Körfubolti

Sú serbneska send aftur heim

Unndór Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express-deildinni, hefur tekið þá ákvörðun ásamt stjórn körfuknattleiksdeildarinnar að láta nýjan serbneskan miðherja liðsins fara aftur til sín heima.

Grindavík fékk til sín um áramótin 190 sm stelpu, Tönju Goranovic, sem lék sinn fyrsta og eina leik í 96-50 sigri á Hamri. Goranovic var með 2 stig og 4 fráköst á 30 mínútum í þessum leik en samkvæmt yfirlýsingu á heimasíðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur kemur fram að Tanja hafi engan veginn staðið undir væntingum hjá stjórn og þjálfara Grindavíkur en þar sem félagaskiptafresturinn er runninn út getur Grindavík ekki fengið annað leikmann í staðinn.

Grindavík fær í kvöld Keflavík í heimsókn en Keflavíkurliðið er á mikilli siglingu og hefur unnið síðustu sjö leiki sína í deild og bikar.- óój




Fleiri fréttir

Sjá meira


×