Fleiri fréttir Essien biður um að fá að fara Michael Essien, hinn gríðarlega eftirsótti leikmaður Lyon, hefur grátbeðið stjórnarmenn félagsins um að fá að fara til Chelsea. 12.7.2005 00:01 Reina ætlar sér byrjunarliðssæti Markvörðurinn Jose Reina, nýjasti liðsmaður Evrópumeistara Liverpool, kveðst ætla að veit Jersey Dudek harða keppni um sæti í byrjunarliði liðsins á næstu leiktíð. 12.7.2005 00:01 Essien á förum? Michael Essien hefur gefið það út að hann vilji yfirgefa frönsku meistarana í Lyon og ganga til liðs við enska stórliðið Chelsea. Ensku meistararnir í Chelsea hafa mikinn áhuga á þessum 22 ára landsliðsmanni frá Ghana. 12.7.2005 00:01 Bikarmeistarar ÍBV dottnir úr leik Bikarmeistarar ÍBV eru dottnir úr leik í VISA-bikarkeppni kvenna. Þær lágu fyrir frískum Valskonum sem hreinlega yfirspiluðu ÍBV. Lokaniðurstaðan, 6-1 fyrir Val. 12.7.2005 00:01 Valinn í úrvalslið Evrópumótsins Ernir Arnarson úr Aftureldingu var valinn í úrvalsliðið á Opna Evrópumótinu í handbolta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, sem haldið er í Gautaborg. Hann var einnig valinn besta örvhenta skyttan. Íslenska liðið varð í 11. sæti, unnu Sviss 26-23 í lokaleiknum. 12.7.2005 00:01 FH spilar í Evrópukeppninni í dag FH mætir Neftchi frá Aserbaídsjan í dag og hefst leikurinn klukkan 14 að íslenskum tíma. Þetta er fyrri leikur liðanna. Takist FH að slá út Aserana mæta þeir Anderlecht, fyrrum liði Arnórs Guðjohnsen, í næstu umferð. 12.7.2005 00:01 Einn fallinn á lyfjaprófi Rússneski hjólreiðamaðurinn Jevgeni Petrov er hættur keppni í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Petrov féll á lyfjaprófi en hann var í 45. sæti í keppninni, 7 mínútum og 35 sekúndum á eftir Þjóðverjanum Jan Voigt sem hefur forystu. 12.7.2005 00:01 Stefán með sigurmark Norrköping Skagamaðurinn Stefán Þórðarson skoraði sigurmark Norrköping þegar liðið lagði Falkenbergs að velli með tveimur mörkum gegn einu í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Stefán, sem lék á miðjunni hjá Norrköping, var færður í sóknina í síðari hálfleik og hann skoraði á 58. mínútu. 12.7.2005 00:01 FH-ingar eru undir Neftchi frá Azerbadjan er komið í 1-0 gegn Íslandsmeisturum FH þegar 30 mínútur eru liðnar af leik Neftchi og FH í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Mark heimamanna kom úr víti. 12.7.2005 00:01 FH-ingar undir í hálfleik FH-ingar eru undir í hálfleik gegn Neftchi frá Azerbadjan 1-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Baku í Azerbadjan. Mark Neftchi gerði Mammadov á 20. mínútu. 12.7.2005 00:01 Fyrsti leikur Atla í kvöld Atli Eðvaldsson stjórnar Þrótturum í fyrsta skipti í kvöld þegar lærisveinar hans taka á móti ÍA á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 19:15. Þróttur er í botnsæti deildarinnar á meðan ÍA siglir lygnan sjó í 5. sæti deildarinnar en með sigri geta þeir skotist í það fjórða. 12.7.2005 00:01 FH enn undir Nú þegar 70 mínútur eru liðnar af leik FH og Neftchi frá Azerbadjan er staðan 1-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Baku í Azerbadjan. Mark Neftchi gerði Mammadov á 20. mínútu 12.7.2005 00:01 FH tapaði í Azerbadjan FH-ingar töpuðu fyrir Neftchi frá Azerbadjan 2-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Baku í Azerbadjan. 