Fleiri fréttir Erfiðast að venjast veðrinu Ekki eru allir útlendingar í ensku úrvalsdeildinni lengi að smella inn í knattspyrnuna þar í landi og á meðan hvorki gengur né rekur hjá framherjanum Andriy Shevchenko hjá Chelsea, hefur Ítalinn Vincenzo Montella farið á kostum í fyrstu leikjum sínum með Fulham. 22.1.2007 12:37 Shay Given verður frá í mánuð Írski markvörðurinn Shay Given verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð eftir að hann tognaði á nára í leiknum við West Ham um helgina sem lauk með jafntefli 2-2. Þetta er í annað sinn sem Given meiðist gegn West Ham á þessari leiktíð. Liðið er þó ekki á flæðiskeri statt, því varamarkvörðurinn Steven Harper hefur þegar náð sér af sínum meiðslum. 22.1.2007 12:29 Anelka vill fara aftur til Arsenal Franski framherjinn Nicolas Anelka viðurkenndi í samtali við fjölmiðla í heimalandi sínu um helgina að hann væri vel til í að fara aftur til Arsenal, þar sem hann hóf feril sinn á Englandi á sínum tíma. Þessi ummæli hans fara eflaust öfug ofan í knattspyrnustjóra hans Sam Allardyce hjá Bolton. 22.1.2007 12:22 Fernandes í læknisskoðun hjá Everton Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er nú í viðræðum við miðjumanninn Manuel Fernandes hjá Benfica og gengur væntanlega frá lánssamningi við hann í dag ef hann stenst læknisskoðun sem stendur yfir nú í hádeginu. Fernandes er tvítugur og ef hann stendur sig vel fram á vor mun hann væntanlega ganga formlega í raðir Everton í sumar. Hann var áður hjá Portsmouth og spilaði þar 12 leiki. 22.1.2007 12:18 Baros á leið til Lyon Forráðamenn Lyon í Frakklandi segja að nú sé aðeins klukkutímaspursmál hvenær liðið landi tékkneska framherjanum Milan Baros frá Aston Villa. Félögin hafa verið í viðræðum síðan á föstudag og forseti franska félagsins er mjög bjartsýnn á að ná að klára viðskiptin fljótlega. 22.1.2007 12:15 10 milljón punda tilboð í Bale væntanlegt Breska sjónvarpið greindi frá því í morgun að ónefnt félag væri að íhuga að gera 10 milljón punda kauptilboð í velska ungstirnið Gareth Bale hjá Southampton. Félagið hefur tekið það fram að Bale verði ekki seldur fyrr en í fyrsta lagi í sumar og hefur þegar neitað tilboðum á bilinu 6-8 milljónir punda frá félögum eins og Tottenham og Manchester United. 22.1.2007 12:11 Ekkert aðhafst í máli Ding Alþjóða snókersambandið ætlar ekki að aðhafast frekar í máli mannsins sem vísað var úr húsi á úrslitaleiknum á Masters-mótinu í gær þegar kínverski spilarinn Ding Junhui gekk úr salnum á tímabili vegna athugasemda áhorfenda sem hann sagði hafa truflað einbeitingu sína. Ronnie "The Rocket" O´Sullivan rúllaði Ding upp 10-3 í úrslitaleiknum og sýndi einhverja bestu spilamennsku sem sést hefur á mótinu. 22.1.2007 12:07 United mun halda velli Arsene Wenger segir að titilvonir Manchester United hafi ekki beðið hnekki í gær þrátt fyrir tapið fyrir Arsenal. "United er mjög sigurstranglegt í deildinni og þó tapið fyrir okkur hafi verið þeim mikið áfall, veit ég að liðið mun taka sig saman í andlitinu og halda áfram að vinna. Það er hinsvegar fínt fyrir deildina að allir séu enn inni í myndinni," sagði Wenger. 22.1.2007 12:02 Sharapova í átta manna úrslit Maria Sharapova tryggði sér í nótt sæti í átta liða úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis þegar hún lagði baráttuglaða Veru Svonarevu 7-6 og 6-4. Kim Clijsters er sömuleiðis komin í undanúrslitin eftir sigur á Danielu Hantuchovu og mætir Martinu Hingis í næstu umferð. 22.1.2007 11:54 Indianapolis Colts og Chicago Bears leika um ofurskálina Það verða Indianapolis Colts og Chicago Bears sem mætast í úrslitaleik NFL deildarinnar eftir að liðin unnu leiki sína í úrslitum deilda í gær. Bears lögðu Spútnikliði New Orleans Sains 39-14, en Colts vann ótrúlega dramatískan sigur á New England Patriots 38-34 eftir að hafa lent undir 21-3. Payton Manning fór á kostum í liði Colts. 