Fleiri fréttir

Ólafur leikur best á stóra sviðinu

Ólafur Stefánsson skoraði „aðeins“ þrjú mörk að meðaltali í fimm síðustu undirbúningsleikjum íslenska landsliðsins en síðustu árin hefur hann sparað sig í æfingaleikjunum en spilað frábærlega á stórmótunum.

Styður Jafet og vill í stjórn KSÍ

Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður greindi Fréttablaðinu frá því í gær að hann myndi ekki bjóða sig fram til formanns KSÍ en hann býður sig engu að síður fram til setu í stjórn KSÍ.

Ætlar sér að vinna titil

Chris Webber mun spila með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. Nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Pistons á svipaðan hátt og Rasheed Wallace gerði á meistaraárinu 2004.

Spiluðum Rocky-lögin fyrir og eftir leik

Áhorfendur og leikmenn Everton og Reading fengu óvænta heimsókn um liðna helgi er bandaríski stórleikarinn Sylvester Stallone var meðal áhorfenda. Fyrir leikinn gekk hann út á miðjan völlinn með Everton-trefil á lofti og fékk gríðarlega góðar viðtökur frá stuðningsmönnum liðsins.

Sharapova vann í miklum hita

Tennis Annar keppnisdagur opna ástralska meistaramótsins í tennis einkenndist af gífurlega miklum hita. Sumar er í Ástralíu og fór hitinn allt undir 40 gráður. Maria Sharapova frá Rússlandi lenti í miklum vandræðum með andstæðing sinn, Camille Pin frá Frakklandi, vegna hitans og magaverkja.

Vildi ekki fara til West Ham

Ekki eru allir tilbúnir að ganga til liðs við Eggert Magnússon og félaga hjá West Ham. Ashley Young, framherji enska liðsins Watford, neitaði að fara til West Ham eftir að Eggert Magnússon var búinn að ná samkomulagi við Watford um að kaupa þennan 21 árs strák fyrir 9,65 milljónir enskra punda eða 1,3 milljarða íslenskra króna.

Sú serbneska send aftur heim

Unndór Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express-deildinni, hefur tekið þá ákvörðun ásamt stjórn körfuknattleiksdeildarinnar að láta nýjan serbneskan miðherja liðsins fara aftur til sín heima.

GAIS hefur áhuga á Eyjólfi

Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, staðfesti við Fréttablaðið í gær að forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins GAIS hefðu sett sig í samband við félagið vegna Eyjólfs Héðinssonar. Eyjólfur æfði með GAIS í síðustu viku og hreif forráðamenn liðsins. Hann er samningsbundinn Fylki næstu tvö árin en Hörður segir málið vera á byrjunarstigi.

Saviola fór á kostum

Argentínumaðurinn smái, Javier Saviola, minnti rækilega á sig í kvöld þegar hann skoraði öll þrjú mörk Barcelona í 3-2 sigri liðsins á Alaves í síðari leik liðanna í spænska bikarnum. Barcelona er því komið áfram í keppninni, en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Börsunga í kvöld.

City í fjórðu umferð

Manchester City tryggði sér í kvöld sæti í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar með 2-1 sigri á Sheffield Wednesday í aukaleik liðanna í þriðju umferð. Darius Vassell skoraði sigurmark City sem þurfti að hafa mikið fyrir sigri sínum. Middlesbrough þurfti einnig að hafa mikið fyrir hlutunum þegar liðið tók á móti Hull City.

Urango tilbúinn að mæta Ricky Hatton

Kólumbíumaðurinn Juan Urango segist vera meira en tilbúinn í slaginn fyrir bardaga sinn gegn hinum magnaða og ósigraða Ricky Hatton í Las Vegas á laugardagskvöld, en bardaginn verður sýndur beint á Sýn.

Carew eftirsóttur

Norski framherjinn John Carew hjá Lyon hefur nóg að gera þessa dagana ef marka má frétt norska dagblaðsins VG, en í samtali við blaðið í dag segist framherjinn þegar hafa neitað tilboðum frá tíu knattspyrnufélögum.