12.7.2005 00:01 Grindavík - Valur í kvöld Valsmenn fara til Grindavíkur í kvöld og geta með sigri minnkað forystu FH-inga á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í 6 stig. Grindvíkingar sem nú eru í 7.sæti deildarinnar geta með sigri komist upp fyrir KR í 6. sætið. 12.7.2005 00:01 Armstrong fyrstur í Tour de France Lance Armstrong er aftur kominn í forystuna í Tour de France hjólreiðakeppninni sívinsælu. Í dag hjóluðu keppendur 183 kílómetra leið og þurftu að hjóla í frönsku ölpunum og þar fann Armstrong sig vel. 12.7.2005 00:01 Harrington ekki með á Opna breska Írski kylfingurinn Padraig Harrington tekur ekki þátt í opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer nú um helgina á St.Andrews vellinum. Faðir Harringtons lést í gær úr krabbameini og sagði talsmaður hans í samtali við fjölmiðla að Harrington vilji nota helgina til að vera með sinni nánustu fjölskyldu. 12.7.2005 00:01 Þjálfaraskipti hjá Þór Fyrstu deildarlið Þórs í knattspyrnu hefur skipt um þjálfara. Þeir Pétur Ólafsson og Júlíus Tryggvason sem þjálfuðu liðið hafa látið af störfum en við liðinu tekur Dragan Stojanovic sem hefur þjálfað yngri flokka félagsins. 12.7.2005 00:01 Shaq líklega áfram hjá Miami Viðræður forráðamanna NBA liðsins Miami Heat við aðalstjörnu sína Shaquille O´Neal ganga vel að sögn Pat Riley</person /> yfirmanns körfuboltamála hjá Miami. Shaq leiddi Miami til úrslita í Austurströndinni en liðið tapaði fyrir Detroit í sjö leikjum. 12.7.2005 00:01 Boltavaktin í kvöld Boltavakin verður í fullu gangi í kvöld hér á Vísi.is þegar 10.umferð Landsbankadeildar karla lýkur með tveimur leikjum. Annars vegar mætast Þróttur og ÍA á Lagardalsvelli og Grindavík og Valur hins vegar á Grindavíkurvelli. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. 12.7.2005 00:01 Nunez má fara frá Anfield Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tilkynnt Spánverjanum Antonio Nunez að hann megi fara frá félaginu. Nunez, sem lék tuttugu og sjö leiki fyrir Liverpool í fyrra og skoraði í þeim eitt mark, var ekki inn í framtíðarskipulagi Benitez og er vonast eftir því að hann verði seldur aftur til Spánar. 12.7.2005 00:01 Emre til Newcastle á föstudag Tyrkneski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Emre Belozoglu gengur til liðs við Newcastle á föstudag ef marka má viðtal við Graeme Souness, knattspyrnustjóra liðsins við Sky sjónvarpsstöðina. 12.7.2005 00:01 Jafnt í hálfleik í báðum leikjum Markalaust er í leikjum Þróttar og ÍA á Laugardalsvelli og sömu sögu er að segja af leik Grindavíkur og Vals sem fram fer á Grindavíkurvelli. Leikirnir eru þeir síðustu í 10. umferð Landsbankadeildar karla. En vonandi reima leikmenn liðanna á sig markaskóna í hálfleik. 12.7.2005 00:01 Figo til Inter? Massimo Moratti, forseti itölsku bikarmeistaranna í Inter Milan, vill fá Portúgalann Luis Figo frá Real Madrid. Figo, sem Evrópumeistarar Liverpool höfði áhuga á allt þar til í gær, er nú að leita sér að nýju liði því krafta hans er ekki lengur óskað á Bernabeau. 12.7.2005 00:01 Matthías búinn að koma Val yfir Valur er komið í 1-0 gegn Grindavík. Matthías Guðmundsson gerði mark Valsmanna. Staðan er enn 0-0 á Laugardalsvelli í leik Þróttar og ÍA. Nú eru tæpar 10 mínútur eftir af leikjunum. Úrslit verða birt um leið og leikjunum lýkur en annars er hægt að fylgjast með hér á boltavaktinni. 