Sport

Ásthildur skoraði í sigurleik

Fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu kvenna, Ásthildur Helgadóttir, skoraði í gær þegar Malmö sigraði Sunnanå, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Nilla Fischer kom Malmö í 1-0 á 32. mínútu en Ásthildur bætti síðan við marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Malmö er í fyrsta sæti deildarinnar með 28 stig en Umeå er þremur stigum á eftir og á leik gegn Gautaborg til góða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×