Calderon ekki hættur að hrauna yfir Beckham

Forseti Real Madrid gerði í dag endanlega út um vonir David Beckham um að losna fyrr undan samningi sínum við félagið í dag þegar hann lýsti því yfir að ekkert lið í heiminum hefði viljað bjóða honum samning í janúarglugganum og að hans biði ekkert í Bandaríkjunum annað en að gerast miðlungsleikari í Hollywood.

Loeb bjartsýnn þrátt fyrir meiðsli

Þrefaldur heimsmeistari í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb, segist óttast að handleggsbrotið sem hann varð fyrir á síðasta ári gæti gert honum lífið leitt í fyrstu keppni ársins í Monte Carlo um næstu helgi. Loeb ekur fyrir lið Citroen, sem tekur nú þátt í heimsmeistaramótinu á ný eftir árs fjarveru.

Anthony körfuboltamaður ársins í Bandaríkjunum

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets var í dag kjörinn körfuboltamaður ársins í Bandaríkjunum fyrir frammistöðu sína með landsliðinu á HM í körfubolta sem fram fór í Japan í fyrra. Þetta þykja mörgum nokkuð kaldhæðnislegar fréttir í ljósi þess að hann situr nú af sér 15 leikja bann í NBA fyrir slagsmál.

Solano útilokar ekki að spila í Bandaríkjunum

Miðjumaðurinn skemmtilegi Nolberto Solano hjá Newcastle gagnrýndi harðlega ákvörðun David Beckham að fara til Bandaríkjanna frá Real Madrid, en segist sjálfur vel geta hugsað sér að spila í Ameríku þegar hann hættir í ensku úrvalsdeildinni.

Man City - Sheffield Wednesday í beinni í kvöld

Leikur Manchester City og Sheffield Wednesday í þriðju umferð enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending 19:50. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leik sínum og mætir sigurvegari kvöldsins liði Southampton á heimavelli í fjórðu umferðinni. Leikur Barcleona og Alaves í spænska bikarnum verður í beinni á Sýn Extra klukkan 19:55 en þar verður Eiður Smári Guðjohnsen hvíldur að þessu sinni.

Auðvelt hjá Nadal

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal átti náðugan dag þegar hann komst í aðra umferð opna ástralska meistaramótsins með sigri á Bandaríkjamanninum Robert Kendrick 7-6, 6-3 og 6-2. Maria Sharapova er sömuleiðis komin í aðra umferð með sigri á Camille Pin frá Frakklandi, en hún þurfti að hafa mikið fyrir sínum sigri og vann í oddasetti.

Luque fer ekki til PSV

Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hefur skorað á Spánverjann Albert Luque að einbeita sér að því að vinna sér sæti í enska liðinu, því ekkert verði af för hans til PSV Eindhoven í Hollandi eins og til stóð.

Peterhansel eykur forskot sitt

Frakkinn Stephane Peterhansel jók forskot sitt í Dakar-rallinu í dag þrátt fyrir að ná aðeins fjóra besta tímanum á tíundu dagleiðinni. Katarmaðurinn Nasser Saleh Al Attiyah sigraði á dagleiðinni og var fyrsti Katarmaðurinn í sögunni til að ná þeim áfanga. Helder Rodrigues var bestur í vélhjólaflokki í dag en þar er Spánverjinn Marc Coma enn fyrstur.

Harðar deilur milli Arsenal og Tottenham

Nú er útlit fyrir að enska knattspyrnusambandið þurfi að skerast í hatramma deilu grannliðanna Arsenal og Tottenham í tengslum við miðasölu á undanúrslitaviðureignir liðanna í enska deldarbikarnum.

Beckham vill verða leikari

Fatahönnuðurinn Giorgio Armani segist viss um að David Beckham sé að fara til Bandaríkjanna til að gerast leikari en ekki knattspyrnumaður, enda hafi hann útlitið til að bera í leiklistina.