12.7.2005 00:01 Valur sigraði Grindavík Valsmenn voru rétt í þessu að sigra Grindavík á útivelli með einu marki gegn engu í Landsbankadeild karla. Það var Matthías Guðmundsson sem gerði sigurmark Hlíðarendadrengja á 76. mínútu. Í Laugardalnum gerðu Þróttarar og Skagamenn markalaust jafntefli en þetta var fyrsti leikur Þróttar undir stjórn Atla Eðvaldsonar. 12.7.2005 00:01 Derby County kemur til Íslands Enska 1.deildarliðið í knattspyrnu, Derby County,er væntanlegt til Íslands seinna í mánuðinum og leikur við ÍA á Akranesvelli þann 19.júli n.k. Leikurinn er liður í undirbúningstímabili Derby County en liðinu gekk vonum framar á síðasta leiktímabili og komst í úrslitakeppnina en þar við sat. 12.7.2005 00:01 Breiðablik,KR og Fjölnir áfram Breiðablik, KR og Fjönir eru komin í undanúrslit Visa Bikar kvenna eftir sigra í kvöld. Breiðablik sigraði Keflavík 3-1. Fyrstu deildarlið Fjölnis sigraði Skagastúlkur 4-1 og loks sigraði KR lið Stjörnunnar 3-1 í Garðabæ. Auk þessara þriggja liða er Valur einnig komið í undanúrlit. 12.7.2005 00:01 Mikið verk fyrir höndum hjá Atla Þróttarar héldu hreinu í fyrsta leiknum undir stjórn Atla Eðvaldssonar en það dugði þó aðeins í eitt stig gegn Skagamönnum sem hafa haldið hreinu í 315 mínútur í Landsbankadeildinni. Leikur Þróttar og ÍA verður ekki lengi í minnum hafður. Bæði lið voru varkár í leik sínum og tóku ekki mikla áhættu og endaði leikurinn 0-0 í daufum leik. 12.7.2005 00:01 Vertu velkominn Atli <font face="Helv"> Köttarar skemmtu sér konunglega á Laugardalsvellinum í gær og sungu hina ýmsu söngva meðal annars „Vertu velkominn Atli," við lagið „Komdu í Kántrýbæ". Köttarar hvöttu líka Ólaf Þórðarson til að fara í sparifötin líkt og Atli en nýi þjálfari Þróttarar var mættur í sparifrakkann að sið Jose Mourinho. </font> 12.7.2005 00:01 Greta Mjöll með þrennu fyrir Blika Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiðablik sem komst í kvöld í undanúrslit VISA-bikars kvenna. Breiðablik vann nýliða Keflavíkur 3-1 og hefur unnið alla tíu leiki sína í deild og bikar í sumar. 1. deildarlið Fjölnis kom líka á óvart og sló út úrvalsdeildarlið ÍA. 12.7.2005 00:01 Engu að tapa í síðari leiknum FH var í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í gær en mátti þola vont tap gegn Neftchi Baku í fyrri leiknum , 0-2. FH-liðið þarf því að vinna heimaleikinn eftir viku með þriggja marka mun en leikurinn í dag var sá fyrsti sem liðið tapar í sumar. 12.7.2005 00:01 Þriðji sigur Valsmanna í röð Matthías Guðmundsson tryggði Val 1-0 sigur í Grindavík með marki 14 mínútum fyrir leikslok en þetta var þriðji sigur liðsins í röð í Landsbankadeildinni.Heimamenn voru síst lakara liðið í leiknum og voru óheppnir að fá ekkert út út honum. 12.7.2005 00:01 Upson vill fara til Liverpool Varnarmaðurinn Matthew Upson hjá Birmingham hefur viðurkennt að hann renni hýru auga til Liverpool og telur að þar sé lykillinn að því að næla sér í landsliðssæti fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. 11.7.2005 00:01 Mourinho samur við sig Jose Mourinho er samur við sig þegar kemur að því að stríða kollegum sínum á Englandi í toppbáráttunni í úrvalsdeildinni og nú er hann byrjaður að senda þeim pillur í fjölmiðlum fyrir næstu leiktíð, þar sem hann segir Chelsea verða sterkara en nokkru sinni fyrr. 11.7.2005 00:01 Viera fundar með Wenger í vikunni Framtíð miðjumannsins franska, Patrick Viera hjá Arsenal, ræðst væntanlega í þessari viku, því hann hefur óskað eftir fundi með Arsene Wenger knattspyrnustjóra sínum til að ræða málin. 