Logi kveikti líf í vinstri vængnum 16. janúar 2007 12:00 Logi Geirsson hefur skorað 6 mörk að meðaltali í síðustu fjórum landsleikjum Íslands. NordicPhotos/GettyImages Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins. Það hafa verið uppi áhyggjuraddir um framlög skyttna íslenska handboltalandsliðsins og þær minnkuðu ekki eftir fyrri leikinn við Tékka um helgina þar sem íslenska liðið nýtti aðeins 2 af 15 langskotum sínum. Íslenska liðið fékk 8 mörk úr langskotum í seinni leiknum og þar munaði mestu um innkomu Hafnfirðingsins Loga Geirssonar í liðið eftir hálfleik. Logi skoraði fjögur mörk með langskotum í seinni hálfleik sunnudagsleiksins og það er ekki frá því að hann hafi um leið létt á áhyggjum landans. „Ég var bara að svara smá gagnrýni. Maður spilar einn leik þar sem verið að æfa kerfin og maður einbeitir sér að gefa stoðsendingar og þá er bara strax farið að væla yfir því að menn geti ekki skorað fyrir utan. Það er ekkert að skyttunni," segir Logi sem er alltaf tilbúinn að skjóta. „Ég skýt bara þegar ég fæ boltann," bætir hann við í léttum tón. Logi klikkaði á öllum þremur langskotum sínum í fyrri leiknum en gaf þá 4 stoðsendingar og skorað fjögur mörk, þar af tvö úr vítum, hin úr gegnumbroti og hraðaupphlaupi. „Á laugardag áttu of margir í liðinu slæman leik og það var svona svipað í gangi og kom upp í Noregsleiknum þar sem við vorum ekki að berjast. Það sem hjálpar okkur hvað mest er baráttan innan liðsins. Það lenda öll lið í því að vera undir og ég get lofað þjóðinni því að við erum ekkert að fara að gefast upp þótt að við lendum undir í HM," segir Logi sannfærandi. Í seinni leiknum kom Logi ekkert inná fyrr en eftir hlé og skoraði þá 6 mörk úr 10 skotum þar af nýtti hann 4 af 6 langskotum sínum. „Sá leikur var betri og það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum ennþá bara í undirbúningnum og mótið byrjar ekki fyrr en tuttugasta. Við bíðum bara spenntir eftir fyrsta leik og þá verðum við búnir með það sem við þurfum að gera og verðum tilbúnir í mótið," segir Logi. Logi hefur skorað 26 mörk í fyrstu fimm leikjum ársins og hefur unnið sér inn stórt hlutverk í íslenska landsliðinu. „Það vilja allir spila. Við erum með rosalega marga leikmenn sem eru fjölhæfir og geta spilað fleiri en eina stöðu. Ég ætla bara að vera í skyttunni og festa mig í sessi og stefna að því. Það er hinsvegar þjálfarans að ákveða það hvort að hann vilji nota mig annarsstaðar," segir Logi sem horfir fullur bjartsýni til HM. „Sjáið bara liðið okkar. Við erum með heimsklassa leikmenn í okkar liði og við getum gert ótrúlega góða hluti. Það þurfa bara nokkrir þættir að ganga upp og við þurfum að vera heppnir með að sleppa við að missa menn í meiðsli eitthvað sem á við um öll önnur lið. Þetta verður fróðlegt og við spyrjum bara að leikslokum," sagði Logi að lokum. ooj@frettabladid.is Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins. Það hafa verið uppi áhyggjuraddir um framlög skyttna íslenska handboltalandsliðsins og þær minnkuðu ekki eftir fyrri leikinn við Tékka um helgina þar sem íslenska liðið nýtti aðeins 2 af 15 langskotum sínum. Íslenska liðið fékk 8 mörk úr langskotum í seinni leiknum og þar munaði mestu um innkomu Hafnfirðingsins Loga Geirssonar í liðið eftir hálfleik. Logi skoraði fjögur mörk með langskotum í seinni hálfleik sunnudagsleiksins og það er ekki frá því að hann hafi um leið létt á áhyggjum landans. „Ég var bara að svara smá gagnrýni. Maður spilar einn leik þar sem verið að æfa kerfin og maður einbeitir sér að gefa stoðsendingar og þá er bara strax farið að væla yfir því að menn geti ekki skorað fyrir utan. Það er ekkert að skyttunni," segir Logi sem er alltaf tilbúinn að skjóta. „Ég skýt bara þegar ég fæ boltann," bætir hann við í léttum tón. Logi klikkaði á öllum þremur langskotum sínum í fyrri leiknum en gaf þá 4 stoðsendingar og skorað fjögur mörk, þar af tvö úr vítum, hin úr gegnumbroti og hraðaupphlaupi. „Á laugardag áttu of margir í liðinu slæman leik og það var svona svipað í gangi og kom upp í Noregsleiknum þar sem við vorum ekki að berjast. Það sem hjálpar okkur hvað mest er baráttan innan liðsins. Það lenda öll lið í því að vera undir og ég get lofað þjóðinni því að við erum ekkert að fara að gefast upp þótt að við lendum undir í HM," segir Logi sannfærandi. Í seinni leiknum kom Logi ekkert inná fyrr en eftir hlé og skoraði þá 6 mörk úr 10 skotum þar af nýtti hann 4 af 6 langskotum sínum. „Sá leikur var betri og það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum ennþá bara í undirbúningnum og mótið byrjar ekki fyrr en tuttugasta. Við bíðum bara spenntir eftir fyrsta leik og þá verðum við búnir með það sem við þurfum að gera og verðum tilbúnir í mótið," segir Logi. Logi hefur skorað 26 mörk í fyrstu fimm leikjum ársins og hefur unnið sér inn stórt hlutverk í íslenska landsliðinu. „Það vilja allir spila. Við erum með rosalega marga leikmenn sem eru fjölhæfir og geta spilað fleiri en eina stöðu. Ég ætla bara að vera í skyttunni og festa mig í sessi og stefna að því. Það er hinsvegar þjálfarans að ákveða það hvort að hann vilji nota mig annarsstaðar," segir Logi sem horfir fullur bjartsýni til HM. „Sjáið bara liðið okkar. Við erum með heimsklassa leikmenn í okkar liði og við getum gert ótrúlega góða hluti. Það þurfa bara nokkrir þættir að ganga upp og við þurfum að vera heppnir með að sleppa við að missa menn í meiðsli eitthvað sem á við um öll önnur lið. Þetta verður fróðlegt og við spyrjum bara að leikslokum," sagði Logi að lokum. ooj@frettabladid.is
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita