Fleiri fréttir Stephane Peterhansel sigraði í Dakar í þriðja sinn Franski ökuþórinn Stephane Peterhansel á Mitsubishi vann tryggði sér í dag þriðja sigurinn á ferlinum í Paris Dakar rallinu sem lauk í dag. Luc Alphand varð annar í heildarkeppninni í bílaflokki, en í vélhjólaflokki sigraði Cyril Despres í annað skipti á þremur árum eftir að Marc Coma heltist úr lestinni og var þetta sjöundi sigur KTM liðsins í keppninni. 21.1.2007 14:54 Loeb sigraði með yfirburðum í Monte Carlo Franski heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur titilvörn sína á heimsmeistaramótinu í ralli með tilþrifum, en í dag tryggði hann sér sigur í fyrstu keppni ársins í Monte Carlo þegar hann kom í mark á nýja Citroen C4 bílnum rúmum þremur mínútum á undan liðsfélaga sínum Dani Sordo. Finninn Marcus Grönholm á Ford náði þriðja sætinu. 21.1.2007 14:46 Paul Casey sigraði á Abu Dhabi mótinu Enski kylfingurinn Paul Casey sigraði í morgun á Abu Dhabi mótinu í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Casey lauk keppni á 17 höggum og spilaði lokahringinn á 65 höggum, eða 7 höggum undir pari. Svíinn Peter Hanson og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez urðu í öðru til þriðja sæti, einu höggi á eftir Casey. Mótið var liður í Evrópumótaröðinni. 21.1.2007 14:41 Úrtöku Meistaradeildar lokið Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er orðin fullskipuð þátttakendum eftir úrtöku í Ölfushöllinni í gær. Það má segja að landslið dómara hafi verið saman komið til að hita sig upp og stilla sig af fyrir átök nýs árs. Keppni að þessu tagi þar sem keppt er í fjórgangi og fimmgangi í janúar er nýbreytni og mjög krefjandi fyrir keppendur og hesta þeirra enda hvorki menn né hestar komnir í sitt besta form eins og gefur að skilja. 21.1.2007 14:39 Luku leik með sjö leikmönnum Fjórir leikmenn Osasuna fengu að líta rauða spjaldið þegar liðið heimsótti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Osasuna er eina liðið í spænsku efstu deildinni sem lýkur leik með 7 leikmenn inni á vellinum á síðustu 10 keppnistímabilum. 21.1.2007 14:13 Óeftirminnileg endurkoma Artest til Detroit Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. 21.1.2007 14:09 Íslendingar Evrópumeistarar B-þjóða í badminton Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir tryggðu nú fyrir stundu íslenska badmintonlandsliðinu Evrópumeistaratitil B-liða með sigri á Írum í tvíliðaleik kvenna. Ragna og Tinna sigruðu leikinn nokkuð örugglega í tveimur hrynum, 21-16 og 21-16. 21.1.2007 13:45 E-riðill: Staðan galopin Óvæntustu úrslit gærdagsins á HM í handbolta voru eflaust að Danir töpuðu fyrir Ungverjum með 29 mörkum gegn 30 en fyrirfram var búist við að Danir yrðu meðal efstu liða á mótinu. Danir hafa hinsvegar ákveðið að láta tapið ekki á sig fá og segja möguleika sína á árangri á mótinu ekki skerta. 21.1.2007 13:28 Lazlo Nagy í nærmynd Þrátt fyrir að hin rúmlega tveggja metra háa ungverska vinstrihandarskytta hafi unnið bæði Meistaradeild Evrópu, Evrópukeppni félagsliða og tvo spænska meistaratitla á sínum sjö tímabilum hjá hinum geysisterku Barcelona-mönnum, hefur árangurinn með landsliðinu staðið aðeins á sér. 21.1.2007 12:58 Allt í járnum Eftir fimmtán mínútna leik er staðan jöfn gegn Úkraínumönnum 7-7. Leikurinn er í járnum en okkar menn hafa verið á undan að skora. 21.1.2007 17:18 KSÍ: Jafnar greiðslur til karla og kvenna Stjórn knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi í síðustu viku að jafna dagpeningagreiðslur til karla og kvennalandsliðanna auk þess sem kvennalandsliðinu var heitinn árangurstengdur aukastyrkur. 