22.1.2007 11:47 Þrettán í röð hjá Phoenix Suns Phoenix Suns burstaði Minnesota Timberwolves 131-102 í NBA í nótt og vann þar með sinn 13. leik í röð. Amare Stoudemire skoraði 25 stig fyrir Phoenix, Leandro Barbosa 20 og Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst. Randy Foye skoraði 25 stig fyrir Minnesota. 22.1.2007 11:36 Þorvaldur vann Keppt var á afmælismóti Júdósambands Íslands á laugardaginn. Þar fagnaði Þorvaldur Blöndal sigri í opnum flokki karla en hann vann einnig í +90 kg flokki. Gígja Guðbrandsdóttir vann keppni í opnum flokki kvenna. 22.1.2007 00:01 Verða að vinna Frakka Eftir tapið gegn Úkraínu í gær er ljóst að Ísland verður að vinna Frakka í kvöld til þess að komast áfram í milliriðil. Ef það tekst ekki fer liðið í Forsetabikarinn og mun mæta þar þjóðum á borð við Kúveit, Grænlandi, Brasilíu og Argentínu. 22.1.2007 00:01 Fer með til Suður-Afríku Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ólafs Inga Skúlasonar, leikmanns Brentford á Englandi, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Ólafur Ingi færi með Helsingborg í æfingaferð til Suður-Afríku á föstudaginn. 22.1.2007 00:01 Ligg bara í leti og horfi á HM Davíð Georgsson, handboltamaðurinn efnilegi úr ÍR, hefur gengist undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Davíð er aðeins nítján ára en hefur leikið lykilhlutverk með ÍR í DHL-deildinni og skorað mikið. 22.1.2007 00:01 Ævintýralegur fyrri hálfleikur Ísland hefur yfir 18-8 þegar flautað hefur verið til leikhlés í lokaleik liðsins gegn Frökkum í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að allt hafi gengið upp hjá íslenska liðinu fyrstu 30 mínúturnar, en liðið komst í 5-0 og náði svo tíu marka forskoti undir lok hálfleiksins. 22.1.2007 19:40 Ótrúleg byrjun íslenska liðsins Íslenska landsliðið hefur náð 5-0 forystu gegn Frökkum í leik þjóðanna á HM. Íslensku strákarnir voru um tíma tveimur færri en náðu samt að halda hreinu. Rétt í þessu voru Frakkar að skora sitt fyrsta mark eftir heilar 7 mínútur. 22.1.2007 19:09 Alfreð gerir breytingar Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska hópnum fyrir leikinn gegn Frökkum í dag. Markús Máni Michaelsson kemur inn fyrir Arnór Atlason og þá hefur Hreiðar Guðmundsson tekið stöðu Rolands Eradze í markinu. 22.1.2007 18:58 Lélegasti leikur Íslands í mörg ár Fyrrum landsliðsmaðurinn Sigurður Sveinsson segist vera í hálfgerðu losti eftir leik Íslendinga og Úkraínumanna í dag. Hann segir leik íslenska liðsins þann slakasta sem hann hafi séð í mörg ár og setur spurningamerki við hugarfar leikmanna í dag. 21.1.2007 20:30 Tap hjá Jóni Arnóri og félögum Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska liðinu Valencia töpuðu naumlega fyrir liði Etosa Alicante 75-74 í ABC deildinni í dag. Jón Arnór skoraði 11 stig á 30 mínútum fyrir Valencia. Liðið er nú í 10. sæti deildarinnar með 9 sigra og 9 töp. 21.1.2007 23:32 Chicago Bears í úrslitaleikinn Chicago Bears batt í kvöld enda á öskubuskuævintýrið hjá New Orleans Saints í NFL deildinni í ruðningi þegar liðið vann öruggan 39-14 sigur og tryggði sér sæti í leiknum um ofurskálina í fyrsta skipti síðan 1985. Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins í NFL á morgun. 21.1.2007 23:27 Jefferson úr leik Framherjinn Richard Jefferson verður úr leik um óákveðinn tíma í liði New Jersey Nets í NBA eftir að ljóst varð að hann þyrfti að fara í uppskurð vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann allar götur síðan í haust. Ljóst er að hann verður frá í að minnsta kosti nokkrar vikur og ekki er ástandið gott fyrir hjá liði Nets, sem hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlegum vonbrigðum í vetur. 