Sport

Jafnt í Keflavík

ÍBV náði í sitt fyrsta stig á útivelli í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Keflavík suður með sjó 2-2 í 11.umferð Landsbankadeildar karla sem fram fór í kvöld. Hörður Sveinsson og Ólafur Jón Jónsson gerðu mörk Keflvíkinga en fyrir Eyjamenn var það sjálfsmark Gests Gylfasonar sem jafnaði leikinn 1-1 og síðan jafnaði ÍBV aftur leikinn tíu mínútum fyrir leikslok en þá var Pétur Óskar Sigurðsson að verki. Keflvíkingar eru sem fyrr í fjórða sæti með 16 stig en ÍBV fór úr fallsæti og í það sjöunda með jafnteflinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×