kristiansen. Báðar hafa þær dæmt leiki með körlum í vetur en þetta mun vera í fyrsta sinn sem tvær konur dæma sama leikinn. Þær dæma leik Hauka og Breiðabliks í kvennadeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.