Sport

15. heimsmet Isinbayevu

Rússneska stúlkan Yelena Isinbayeva setti í gærkvöldi 15. heimsmet sinn í stangarstökki þegar hún stökk 4 metra og 95 sentímetra á frjálsíþróttamóti í Madríd. Þórey Edda Elísdóttir varð önnur, stökk 4 metra og 45 sentímetra og bandaríska stúlkan Tracey O´Hara þriðja en hún stökk 4 metra og 30 sentímetra. Isinbayeva, sem er 23 ára, bætti met sem hún setti í Lausanne í Sviss þann 5. júlí um tvo sentímetra. Fyrsta heimsmetið setti hún fyrir tveimur árum, stökk þá 4 metra og 82 sentímetra. Isinbayeva á þó enn langt í land með að ná árangri Úkraínumannsins Sergei Bubka sem setti 35 heimsmet í stangarstökki á sínum ferli. Heimsmetið í karlaflokki er 6 metrar og 14 sentímetrar en það er orðið tæplega ellefu ára gamalt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×