Fleiri fréttir

Læknir United rekinn

Mike Stone, sem verið yfirlæknir hjá Manchester United síðan árið 1999, var mjög óvænt rekinn frá félaginu í dag. Forráðamenn United segja ákvörðun þessa faglega, en orðrómur er strax kominn á kreik um að læknirinn hafi verið látinn fara vegna afstöðu sinnar í máli Wayne Rooney.

Brotist inn á heimili Patrick Vieira

Patrick Vieira, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, lenti í óskemmtilegri reynslu í gær þegar brotist var inn í hús hans í Frakklandi á meðan fjölskyldan svaf. Nokkru af skartgripum var stolið og óku þjófarnir á burt með þýfið á bílnum hans. Fjölskyldan þurfti að fara í rannsókn eftir uppákomuna, því talið er að þjófarnir hafi sprautað gasi inn í loftræstikerfið í húsinu til að halda fjölskyldunni sofandi á meðan á ráninu stóð.

Andy Johnson á leið til Wigan?

Stjórnarmaður Crystal Palace hefur staðfest að félagið hafi í dag samþykkt 8,5 milljón punda tilboð úrvalsdeildarfélagsins Wigan í framherjann Andy Johnson. Everton og Bolton hafa einnig verið á höttunum eftir landsliðsmanninum, en þeim hefur nú verið sagt að hækka tilboð sín ella muni hann verða seldur til Wigan.

Tilboði Tottenham í Curtis Davies hafnað

Bryan Robson, stjóri West Brom, staðfesti í dag að félagið hefði neitað 3,5 milljón punda tilboði Tottenham Hotspur í varnarmanninn Curtis Davies. West Brom ætlar sér ekki að staldra lengi við í 1. deildinni og ætlar að styrkja liðið en ekki veikja það að sögn Robson. Davies er U-21 árs landsliðsmaður Englands og talinn nokkuð efnilegur.

B-lið Englands mætir Hvít-Rússum í kvöld

Nokkrir af leikmönnum enska landsliðsins sem eru að berjast við að vinna sér sæti í byrjunarliðinu fá tækifæri til að sýna úr hverju þeir eru gerðir í kvöld, þegar B-lið Englands tekur á móti Hvít-Rússum í æfingaleik.

Pires líklega á förum

Nú þykir allt benda til þess að franski miðvallarleikmaðurinn Robert Pires muni yfirgefa herbúðir Arsenal og ganga til liðs við spænska liðið Villarreal, en spænsk útvarpsstöð á að hafa haft eftir stjórnarformanni félagsins í gær að hann væri búinn að ganga frá málinu.

Adriano einbeittur

Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano segist ætla einbeita sér að fullu að Heimsmeistarakeppninni þrátt fyrir þær sögusagnir að Real Madrid hyggjast bjóða í hann.

"Núna eða aldrei"

Fyrirliði enska landsliðsins, David Beckham telur að þetta verði sennilega síðasta tækifærið sem leikmenn af hans kynslóð fá til að vinna Heimsmeistarakeppnina.

Toronto datt í lukkupottinn

Kanadaliðið Toronto Raptors í NBA deildinni datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar það hreppti fyrsta valréttinn í hinu árlega nýliðavali sem fram fer eftir um það bil mánuð. Dregið er úr lukkupotti um það hvaða lið hreppir hnossið hverju sinni, rétt eins og þegar dregið er í Lottóinu hérlendis og fá liðin úthlutað kúlum í pottinum eftir árangri í deildarkeppninni síðasta vetur.

Miami vann í Detroit

Miami gerði sér lítið fyrir og lagði Detroit á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt 91-86. Miami hafði ekki spilað í viku fyrir leik gærkvöldsins, en það var lið Detroit sem var ryðgað í gær og hitti skelfilega. Heimamenn náðu ekki að nýta sér villuvandræði þeirra Shaquille O´Neal og Dwayne Wade og eru greinilega enn í bullandi vandræðum á báðum endum vallarins.

Sol Campbell á leið til Tyrklands?

Sol Campbell útilokar ekki að fara frá Arsenal eftir HM. Campbell, sem orðinn er 31 árs, átti ekki fast sæti í liði Arsenal á síðustu leiktíð og hefur að undanförnu verið orðaður við Tyrkneska liðið Fenerbache.

Huth búinn að fá nóg af bekkjarsetu hjá Chelsea

Robert Huth, varnarmaður Þýskalands og Englandsmeistara Chelsea, er orðinn þreyttur á að býða eftir tækifæri í aðalliði Chelsea. "Ég er ekki ánægður með hversu fá tækifæri ég hef fengið. Ég hef fengið nóg af bekkjarsetunni og vil komast þangað sem ég fæ að spila." sagði Huth.

Davids lýkur ferlinum hjá Ajax

Nýráðinn þjálfari Ajax, Henk ten Cate, telur miklar líkur á því að Edgar Davids, miðjumaður Tottenham og Hollenska landsliðsins, snúi aftur til síns gamla félags Ajax.

