Fleiri fréttir

Schumacher gefst ekki upp

Þýski ökuþórinn Michael Scumacher segir að keppninn um titilinn í Formúlu 1 sé langt frá því að vera lokið. Þrátt fyrir að hafa verið í stökustu vandræðum í allt sumar og 34 stigum á eftir efsta manni, Fernando Alonso, heldur Schumacher því fram að hann geti ennþá varið titilinn sem hann vann með svo miklum yfirburðum í fyrra

Liverpool yfir í hálfleik

Liverpool er 1-0 yfir í hálfleik gegn TNS frá Wales í 1.forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Djibril Cisse gerði markið á 26. mínútu. Þetta er seinni leikur liðanna, Liverpool vann fyrri leikinn 3-0.

Skagamenn yfir

Skagamenn eru yfir gegn enska 1.deildarliðinu Derby County 2-1 í æfingaleik á Akranesi þegar 60 mínútur eru liðnar af leiknum. Andri Júlíusson hefur gert bæði mörk Skagamanna. Bæði lið byrjuðu með sín sterkustu lið en nú eru varamenn farnir að koma inná hjá liðunum.

Víkíngur til Bristol City

Fyrrum leikmaður knattspyrnuliðs Víkings, Richard Keogh er genginn til liðs við Bristol City frá Stoke City. Hann var að láni hjá Víkingum frá Stoke á síðustu leiktíð og gjörbyllti leik Víkinga á tímabili ásamt Jermaine Palmer.

Leikum alltaf til sigurs

FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. </font /></b />

Venesúela er verðugur andstæðingur

Knattspyrnusamband Íslands hefur samið um að leika tvo vináttulandsleiki í sumar og haust, gegn Venesúela hér heima þann 17. ágúst og gegn Pólverjum ytra í október.

Brann burstaði Birmingham í kvöld

Íslendingaliðið Brann frá Noregi með þá Kristján Örn Sigurðsson og Ólaf Örn Bjarnason innanborðs gjörsigraði enska úrvalsdeildarliðið Bimingham 4-0 í kvöld í  æfingaleik í Bergen. Kristján og Ólafur léku báðir leikinn.

Gerrard með tvennu-Liverpool áfram

Þegar Liverpool sigraði TNS fyrir viku, gerði Steven Gerrard öll þrjú mörk Liverpool manna. Í kvöld er liðið sigraði TNS 3-0 gerði Gerrrard tvö mörk en spilaði aðeins rúmar tuttugu mínútur. Þriðja mark Liverppool gerði Djibril Cisse. Þar með eru Evrópumeistararnir komnir í 2.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 6-0 sigur.

ÍA sigraði Derby County

Skagamenn sigruðu enska 1.deildaliðið Derby County í æfingaleik í kvöld 2-1 á Akranesvelli. Það var Andri Júlíusson sem gerði bæði mörk Skagamanna. Heimamenn gerðu miklar breytingar á sínu liði í hálfleik þegar sjö leikmönnum var skipt út af. Leikmenn Derby County skelltu sér beint í sjóinn eftir leik, slík var veðurblíðan.

Ruud með þrennu og Ronaldo með tvö

Ruud Van Nistelrooy gerði þrennu þegar Manchester United sigraði Peterbrough, fyrrum félaga Helga Vals Daníelssonar í Fylki, 6-0 í kvöld. Leikurinn var ágóðaleikur fyrir Barry Fry,  fyrrum knattspyrnustjóra Peterbrough. Cristiano Ronaldo gerði tvö mörk og Guiseppe Rossi eitt. Dean Holden, fyrrum leikmaður Vals lék sinn fyrsta leik með Peterbrough.

Grindavík og Njarðvík unnu aftur

Njarðvík og Grindavík hafa unnið báða leiki sína í Bílavíkurmótinu í körfubolta sem nú fer fram í Ljónagryfjuni. Njarðvík vann nágranna sína í Keflavík 90-80 í kvöld og Grindavík vann 30 stiga sigur á Fjölnir, 116-86. Páll Axel Vilbergsson skoraði 43 stig og 9 þriggja stiga körfur í kvöld. Liðin mætast í úrslitaleik á lokadegi mótsins á morgun.