11.7.2005 00:01 Schumacher vondaufur Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist vondaufur um að lausn á vandamálum Ferrari sé í sjónmáli og er afar vonsvikinn með bílinn eftir að hann þurfti að sætta sig við sjötta sætið á Silverstone um helgina. 11.7.2005 00:01 Button vill bara það besta Breski ökumaðurinn Jenson Button, sem talinn er líklegur til að yfirgefa herbúðir BAR-Honda liðið í formúlu eitt á næsta ári, segist ekki vilja fara til miðlungsliðs heldur aðeins þess besta. 11.7.2005 00:01 O´Hair sigraði í Illinois Bandaríkjamaðurinn Sean O´Hair sigraði á John Deere mótinu í golfi í Silvis í Illinois um helgina. O´Hair, sem er nýliði í PGA-mótaröðinni, lék á 16 undir pari en jafnir í öðru sæti urðu Bandaríkjamennirnir Hank Kuhne og Robert Damron. 11.7.2005 00:01 Eyjamenn úr fallsæti Eyjamenn lögðu Framara, 2-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær og komust þar með úr fallsæti í Landsbankadeildinni. Ian Jeffs skorði fyrra mark Eyjapeyja úr vítaspyrnu á 37. mínútu eftir að brotið hafði verið á Pétri Sigurðssyni. 11.7.2005 00:01 Leikið í 1. deild og Visa-bikarnum Einn leikur er í 1 deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það er leikur nágrannanna í Kópavogi, Breiðabliks og HK. Þá er stórleikur í Visa-bikar kvenna í kvöld þegar bikarmeistarar ÍBV mæta Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitum. 11.7.2005 00:01 Malmö vann meistarana Í sænsku úrvalsdeildinni í kvenna knattspyrnu sigraði lið Ásthildar Helgadóttur, Malmö, meistara síðasta árs Djurgården/Älvsjö, 1-0, í gær. Ásthildur átti góðan leik. Þá vann Umeå Mallbacken, 3-1, en með Mallbacken leikur Erla Steina Arnardóttir. 11.7.2005 00:01 Þórður sýnir ÍA mikinn drengskap Þórður Þórðarson, markvörður Landsbankadeildarliðs ÍA í knattspyrnu hefur farið fram á að samningi sínum við félagið verði rift. Þykir Þórður sýna mikinn drengskap gagnvart félaginu með þessari ákvörðun sinni en hann þurfti skyndilega að hætta knattspyrnuiðkun upp úr miðjum maí sl. vegna alvarlegra veikinda. 11.7.2005 00:01 Liverpool hættir við Figo Portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Figo fer ekki til Liverpool eins og til hefur staðið en þetta staðfesti knattspyrnustjóri Liverpool, Rafael Benitez nú síðdegis. Krafta Figo er ekki lengur óskað hjá Real Madrid sem hafði gefið í skyn að leikmaðurinn sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið mætti fara á frjálsri sölu. 11.7.2005 00:01 Stabæk komnir á toppinn Lið Veigars Páls Gunnarsonar, norska liðið Stabæk, tók forystu í 1. deild í Noregi í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Pors Grenland á útivelli. Veigar Páll lék síðustu 35 mínúturnar í leiknum. 11.7.2005 00:01 Frakkar súrir út í Breta Borgarstjóri Parísar, Bertrand Delanoe, er bitur eftir að hafa tapað ólympíuleikunum 2012 til London. Hann sakar Lundúnahópinn sem sótti um leikana um að hafa ekki farið eftir settum reglum IOC, alþjóðaólympíunefndarinnar, fyrir atkvæðagreiðsluna. Delanoe kveðst hafa séð meðlimi nefndarinnar fara inn á hótelsvítu Tony Blair í Singapore. 11.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Essien biður um að fá að fara Michael Essien, hinn gríðarlega eftirsótti leikmaður Lyon, hefur grátbeðið stjórnarmenn félagsins um að fá að fara til Chelsea. 12.7.2005 00:01
