Fleiri fréttir

Real vann í fyrsta leiknum

Real Madríd vann mexíkóska liðið Chivas Guadalajara, 3-1, í fyrsta æfingaleik liðsins af sex í keppnisferð um Asíu og Bandaríkin. Francesco Palencia kom Chivas yfir á 73. mínútu en Madrídarmenn jöfnuðu metin þegar Alvaro Meija skallaði inn aukaspyrnu frá David Beckham.

Bandaríkin sigruðu Jamaíka

Bandaríkjamenn sigruðu Jamaíkamenn, 3-1, í 8-liða úrslitum Gullbikarkeppninnar í knattspyrnu í Foxboro í Massachusetts í gærkvöldi. DaMarcus Beasley skoraði tvö markanna. Í undanúrslitum mætast Bandaríkin og Hondúras en þeir sigruðu Kosta Ríka, 3-2, í 8-liða úrslitunum.

Benayoun til West Ham

Ísraelski landsliðsmaðurinn Yossi Benayoun gekk í gær til liðs við West Ham United. Lundúnaliðið borgar spænska liðinu Racing Santander 2,5 milljónir punda fyrir Benayoun.

Henry næsti fyrirliði Arsenal

Thierry Henry verður næsti fyrirliði Arsenal. Arsenal vann 3. deildarliðið Barnet, 4-1, í æfingaleik í gær. Hvít-Rússinn Alexander Hleb skoraði fyrsta markið en síðan skoruðu þeir Henry, Dennis Bergkamp og Justin Hoyte áður en Barnett minkaði muninn.

Gengið frá kaupunum á Foster

Manchester United gengur á næstu dögum frá kaupunum á markverðinum Ben Foster frá Stoke. Eins og greint hefur verið frá þá fær Stoke eina milljón punda við undirskrift en alls gæti Stoke fengið 2,5 milljónir punda nái Foster að spila úrvalsdeildarleik, meistaradeildarleik og landsleik sem leikmaður United.

Tiger færist nær sigri

Tiger Woods er kominn með fjögurra högga forystu á þá Jose Maria Olazabal og Colin Montgomery. Tiger er á 14 höggum undir pari og ekkert virðist getta stöðvað kappan sem er í miklu stuði þessa stundina.

Wright-Phillips til Chelsea

Það er nánast frágegnið að sóknar-miðjumaður Manchester City, Shaun Wright-Phillips gangi til liðs við Englandsmeistara Chelsea. Félögin hafa samið um kaupverð sem talið er nema 21 milljón punda og nú á leikmaðurinn eingöngu eftir að semja um kaup og kjör. Wright-Phillips er 23 ára gamall og hefur leikið allan sinn atvinnumannaferil með Man.City.

Shearer skoraði í sigri Newcastle

Newcastle sigraði slóvaska liðið ZTS Dubnica 3-1 á útivelli í fyrri leik liðanna í Intertoto keppninni í knattspyrnu, Mörk Newcastle gerðu Michael Chopra, James Milner og gamla kempan Alan Shearer. Seinni leikur liðanna fer fram á St.James´Park í Newcastle á laugardaginn kemur.

Fram KR í kvöld - BOLTAVAKT

Það verður sannkallaður botnbaráttuslagur í Laugardalnum í kvöld þegar Fram tekur á móti KR klukkan 19:15 í Landsbankadeild karla. Bæði þessi lið hófu mótið af krafti en ekkert hefur gengið hjá liðunum að undanförnu. Leikurinn verður í beinni hér á <strong><u>Boltavaktinni </u></strong>á vísi.is.

Fylkir - Þróttur í kvöld BOLTAVAKT

Fylkir sem er í þriðja sæti Landsbankadeildar karla í knattspyrnu tekur á móti botnliði Þróttar í Árbænum í kvöld klukkan 20:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum hér á <u><strong>Boltavaktinni</strong></u> á Vísi.is.

Tiger Woods sigraði á Opna breska

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem var að ljúka á St.Andrews vellinum í Skotlandi. Þetta er annar risatitillinn sem Tiger vinnur í ár því fyrr á árinu vann hann bandaríska Masters mótið. Kylfingnum hafði einu sinni áður tekist að sigra á Opna breska en það árið 2000 en þá var einnig leikið á St.Andrews.