21.1.2007 23:15 Spútniklið Ungverja lagði Norðmenn Ungverjar tryggðu sér sæti í milliriðlum á HM í síðasta leik mótsins í kvöld þegar liðið skellti Norðmönnum 25-22 eftir að hafa verið yfir 15-13 í hálfleik. Ungverjar lögðu Dani í gær og því verður leikur Dana og Norðmanna upp á líf og dauða á morgun. Gabor Császár skoraði 8 mörk fyrir Ungverja í kvöld og Frank Loke 7 fyrir Norðmenn, en þrír leikmenn fengu rautt spjald í þessum átakaleik í kvöld. 21.1.2007 22:30 Johnson slapp við brot Framherjinn skæði Andy Johnson hjá Everton er ekki ökklabrotinn eins og óttast var í fyrstu þegar hann meiddist illa í leik Wigan og Everton í dag. Johnson var borinn af velli og færður á sjúkrahús, en þar leiddi rannsókn í ljós að hann er óbrotinn. Enn er þó ekki víst hvenær hann getur spilað á ný. 21.1.2007 22:15 O´Sullivan fór hamförum og vann Masters-mótið Snókerspilarinn Ronnie O´Sullivan var sannarlega í essinu sínu í kvöld þegar hann tryggði sér sigur á Masters-mótinu á Wembley með því að rúlla Kínverjanum Ding upp í úrslitum 10-3. Sexfaldur heimsmeistari Steve Davis afhenti O´Sullivan sigurlaunin eftir leikinn og kallaði þetta einhverja bestu frammistöðu sem hann sjálfur hefði orðið vitni að. 21.1.2007 22:04 Real Madrid í þriðja sæti Real Madrid komst í kvöld í þriðja sætið í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu með mikilvægum 1-0 sigri á Mallorca. Það var Jose Antonio Reyes sem skoraði sigurmark Real beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Barcelona, Sevilla og Real Madrid hafa nú öll 38 stig í efstu þremur sætum deildarinnar en meistararnir í Barcelona eiga leik til góða. 21.1.2007 21:54 Flugeldasýning í boði Phoenix í kvöld? Fastlega má búast við því að hið frábæra lið Phoenix Suns bjóði áskrifendum NBA TV á Fjölvarpinu upp á skrautsýningu klukkan eitt í nótt þegar liðið tekur á móti Minnesota Timberwolves. Tveir bestu menn gestanna, þeir Kevin Garnett og Ricky Davis, verða í leikbanni og því verður forvitnilegt að sjá hvort liðinu tekst að hanga í Phoenix sem hefur unnið 12 leiki í röð. 21.1.2007 21:46 Haukar völtuðu yfir Hamar Yfirburðir Íslandsmeistara Hauka voru sem fyrr ótrúlegir þegar liðið kjöldró Hamar á heimavelli sínum á Ásvöllum í dag í efstu deild kvenna í körfubolta. Haukar höfðu sigur 107-54 þrátt fyrir að lykilmenn liðsins spiluðu ekki nema rúmlega hálfan leikinn. 21.1.2007 21:33 Njarðvíkingar á toppinn Njarðvíkingar sitja nú einir á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir sigur á liði Hamar/Selfoss í Hveragerði í kvöld 75-69. Á sama tíma töpuðu KR-ingar fyrir Skallagrími í Borgarnesi 93-84 og Keflvíkingar unnu loks sigur þegar liðið skellti Fjölni 102-90 í Keflavík. Þá vann Grindavík nauma sigur á Þór Þorlákshöfn 98-97 í hörkuleik. 21.1.2007 21:23 Góð sárabót fyrir Dallas Einum leik er lokið í NBA í dag en hér var á ferðinni einvígi liðanna sem börðust um meistaratitilinn í fyrra. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan Miami tryggði sér titilinn í sumar, en Dallas kom fram hefndum með góðum sigri á útivelli 99-93 þar sem Jerry Stackhouse var hetja gestanna og skoraði 16 stig í fjórða leikhlutanum. 21.1.2007 21:10 Van Persie úr leik í sex vikur Jöfnunarmark hollenska framherjans Robin Van Persie hjá Arsenal gegn Manchester United reyndist honum dýrt, því í myndatöku eftir leikinn kom í ljós að hann er með brákað bein á ristinni og verður því frá keppni í að minnst sex vikur. 21.1.2007 21:02 Hermannsmótið fór fram um helgina Um helgina fór fram Hermannsmótið í alpagreinum skíðaíþrótta í Hlíðarfjalli við Akureyri, en mótið er liður í bikarkeppni Skíðasambands Íslands. Þorsteinn Ingason tryggði sér Hermannsbikarinn en Salome Tómasdóttir sigraði í keppnini um Helgubikarinn. 21.1.2007 20:13 Barcelona lagði Tarragona Barcelona skellti sér á toppinn í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið vann tilþrifalítinn en sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Tarragona. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 65. mínútu og átti þátt í tveimur síðustu mörkum liðsins. Barcelona og Sevilla eru efst og jöfn í deildinni með 38 stig en Barca á leik til góða, líkt og Real Madrid sem getur komist í þennan hóp með sigri á Mallorca i kvöld. 21.1.2007 19:59 Wenger hrósar "ljónunum" sínum Arsene Wenger var mjög ánægður með sína menn í dag þegar Arsenal náði að leggja Manchester United að velli 2-1 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Wenger líkti leikmönnum sínum við ljón. 21.1.2007 19:23 Úrslit dagsins á HM Línur eru farnar að skýrast nokkuð í riðlakeppni HM en nokkrar þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðlum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins á mótinu. 21.1.2007 18:53 Ísland tapaði fyrir Úkraínu Íslenska landsliðið í handknattleik steinlá fyrir Úkraínu 32-29 í leik liðanna í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Íslenska liðið var yfir 13-12 í hálfleik, en sá aldrei til sólar í þeim síðari, hvorki í vörn né sókn. 21.1.2007 18:22 Úkraína fjórum mörkum yfir Úkraínumenn hafa yfir 22-18 gegn Íslendingum þegar síðari hálfleikur er hálfnaður í Magdeburg. Íslenska liðið hefur verið heillum horfið í síðari hálfleik og fátt bendir til annars en að Úkraínumenn fari með sigur af hólmi. 21.1.2007 18:08 Dramatískur sigur Arsenal á Man Utd Arsenal vann í dag dramatískan 2-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og því er ljóst að forskot United er enn aðeins sex stig á toppnum. Wayne Rooney kom United yfir í fyrri hálfleik, en Robin Van Persie jafnaði á 87. mínútu fyrir Arsenal og það var svo hinn magnaði Thierry Henry sem tryggði Arsenal sigurinn í uppbótartíma. 21.1.2007 17:53 Eins marks forysta í hálfleik Íslendingar leiða gegn Úkraínumönnum með einu marki, 13-12 í hálfleik. Roland Valur Eradze hefur verið besti maður íslenska liðsins í hálfleiknum og meðal annars varið vel úr hraðaupphlaupi og eitt víti. 21.1.2007 17:39 Ein breyting á íslenska hópnum Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari gerði eina breytingu á 14 manna hópi fyrir leikinn gegn Úkraínumönnum sem er í þann mund að hefjast. Roland Valur Eradze kemur inn fyrir Hreiðar Levý Guðmundsson. 21.1.2007 16:58 Jafnt á Emirates í hálfleik Ekkert mark er enn komið í stórleik Arsenal og Manchester United á Emirates vellinum í London. Jafnræði hefur verið með liðunum fyrir hlé, en Jens Lehmann hefur tvisvar varið meistaralega frá framherjum United. 21.1.2007 16:53 Sigurganga Inter heldur áfram Ítalíumeistarar Inter Milan héldu áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í A-deildinni í dag þegar liðið lagði Fiorentina 3-1 eftir að hafa lent marki undir. Roma varð á í messunni og náði aðeins jafntefli við Livorno á útivelli þar sem Francesco Totti jafnaði leikinn 1-1 áður en hann var rekinn af velli í lokin. 21.1.2007 16:41 Frakkar söltuðu Ástrali Fimm leikjum er lokið á HM í handbolta í dag og óhætt er að segja að þeir hafi allir unnist nokkuð örugglega. Þrátt fyrir fádæma sigur Frakka á Áströlum tókst þeim ekki að slá met okkar Íslendinga yfir stærstu sigra í sögu HM en til þess vantaði þá fjögur mörk í viðbót. 21.1.2007 16:32 Látum Larsson ekki eyðileggja fyrir okkur aftur Cesc Fabregas, miðvallarleikmaður Arsenal, segir ekki koma til greina að láta sænska markaskorarann Henrik Larsson endurtaka leikinn frá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þegar sá sænski átti stóran þátt í sigri Barcelona á Arsenal. Liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16. 21.1.2007 15:47 Safarova sló Mauresmo úr keppni Tékkneska stúlkan Lucie Safarova kom heldur betur á óvart í nótt þegar hún gerði sér lítið fyrir og sló Amelie Mauresmo úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Safarova er í 40. sæti heimslistans, en Mauresmo átti titil að verja á mótinu og var í öðru sæti heimslistans fyrir mótið. 21.1.2007 15:37 Sjá næstu 50 fréttir