Heimir þjálfar Valsmenn

Heimir Ríkarðsson, einn reyndasti og virtasti handboltaþjálfari landsins, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals.Heimir mun aðstoða Óskar Bjarna Óskarsson með meistaraflokk karla ásamt því að þjálfa 2. og 3. flokk karla hjá félaginu

Vill fleri frá FH í landsliðið

Framganga FH í Landsbankadeild karl í sumar hefur verðskuldaða athygli, en liðið hefur unnið alla tíu deildarleiki sína í sumar. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir nokkra leikmenn liðsins eiga skilið að fá sæti í landsliði Íslands og vonast til þess að landsliðsþjálfararnir horfi ekki framhjá frammistöðu þeirra í sumar.

Loeb í metabækurnar

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb sigraði með yfirburðum í Argentínurallinu um helgina og varð með því fyrsti ökuþórinn í sögu heimsmeistarakeppninnar til að vinna sex keppnir í röð á sama tímabilinu, en hann varð einnig fyrsti ökumaðurinn til að sigra á sjö mótum í heildina á einu keppnistímabili, sem enn er ekki búið.

Mourinho hrósar Phillips

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea segir að félagið hafi krækt í einn besta leikmann Englands þegar það keypti Shaun Wright-Phillips frá Manchester City.

Essien kostar 32 milljónir

Forráðamenn franska knattspyrnuliðsins Lyon hafa gefið út að Chelsea verði að punga út sömu upphæð og það var tilbúið að eyða í Steven Gerrard ef það ætlar sér að kaupa Mickael Essien.

Hargreaves hafnar Boro

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem leikið hefur með Bayern Munchen síðustu ár, hefur hafnað samningstilboði frá enska úrvaldsdeildarliðinu Middlesbrough og segist ætla að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliði Bayern.

Beckham vill að Owen verði kyrr

David Beckham hefur biðlað til félaga síns Michael Owen að vera um kyrrt hjá spænska liðinu Real Madrid í stað þess að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, eins og þrálátur orðrómur hefur gefið til kynna á síðustu vikum

James aðvarar Wright-Phillips

Markvörðurinn David James, fyrrum félagi Shaun Wright-Phillips hjá Manchester City, segist óttast að framtíð leikmannsins hjá Chelsea ætti eftir að verða honum erfið vegna samkeppninnar um hverja stöðu.

Landsbankadeildin í gær

Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í gær. Í Árbæ tóku heimamenn í Fylki á móti Þrótti og það var aðeins eitt mark skorað, það gerði Ólafur Tryggvason með föstu skoti á 71 mínútu.

Loeb sigraði í Argentínu

Sebastian Loeb á Citroen sigraði í argentínska rallinu sem kláraðist um helgina. Þetta var sjötti sigur Loeb í röð og hans sjöundi alls og er það er met. Loeb er lang efstur í stigakeppni ökumanna er með 75 stig en Norðmaðurinn Petter Solberg  er með 48 stig.

Íslendingar í Svíþjóð

Íslendingar voru á skotskónum í fótboltanum í Svíþjóð um helgina. Ásthildur Helgadóttir skoraði síðara mark Malmö í 2-0 sigri á Sunnanå. Erla Steina Arnardóttir jafnaði fyrir lið sitt Mallbacken í 3-3 gegn Hammarby og þá skoraði Gunnar Heiðar Þorvaldsson eina mark Halmstad sem tapaði 2-1 fyrir Malmö.

Landsliðið tapaði í Davis Cup

Karlalið Íslands í tennis töpuðu  lokaleik sínum fyrir Tyrkjum í Davis Cup í Dyflinni. Þeir munu því leika í fjórðu deild að ári.

Chelsea - Benfica

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í hálfleik í æfingaleik Chelsea gegn Benfica sem sýndur var á Sýn í gær. Eiður spilaði á miðjunni og átti ágætisleik.

