Sport

Stefán með sigurmark Norrköping

Skagamaðurinn Stefán Þórðarson skoraði sigurmark Norrköping þegar liðið lagði Falkenbergs að velli með tveimur mörkum gegn einu í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Stefán, sem lék á miðjunni hjá Norrköping, var færður í sóknina í síðari hálfleik og hann skoraði á 58. mínútu. Norrköping er í 7. sæti deildarinnar með 23 stig, tíu stigum á eftir AIK sem hefur forystu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×