21.1.2007 14:30 Artest mætir til Detroit með hanakamb Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento Kings ætlar ekki beinlínis að láta lítið fyrir sér fara í nótt þegar hann mætir í The Palace, heimavöll Detroit Pistons, í fyrsta skipti síðan hann lenti þar í einum frægustu slagsmálum í sögu hópíþrótta í Bandaríkjunum fyrir um tveimur árum. Artest lét félaga sinn raka á sig hanakamb í gærkvöldi. 20.1.2007 22:17 Kevin Davies framlengir við Bolton Framherjinn Kevin Davies skrifaði í dag undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton sem gildir til ársins 2010. Davies er 29 ára gamall, en hefði eflaust kosið sér að halda upp á nýja samninginn en með 5-1 tapi eins og raunin varð hjá Bolton gegn Middlesbrough í dag. 20.1.2007 22:15 Neill fer til West Ham Breska sjónvarpið greindi frá því í dag að ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill hefði ákveðið að ganga í raðir West Ham frá Blackburn, en þar hafi honum verið boðinn allt að helmingi hærri samningur en hjá Liverpool. 20.1.2007 21:30 Ungverjar skelltu Dönum Ellefu leikir fóru fram í dag á öðrum keppnisdegi HM í handbolta í Þýskalandi. Íslenska liðið vann auðveldan sigur á því ástralska í dag og í kvöld gerðu Ungverjar sér lítið fyrir og lögðu Dani 30-29 í E-riðli. Hér fyrir neðan eru úrslit allra leikja í dag. 20.1.2007 20:54 Young samþykkir að fara til Aston Villa Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segir að framherjinn ungi Ashley Young hjá Watford hafi gert munnlegt samkomulag við sig um að ganga í raðir Villa. Hinn 21 árs gamli framherji hafði áður neitað að ganga í raðir West Ham eftir að liðið gerði kauptilboð í hann. Fréttir herma að Villa muni kaupa leikmanninn á um 8 milljónir punda. 20.1.2007 20:30 Sara vann gull á Norðurlandamótinu í Taekwondo 20.1.2007 20:08 Grindavík lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í dag. Grindavíkurstúlkur unnu þar auðveldan sigur á Breiðablik í Smáranum 71-57 eftir að hafa verið yfir 41-21 í hálfleik. Tamara Bowie átti enn einn stórleikinn fyrir Grindavík og skoraði 28 stig og hirti 19 fráköst hjá Grindavík og Hildur Sigurðardóttir skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Telma Fjalarsdóttir átti frábæran leik í liði Breiðabliks með 22 stig og 18 fráköst. 20.1.2007 20:05 New Jersey - Orlando í beinni í nótt Leikur New Jersey Nets og Orlando Magic verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér eru á ferðinni tvö af bestu liðum Austurdeildar og er áhorfendum gefst þarna færi á að sjá einn efnilegasta miðherja deildarinnar Dwight Howard hjá Orlando. 20.1.2007 19:58 Hnefaleikaveisla á Sýn í kvöld og nótt Sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á rosalega boxveislu í nótt þar sem leikar hefjast í Sviss með viðureign ófreskjunnar Nikolay Valuev og Jameel McCline, en svo verður skipt yfir til Las Vegas þar sem meðal annars eigast við Ricky Hatton og Juan Urango. Bubbi Morthens og Ómar Ragnarsson lýsa bardögunum eins og þeim einum er lagið og hefst veislan klukkan 20:50 og stendur fram til morguns. 20.1.2007 19:49 Calderon baðst afsökunar Sérstakur krísufundur var haldinn í herbúðum Real Madrid í dag þar sem forseti félagsins Ramon Calderon bað David Beckham og aðra leikmenn liðsins afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Beckham á dögunum. Calderon kallaði Beckham lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá í sínar raðir. 20.1.2007 19:44 Frakkar unnu auðveldan sigur á Úkraínu Frakkar voru ekki í vandræðum með að vinna Úkraínumenn í fyrsta leik sínum á HM í handbolta í dag og unnu sannfærandi sigur 32-21 eftir að hafa leitt 17-8 í hálfleik. Þessar þjóðir leika í B-riðli með okkur Íslendingum í Magdeburg. 