Íslendingar á leið til Hearts

Haraldur Björnsson 16 ára markvörður úr Val og Eggert Gunnþór Jónsson 15 ára Eskfirðingur hafa komist að samkomulagi við Hearts í Skotlandi um að leika með þeim næstu þrjú árin.

"Ætlum okkur þriðja sætið"

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur ætlar sér sigur í kvöld í leik þeirra gegn ÍBV sem fer á Keflavíkurvelli klukkan 19:15. "Takmarkið okkar er að vera í baráttunni um þriðja sætið og sigur í kvöld kæmi okkur þangað" sagði Kristján í samtali við Vísi.is.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hér á <strong>BOLTAVAKT</strong> Vísis.

Hargreaves fer hvergi

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá þýsku meisturunum Bayern Munchen, hefur ákveðið að hafna tilboði Middlesbrough um að ganga til liðs við félagið í sumar. Hargreaves hefur verið hjá þýska liðinu síðan hann var unglingur og þjálfari Bayern segir ástæður þess að hann fari ekki gefa augaleið.

Cole áfram hjá Arsenal

Vinstri bakvörðurinn, Ashey Cole hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Arsenal, eftir að framtíð hans hjá félaginu hékk á bláþræði um tíma vegna ólöglegra viðræðna hans við Chelsea. Cole verður því áfram hjá Lundúnaliðinu til ársins 2008 og segist feginn að vera búinn að tryggja framtíð sína.

Coleman vill Hartson

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, hefur viðurkennt að hann muni líklega ekki hafa efni á að kaupa sér óskaframherja sinn þegar Andy Cole fer frá félaginu eins og allt útlit er fyrir á næstu dögum. Coleman er mjög hrifinn af framherjanum John Hartson hjá Glasgow Celtic, en viðurkennir að líklega verði hann of dýr.

Hvað gerir Hörður í kvöld?

Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflavíkur í Landsbankadeild karla er sjóðheitur þessa dagana. Síðast þegar hann reimaði á sig takkaskóna gerði hann fernu gegn Etzella frá Lúxemborg í Evrópukeppni félagsliða. Þú getur fylgst með Herði og félögum í Keflavík taka á móti ÍBV í kvöld í beinni lýsingu hér á <strong>BOLTAVAKT </strong>Vísis.is

Brown hættur að þjálfa Detroit

Larry Brown, sem stýrði Detroit Pistons til meistaratitils í fyrra og í úrslitin í ár, hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að láta af störfum, samkvæmt nýjustu fréttum frá Bandaríkjunum. Brown hafði verið í löngum samningaviðræðum við Pistons undanfarna daga, en nú er talið líklegt að félagið kaupi hann út úr þeim þremur árum sem eftir eru af samningi hans.

Khan verður betri en Prinsinn

Brendan Ingle, maðurinn sem þjálfaði Prinsinn (Naseem Hamed), segir að Amir Khan verði betri en Prininn hafi nokkurn tíman verið. En prinsinn er fyrrum heimsmeistari í fjaðurvigt. Mikið Amir Khan æði er nú í Bretlandi og langt síðan jafn mikil spenna hefur verið fyrir hnefaleikum þar í landi ....

Silja sigraði í Karlstad

Silja Úlfarsdóttir hlaupadrottning úr FH sigraði í 400 metra grindahlaupi á frjálsíþrótamóti í Karlstad í Svíþjóð í kvöld og  hljóp á 58.37 sekúndum. Anneli Melin frá Svíþjóð varð önnur á 58.71 sek. Silja freistaði þess að ná lágmarki fyrir HM í frjálsum íþróttum í Helsinki í sumar, en var 1.87 sek. frá því.