Erfiðast að venjast veðrinu Ekki eru allir útlendingar í ensku úrvalsdeildinni lengi að smella inn í knattspyrnuna þar í landi og á meðan hvorki gengur né rekur hjá framherjanum Andriy Shevchenko hjá Chelsea, hefur Ítalinn Vincenzo Montella farið á kostum í fyrstu leikjum sínum með Fulham. 22.1.2007 12:37
Shay Given verður frá í mánuð Írski markvörðurinn Shay Given verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð eftir að hann tognaði á nára í leiknum við West Ham um helgina sem lauk með jafntefli 2-2. Þetta er í annað sinn sem Given meiðist gegn West Ham á þessari leiktíð. Liðið er þó ekki á flæðiskeri statt, því varamarkvörðurinn Steven Harper hefur þegar náð sér af sínum meiðslum. 22.1.2007 12:29
Anelka vill fara aftur til Arsenal Franski framherjinn Nicolas Anelka viðurkenndi í samtali við fjölmiðla í heimalandi sínu um helgina að hann væri vel til í að fara aftur til Arsenal, þar sem hann hóf feril sinn á Englandi á sínum tíma. Þessi ummæli hans fara eflaust öfug ofan í knattspyrnustjóra hans Sam Allardyce hjá Bolton. 22.1.2007 12:22
Fernandes í læknisskoðun hjá Everton Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er nú í viðræðum við miðjumanninn Manuel Fernandes hjá Benfica og gengur væntanlega frá lánssamningi við hann í dag ef hann stenst læknisskoðun sem stendur yfir nú í hádeginu. Fernandes er tvítugur og ef hann stendur sig vel fram á vor mun hann væntanlega ganga formlega í raðir Everton í sumar. Hann var áður hjá Portsmouth og spilaði þar 12 leiki. 22.1.2007 12:18
Baros á leið til Lyon Forráðamenn Lyon í Frakklandi segja að nú sé aðeins klukkutímaspursmál hvenær liðið landi tékkneska framherjanum Milan Baros frá Aston Villa. Félögin hafa verið í viðræðum síðan á föstudag og forseti franska félagsins er mjög bjartsýnn á að ná að klára viðskiptin fljótlega. 22.1.2007 12:15
10 milljón punda tilboð í Bale væntanlegt Breska sjónvarpið greindi frá því í morgun að ónefnt félag væri að íhuga að gera 10 milljón punda kauptilboð í velska ungstirnið Gareth Bale hjá Southampton. Félagið hefur tekið það fram að Bale verði ekki seldur fyrr en í fyrsta lagi í sumar og hefur þegar neitað tilboðum á bilinu 6-8 milljónir punda frá félögum eins og Tottenham og Manchester United. 22.1.2007 12:11
Ekkert aðhafst í máli Ding Alþjóða snókersambandið ætlar ekki að aðhafast frekar í máli mannsins sem vísað var úr húsi á úrslitaleiknum á Masters-mótinu í gær þegar kínverski spilarinn Ding Junhui gekk úr salnum á tímabili vegna athugasemda áhorfenda sem hann sagði hafa truflað einbeitingu sína. Ronnie "The Rocket" O´Sullivan rúllaði Ding upp 10-3 í úrslitaleiknum og sýndi einhverja bestu spilamennsku sem sést hefur á mótinu. 22.1.2007 12:07
United mun halda velli Arsene Wenger segir að titilvonir Manchester United hafi ekki beðið hnekki í gær þrátt fyrir tapið fyrir Arsenal. "United er mjög sigurstranglegt í deildinni og þó tapið fyrir okkur hafi verið þeim mikið áfall, veit ég að liðið mun taka sig saman í andlitinu og halda áfram að vinna. Það er hinsvegar fínt fyrir deildina að allir séu enn inni í myndinni," sagði Wenger. 22.1.2007 12:02
Sharapova í átta manna úrslit Maria Sharapova tryggði sér í nótt sæti í átta liða úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis þegar hún lagði baráttuglaða Veru Svonarevu 7-6 og 6-4. Kim Clijsters er sömuleiðis komin í undanúrslitin eftir sigur á Danielu Hantuchovu og mætir Martinu Hingis í næstu umferð. 22.1.2007 11:54
Indianapolis Colts og Chicago Bears leika um ofurskálina Það verða Indianapolis Colts og Chicago Bears sem mætast í úrslitaleik NFL deildarinnar eftir að liðin unnu leiki sína í úrslitum deilda í gær. Bears lögðu Spútnikliði New Orleans Sains 39-14, en Colts vann ótrúlega dramatískan sigur á New England Patriots 38-34 eftir að hafa lent undir 21-3. Payton Manning fór á kostum í liði Colts. 22.1.2007 11:47