20.1.2007 18:55 Annað dauðsfallið í Dakar Carlos Sainz vann í dag fimmtu sérleið sína í Dakar-rallinu en Stephane Peterhansel er enn með rúmlega 7 mínútna forystu á Giniel De Villiers í bílaflokki þegar aðeins ein dagleið er eftir. Vélhjólakappinn Eric Aubijoux frá Frakklandi lét lífið þegar leið skyndilega yfir hann skammt frá markinu, en hann er annar maðurinn sem lætur lífið í þessari mannskæðu keppni í ár. 20.1.2007 18:38 Loeb í góðum málum Aðeins óhapp virðist nú geta komið í veg fyrir að heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen vinni fyrstu rallkeppni ársins í Monte Carlo, en hann hefur rúmlega hálfrar mínútu forskot á félaga sinn Dani Sordo þegar aðeins ein sérleið er eftir í rallinu. Bæði Loeb og Sordo óku varlega í dag en þeir hafa ágæta forystu á Marcus Grönholm sem er í þriðja sætinu. 20.1.2007 18:33 Frábær árangur hjá íslenska badmintonfólkinu Íslenska badminton landsliðið lagði það svissneska í undanúrslitum evrópukeppni B-þjóða í Laugardalshöll nú undir kvöldið og tryggði sér þar með þátttökuréttinn í Evrópukeppni A-þjóða. Enn og aftur var það sigur í lokaleiknum sem réði úrslitum. 20.1.2007 18:23 Miðaverð tífalt hærra á svörtum markaði Stemmingin í Magdeburg var frábær í dag þegar íslenska landsliðið í handbolta spilaði sinn fyrsta leik í riðlakeppni HM. Íslendingarnir gengu skrúðgöngu á leikinn þar sem fánum var veifað og öl var teigað. Uppselt er á alla leiki í riðlinum, en þeir miðar sem enn fást á svörtum markaði hafa tífaldast í verði. 20.1.2007 17:47 Guðjón Valur maður leiksins Íþróttamaður ársins Guðjón Valur Sigurðsson var kjörinn maður leiksins í dag þegar íslenska landsliðið burstaði Ástrala 45-20. Þetta kom ekki sérlega á óvart þar sem Guðjón skoraði hvorki meira né 15 mörk úr aðeins 16 skotum í leiknum og á myndinni hér til hliðar má sjá hann sýna fjölskyldu sinni verðlaunagripinn sem hann fékk að launum. 20.1.2007 17:07 Middlesbrough burstaði Bolton Sjö af átta leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Middlesbrough stal senunni nú síðdegis með því að vinna 5-1 stórsigur á Bolton á heimavelli sínum. West Ham náði aðeins að hanga á 2-2 jafntefli gegn Newcastle eftir að hafa náð 2-0 forystu, en Reading lagði Sheffield United 3-1. Heiðar Helguson var rekinn af velli í liði Fulham þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tottenham. 20.1.2007 16:59 Auðveldur sigur hjá íslenska liðinu í fyrsta leik Íslenska landsliðið vann í dag auðveldan stórsigur á því ástralska 45-20 í fyrsta leik sínum á HM í handbolta, en leikið var í Magdeburg. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 15 mörk úr 16 skotum, Alexander Petersson 8 og þeir Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson 5. 20.1.2007 16:22 Liðið skortir sjálfstraust Jose Mourinho viðurkenndi að sína menn hefði einfaldlega skort sjálfstraust í dag þegar Chelsea tapaði 2-0 fyrir Liverpool. Rafa Benitez var að vonum ánægður með sína menn þegar hann landaði sigri í 100. deildarleik sínum með þá rauðu. 20.1.2007 15:58 Middlesbrough að bursta Bolton Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knatttspyrnu. Middlesbrough hefur 4-1 forskot gegn Bolton á heimavelli sínum og Íslendingalið West Ham hefur yfir 2-1 á St. James Park. Þá hefur Reading yfir 1-0 gegn Sheffield United, en mörkin má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi. 20.1.2007 15:53 Miklir yfirburðir íslenska liðsins Íslenska landsliðið á náðugan dag í fyrsta leik sínum á HM í Þýskalandi þar sem það er að rótbursta Ástrala 26-9 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á kostum í hraðaupphlaupunum og er markahæstur með 8 mörk úr 9 skotum. Ísland komst í 7-0 og hefur ekki litið til baka síðan þó ástralska liðið hafi náð að skora nokkur mörk undir lok hálfleiksins. 