Sport

Loeb með forystu í Argentínu

Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastian Loeb, hefur forystu þegar 17 sérleiðir af 22 eru búnar í Argentínska rallinu. Finninn Markus Grönholm er annar, 26 sekúndum á eftir, og Norðmaðurinn Petter Solberg þriðji, einni mínútu og einni sekúndu á eftir Loeb. Takist Loeb að vinna verður það sjötti sigur hans í röð í heimsmeistarakeppninni á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×