Armstrong í góðum málum

Bandaríkjamaðurinn George Hincapie sigraði á 15.dagleið Frakklandshjólreiðanna Tour de France í dag , þegar hjólaður var 205.5 kílómetrar í Pýreneafjöllum. Lance Armstrong, landi Hincapies styrkiti stöðu sína í heildarkeppninni, en Ítalinn Ivan Basso, sem fylgdi honum fast eftir í dag, komst upp í 2. sætið.

Eiður Smári á bekknum gegn Benfica

Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum hjá Chelsea í kvöld en liðið spilar þá sinn annan leik á undirbúningstímabilinu gegn portúgalska liðinu Benfica. Chelsea og Benfica spila um Samsung-bikarinn og það verður vítaspyrnukeppni sem ræður úrslitum standi leikar jafnir eftir venjulegan leiktíma.

Fram 0 - KR 1(32 mín) BOLTAVAKTIN

KR-ingar eru komnir í 1-0 gegn Fram í Laugardalnum. Það var Sandgerðingurinn Grétar Hjartason sem gerð markið á 32.mínútu. Leikurinn er í beinni á Boltavaktinni hér á vísi.is.

Sigur á Finnum

Íslendingar mættu Finnum <font face="Arial" size="2">á EM U-18 karla í körfubolta í Ruzomberok í Slóvakíu. Íslendingar sigruðu 75-68 eftir að hafa leitt 40-27 í hálfleik, og tryggðu sér þar með sigur í riðlinum. Pavel Ermolinskij var stighæstur Íslendinga með 22 stig (10 fráköst), Árni Ragnarsson var með 14 stig og Brynjar Þór Björnsson með 13 stig (9/9 á vítalínunni).</font>

Stórsigur KR-inga

KR-ingar unnu stórsigur á Fram í kvöld 4-0 í Laugardalnum í Landsbankadeild karla. Grétar Ólafur Hjartarson gerði tvö marka KR og þeir Sigurvin Ólafsson og Rógvi Jacobsen gerðu hin tvö. Framarinn Bo Henriksen fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks.

Þróttur sigraði í Árbænum

Þróttur er komið í 7.sæti Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fylkismönnum í Árbæ. Það var Ólafur Tryggvason sem gerði eina mark leiksins á  70. mínútu. Fyrr í kvöld sigruðu KR-ingar Framara í Laugardalnum 4-0

Úrslitin í leik Benfica -Chelsea

Leikur Benfica og Chelsea sem nú er sýndur á sjónvarpstöðinni Sýn er lokið. Veldu meira til að sjá úrslit leiksins.

Mbesuma vill spila fyrir United

Zambíu maðurinn Collins Mbesuma sem skrifaði undir samning hjá enska úrvaldseildarliðinu Portsmouth er kanski ekki sá vinsælasti á meðal stuðningsmanna félagsins. Á blaðamannafundi í gær þar sem Mbesuma var kynntur fyrir stuðningsmönnuum, áformaði hann framtíðar áætlanir sínar.

Birgir á fimm undir pari

Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, lék síðasta hringinn á Texbond-mótinu við Gardavatn á einu yfir pari. Samtals lék Birgir Leifur á fimm höggum undir pari. Ekki er ljóst í hvaða sæti Birgir Leifur lendir en hann var nú áðan í 38. sæti.

Tiger með fjögurra högga forystu

Tiger Woods hefur fjögurra högga forystu á Colin Montgomerie þegar keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi er hálfnuð. Woods var á ellefu undir pari en Montgomerie á sjö höggum undir pari. Þeir hefja keppni klukkan 14.

FH - ÍA í bikarnum í dag

Átta liða úrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast í dag. Þá mætast Íslandsmeistarar FH og Skagamenn á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Leikurinn hefst klukkan 16.

Loeb keyrði á naut

Frakkinn Sebastian Loeb á Citroen hefur forystu í argentínska rallinu. Hann er 31 sekúndu á undan Norðmanninum Petter Solberg á Subaru sem er annar. Franski heimsmeistarinn var stálheppinn að sleppa óskaddaður eftir árekstur við naut sem hafði tekið sér stöðu á miðjum veginum.

FH hefur ekki slegið út ÍA í 25 ár

FH hefur ekki náð að slá út ÍA í bikarkeppninni í 25 ár eða síðan að liðið vann 3-1 sigur í leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar 1980. Skagamenn hafa unnið þrjár síðsutu bikarviðureignir liðanna og í tvö síðustu skiptin hafa þeir unnið bikarmeistaratitilinn eftir að hafa slegið út FH. Liðin mætast í Kaplakrika klukkan 16.00 í dag.

Íris í 9. sæti í 1500 metra hlaupi

Hlaupadrotningin unga, Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni í Grafarvogi, varð í 9. sæti í 1500 metra hlaupi á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Marrakesh í gær. Íris Anna, sem verður ekki 16 ára fyrr en í lok ágúst, hljóp vegalengdina á 4 mínútum 33,57 sekúndum.

Jon Dahl Tomasson til Stuttgart

Danski landsliðsmaðurinn, Jon Dahl Tomasson er genginn til liðs við þýska liðið Stuttgart frá A.C. Milan. Það hafa orðið miklar breytingar hjá Stuttgart í sumar því Matthias Sammer þjálfari liðsins á síðustu leiktíð er farinn og við starfi hans hefur tekið Giovanni Trappatoni.

Landsliðið upp um sjö sæti

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er hástökkvari mánaðarins á nýjum styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Ísland er komið í 90.sæti eftir að hafa verið í 97. sæti en það var versta staða liðsins frá því styrkleikalisti alþjóða knattspyrnusambandsins var tekinn upp, í ágúst 1993.

Goosen höggi á eftir Tiger

Suður Afríkubúinn Retief Goosen er búinn að leika mjög vel í dag á Opna breska meistaramótinu í golfi. Hann er nú aðeins höggi á eftir Tiger Woods sem er efstur á 10 höggum undir pari. Retief hefur nú leikið 16 holur í dag en Tiger aðeins þrjár. Vísir.is mun fylgsast vel með framvindu mála frá St. Andrews.

Ver titilinn í 21. sinn

Klukkan eitt í nótt verður bein útsending á Sýn frá Las Vegas en þar verða háðir nokkrir athyglisverðir hnefaleikabardagar. Sá bardagi sem flestra augu beinist að er viðureign Bernard Hopkins og Jermain Taylor. Þeir félagar berjast um heimsmeistaratitilinn í millivigt og ver Hopkins nú titil sinn í 21. sinn.

Armstong eykur forskotið

Georg Totscing, frá Austurríki kom fyrstur í mark á fjórtándu dagleið Frakklandshjólreiðanna Tour de France í dag eftir 220.5 kílómetra í Pýrenenafjöllum. Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong varð annar 56 sekúndum á eftir Totschnig og Ítalinn Ivan Basso þriðji 2 sekúndum á eftir Armstrong.

S.W.P. vill ræða við Chelsea

Shaun Wright Phillips leikmaður, Manchester City hefur beðið um leyfi frá félaginu til að ræða við forráðamenn Chelsea um hugsanleg félagaskipti. Í gær hafnaði Manchester City tilboði Chelsea í Wright Phillips sem hljóðaði upp á 20 milljónir punda

Heimir ekki með FH-ingum

Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, er ekki í leikmannahópi liðsins sem mætir Skagamönnum í 8 liða úrslitum VISA-bikars karla. Baldur Bett tekur stöðu fyrirliðans á miðjunni en markvörðurinn Daði Lárusson ber fyrirliðabandið í leiknum.

Andri Júlíusson kemur ÍA yfir

Andri Júlíusson er búinn að skora fyrir Skagamann eftir aðeins þrjár mínútur með skalla af markteig eftir skallasendingu Igors Pesic. Þetta var fyrsta marktilraun leiksins.

Tiger að missa flugið?

Tiger Woods er nú á 9. holu á Opna breska meistaramótinu í golfi og þarf að taka víti og tapar líklega höggi. Eins og staðan er núna er hann með tveggja högga forystu á næsta mann Retief Goosen. Staðan....