20.1.2007 15:33 Liverpool lagði Chelsea Liverpool vann í dag mikilvægan 2-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með mörkum frá Dirk Kuyt og Jermaine Pennant í upphafi leiks. Liverpool styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum og hefur liðið nú hlotið 46 stig, fimm stigum minna en Chelsea sem er í öðru sæti. Þetta var 100. deildarleikur liðsins undir stjórn Rafa Benitez knattspyrnustjóra. 20.1.2007 14:34 Veislan að hefjast Þjóðverjar sigruðu Brasilíumenn í opnunarleiknum á HM í handbolta í gær en í dag má segja að mótið fari af stað fyrir alvöru með 11 leikjum. Íslenska landsliðið þreytir frumraun sína nú klukkan 15 þegar liðið mætir Áströlum í Magdeburg. 20.1.2007 14:09 Liverpool 2-0 yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Dirk Kuyt kom heimamönnum yfir eftir 4 mínútur og Jermaine Pennant bætti við öðru marki á 19. mínútu. Petr Cech er kominn í markið hjá Chelsea á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. 20.1.2007 13:43 Hannes spáir 46 – 17 Hannes Jón Jónsson handknattleiksmaður með Ajax í Danmörku mun fylgjast með HM í handbolta eins og flestir Íslendingar. „Þeir ætla alltaf að verða meistarar,“ segir Hannes um Dani og stemmninguna í Danmörku fyrir mótinu. 20.1.2007 13:32 Heitt í kolunum í Minneapolis Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns. 20.1.2007 13:23 Ástralar sækja í sig veðrið Ástralska liðið hefur tekið sig saman í andlitinu í síðari hálfleik gegn íslenska landsliðinu og staðan nú um miðjan síðari hálfleik er 35-18 fyrir Ísland. Ljóst er að íslenska liðið fer með sigur af hólmi, en þeir áströlsku ætla þó að bjarga andlitinu áður en flautað verður til leiksloka. 20.1.2007 16:05 Ísland komst í 7-0 Íslenska landsliðið í handbolta á ekki í miklum vandræðum með lið Ástrala í upphafi leiks liðanna í Magdeburg eins og búast mátti við. Íslenska liðið komst í 7-0 eftir tæpar 7 mínútur og staðan um miðjan fyrri hálfleik er orðin 14-3 fyrir Ísland, þar sem Guðjón Valur og Alexander hafa skorað grimmt. 20.1.2007 15:19 Við erum úr leik ef við töpum Arsene Wenger viðurkennir að lið hans sé úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn ef það tapar fyrir Manchester United á heimavelli á sunnudag. Arsenal er þegar 15 stigum á eftir United, en Wenger segir það ekki þýða að hans menn geti ekki unnið sigur á toppliðinu. 19.1.2007 22:00 Milan Baros til Lyon? Tékkneski framherjinn Milan Baros hjá Aston Villa gengur í raðir Lyon í Frakklandi í næstu viku ef marka má fréttir frá Frakklandi nú undir kvöldið. Baros er sagður hafa hringt í Gerard Houllier persónulega til að biðja hann afsökunar á að hafa neitað að ganga í raðir liðsins fyrir einu og hálfu ári. 19.1.2007 21:00 Kjelling er með indíánahúðflúr Stórskyttan Kristian Kjelling hjá norska landsliðinu í handbolta segist ákveðinn í að spila leikinn gegn Angóla á morgun þó hann hafi átt við þrálát hnémeiðsli að stríða. Kjelling er með sérstakt húðflúr á handleggnum tileinkað æskuvini hans. 19.1.2007 21:00 Gremja í berbúðum Galaxy vegna launa Beckhams Miðjumaðurinn Peter Vagenas hjá knattspyrnuliðinu LA Galaxy, viðurkennir að nokkur gremja sé í leikmönnum liðsins vegna þeirra ofurlauna sem David Beckham muni raka inn þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. 19.1.2007 20:15 Loeb enn í forystu Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur aukið forskot sitt í Monte Carlo rallinu í rúmar 25 sekúndur eftir annan keppnisdag. Loeb ekur nýjum Citroen C4 líkt og félagi hans Dani Sordo sem er í öðru sæti. Sordo saxaði vel á forskot Loeb um hádegið í dag, en eftir það ók heimsmeistarinn einstaklega vel og jók forskotið um 20 sekúndur. 19.1.2007 19:30 Dallas - LA Lakers á Sýn í kvöld Stórleikur Dallas Mavericks og LA Lakers sem fram fór í NBA deildinni í gærkvöldi verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 23:30. Hér eru á ferðinni tvö af bestu liðum deildarinnar sem hafa verið á miklu flugi undanfarið. 19.1.2007 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Stephane Peterhansel sigraði í Dakar í þriðja sinn Franski ökuþórinn Stephane Peterhansel á Mitsubishi vann tryggði sér í dag þriðja sigurinn á ferlinum í Paris Dakar rallinu sem lauk í dag. Luc Alphand varð annar í heildarkeppninni í bílaflokki, en í vélhjólaflokki sigraði Cyril Despres í annað skipti á þremur árum eftir að Marc Coma heltist úr lestinni og var þetta sjöundi sigur KTM liðsins í keppninni. 21.1.2007 14:54