Salihamidzic fer til Juventus

Bosníumaðurinn Hasan Salihamidzic hjá Bayern Munchen hefur gert samkomulag við ítalska liðið Juventus um að ganga í raðir þess næsta sumar. Salihamidzic er þrítugur og hefur verið hjá Bayern síðan árið 1998. Hann hefur samþykkt að skrifa undir fjögurra ára samning við ítalska félagið.

NFL deildin í útrás

Forráðamenn amerísku ruðningsdeildarinnar NFL hafa nú staðfest að fyrsti leikurinn utan Norður-Ameríku verði haldinn í London á næsta ári. Ekki er búið að staðfesta hvar leikurinn fer fram, en talið er að Wembley leikvangurinn verði fyrir valinu. Aðeins einu sinni hefur verið spilaður leikur í NFL deildinni utan Bandaríkjanna og það var í Mexíkó árið 2005.

Skráning opin í Red Bull Romaniacs

Skráning er hafin í eina erfiðustu endurokeppni í heimi Red Bull romaniacs. Keppnin er haldin árlega og er mjög vinsæl. Það er ekkert grín að keppa í henni þar sem þú lendir í því að keyra yfir steina á stærð við hjólið þitt, fara upp snarbrattar og grýttar brekkur og stökkva niður úr blokkaríbúð. Þessi keppni reynir mjög mikið á keppendur bæði andlega og líkamlega.

Evrópukeppnin í körfubolta á Eurosport 2 í dag

Það verður mikið um dýrðir á Eurosport 2 á Fjölvarpinu í dag þegar stöðin sýnir tvo leiki beint úr Evrópukeppninni í körfubolta. Leikur Hapoel Jerusalem og Alba Berlin verður sýndur klukkan 17 og klukkan 19 eigast við Lietuvos Rytas frá Litháen og AEK Aþena frá Grikklandi.

BMW Sauber stefnir á verðlaunapall

Forráðamenn BMW Sauber-liðsins í Formúlu 1 ætla liðinu að komast oftar á verðlaunapall á komandi keppnistímabili og setja stefnuna á að keppa um titilinn árið 2009. BMW tók við liði Sauber í lok árisins 2005 og komust ökumenn liðsins tvisvar á verðlaunapall á síðasta tímabili.

Boro ætlar ekki að semja við Viduka í janúar

Forráðamenn Middlesbrough hafa tekið það skýrt fram að félagið muni ekki endurnýja samning sinn við framherjann Mark Viduka fyrr en eftir að janúarglugganum lokar, því samningur hans rennur ekki út fyrr en í sumar.

Riquelme með nokkur tilboð á borðinu

Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme hefur nú framtíð sína algjörlega í höndum sér en hann er sagður vera að íhuga nokkur tilboð utan Spánar. Riquelme er úti í kuldanum hjá liði sínu Villarreal og vitað er af áhuga Bayern Munchen og liða í Mexíkó, Argentínu og Katar. Hann hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með spænska liðinu.

Ronaldo fer ekki til Milan

Brasilíski framherjinn Ronaldo mun ekki ganga í raðir AC Milan í vetur ef marka má forráðamenn ítalska félagsins, en leikmaðurinn er kominn út í kuldann hjá Fabio Capello þjálfara eins og David Beckham. Slitnað hefur upp úr viðræðum Milan og Real Madrid um kaup á Ronaldo og nú er útlit fyrir að hann verði að klára árið sem hann á eftir af samningi sínum á bekknum hjá spænska liðinu.

Rommendahl vill fara aftur heim

Danski landsliðsmaðurinn Dennis Rommendahl hjá Charlton virðist vera orðinn þreyttur á botnbaráttunni, því hann hefur kallað á FC Kaupmannahöfn í heimalandi sínu og skorar á menn þar á bæ að gera tilboð í sig.

Engin örvænting í Ferguson

Sir Alex Ferguson hefur beðið blaðamenn að halda ekki niðri í sér andanum í janúarglugganum ef þeir telji Manchester United ætla að versla mikið. Hann segir enga örvæntingu í herbúðum félagsins.