Fedorov úr leik

Serhiy Fedorov, varnarmaður Dynamo Kiev og Úkraínska landsliðsins, hefur dregið sig út úr HM hóp Úkraínu vegna meiðsla.

McClaren vill Venables sem aðstoðarmann

Talið er víst að Steve McClaren næsti landsliðsþjálfari Englendinga vilji fá Terry Venables sem aðstoðarmann sinn. Venables hefur verið orðaður við nokkur félagslið undanfarið en nú er talið líklegt að hann verði aðstoðarmaður McLaren, eftir að Enska knattspyrnusambandið hafi gefið grænt ljós á það að Venables verði ráðinn.

Huth orðinn leiður á að sitja á bekknum

Þýski landsliðsmaðurinn Robert Huth segist vera orðinn hundleiður á að sitja endalaust á varamannabekknum hjá Englandsmeisturum Chelsea og ekki er ólíklegt að hann verði lánaður eða seldur frá félaginu á næstu leiktíð.

Óvíst hvort Shevchenko leikur á HM

Óvíst er hvort Andriy Shevchenko, leikmaður Úkraínu og AC Milan, leikur á HM í Þýskalandi í næsta mánuði. Shevchenko kvað sjálfur upp úr með það að hann gæti ekki leikið á móti Costa Rica á sunnudag, en hann meiddist á hné í byrjun maí.

Stjarnan lagði KR

Stjörnustúlkur lögðu KR 2-1 á heimavelli sínum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur burstaði Þór/KA 6-0, Fylkir sigraði FH 3-0 á útivelli og Breiðablik sigraði Keflavík 3-1 á útivelli. Breiðablik og Valur hafa fullt hús stiga eftir tvær umferðir, en KR og FH eru á botninum án stiga.

Juan Roman Riquelme frábær leikmaður

Juan Roman Riquelme hinn knái leikmaður Argentínu leikur á sinni fyrstu Heimsmeistarakeppni í Þýskalandi í næsta mánuði, eftir að hafa átt frábært tímabil með liði sínu Villareal á Spáni. Eftir að hafa hjálpað Villareal í undanúrslit Meistaradeildarinnar og það í fyrsta skipti sem hann spilar í henni, hefur Riquelme nú sett sér það markmið að gera góða hluti á HM.

Ekki á förum frá Arsenal

Bakvörðurinn Ashle Cole hefur verið orðaður við fjölda liða utan Englands að undanförnu, en hann segist ekki eiga von á því að fara frá félaginu í sumar.

Stjarnan yfir gegn KR

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Landsbankadeild kvenna. Stjörnustúlkur hafa yfir 1-0 gegn KR í rokinu á Stjörnuvelli, þar sem Helga Jóhannesdóttir skoraði mark heimamanna á 18. mínútu. Valur hefur yfir 4-0 í hálfleik gegn KA/Þór, Breiðablik leiðir 3-0 gegn Keflavík og markalaust er hjá FH og Fylki.

Það er nú eða aldrei fyrir okkur

David Beckham segir að það sé nú eða aldrei fyrir sig og jafnaldra sína, ætli þeir sér að vinna til verðlauna á stórmóti með enska landsliðinu. Fyrrum félagi hans hjá Manchester United, Gary Neville, tekur í sama streng.

Kiel meistari

Kiel tryggði sér í kvöld Þýskalandsmeistaratitilinn í handbolta með sannfærandi sigri á Íslendingaliði Lemgo 37-28 á heimavelli sínum. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað í markaskorun hjá Lemgo og Logi Geirsson gat ekki leikið vegna veikinda. Á sama tíma tapaði Flensburg fyrir Kronau 26-24.

Engin tilboð komin í Dirk Kuyt

Forráðamenn Feyenoord segja að enn hafi engin kauptilboð borist í landsliðsframherjann Dirk Kuyt, sem hefur verið einhver eftirsóttasti framherji Evrópu á undanförnum mánuðum.

Andriy Shevchenko á frímerki

Frímerki með mynd af Andriy Shevchenko leikmanni AC Milan og úkraínska landsliðsins er komið út. Póstþjónustan í Úkraínu gaf merkið út til þess að vekja athygli á HM í fótbolta og umfram allt þátttöku úkraínska landsliðsins þar.

Schumacher bjartsýnn

Michael Schumacher segist ekki leggja jafn mikið upp úr því og aðrir að ná ráspól í Mónakókappakstrinum um næstu helgi, en eins og flestir vita eru aðstæður til framúraksturs þar ekki góðar og því hafa tímatökurnar mikið vægi í keppninni.

Nistelrooy hefur áhyggjur af framtíðinni

Engin lausn virðist í sjónmáli í máli framherjans Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United, en hann hefur verið úti í kuldanum eftir árekstur við knattspyrnustjórann Alex Ferguson á síðustu dögum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Morientes ekki á leið til Spánar

Umboðsmaður spænska framherjans Fernando Morientes hjá Liverpool segir ekkert til í orðrómi sem verið hefur á kreiki um að Morientes sé á leið aftur til heimalands síns. Hann hefur verið orðaður við Valencia og Real Betis, en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool.