Loeb sigraði með yfirburðum í Monte Carlo Franski heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur titilvörn sína á heimsmeistaramótinu í ralli með tilþrifum, en í dag tryggði hann sér sigur í fyrstu keppni ársins í Monte Carlo þegar hann kom í mark á nýja Citroen C4 bílnum rúmum þremur mínútum á undan liðsfélaga sínum Dani Sordo. Finninn Marcus Grönholm á Ford náði þriðja sætinu. 21.1.2007 14:46
Paul Casey sigraði á Abu Dhabi mótinu Enski kylfingurinn Paul Casey sigraði í morgun á Abu Dhabi mótinu í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Casey lauk keppni á 17 höggum og spilaði lokahringinn á 65 höggum, eða 7 höggum undir pari. Svíinn Peter Hanson og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez urðu í öðru til þriðja sæti, einu höggi á eftir Casey. Mótið var liður í Evrópumótaröðinni. 21.1.2007 14:41
Úrtöku Meistaradeildar lokið Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er orðin fullskipuð þátttakendum eftir úrtöku í Ölfushöllinni í gær. Það má segja að landslið dómara hafi verið saman komið til að hita sig upp og stilla sig af fyrir átök nýs árs. Keppni að þessu tagi þar sem keppt er í fjórgangi og fimmgangi í janúar er nýbreytni og mjög krefjandi fyrir keppendur og hesta þeirra enda hvorki menn né hestar komnir í sitt besta form eins og gefur að skilja. 21.1.2007 14:39
Luku leik með sjö leikmönnum Fjórir leikmenn Osasuna fengu að líta rauða spjaldið þegar liðið heimsótti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Osasuna er eina liðið í spænsku efstu deildinni sem lýkur leik með 7 leikmenn inni á vellinum á síðustu 10 keppnistímabilum. 21.1.2007 14:13
Óeftirminnileg endurkoma Artest til Detroit Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. 21.1.2007 14:09
Íslendingar Evrópumeistarar B-þjóða í badminton Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir tryggðu nú fyrir stundu íslenska badmintonlandsliðinu Evrópumeistaratitil B-liða með sigri á Írum í tvíliðaleik kvenna. Ragna og Tinna sigruðu leikinn nokkuð örugglega í tveimur hrynum, 21-16 og 21-16. 21.1.2007 13:45
E-riðill: Staðan galopin Óvæntustu úrslit gærdagsins á HM í handbolta voru eflaust að Danir töpuðu fyrir Ungverjum með 29 mörkum gegn 30 en fyrirfram var búist við að Danir yrðu meðal efstu liða á mótinu. Danir hafa hinsvegar ákveðið að láta tapið ekki á sig fá og segja möguleika sína á árangri á mótinu ekki skerta. 21.1.2007 13:28
Lazlo Nagy í nærmynd Þrátt fyrir að hin rúmlega tveggja metra háa ungverska vinstrihandarskytta hafi unnið bæði Meistaradeild Evrópu, Evrópukeppni félagsliða og tvo spænska meistaratitla á sínum sjö tímabilum hjá hinum geysisterku Barcelona-mönnum, hefur árangurinn með landsliðinu staðið aðeins á sér. 21.1.2007 12:58
Allt í járnum Eftir fimmtán mínútna leik er staðan jöfn gegn Úkraínumönnum 7-7. Leikurinn er í járnum en okkar menn hafa verið á undan að skora. 21.1.2007 17:18
KSÍ: Jafnar greiðslur til karla og kvenna Stjórn knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi í síðustu viku að jafna dagpeningagreiðslur til karla og kvennalandsliðanna auk þess sem kvennalandsliðinu var heitinn árangurstengdur aukastyrkur. 21.1.2007 14:30