Sebastian Deisler leggur skóna á hilluna

Þýski miðjumaðurinn Sebastian Deisler hjá Bayern Munchen hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur að leika knattspyrnu, aðeins 27 ára að aldri. Deisler þótti einhver efnilegasti leikmaður Þýskalands á sínum tíma en hefur aldrei náð ferlinum á fullan skrið vegna meiðsla og þunglyndis. Hann sagðist hætta því hann hefði einfaldlega ekki gaman af að spila fótbolta lengur.

Everton að íhuga tilboð í Joey Barton

David Moyes, stjóri Everton, hefur staðfest að félagið hafi gert Manchester City fyrirspurn í miðjumanninn Joey Barton. Leikmaðurinn má ræða við hvert það félag sem gerir formlegt amk 5,5 milljón punda tilboð í hann, en Everton hefur enn ekki gert formlegt tilboð. City vill ekki selja leikmanninn, en svo gæti farið að Everton gerði tilboð næstu daga.

Liverpool sækir um undanþágu vegna Mascherano

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur ritað FIFA bréf þar sem það sækir um undanþágu fyrir miðjumanninn Javier Mascherano hjá West Ham og vonast til að hann fái grænt ljós á að spila með þriðja liðinu á leiktíðinni. Liverpool mun líklega ganga frá lánssamningi við leikmanninn ef félagið fær málið í gegn.

LA Lakers lagði Miami

Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni á degi Martin Luther King í Bandaríkjunum. Kobe Bryant og félagar í LA Lakers stöðvuðu sigurgöngu Miami með 124-118 sigri í framlengdum leik í Staples Center í Los Angeles.

Logi kveikti líf í vinstri vængnum

Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins.

Logi fagnar gagnrýninni

Það vakti athygli í lok landsleiksins við Tékka á sunnudaginn að Ólafur Stefánsson sást þá fara í gegnum ákveðna hluti með Loga Geirssyni sem hafði leikið mjög vel í seinni hálfleiknum og skorað sex mörk.

Getum gert góða hluti ef við sleppum við frekari meiðsli

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í gær 17 manna leikmannahóp sem fer á HM í Þýskalandi. Alfreð segir að íslenska liðið geti vel gert góða hluti á mótinu en minnir á að liðið má vart við frekari skakkaföllum.

Vildi helst vera á tveimur stöðum í einu

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana.

Líkir Platini við leyniskyttu

Það stefnir í harða kosningabaráttu milli Lennarts Johansson og Michels Platini sem báðir sækjast eftir forsetastóli UEFA. Sitjandi forseti sambandins, Lennart Johansson, hefur líkt vinnuaðferðum Michels Platini við þeirra sem vinna sem leyniskyttur.

Genk vildi fá Veigar Pál fram á sumar

Belgíska úrvalsdeildarliðið Genk setti sig fyrir helgi í samband við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk með það fyrir augum að fá Veigar Pál Gunnarsson lánaðan til félagsins. Stabæk var aðeins tilbúið að lána Veigar til Belgíu í þrjá mánuði en ekki til loka tímabilsins eins og óskað var eftir. Útlit er því fyrir að ekkert verði af því að Veigar Páll fari til Belgíu, í bili að minnsta kosti.

Svíar flengdu Norðmenn

Svíar unnu 13 marka sigur á Norðmönnum, 22-35, í Haukelandshallen í Bergen, í lokaleik norska liðsins fyrir HM í handbolta. Norska liðið hefur verið á mikilli siglingu í síðustu leikjum og vann meðal annars 12 marka sigur á Íslandi.

Andri Stefan ristarbrotinn

Handboltakappinn Andri Stefan, leikmaður Hauka, gengur um á hækjum þessa dagana enda er hann ristarbrotinn. Það er bót í máli fyrir Hauka að Andri skuli meiðast meðan frí er í DHL-deildinni vegna heimsmeistarakeppninnar í handbolta.

20 milljónir til kvennaíþrótta

Menningarsjóður Glitnis hefur lagt fram 20 milljónir króna til að stofna Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ en Sjóðstjórnin tók við styrknum á Nýárshófi Glitnis.

Sjá næstu 50 fréttir