Reina ætlar sér byrjunarliðssæti Markvörðurinn Jose Reina, nýjasti liðsmaður Evrópumeistara Liverpool, kveðst ætla að veit Jersey Dudek harða keppni um sæti í byrjunarliði liðsins á næstu leiktíð. 12.7.2005 00:01
Essien á förum? Michael Essien hefur gefið það út að hann vilji yfirgefa frönsku meistarana í Lyon og ganga til liðs við enska stórliðið Chelsea. Ensku meistararnir í Chelsea hafa mikinn áhuga á þessum 22 ára landsliðsmanni frá Ghana. 12.7.2005 00:01
Bikarmeistarar ÍBV dottnir úr leik Bikarmeistarar ÍBV eru dottnir úr leik í VISA-bikarkeppni kvenna. Þær lágu fyrir frískum Valskonum sem hreinlega yfirspiluðu ÍBV. Lokaniðurstaðan, 6-1 fyrir Val. 12.7.2005 00:01
Valinn í úrvalslið Evrópumótsins Ernir Arnarson úr Aftureldingu var valinn í úrvalsliðið á Opna Evrópumótinu í handbolta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, sem haldið er í Gautaborg. Hann var einnig valinn besta örvhenta skyttan. Íslenska liðið varð í 11. sæti, unnu Sviss 26-23 í lokaleiknum. 12.7.2005 00:01
FH spilar í Evrópukeppninni í dag FH mætir Neftchi frá Aserbaídsjan í dag og hefst leikurinn klukkan 14 að íslenskum tíma. Þetta er fyrri leikur liðanna. Takist FH að slá út Aserana mæta þeir Anderlecht, fyrrum liði Arnórs Guðjohnsen, í næstu umferð. 12.7.2005 00:01
Einn fallinn á lyfjaprófi Rússneski hjólreiðamaðurinn Jevgeni Petrov er hættur keppni í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Petrov féll á lyfjaprófi en hann var í 45. sæti í keppninni, 7 mínútum og 35 sekúndum á eftir Þjóðverjanum Jan Voigt sem hefur forystu. 12.7.2005 00:01
Stefán með sigurmark Norrköping Skagamaðurinn Stefán Þórðarson skoraði sigurmark Norrköping þegar liðið lagði Falkenbergs að velli með tveimur mörkum gegn einu í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Stefán, sem lék á miðjunni hjá Norrköping, var færður í sóknina í síðari hálfleik og hann skoraði á 58. mínútu. 12.7.2005 00:01
FH-ingar eru undir Neftchi frá Azerbadjan er komið í 1-0 gegn Íslandsmeisturum FH þegar 30 mínútur eru liðnar af leik Neftchi og FH í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Mark heimamanna kom úr víti. 12.7.2005 00:01
FH-ingar undir í hálfleik FH-ingar eru undir í hálfleik gegn Neftchi frá Azerbadjan 1-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Baku í Azerbadjan. Mark Neftchi gerði Mammadov á 20. mínútu. 12.7.2005 00:01
Fyrsti leikur Atla í kvöld Atli Eðvaldsson stjórnar Þrótturum í fyrsta skipti í kvöld þegar lærisveinar hans taka á móti ÍA á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 19:15. Þróttur er í botnsæti deildarinnar á meðan ÍA siglir lygnan sjó í 5. sæti deildarinnar en með sigri geta þeir skotist í það fjórða. 12.7.2005 00:01
FH enn undir Nú þegar 70 mínútur eru liðnar af leik FH og Neftchi frá Azerbadjan er staðan 1-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Baku í Azerbadjan. Mark Neftchi gerði Mammadov á 20. mínútu 12.7.2005 00:01
FH tapaði í Azerbadjan FH-ingar töpuðu fyrir Neftchi frá Azerbadjan 2-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Baku í Azerbadjan. 12.7.2005 00:01