Artest mætir til Detroit með hanakamb Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento Kings ætlar ekki beinlínis að láta lítið fyrir sér fara í nótt þegar hann mætir í The Palace, heimavöll Detroit Pistons, í fyrsta skipti síðan hann lenti þar í einum frægustu slagsmálum í sögu hópíþrótta í Bandaríkjunum fyrir um tveimur árum. Artest lét félaga sinn raka á sig hanakamb í gærkvöldi. 20.1.2007 22:17
Kevin Davies framlengir við Bolton Framherjinn Kevin Davies skrifaði í dag undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton sem gildir til ársins 2010. Davies er 29 ára gamall, en hefði eflaust kosið sér að halda upp á nýja samninginn en með 5-1 tapi eins og raunin varð hjá Bolton gegn Middlesbrough í dag. 20.1.2007 22:15
Neill fer til West Ham Breska sjónvarpið greindi frá því í dag að ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill hefði ákveðið að ganga í raðir West Ham frá Blackburn, en þar hafi honum verið boðinn allt að helmingi hærri samningur en hjá Liverpool. 20.1.2007 21:30
Ungverjar skelltu Dönum Ellefu leikir fóru fram í dag á öðrum keppnisdegi HM í handbolta í Þýskalandi. Íslenska liðið vann auðveldan sigur á því ástralska í dag og í kvöld gerðu Ungverjar sér lítið fyrir og lögðu Dani 30-29 í E-riðli. Hér fyrir neðan eru úrslit allra leikja í dag. 20.1.2007 20:54
Young samþykkir að fara til Aston Villa Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segir að framherjinn ungi Ashley Young hjá Watford hafi gert munnlegt samkomulag við sig um að ganga í raðir Villa. Hinn 21 árs gamli framherji hafði áður neitað að ganga í raðir West Ham eftir að liðið gerði kauptilboð í hann. Fréttir herma að Villa muni kaupa leikmanninn á um 8 milljónir punda. 20.1.2007 20:30
Grindavík lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í dag. Grindavíkurstúlkur unnu þar auðveldan sigur á Breiðablik í Smáranum 71-57 eftir að hafa verið yfir 41-21 í hálfleik. Tamara Bowie átti enn einn stórleikinn fyrir Grindavík og skoraði 28 stig og hirti 19 fráköst hjá Grindavík og Hildur Sigurðardóttir skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Telma Fjalarsdóttir átti frábæran leik í liði Breiðabliks með 22 stig og 18 fráköst. 20.1.2007 20:05
New Jersey - Orlando í beinni í nótt Leikur New Jersey Nets og Orlando Magic verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér eru á ferðinni tvö af bestu liðum Austurdeildar og er áhorfendum gefst þarna færi á að sjá einn efnilegasta miðherja deildarinnar Dwight Howard hjá Orlando. 20.1.2007 19:58
Hnefaleikaveisla á Sýn í kvöld og nótt Sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á rosalega boxveislu í nótt þar sem leikar hefjast í Sviss með viðureign ófreskjunnar Nikolay Valuev og Jameel McCline, en svo verður skipt yfir til Las Vegas þar sem meðal annars eigast við Ricky Hatton og Juan Urango. Bubbi Morthens og Ómar Ragnarsson lýsa bardögunum eins og þeim einum er lagið og hefst veislan klukkan 20:50 og stendur fram til morguns. 20.1.2007 19:49
Calderon baðst afsökunar Sérstakur krísufundur var haldinn í herbúðum Real Madrid í dag þar sem forseti félagsins Ramon Calderon bað David Beckham og aðra leikmenn liðsins afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Beckham á dögunum. Calderon kallaði Beckham lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá í sínar raðir. 20.1.2007 19:44
Frakkar unnu auðveldan sigur á Úkraínu Frakkar voru ekki í vandræðum með að vinna Úkraínumenn í fyrsta leik sínum á HM í handbolta í dag og unnu sannfærandi sigur 32-21 eftir að hafa leitt 17-8 í hálfleik. Þessar þjóðir leika í B-riðli með okkur Íslendingum í Magdeburg. 20.1.2007 18:55