Þrettán í röð hjá Phoenix Suns Phoenix Suns burstaði Minnesota Timberwolves 131-102 í NBA í nótt og vann þar með sinn 13. leik í röð. Amare Stoudemire skoraði 25 stig fyrir Phoenix, Leandro Barbosa 20 og Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst. Randy Foye skoraði 25 stig fyrir Minnesota. 22.1.2007 11:36
Þorvaldur vann Keppt var á afmælismóti Júdósambands Íslands á laugardaginn. Þar fagnaði Þorvaldur Blöndal sigri í opnum flokki karla en hann vann einnig í +90 kg flokki. Gígja Guðbrandsdóttir vann keppni í opnum flokki kvenna. 22.1.2007 00:01
Verða að vinna Frakka Eftir tapið gegn Úkraínu í gær er ljóst að Ísland verður að vinna Frakka í kvöld til þess að komast áfram í milliriðil. Ef það tekst ekki fer liðið í Forsetabikarinn og mun mæta þar þjóðum á borð við Kúveit, Grænlandi, Brasilíu og Argentínu. 22.1.2007 00:01
Fer með til Suður-Afríku Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ólafs Inga Skúlasonar, leikmanns Brentford á Englandi, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Ólafur Ingi færi með Helsingborg í æfingaferð til Suður-Afríku á föstudaginn. 22.1.2007 00:01
Ligg bara í leti og horfi á HM Davíð Georgsson, handboltamaðurinn efnilegi úr ÍR, hefur gengist undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Davíð er aðeins nítján ára en hefur leikið lykilhlutverk með ÍR í DHL-deildinni og skorað mikið. 22.1.2007 00:01
Ævintýralegur fyrri hálfleikur Ísland hefur yfir 18-8 þegar flautað hefur verið til leikhlés í lokaleik liðsins gegn Frökkum í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að allt hafi gengið upp hjá íslenska liðinu fyrstu 30 mínúturnar, en liðið komst í 5-0 og náði svo tíu marka forskoti undir lok hálfleiksins. 22.1.2007 19:40
Ótrúleg byrjun íslenska liðsins Íslenska landsliðið hefur náð 5-0 forystu gegn Frökkum í leik þjóðanna á HM. Íslensku strákarnir voru um tíma tveimur færri en náðu samt að halda hreinu. Rétt í þessu voru Frakkar að skora sitt fyrsta mark eftir heilar 7 mínútur. 22.1.2007 19:09
Alfreð gerir breytingar Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska hópnum fyrir leikinn gegn Frökkum í dag. Markús Máni Michaelsson kemur inn fyrir Arnór Atlason og þá hefur Hreiðar Guðmundsson tekið stöðu Rolands Eradze í markinu. 22.1.2007 18:58
Lélegasti leikur Íslands í mörg ár Fyrrum landsliðsmaðurinn Sigurður Sveinsson segist vera í hálfgerðu losti eftir leik Íslendinga og Úkraínumanna í dag. Hann segir leik íslenska liðsins þann slakasta sem hann hafi séð í mörg ár og setur spurningamerki við hugarfar leikmanna í dag. 21.1.2007 20:30
Tap hjá Jóni Arnóri og félögum Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska liðinu Valencia töpuðu naumlega fyrir liði Etosa Alicante 75-74 í ABC deildinni í dag. Jón Arnór skoraði 11 stig á 30 mínútum fyrir Valencia. Liðið er nú í 10. sæti deildarinnar með 9 sigra og 9 töp. 21.1.2007 23:32
Chicago Bears í úrslitaleikinn Chicago Bears batt í kvöld enda á öskubuskuævintýrið hjá New Orleans Saints í NFL deildinni í ruðningi þegar liðið vann öruggan 39-14 sigur og tryggði sér sæti í leiknum um ofurskálina í fyrsta skipti síðan 1985. Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins í NFL á morgun. 21.1.2007 23:27
Jefferson úr leik Framherjinn Richard Jefferson verður úr leik um óákveðinn tíma í liði New Jersey Nets í NBA eftir að ljóst varð að hann þyrfti að fara í uppskurð vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann allar götur síðan í haust. Ljóst er að hann verður frá í að minnsta kosti nokkrar vikur og ekki er ástandið gott fyrir hjá liði Nets, sem hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlegum vonbrigðum í vetur. 21.1.2007 23:15