Bjarki ver í þrígang meistaralega

FH-ingar eru að taka við sér og Bjarki Guðmundsson varði í þrígang meistaralega frá þeim Davíð Þór Viðarssyni, Guðmundi Sævarssyni og Tryggva Guðmundssyni úr aukaspyrnu. Skagamenn urðu nú rétt áðan fyrsta íslenska liðið til að komast yfir gegn FH í sumar. Staðan er enn 0-1 fyrir ÍA eftir 16 mínútur.

Montgomery kominn í annað sæti

Tiger Woods á nú aðeins eitt högg á Skotann Colin Montgomery á opna breska meistaramótinu í golfi. Þeir leika saman og eru nú á 11.holu.

Skagamenn með stangarskot

Skagamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson átti rétt í þessu skot sem hafnaði í stönginni á marki FH-inga, en hann hefur verið mjög sprækur á vinstri vængnum í liði ÍA í dag. Staðan eftir rúmlega hálftíma leik er því enn 1-0, Skagamönnum í vil.

Bjarki ver víti frá Tryggva

Bjarki Guðmundsson varði glæsilega vítaspyrnu frá Tryggva Guðmundssyni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Vítið fengu FH-ingar þegar Kári Steinn Reynisson handlék knöttinn í vítateignum. Bjarki varði vítið glæsilega út við stöng en hann hefur varið nokkrum sinnum mjög vel í leiknum.

Skagamenn yfir í hálfleik

Skagamenn eru 0-1 yfir í hálfleik gegn FH í 8 liða úrslitum VISA-bikars karla en leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli. Markið skoraði hinn 19 ára gamli Andri Júlíusson strax á 3. mínútu leiksins með skalla af markteig eftir sendingu frá Igor Pesic. Bjarki Guðmundsson, markvörður ÍA, hefur varið oft mjög vel í markinu þar á meðal vítaspyrnu frá Tryggva Guðmundssyni á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Skagamenn í stórsókn

Skagamenn hafa gert harða hríð að marki FH í upphafi síðari hálfleiks og áttu nú fyrir stundu þrjú bylmingsskot að marki heimamanna, en náðu ekki að koma knettinum yfir marklínuna. Staðan er því óbreytt í Kaplakrika, gestirnir hafa yfir 1-0.

Tvöföld skipting hjá FH og ÍA

FHingar hafa gert tvær breytingar á liði sínu. Inná eru komnir Jónas Grani Garðarsson og Jón Þorgrímur Stefánsson og greinlegt að Ólafur Jóhannesson þjálfari ætlar sér að blása til sóknar til að freista þess að jafna leikinn, en það hafa verið Skagamenn sem hafa átt hvert dauðafærið á fætur öðru á síðustu mínútum.

Tryggvi Guðmundsson í dauðafæri

Bjarki Guðmundsson, markvörður ÍA varði rétt í þessu stórkostlega frá Tryggva Guðmundssyni hjá FH, sem komst í sannkallað dauðafæri eftir að varnarmaður Skagamanna hrasaði og missti boltann frá sér á hálum vellinum. Bjarki hefur að öðrum ólöstuðum verið maður þessa leiks.

Tobias Rau til Bielefeld

Tobias Rau, landsliðsmaður Þýskalands í knattspyrnu er genginn til liðs við Armenia Bielefeld frá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen. Rau er 23 ára gamall varnarmaður.

Tryggvi jafnar leikinn

Tryggvi Guðmundsson hefur jafnað leikinn fyrir FH gegn Skagamönnum í 1-1 eftir góða sókn FH upp hægri kantinn þar sem Davíð Þór Viðarsson sendi boltann fyrir markið og Tryggvi átti ekki í vandræðum með að skora. Markið kemur á 73. mínútu og nokkuð gegn gangi leiksins í síðari hálfleik.

Ólafur Þórðarson rekinn af velli

Ólafi Þórðarsyni, þjálfara Skagamanna hefur verið vísað af velli fyrir kröftug mótmæli sín á hliðarlínunni í Kaplakrika, en nú þegar um tíu mínútur eru eftir af leiknum er mikið fjör á vellinum og bæði lið hafa fengið góð færi. Það eru þó sem fyrr gestirnir sem eru mun líklegri til afreka og hafa fengið aragrúa af færum sem þeir hafa þó enn ekki náð að nýta.

Sjá næstu 50 fréttir