Annað dauðsfallið í Dakar Carlos Sainz vann í dag fimmtu sérleið sína í Dakar-rallinu en Stephane Peterhansel er enn með rúmlega 7 mínútna forystu á Giniel De Villiers í bílaflokki þegar aðeins ein dagleið er eftir. Vélhjólakappinn Eric Aubijoux frá Frakklandi lét lífið þegar leið skyndilega yfir hann skammt frá markinu, en hann er annar maðurinn sem lætur lífið í þessari mannskæðu keppni í ár. 20.1.2007 18:38
Loeb í góðum málum Aðeins óhapp virðist nú geta komið í veg fyrir að heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen vinni fyrstu rallkeppni ársins í Monte Carlo, en hann hefur rúmlega hálfrar mínútu forskot á félaga sinn Dani Sordo þegar aðeins ein sérleið er eftir í rallinu. Bæði Loeb og Sordo óku varlega í dag en þeir hafa ágæta forystu á Marcus Grönholm sem er í þriðja sætinu. 20.1.2007 18:33
Frábær árangur hjá íslenska badmintonfólkinu Íslenska badminton landsliðið lagði það svissneska í undanúrslitum evrópukeppni B-þjóða í Laugardalshöll nú undir kvöldið og tryggði sér þar með þátttökuréttinn í Evrópukeppni A-þjóða. Enn og aftur var það sigur í lokaleiknum sem réði úrslitum. 20.1.2007 18:23
Miðaverð tífalt hærra á svörtum markaði Stemmingin í Magdeburg var frábær í dag þegar íslenska landsliðið í handbolta spilaði sinn fyrsta leik í riðlakeppni HM. Íslendingarnir gengu skrúðgöngu á leikinn þar sem fánum var veifað og öl var teigað. Uppselt er á alla leiki í riðlinum, en þeir miðar sem enn fást á svörtum markaði hafa tífaldast í verði. 20.1.2007 17:47
Guðjón Valur maður leiksins Íþróttamaður ársins Guðjón Valur Sigurðsson var kjörinn maður leiksins í dag þegar íslenska landsliðið burstaði Ástrala 45-20. Þetta kom ekki sérlega á óvart þar sem Guðjón skoraði hvorki meira né 15 mörk úr aðeins 16 skotum í leiknum og á myndinni hér til hliðar má sjá hann sýna fjölskyldu sinni verðlaunagripinn sem hann fékk að launum. 20.1.2007 17:07
Middlesbrough burstaði Bolton Sjö af átta leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Middlesbrough stal senunni nú síðdegis með því að vinna 5-1 stórsigur á Bolton á heimavelli sínum. West Ham náði aðeins að hanga á 2-2 jafntefli gegn Newcastle eftir að hafa náð 2-0 forystu, en Reading lagði Sheffield United 3-1. Heiðar Helguson var rekinn af velli í liði Fulham þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tottenham. 20.1.2007 16:59
Auðveldur sigur hjá íslenska liðinu í fyrsta leik Íslenska landsliðið vann í dag auðveldan stórsigur á því ástralska 45-20 í fyrsta leik sínum á HM í handbolta, en leikið var í Magdeburg. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 15 mörk úr 16 skotum, Alexander Petersson 8 og þeir Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson 5. 20.1.2007 16:22
Liðið skortir sjálfstraust Jose Mourinho viðurkenndi að sína menn hefði einfaldlega skort sjálfstraust í dag þegar Chelsea tapaði 2-0 fyrir Liverpool. Rafa Benitez var að vonum ánægður með sína menn þegar hann landaði sigri í 100. deildarleik sínum með þá rauðu. 20.1.2007 15:58
Middlesbrough að bursta Bolton Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knatttspyrnu. Middlesbrough hefur 4-1 forskot gegn Bolton á heimavelli sínum og Íslendingalið West Ham hefur yfir 2-1 á St. James Park. Þá hefur Reading yfir 1-0 gegn Sheffield United, en mörkin má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi. 20.1.2007 15:53
Miklir yfirburðir íslenska liðsins Íslenska landsliðið á náðugan dag í fyrsta leik sínum á HM í Þýskalandi þar sem það er að rótbursta Ástrala 26-9 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á kostum í hraðaupphlaupunum og er markahæstur með 8 mörk úr 9 skotum. Ísland komst í 7-0 og hefur ekki litið til baka síðan þó ástralska liðið hafi náð að skora nokkur mörk undir lok hálfleiksins. 20.1.2007 15:33