Grindavík - Valur í kvöld Valsmenn fara til Grindavíkur í kvöld og geta með sigri minnkað forystu FH-inga á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í 6 stig. Grindvíkingar sem nú eru í 7.sæti deildarinnar geta með sigri komist upp fyrir KR í 6. sætið. 12.7.2005 00:01
Armstrong fyrstur í Tour de France Lance Armstrong er aftur kominn í forystuna í Tour de France hjólreiðakeppninni sívinsælu. Í dag hjóluðu keppendur 183 kílómetra leið og þurftu að hjóla í frönsku ölpunum og þar fann Armstrong sig vel. 12.7.2005 00:01
Harrington ekki með á Opna breska Írski kylfingurinn Padraig Harrington tekur ekki þátt í opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer nú um helgina á St.Andrews vellinum. Faðir Harringtons lést í gær úr krabbameini og sagði talsmaður hans í samtali við fjölmiðla að Harrington vilji nota helgina til að vera með sinni nánustu fjölskyldu. 12.7.2005 00:01
Þjálfaraskipti hjá Þór Fyrstu deildarlið Þórs í knattspyrnu hefur skipt um þjálfara. Þeir Pétur Ólafsson og Júlíus Tryggvason sem þjálfuðu liðið hafa látið af störfum en við liðinu tekur Dragan Stojanovic sem hefur þjálfað yngri flokka félagsins. 12.7.2005 00:01
Shaq líklega áfram hjá Miami Viðræður forráðamanna NBA liðsins Miami Heat við aðalstjörnu sína Shaquille O´Neal ganga vel að sögn Pat Riley</person /> yfirmanns körfuboltamála hjá Miami. Shaq leiddi Miami til úrslita í Austurströndinni en liðið tapaði fyrir Detroit í sjö leikjum. 12.7.2005 00:01
Boltavaktin í kvöld Boltavakin verður í fullu gangi í kvöld hér á Vísi.is þegar 10.umferð Landsbankadeildar karla lýkur með tveimur leikjum. Annars vegar mætast Þróttur og ÍA á Lagardalsvelli og Grindavík og Valur hins vegar á Grindavíkurvelli. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. 12.7.2005 00:01
Nunez má fara frá Anfield Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tilkynnt Spánverjanum Antonio Nunez að hann megi fara frá félaginu. Nunez, sem lék tuttugu og sjö leiki fyrir Liverpool í fyrra og skoraði í þeim eitt mark, var ekki inn í framtíðarskipulagi Benitez og er vonast eftir því að hann verði seldur aftur til Spánar. 12.7.2005 00:01
Emre til Newcastle á föstudag Tyrkneski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Emre Belozoglu gengur til liðs við Newcastle á föstudag ef marka má viðtal við Graeme Souness, knattspyrnustjóra liðsins við Sky sjónvarpsstöðina. 12.7.2005 00:01
Jafnt í hálfleik í báðum leikjum Markalaust er í leikjum Þróttar og ÍA á Laugardalsvelli og sömu sögu er að segja af leik Grindavíkur og Vals sem fram fer á Grindavíkurvelli. Leikirnir eru þeir síðustu í 10. umferð Landsbankadeildar karla. En vonandi reima leikmenn liðanna á sig markaskóna í hálfleik. 12.7.2005 00:01
Figo til Inter? Massimo Moratti, forseti itölsku bikarmeistaranna í Inter Milan, vill fá Portúgalann Luis Figo frá Real Madrid. Figo, sem Evrópumeistarar Liverpool höfði áhuga á allt þar til í gær, er nú að leita sér að nýju liði því krafta hans er ekki lengur óskað á Bernabeau. 12.7.2005 00:01
Matthías búinn að koma Val yfir Valur er komið í 1-0 gegn Grindavík. Matthías Guðmundsson gerði mark Valsmanna. Staðan er enn 0-0 á Laugardalsvelli í leik Þróttar og ÍA. Nú eru tæpar 10 mínútur eftir af leikjunum. Úrslit verða birt um leið og leikjunum lýkur en annars er hægt að fylgjast með hér á boltavaktinni. 12.7.2005 00:01