Njarðvík sigraði Fjölni

Njarðvík sigraði Fjölni 89-71 í Bílavíkurmótinu í körfubolta sem fram fer í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Staðan í hálfleik var 49-40 gestgjöfunum í vil. Friðrik Stefánsson var stigahæstur heimamanna með 25 og næstur kom Jóhann Á Ólafsson með 23 stig. Í liðið Grafarvogspilta var Magnús Pálsson stigahæstur með 21 stig.

Sigur hjá Djurgården

Kári Árnason spilaði allan leikinn með Djurgården sem burstaði botnlið Sundsvall 4-0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården. Liðið hefur nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar á Malmö FF og Helsingborg.

Gilardino til A.C. Milan

Markahrókurinn Alberto Gilardino er genginn til liðs við A.C. Milan frá Parma fyrir 17.2 milljónir punda. Gilardino, 23 ára, gerði 23 mörk á nýafstöðnu tímabili fyrir Parma og hélt nánast Parma í A deild eins síns liðs.

Jafnt í Keflavík

ÍBV náði í sitt fyrsta stig á útivelli í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Keflavík suður með sjó 2-2 í 11.umferð Landsbankadeildar karla sem fram fór í kvöld. Hörður Sveinsson og Ólafur Jón Jónsson gerðu mörk Keflvíkinga en fyrir Eyjamenn var það sjálfsmark Gests Gylfasonar sem jafnaði leikinn 1-1........

Endalaus óheppni Helga Jónasar

Helgi Jónas Guðfinnsson er einn allra besti leikstjórnandi á Íslandi en undanfarin ár hafa þrálát bakmeiðsli gert honum lífið leitt og því hefur hann ekki geta spilað að fullu með liði sínu.

Samið um verð á Wright-Phillips

Manchester City og Chelsea hafa komist að samkomulagi um verð á Shaun Wright-Phillips, framherja City. Sky-fréttastofan greindi frá þessu fyrir stundu. Upphæðin hefur þó ekki verið gefin upp.

15. heimsmet Isinbayevu

Rússneska stúlkan Yelena Isinbayeva setti í gærkvöldi 15. heimsmet sinn í stangarstökki þegar hún stökk 4 metra og 95 sentímetra á frjálsíþróttamóti í Madríd. Þórey Edda Elísdóttir varð önnur, stökk 4 metra og 45 sentímetra og bandaríska stúlkan Tracey O´Hara þriðja en hún stökk 4 metra og 30 sentímetra.

Ásdís í 4. sæti

Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni varð í 4. sæti í spjótkasti á Evrópumeistaramóti 20-22 ára í Erfurht í Þýskalandi í gær. <font face="Times New Roman" color="#002041">Hún kastaði 53,78 metra og var nokkuð frá Íslandsmeti sínu sem er 57,10 metrar. Sigurvegari í Erfurht varð Annika Suthe Þýskalandi sem kastaði 57,72 metra.</font>

Tiger á tólf undir

Tiger Woods hefur tveggja högga forystu á Jose Maria Olazabal fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Woods er á tólf höggum undir pari, Olazabal á tíu undir og síðan eru þeir Retief Goosen og Colin Montgomerie á níu undir pari.

Fyrsta tap Hopkins í 12 ár

Hnefaleikakappinn Bernard Hopkins tapaði fyrsta bardaga sínum í rúm tólf ár þegar mótherji hans, Jermain Taylor, hafði betur í Las Vegas í gærkvöldi. Hinn fertugi Hopkins var að verja titil sinn í millivigt í 21. sinn.

Loeb með forystu í Argentínu

Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastian Loeb, hefur forystu þegar 17 sérleiðir af 22 eru búnar í Argentínska rallinu. Finninn Markus Grönholm er annar, 26 sekúndum á eftir, og Norðmaðurinn Petter Solberg þriðji, einni mínútu og einni sekúndu á eftir Loeb.

Ásthildur skoraði í sigurleik

Fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu kvenna, Ásthildur Helgadóttir, skoraði í gær þegar Malmö sigraði Sunnanå, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Nilla Fischer kom Malmö í 1-0 á 32. mínútu en Ásthildur bætti síðan við marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Sjá næstu 50 fréttir