Liverpool lagði Chelsea Liverpool vann í dag mikilvægan 2-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með mörkum frá Dirk Kuyt og Jermaine Pennant í upphafi leiks. Liverpool styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum og hefur liðið nú hlotið 46 stig, fimm stigum minna en Chelsea sem er í öðru sæti. Þetta var 100. deildarleikur liðsins undir stjórn Rafa Benitez knattspyrnustjóra. 20.1.2007 14:34
Veislan að hefjast Þjóðverjar sigruðu Brasilíumenn í opnunarleiknum á HM í handbolta í gær en í dag má segja að mótið fari af stað fyrir alvöru með 11 leikjum. Íslenska landsliðið þreytir frumraun sína nú klukkan 15 þegar liðið mætir Áströlum í Magdeburg. 20.1.2007 14:09
Liverpool 2-0 yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Dirk Kuyt kom heimamönnum yfir eftir 4 mínútur og Jermaine Pennant bætti við öðru marki á 19. mínútu. Petr Cech er kominn í markið hjá Chelsea á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. 20.1.2007 13:43
Hannes spáir 46 – 17 Hannes Jón Jónsson handknattleiksmaður með Ajax í Danmörku mun fylgjast með HM í handbolta eins og flestir Íslendingar. „Þeir ætla alltaf að verða meistarar,“ segir Hannes um Dani og stemmninguna í Danmörku fyrir mótinu. 20.1.2007 13:32
Heitt í kolunum í Minneapolis Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns. 20.1.2007 13:23
Ástralar sækja í sig veðrið Ástralska liðið hefur tekið sig saman í andlitinu í síðari hálfleik gegn íslenska landsliðinu og staðan nú um miðjan síðari hálfleik er 35-18 fyrir Ísland. Ljóst er að íslenska liðið fer með sigur af hólmi, en þeir áströlsku ætla þó að bjarga andlitinu áður en flautað verður til leiksloka. 20.1.2007 16:05
Ísland komst í 7-0 Íslenska landsliðið í handbolta á ekki í miklum vandræðum með lið Ástrala í upphafi leiks liðanna í Magdeburg eins og búast mátti við. Íslenska liðið komst í 7-0 eftir tæpar 7 mínútur og staðan um miðjan fyrri hálfleik er orðin 14-3 fyrir Ísland, þar sem Guðjón Valur og Alexander hafa skorað grimmt. 20.1.2007 15:19
Við erum úr leik ef við töpum Arsene Wenger viðurkennir að lið hans sé úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn ef það tapar fyrir Manchester United á heimavelli á sunnudag. Arsenal er þegar 15 stigum á eftir United, en Wenger segir það ekki þýða að hans menn geti ekki unnið sigur á toppliðinu. 19.1.2007 22:00
Milan Baros til Lyon? Tékkneski framherjinn Milan Baros hjá Aston Villa gengur í raðir Lyon í Frakklandi í næstu viku ef marka má fréttir frá Frakklandi nú undir kvöldið. Baros er sagður hafa hringt í Gerard Houllier persónulega til að biðja hann afsökunar á að hafa neitað að ganga í raðir liðsins fyrir einu og hálfu ári. 19.1.2007 21:00
Kjelling er með indíánahúðflúr Stórskyttan Kristian Kjelling hjá norska landsliðinu í handbolta segist ákveðinn í að spila leikinn gegn Angóla á morgun þó hann hafi átt við þrálát hnémeiðsli að stríða. Kjelling er með sérstakt húðflúr á handleggnum tileinkað æskuvini hans. 19.1.2007 21:00
Gremja í berbúðum Galaxy vegna launa Beckhams Miðjumaðurinn Peter Vagenas hjá knattspyrnuliðinu LA Galaxy, viðurkennir að nokkur gremja sé í leikmönnum liðsins vegna þeirra ofurlauna sem David Beckham muni raka inn þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. 19.1.2007 20:15
Loeb enn í forystu Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur aukið forskot sitt í Monte Carlo rallinu í rúmar 25 sekúndur eftir annan keppnisdag. Loeb ekur nýjum Citroen C4 líkt og félagi hans Dani Sordo sem er í öðru sæti. Sordo saxaði vel á forskot Loeb um hádegið í dag, en eftir það ók heimsmeistarinn einstaklega vel og jók forskotið um 20 sekúndur. 19.1.2007 19:30
Dallas - LA Lakers á Sýn í kvöld Stórleikur Dallas Mavericks og LA Lakers sem fram fór í NBA deildinni í gærkvöldi verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 23:30. Hér eru á ferðinni tvö af bestu liðum deildarinnar sem hafa verið á miklu flugi undanfarið. 19.1.2007 18:45