Sport

Schumacher vondaufur

Heimsmeistarinn Michael Schumacher segist vondaufur um að lausn á vandamálum Ferrari sé í sjónmáli og er afar vonsvikinn með bílinn eftir að hann þurfti að sætta sig við sjötta sætið á Silverstone um helgina. Schumacher var næstum hring á eftir fyrsta manni, hinum kólumbíska Juan Pablo Montoya og talið er að hjólbarðarnir hafi verið stærsta vandamálið fyrir Ferrari, ekki bíllinn sjálfur. "Ef tímarnir eru skoðaðir, lítur það ekki vel út fyrir okkur. Okkur hefur farið aftur í síðustu keppnum í stað þess að bæta okkur og það er slæm þróun. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum bara ekki nógu góðir," sagði Schumacher.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×