Spútniklið Ungverja lagði Norðmenn Ungverjar tryggðu sér sæti í milliriðlum á HM í síðasta leik mótsins í kvöld þegar liðið skellti Norðmönnum 25-22 eftir að hafa verið yfir 15-13 í hálfleik. Ungverjar lögðu Dani í gær og því verður leikur Dana og Norðmanna upp á líf og dauða á morgun. Gabor Császár skoraði 8 mörk fyrir Ungverja í kvöld og Frank Loke 7 fyrir Norðmenn, en þrír leikmenn fengu rautt spjald í þessum átakaleik í kvöld. 21.1.2007 22:30
Johnson slapp við brot Framherjinn skæði Andy Johnson hjá Everton er ekki ökklabrotinn eins og óttast var í fyrstu þegar hann meiddist illa í leik Wigan og Everton í dag. Johnson var borinn af velli og færður á sjúkrahús, en þar leiddi rannsókn í ljós að hann er óbrotinn. Enn er þó ekki víst hvenær hann getur spilað á ný. 21.1.2007 22:15
O´Sullivan fór hamförum og vann Masters-mótið Snókerspilarinn Ronnie O´Sullivan var sannarlega í essinu sínu í kvöld þegar hann tryggði sér sigur á Masters-mótinu á Wembley með því að rúlla Kínverjanum Ding upp í úrslitum 10-3. Sexfaldur heimsmeistari Steve Davis afhenti O´Sullivan sigurlaunin eftir leikinn og kallaði þetta einhverja bestu frammistöðu sem hann sjálfur hefði orðið vitni að. 21.1.2007 22:04
Real Madrid í þriðja sæti Real Madrid komst í kvöld í þriðja sætið í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu með mikilvægum 1-0 sigri á Mallorca. Það var Jose Antonio Reyes sem skoraði sigurmark Real beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Barcelona, Sevilla og Real Madrid hafa nú öll 38 stig í efstu þremur sætum deildarinnar en meistararnir í Barcelona eiga leik til góða. 21.1.2007 21:54
Flugeldasýning í boði Phoenix í kvöld? Fastlega má búast við því að hið frábæra lið Phoenix Suns bjóði áskrifendum NBA TV á Fjölvarpinu upp á skrautsýningu klukkan eitt í nótt þegar liðið tekur á móti Minnesota Timberwolves. Tveir bestu menn gestanna, þeir Kevin Garnett og Ricky Davis, verða í leikbanni og því verður forvitnilegt að sjá hvort liðinu tekst að hanga í Phoenix sem hefur unnið 12 leiki í röð. 21.1.2007 21:46
Haukar völtuðu yfir Hamar Yfirburðir Íslandsmeistara Hauka voru sem fyrr ótrúlegir þegar liðið kjöldró Hamar á heimavelli sínum á Ásvöllum í dag í efstu deild kvenna í körfubolta. Haukar höfðu sigur 107-54 þrátt fyrir að lykilmenn liðsins spiluðu ekki nema rúmlega hálfan leikinn. 21.1.2007 21:33
Njarðvíkingar á toppinn Njarðvíkingar sitja nú einir á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir sigur á liði Hamar/Selfoss í Hveragerði í kvöld 75-69. Á sama tíma töpuðu KR-ingar fyrir Skallagrími í Borgarnesi 93-84 og Keflvíkingar unnu loks sigur þegar liðið skellti Fjölni 102-90 í Keflavík. Þá vann Grindavík nauma sigur á Þór Þorlákshöfn 98-97 í hörkuleik. 21.1.2007 21:23
Góð sárabót fyrir Dallas Einum leik er lokið í NBA í dag en hér var á ferðinni einvígi liðanna sem börðust um meistaratitilinn í fyrra. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan Miami tryggði sér titilinn í sumar, en Dallas kom fram hefndum með góðum sigri á útivelli 99-93 þar sem Jerry Stackhouse var hetja gestanna og skoraði 16 stig í fjórða leikhlutanum. 21.1.2007 21:10
Van Persie úr leik í sex vikur Jöfnunarmark hollenska framherjans Robin Van Persie hjá Arsenal gegn Manchester United reyndist honum dýrt, því í myndatöku eftir leikinn kom í ljós að hann er með brákað bein á ristinni og verður því frá keppni í að minnst sex vikur. 21.1.2007 21:02
Hermannsmótið fór fram um helgina Um helgina fór fram Hermannsmótið í alpagreinum skíðaíþrótta í Hlíðarfjalli við Akureyri, en mótið er liður í bikarkeppni Skíðasambands Íslands. Þorsteinn Ingason tryggði sér Hermannsbikarinn en Salome Tómasdóttir sigraði í keppnini um Helgubikarinn. 21.1.2007 20:13
Barcelona lagði Tarragona Barcelona skellti sér á toppinn í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið vann tilþrifalítinn en sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Tarragona. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 65. mínútu og átti þátt í tveimur síðustu mörkum liðsins. Barcelona og Sevilla eru efst og jöfn í deildinni með 38 stig en Barca á leik til góða, líkt og Real Madrid sem getur komist í þennan hóp með sigri á Mallorca i kvöld. 21.1.2007 19:59