Rosicky til Arsenal

Arsenal hefur fengið til sín tékkneska miðjumanninn Tomas Rosicky frá Dortmund í Þýskalandi og skrifaði hann undir langtímasamning við félagið í dag. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hinn 25 ára gamli og smávaxni leikmaður á eflaust eftir að styrkja Lundúnaliðið mikið.

Raul getur ekki beðið eftir HM

Framherji Real Madrid og fyrirliði Spænska landsliðsins getur ekki beðið eftir HM. Hann telur HM vera kjörinn vettvang til að bæta fyrir slakt tímabil hjá Real Madrid.

Rosicky skrifar undir við Arsenal

Tomas Rosicky miðjumaðurinn snjalli hefur skrifað undir samning við Arsenal. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem félagið hélt áðan en þessi sjalli miðjumaður mun kom til Arsenal strax að lokinni heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi.

Zokara eftirsóttur

Didier Zokora, miðjumaður St. Etienne í Frakklandi og landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar, er í enskum fjölmiðlum í morgun orðaður við Tottenham.

Ergic í draumalandi

Ivan Ergic hefur viðurkennt að vera í skýjunum yfir því að hafa verið valinn í landsliðshóp Serbíu og Svartfjallalands sem tekur þátt í heimsmeistarakeppninni í sumar.

Ljungberg þarfnast hvíldar

Læknir sænska landsliðsins segir að það komi jafnvel til greina að hvíla Freddy Ljungberg í riðlakeppni HM. Freddy hefur átt við erfið meiðsl að stríða í fæti og hefur þurft á sprautu að halda fyrir alla leiki Arsenal að undanförnu.

Eiður til Barcelona?

Eiður Smári Guðjohnsen gæti verið rétti maðurinn til þess að leysa af Henke Larsson í Barcelona. Fréttir herma að fyrrum leikmaður Manchester United, Diego Forlan sé fyrsti kostur Evrópumeistarana. Ef það gengur ekki upp þá er Eiður Smári næstur á listanum.

Klose leikmaður ársins í Bundesligunni

Miroslav Klose, sóknarmaður Werder Bremen var valinn leikmaður ársins í Þýsku Bundesligunni fyrir þetta tímabil. Klose skoraði 25 mörk á þessari leiktíð en hann var lengi frá vegna meiðsla um mitt mót.

Lehmann hefur áhyggjur af nýja boltanum

Nýr bolti sem notaður verður á HM í Þýskalandi í næsta mánuði vekur áhyggjur hjá Jens Lehmann, aðalmarkverði Þýskalandsliðsins. Um er að ræða nýja tegund af Adidas Teamgeist og hefur markvörðurinn miklar áhyggjur.

Van der Vaart er að ná sér

Rafael van der Vaart er himinlifandi yfir því að hafa komist í gegnum æfingu með Hollenska landsliðinu á mánudaginn. Það gerði hann án þess að finna til eymsla í ökklanum en þau hafa haldið honum frá keppni í lokaumferðum þýsku deildarkeppninnar með Hamburg.

Phoenix í úrslit Vesturdeildar

Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri.

Sögulegur sigur hjá Dallas

Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu.

Cruyff segir England eiga litla von á HM

Knattspyrnugoðið Johan Cruyff sagðist í viðtali við BBC í dag telja meiðsli framherjanna Waynes Rooney´s og Michaels Owens hafa of mikil áhrif á frammistöðu enska landsliðsins á HM.

Brasilía

Heimsmeistararnir eru sigurstranglegasta liðið á mótinu með marga af bestu knattspyrnumönnum heims innanborðs. Menn eins og Ronaldinho, Ronaldo, Kaka og Roberto Carlos eiga eftir að skemmta áhorfendum með sínum alkunna “sambabolta”.

Argentína

Í Argentínu ríkir mikil hefð fyrir knattspyrnu þar sem þátttaka og árangur á heimsmeistaramótinu er skilyrði. Liðið er í nokkurri endurnýjun og treysta Argentínumenn á nýja kynslóð leikmanna sem nú þegar hefur sett svip sinn á evrópska knattspyrnu.

England

Englendingar eru eitt af bestu liðum keppninnar og til þeirra eru gerðar miklar kröfur um góðan árangur. Vonir áhangenda hafa þó líklega aldrei verið meiri en nú. Þeir vilja meina að þeirra tími kominn.

Gorawski ekki með pólska landsliðinu á HM

Pólski miðvallarleikmaðurinn Damain Gorawski mun ekki taka þátt í HM í næsta mánuði. Þetta kom í ljós eftir að útkoman úr þolprófi fékkst nokkrum klukkustundum áður en liðið hélt til Þýskalands.

Sjá næstu 50 fréttir