Valur sigraði Grindavík Valsmenn voru rétt í þessu að sigra Grindavík á útivelli með einu marki gegn engu í Landsbankadeild karla. Það var Matthías Guðmundsson sem gerði sigurmark Hlíðarendadrengja á 76. mínútu. Í Laugardalnum gerðu Þróttarar og Skagamenn markalaust jafntefli en þetta var fyrsti leikur Þróttar undir stjórn Atla Eðvaldsonar. 12.7.2005 00:01
Derby County kemur til Íslands Enska 1.deildarliðið í knattspyrnu, Derby County,er væntanlegt til Íslands seinna í mánuðinum og leikur við ÍA á Akranesvelli þann 19.júli n.k. Leikurinn er liður í undirbúningstímabili Derby County en liðinu gekk vonum framar á síðasta leiktímabili og komst í úrslitakeppnina en þar við sat. 12.7.2005 00:01
Breiðablik,KR og Fjölnir áfram Breiðablik, KR og Fjönir eru komin í undanúrslit Visa Bikar kvenna eftir sigra í kvöld. Breiðablik sigraði Keflavík 3-1. Fyrstu deildarlið Fjölnis sigraði Skagastúlkur 4-1 og loks sigraði KR lið Stjörnunnar 3-1 í Garðabæ. Auk þessara þriggja liða er Valur einnig komið í undanúrlit. 12.7.2005 00:01
Mikið verk fyrir höndum hjá Atla Þróttarar héldu hreinu í fyrsta leiknum undir stjórn Atla Eðvaldssonar en það dugði þó aðeins í eitt stig gegn Skagamönnum sem hafa haldið hreinu í 315 mínútur í Landsbankadeildinni. Leikur Þróttar og ÍA verður ekki lengi í minnum hafður. Bæði lið voru varkár í leik sínum og tóku ekki mikla áhættu og endaði leikurinn 0-0 í daufum leik. 12.7.2005 00:01
Vertu velkominn Atli <font face="Helv"> Köttarar skemmtu sér konunglega á Laugardalsvellinum í gær og sungu hina ýmsu söngva meðal annars „Vertu velkominn Atli," við lagið „Komdu í Kántrýbæ". Köttarar hvöttu líka Ólaf Þórðarson til að fara í sparifötin líkt og Atli en nýi þjálfari Þróttarar var mættur í sparifrakkann að sið Jose Mourinho. </font> 12.7.2005 00:01
Greta Mjöll með þrennu fyrir Blika Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiðablik sem komst í kvöld í undanúrslit VISA-bikars kvenna. Breiðablik vann nýliða Keflavíkur 3-1 og hefur unnið alla tíu leiki sína í deild og bikar í sumar. 1. deildarlið Fjölnis kom líka á óvart og sló út úrvalsdeildarlið ÍA. 12.7.2005 00:01
Engu að tapa í síðari leiknum FH var í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í gær en mátti þola vont tap gegn Neftchi Baku í fyrri leiknum , 0-2. FH-liðið þarf því að vinna heimaleikinn eftir viku með þriggja marka mun en leikurinn í dag var sá fyrsti sem liðið tapar í sumar. 12.7.2005 00:01
Þriðji sigur Valsmanna í röð Matthías Guðmundsson tryggði Val 1-0 sigur í Grindavík með marki 14 mínútum fyrir leikslok en þetta var þriðji sigur liðsins í röð í Landsbankadeildinni.Heimamenn voru síst lakara liðið í leiknum og voru óheppnir að fá ekkert út út honum. 12.7.2005 00:01
Upson vill fara til Liverpool Varnarmaðurinn Matthew Upson hjá Birmingham hefur viðurkennt að hann renni hýru auga til Liverpool og telur að þar sé lykillinn að því að næla sér í landsliðssæti fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. 11.7.2005 00:01
Mourinho samur við sig Jose Mourinho er samur við sig þegar kemur að því að stríða kollegum sínum á Englandi í toppbáráttunni í úrvalsdeildinni og nú er hann byrjaður að senda þeim pillur í fjölmiðlum fyrir næstu leiktíð, þar sem hann segir Chelsea verða sterkara en nokkru sinni fyrr. 11.7.2005 00:01