Wenger hrósar "ljónunum" sínum Arsene Wenger var mjög ánægður með sína menn í dag þegar Arsenal náði að leggja Manchester United að velli 2-1 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Wenger líkti leikmönnum sínum við ljón. 21.1.2007 19:23
Úrslit dagsins á HM Línur eru farnar að skýrast nokkuð í riðlakeppni HM en nokkrar þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðlum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins á mótinu. 21.1.2007 18:53
Ísland tapaði fyrir Úkraínu Íslenska landsliðið í handknattleik steinlá fyrir Úkraínu 32-29 í leik liðanna í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Íslenska liðið var yfir 13-12 í hálfleik, en sá aldrei til sólar í þeim síðari, hvorki í vörn né sókn. 21.1.2007 18:22
Úkraína fjórum mörkum yfir Úkraínumenn hafa yfir 22-18 gegn Íslendingum þegar síðari hálfleikur er hálfnaður í Magdeburg. Íslenska liðið hefur verið heillum horfið í síðari hálfleik og fátt bendir til annars en að Úkraínumenn fari með sigur af hólmi. 21.1.2007 18:08
Dramatískur sigur Arsenal á Man Utd Arsenal vann í dag dramatískan 2-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og því er ljóst að forskot United er enn aðeins sex stig á toppnum. Wayne Rooney kom United yfir í fyrri hálfleik, en Robin Van Persie jafnaði á 87. mínútu fyrir Arsenal og það var svo hinn magnaði Thierry Henry sem tryggði Arsenal sigurinn í uppbótartíma. 21.1.2007 17:53
Eins marks forysta í hálfleik Íslendingar leiða gegn Úkraínumönnum með einu marki, 13-12 í hálfleik. Roland Valur Eradze hefur verið besti maður íslenska liðsins í hálfleiknum og meðal annars varið vel úr hraðaupphlaupi og eitt víti. 21.1.2007 17:39
Ein breyting á íslenska hópnum Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari gerði eina breytingu á 14 manna hópi fyrir leikinn gegn Úkraínumönnum sem er í þann mund að hefjast. Roland Valur Eradze kemur inn fyrir Hreiðar Levý Guðmundsson. 21.1.2007 16:58
Jafnt á Emirates í hálfleik Ekkert mark er enn komið í stórleik Arsenal og Manchester United á Emirates vellinum í London. Jafnræði hefur verið með liðunum fyrir hlé, en Jens Lehmann hefur tvisvar varið meistaralega frá framherjum United. 21.1.2007 16:53
Sigurganga Inter heldur áfram Ítalíumeistarar Inter Milan héldu áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í A-deildinni í dag þegar liðið lagði Fiorentina 3-1 eftir að hafa lent marki undir. Roma varð á í messunni og náði aðeins jafntefli við Livorno á útivelli þar sem Francesco Totti jafnaði leikinn 1-1 áður en hann var rekinn af velli í lokin. 21.1.2007 16:41
Frakkar söltuðu Ástrali Fimm leikjum er lokið á HM í handbolta í dag og óhætt er að segja að þeir hafi allir unnist nokkuð örugglega. Þrátt fyrir fádæma sigur Frakka á Áströlum tókst þeim ekki að slá met okkar Íslendinga yfir stærstu sigra í sögu HM en til þess vantaði þá fjögur mörk í viðbót. 21.1.2007 16:32
Látum Larsson ekki eyðileggja fyrir okkur aftur Cesc Fabregas, miðvallarleikmaður Arsenal, segir ekki koma til greina að láta sænska markaskorarann Henrik Larsson endurtaka leikinn frá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þegar sá sænski átti stóran þátt í sigri Barcelona á Arsenal. Liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16. 21.1.2007 15:47
Safarova sló Mauresmo úr keppni Tékkneska stúlkan Lucie Safarova kom heldur betur á óvart í nótt þegar hún gerði sér lítið fyrir og sló Amelie Mauresmo úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Safarova er í 40. sæti heimslistans, en Mauresmo átti titil að verja á mótinu og var í öðru sæti heimslistans fyrir mótið. 21.1.2007 15:37
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn