Sport

ÍA sigraði Derby County

Skagamenn sigruðu enska 1.deildaliðið Derby County í æfingaleik í kvöld 2-1 á Akranesvelli. Það var Andri Júlíusson sem gerði bæði mörk Skagamanna. Heimamenn gerðu miklar breytingar á sínu liði í hálfleik þegar sjö leikmönnum var skipt út af. Leikmenn Derby County skelltu sér beint í sjóinn eftir leik, slík var veðurblíðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×