Viera fundar með Wenger í vikunni Framtíð miðjumannsins franska, Patrick Viera hjá Arsenal, ræðst væntanlega í þessari viku, því hann hefur óskað eftir fundi með Arsene Wenger knattspyrnustjóra sínum til að ræða málin. 11.7.2005 00:01
Schumacher vondaufur Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist vondaufur um að lausn á vandamálum Ferrari sé í sjónmáli og er afar vonsvikinn með bílinn eftir að hann þurfti að sætta sig við sjötta sætið á Silverstone um helgina. 11.7.2005 00:01
Button vill bara það besta Breski ökumaðurinn Jenson Button, sem talinn er líklegur til að yfirgefa herbúðir BAR-Honda liðið í formúlu eitt á næsta ári, segist ekki vilja fara til miðlungsliðs heldur aðeins þess besta. 11.7.2005 00:01
O´Hair sigraði í Illinois Bandaríkjamaðurinn Sean O´Hair sigraði á John Deere mótinu í golfi í Silvis í Illinois um helgina. O´Hair, sem er nýliði í PGA-mótaröðinni, lék á 16 undir pari en jafnir í öðru sæti urðu Bandaríkjamennirnir Hank Kuhne og Robert Damron. 11.7.2005 00:01
Eyjamenn úr fallsæti Eyjamenn lögðu Framara, 2-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær og komust þar með úr fallsæti í Landsbankadeildinni. Ian Jeffs skorði fyrra mark Eyjapeyja úr vítaspyrnu á 37. mínútu eftir að brotið hafði verið á Pétri Sigurðssyni. 11.7.2005 00:01
Leikið í 1. deild og Visa-bikarnum Einn leikur er í 1 deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það er leikur nágrannanna í Kópavogi, Breiðabliks og HK. Þá er stórleikur í Visa-bikar kvenna í kvöld þegar bikarmeistarar ÍBV mæta Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitum. 11.7.2005 00:01
Malmö vann meistarana Í sænsku úrvalsdeildinni í kvenna knattspyrnu sigraði lið Ásthildar Helgadóttur, Malmö, meistara síðasta árs Djurgården/Älvsjö, 1-0, í gær. Ásthildur átti góðan leik. Þá vann Umeå Mallbacken, 3-1, en með Mallbacken leikur Erla Steina Arnardóttir. 11.7.2005 00:01
Þórður sýnir ÍA mikinn drengskap Þórður Þórðarson, markvörður Landsbankadeildarliðs ÍA í knattspyrnu hefur farið fram á að samningi sínum við félagið verði rift. Þykir Þórður sýna mikinn drengskap gagnvart félaginu með þessari ákvörðun sinni en hann þurfti skyndilega að hætta knattspyrnuiðkun upp úr miðjum maí sl. vegna alvarlegra veikinda. 11.7.2005 00:01
Liverpool hættir við Figo Portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Figo fer ekki til Liverpool eins og til hefur staðið en þetta staðfesti knattspyrnustjóri Liverpool, Rafael Benitez nú síðdegis. Krafta Figo er ekki lengur óskað hjá Real Madrid sem hafði gefið í skyn að leikmaðurinn sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið mætti fara á frjálsri sölu. 11.7.2005 00:01
Stabæk komnir á toppinn Lið Veigars Páls Gunnarsonar, norska liðið Stabæk, tók forystu í 1. deild í Noregi í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Pors Grenland á útivelli. Veigar Páll lék síðustu 35 mínúturnar í leiknum. 11.7.2005 00:01
Frakkar súrir út í Breta Borgarstjóri Parísar, Bertrand Delanoe, er bitur eftir að hafa tapað ólympíuleikunum 2012 til London. Hann sakar Lundúnahópinn sem sótti um leikana um að hafa ekki farið eftir settum reglum IOC, alþjóðaólympíunefndarinnar, fyrir atkvæðagreiðsluna. Delanoe kveðst hafa séð meðlimi nefndarinnar fara inn á hótelsvítu Tony Blair í Singapore. 11.7.2005 00:01